Morgunblaðið - 04.10.2019, Síða 17

Morgunblaðið - 04.10.2019, Síða 17
þegar við komum hafði allt sem við höfðum gert fengið að víkja fyrir nýjum hugmyndum því þú varst alltaf að breyta, það hef ég frá þér. Þú þreyttist ekki á að segja okkur Nonna hvað við værum góðir foreldrar og hvað börnin okkar væru dásamlega vel heppnuð, ég kunni alltaf jafn vel að meta það. Á sama tíma og ég græt yfir því að þú sért farin frá okkur er ég svo þakklát fyrir það að börnin mín hafi fengið að kynnast þér. Þú varst þeim svo góð og þeim þótti alltaf jafn gaman að koma til ykkar afa á Norðurbakkann. Takk fyrir allt, Thelma. Elsku amma, það er komið að kveðjustund. Þrautseigja þín, gleði og um- hyggja mun lifa áfram í hjarta mér, ásamt öllum góðu sögu- stundunum og hlátrasköllunum við eldhúsborðið, leyndarmálinu við pönnukökubaksturinn, skötu- boðunum á Þorláksmessu, glæsi- legu nýársboðunum og öllum hin- um verðmætu minningunum sem ég á með þér. Ég sendi nú með þér ljóðið sem við sömdum saman sumarið þeg- ar ég var átta ára og sendum inn í Morgunblaðið: Sumarið Sumarið er komið og sólin fer að skína. Gróðurinn að grænka og fuglar hefja söng. Gaman er að lifa, leika og vera saman, ærslast og vera úti um sumarkvöldin löng. (Íris og amma Anna) Hvíldu í friði. Íris Ásmundardóttir.  Fleiri minningargreinar um Önnu Ragnheiði Guðna- dóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. MINNINGAR 17 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. OKTÓBER 2019 ✝ Trausti Páls-son fæddist í gamla torfbænum á Hólum í Hjaltadal 5. janúar 1931. Hann lést á Sjúkra- húsinu á Sauðár- króki 20. septem- ber 2019. Foreldrar Trausta voru hjón- in Páll Jónsson og Guðrún Gunn- laugsdóttir í Brekkukoti í Hjaltadal, síðar Laufskálum. Systur Trausta eru Sigurlaug, kölluð Dúa, f. 1934, og Anna, f. 1938, sem lifa bróður sinn. Trausti kvæntist Öldu Björk Konráðsdóttur 1. desember árið 1964. Alda lést 2007, 65 ára að aldri, en hún var dóttir Konráðs Ásgrímssonar frá Tjörnum í Sléttuhlíð og Guðrúnar Þor- steinsdóttur frá Vatni. Trausti og Alda eignuðust þrjú börn. Linda er þeirra elst, f. 1965, búsett að Fellsenda í Döl- um, gift Hjalta Vésteinssyni. Þeirra börn eru Erna, f. 2001, og Atli, f. 2004. Næst kemur Edda, f. 1968, búsett í Kópavogi, gift Birni Jóhanni Björnssyni. Þeirra börn eru Aron Trausti, f. til ársins 1999, er þau fluttu að nýju á Sauðárkrók. Trausti tók að sér ýmis fé- lags- og trúnaðarstörf í Hjalta- dal. Hann sat um árabil í hreppsnefnd Hólahrepps og var oddviti árin 1980-1982 og síðan 1990-1994. Á þessum tíma stóð hreppurinn í stórræðum við uppbyggingu hitaveitu á Reykj- um í Hjaltadal og Hólalax var að hefja sína starfsemi. Trausti var jafnframt virkur í starfi Ung- mennafélagsins Hjalta. Þá var hann um ellefu ára skeið sparisjóðsstjóri Sparisjóðs Hólahrepps, sem þá hafði aðset- ur í forstofuherberginu á Lauf- skálum. Trausti átti einnig sæti í sóknarnefnd Hólakirkju, m.a. á þeim tíma þegar endurgerð kirkjunnar stóð yfir. Trausti og Alda voru meðal fyrstu íbúa í Hásæti á Sauð- árkróki, fluttu í íbúð sína haust- ið 2001 og tók Trausti sæti í fyrstu stjórn byggingasam- vinnufélagsins Búhölda. Þau hjónin höfðu þá komið sér upp sælureit í Laufási, sumarhúsi í Ásnum í landi Laufskála. Bú- staðurinn og umhverfið í kring bera glöggt vitni um vandað handverk Trausta og græna fingur Öldu. Útför Trausta fer fram frá Sauðárkrókskirkju í dag, 4. október 2019, klukkan 14. 1995, og Tinna Birna, f. 2000. Yngstur er Páll Rúnar, f. 1976, bú- settur á Akureyri. Trausti flutti ungur með for- eldrum sínum í Brekkukot og ólst þar upp. Byggði Laufskála með föð- ur sínum og bjó þar félagsbúi í nokkur ár eða þar til að þau Alda tóku alfarið við búrekstrinum 1965. Að lokinni hefðbundinni skólagöngu gekk Trausti í Bændaskólann á Hólum og út- skrifaðist þaðan sem búfræð- ingur 1952. Hann fór einnig suð- ur til vinnu, var á Vellinum og á vertíð frá Akranesi. Meðfram búskapnum á Laufskálum vann Trausti ýmis önnur störf, m.a. akstur á vöruflutningabíl og skólabíl og við ökukennslu. Trausti og Alda brugðu búi á Laufskálum 1982 og fluttu þá á Sauðárkrók. Eftir skamma dvöl á Króknum fluttu þau að Hólum 1984 og þar starfaði Trausti sem fjósameistari ríkisins og síðar sem umsjónarmaður fasteigna Hólaskóla. Á Hólum bjuggu þau Tengdafaðir minn bar nafn við hæfi. Traustur var hann sínum nánustu og traust var einkenn- andi í samskiptum hans við ann- að fólk, jafnt í leik sem starfi. Enda var oft leitað til Trausta og honum treyst til fjölbreyttra trúnaðarstarfa. Hann var ráðagóður og útsjón- arsamur, fróður og víðlesinn. Ferðaðist víða um landið hátt og lágt og hafði unun af því að vera úti í náttúrunni. Trausti var mikill hagleiks- maður. Handverk hans í Laufási ber þess glöggt vitni. Ófáar vinnustundir í bústaðnum eru að baki og þrotinn kröftum nú síð- sumars tókst honum að ljúka við þau verkefni í Laufási sem hann hafði sett sér. Hann gekk aldrei frá ókláruðu verki og stóð ætíð við gefin lof- orð. Trausti var ekki maður margra orða en þegar hann tók til máls var á hann hlustað. Hann hafði jafnaðargeð en gat sýnt festu ef á þurfti að halda. Hann tók nærri sér ef á einhverjum var brotið, var réttsýnn maður og heiðarlegur. Hæfileikar Trausta lágu á mörgum sviðum. Einn þeirra var vísnagerð og að ráða snúnar mynda- og krossgátur. Þar var hann lunkinn en flíkaði ekki þeim hæfileikum. Núna í byrjun sumars var hon- um hugsað til hraða nútímans og umræðunnar um núvitund og mikilvægi þess að vera í núinu. Hann laumaði vísunni að mér, og með hans vilja rataði hún í vísna- horn Morgunblaðsins: Sitthvað má segja um núið, samt finnst mér dálítið snúið að gera því skil sem að gjarnan ég vil og grípa það – þá er það búið. Nú er allt búið hjá elskulegum tengdaföður. Hann hefur lokið góðu dagsverki og kominn til Öldu sinnar og annarra ástvina. Þar hafa orðið fagnaðarfundir. Trausti var jafnan glaðsinna, stundum stríðinn, og einkar brosmildur. Brosti með öllu and- litinu. Þannig tjáði hann sig síð- ustu metrana, enn með fulla með- vitund í veikindum sínum en hafði misst röddina og orkaði ekki lengur að skrifa til okkar skilaboð á blað. Brosti og kvaddi með traustu og löngu handtaki, þakklátur fyrir allt sem hann hafði áorkað um langa og lán- sama daga. Hann gat með stolti farið í sína hinstu ferð. Á kveðjustund vil ég þakka fyrir góð kynni og allan stuðning- inn í garð okkar Eddu og krakk- anna. Blessuð sé minning Trausta Pálssonar frá Laufskál- um. Björn Jóhann. Við systkinin minnumst afa Trausta með hlýhug og virðingu. Hann var fróður um land og þjóð og þreyttist aldrei á að fræða okkur um staðhætti og liðna tíð. Afi Trausti var skipulagður og gerði hlutina í réttri röð. Hann var líka mjög ráðagóður og ekkert vandamál var svo stórt að hann kæmi ekki með réttu lausnina eftir smá umhugsun. Afi Trausti hafði gaman af því að ráða krossgátur og mynda- gátur. Hann hafði líka gaman af því að spila á spil og margar góð- ar minningar eigum við úr sum- arbústaðnum Laufási þar sem setið var við eldhúsborðið og spilaður Svarti Pétur. Þá var líka gjarnan hlustað á Álftagerðis- bræður eða skagfirskan kórsöng. Afi Trausti gerði líka ýmislegt sem okkur fannst ótrúlega flott, eins og að baka lummur á sunnu- dögum fyrir vini sína sem komu í morgunkaffi í Hásæti, gera slát- ur á haustin og að prjóna lopa- peysur. Við erum þakklát fyrir að hafa átt afa Trausta að og vit- um að nú líður honum vel. Erna og Atli. Elsku afi Trausti. Þín verður sárt saknað. Þú varst okkur svo góður og hlýr og alltaf gaman að vera með þér í Laufási. Þar mun minning þín lifa því að Laufás var þinn uppáhaldsstaður. Þú lést þig ekki muna um að spila við okkur fótbolta í lautinni eða spila á spil í bústaðnum á kvöld- in. Það voru skemmtilegar stundir. Við eigum margar fleiri minn- ingar með þér, eins og jeppaferð með ykkur ömmu um gömlu leið- ina til Siglufjarðar og ferðalag með þér um Vestfirðina. Í þess- um ferðum fræddir þú okkur um landið okkar og áhugaverða staði. Þú tókst þínum veikindum eins og hetja og við dáðumst að dugnaði, þolinmæði og yfirvegun sem þú sýndir. Nú ertu kominn til ömmu Öldu og við vitum að þér líður vel. Takk fyrir alla samveruna og hlýjar minningar. Aron Trausti og Tinna Birna. Það er fallegt nafn að heita Trausti. Jón Trausti Pálsson sem við nú fylgjum til grafar bar það nafn sannarlega með sóma. Þeg- ar við Ingibjörg og fjölskyldan fluttum heim að Hólum í Hjalta- dal sumarið 1981 til að taka við skólastjórn þar, var Trausti odd- viti Hólahrepps. Þá strax urðu samstarf og samskipti okkar við þau hjón Öldu, Trausta og fjöl- skyldu mikil og góð. Fyrir okkur sem komum ný inn í samfélag Hjaltadals var dýrmætt að eiga svo traustan mann að, sem Trausti Pálsson var. Trausti var jú fæddur á Hólum í gamla torfbænum þar. Í Trausta spannst saga og helgi Hólastaðar svo einkar vel saman, enda unni hann Hólum með djúpri virðingu. Þegar þau Trausti og Alda brugðu búi réðst hann til starfa hjá okkur á Hól- um. Fyrst sem fjósameistari en síðan sem staðarumsjónarmaður. Það var sama hvar Trausti kom að, ávallt var það prúð- mennskan, nærfærnin og hlýjan sem einkenndi öll störf hans. Ég minnist handtaksins sem var bæði traust og hlýtt. Börnin okk- ar Ingibjargar áttu svo sannar- lega Trausta að nánum vin. Hve oft var ekki hlaupið og dundað sér í fjósinu með Trausta. Það voru þeim ógleymanlegar stund- ir. Trausti naut mikillar virðingar í samfélaginu á Hólum í Hjalta- dal og héraðinu öllu. Hann var í fyrstu stjórn Hitaveitu Hjalta- dals, oddviti, formaður sóknar- nefndar Hólasóknar, í kirkju- kórnum og virkur þátttakandi í þeirri endurreisn sem unnið var að á Hólum á þessum árum. Að vera staðarumsjónarmaður á Hólum var mikið ábyrgðarstarf og verkefnin margvísleg. Var þá ekki alltaf spurt um hvort það var nótt eða dagur. Það var gott að eiga þau hjónin Öldu og Trausta að samstarsfólki og vinum. Það eru á ýmsan hátt tímamót fyrir Hóla nú þegar Trausti Páls- son fellur frá. Hann er sá síðasti sem fæðist í gamla torfbænum á Hólum sem honum þótti alla tíð vænt um. Við sjáum Trausta fyrir okkur vera að snyrta bæinn að utan, vökva og slá grasþekjuna og fara höndum um þetta forna hús á sinn ástúðlega hátt. Þannig voru nú öll verk Trausta Pálssonar. Býli þeirra, Laufskálar, fékk sér- staka viðurkenningu fyrir snyrti- mennsku. Hann byggði sér sumarbústað í ásnum efst í landi Laufskála eða Brekkukots sem áður hét. Um- gjörðin öll lýsti svo vel hug og hönd Trausta. Við heimsóttum Trausta í bússtaðinn sl. sumar ásamt litlum 7 ára dóttursyni, Hákoni, sem var hugfanginn af sögu Hóla og fannst það einna merkilegasti viðburður í sínu lífi að hitta þann sem síðast fæddist í gamla bænum. Handtak Trausta var þétt, brosið og augun geisl- uðu af hlýju, en röddin var farin. Rithöndin var áfram skýr. Við föðmuðumst í lok heimsóknar- innar. Við þökkum þá góðu stund. Við Ingibjörg og fjölskyldan þökkum Trausta Pálssyni fyrir samferðina, vináttuna og þær mörgu góðu stundir sem við átt- um saman á Hólum og ætíð síðan. Það er nú svo að sumir verða manni nánari en aðrir og þarf ekki alltaf orðin til staðfesta það. Blessuð sé minning góðs vinar og félaga, Trausta Pálssonar Guð gefi landi voru marga slíka. Við sendum börnum Trausta og fjölskyldum þeirra einlægar samúðarkveðjur. Ingibjörg Kolka og Jón Bjarnason. Trausti Pálsson var fæddur á Hólum í Hjaltadal og það í torf- bænum Nýjabæ. Hann myndaði sterkar rætur í dalnum og bjó þar og starfaði stærstan hluta síns lífs. Árið 1984 hóf hann störf við Hólaskóla og vann þar óslitið til ársins 2000, þegar hann lét af störfum vegna aldurs. Trausti var lengst af umsjónamaður fast- eigna. Hann hafði góða yfirsýn og lagði sig allan fram um að halda við og byggja upp aðstöðu skólans, sem er mikilvægur grunnur fyrir starfsemi hans og rekstur. Það var einnig þekkt hvað Trausta var umhugað um ásýnd Hólastaðar. Trausti gekk ákveðinn til verka, með bros á vör. Fram- koma hans einkenndist af næmni og umhyggju þar sem lausn verk- efna, stórra og smárra, var ætíð í fyrirrúmi. Allt fas Trausta end- urspeglaði virðingu fyrir um- hverfinu og mátt góðra og gef- andi samskipta. Með störfum sínum og sterkum persónuleika lagði hann mikið að mörkum til að tryggja skólanum gott starfs- umhverfi og Hólastað þann virðuleik sem honum ber. Um var að ræða ómetanlegt framlag til uppbyggingar og þróunar samfélagsins á Hólum og Háskól- ans á Hólum. Til merkis um þetta var Trausti heiðraður með gull- útgáfu af merki Háskólans á Hól- um við brautskráningarathöfn vorið 2012. Framlag Trausta er og verður áfram hluti af skólastarfi og sam- félagi á Hólum og fyrir það erum við öll þakklát. Þegar hugsað er til Trausta birtir ósjálfrátt í huga manns, sem staðfestir að gleðin og góðmennskan sem geislaði af honum, er krafturinn sem lætur mikilvægustu hlutina í tilverunni gerast. Við vottum fjölskyldu Trausta okkar dýpstu samúð. Skúli og Sólrún. Trausti Pálssonsé minning Kristmars, hann vardrengur góður. Sturla Böðvarsson. Þannig er að sólin hnígur en rís svo upp að morgni dags og fyllir sálir sælu vímu en kveður svo að kveldi dags. Ég sakna æskufélagans og vinar um alla tíð, Kristmars Arn- kelssonar er kvaddi þann 20. þessa mánaðar. Hann hafði átt við heilsuleysi að stríða síðustu ár ævi sinnar. Hann var sannur vinur í raun. Það voru ófáar ferðirnar sem hann þurfti að fara á Heilsugæslu Vesturlands á Akranesi vegna veikinda sinna. Hann hafði alltaf samband við mig þegar hann hafði lokið erindi við læknana. Þá áttum við góðar stundir saman yfir kaffibolla og rifjuðum upp gamlar minningar, bæði sárar og ljúfar. Ég held ég mæli fyrir munn okkar félaga sem þekktum Krist- mar best að hann var frábær sagnamaður og kunni ógrynni af vísum. Það var því oft glatt á hjalla í hópnum er Kristmar var í góðu formi. Hann hafði einnig gott tón- eyra, og þegar það er nefnt rifj- ast upp eitt skemmtilegasta tímabil í samveru okkar þegar við fengumst við tónlist um tíma, þar lék hann á saxófón. Þegar við kveðjum samferða- fólk erum við minnt á hve dýr- mætt það er að eiga traustan og góðan vin eins og Kristmar var. Kristmar í Fagurhól. Nú sefur sálin sæl og sólin okkur sýnir í faðmi guðs hann hvílir Þar loga ljósin skær. Aðstandendum sendi ég sam- úðarkveðju. Ingibjartur G. Þórjónsson. Þú varst kannski ekki fædd- ur Vestmannaeyingur, elsku vinur, en meiri Eyjamann en þig var erfitt að finna. Þú nýttir Gunnlaugur Úlfar Gunnlaugsson ✝ GunnlaugurÚlfar Gunn- laugsson fæddist 5. apríl 1958. Hann lést 22. september 2019. Útför Gunnlaugs Úlfars fór fram frá Grindavíkurkirkju 2. október 2019. Hann verður jarð- settur í Vestmanna- eyjum í dag, 4. október 2019, klukkan 14. hvert einasta mögulega og ómögulega tæki- færi til að hendast í Herjólf og skreppa yfir á eyj- una þína. Mættir galvaskur til að vinna í húsinu á Illugagötunni, eða til að kíkja á börn- in þín eða jafnvel á einn fótboltaleik. Ekki var nú verra þegar þú kíktir yfir á okkur vinina í smá matarveislu, með pínu rauðu með sem endaði nú yfirleitt með einum góðum Irish! Og alltaf var stefnan á að flytja aftur til Eyja, þar sem þú áttir fjöldann allan af vinum og varst duglegur að rækta þau vinasambönd með henni Stínu þinni. En þegar kom að hátíð hátíðanna, Þjóðhátíð, þá var sko ekki um neinn skreppitúr að ræða. Þú varst mættur mörgum dögum áður til að græja tjaldið ykkar, sem var líklega eitt það flottasta í dalnum. Ekki varst þú nú par hrifinn af því að vera í miðri lyfjagjöf á Þjóðhátíðinni í sumar. Reyndir meira að segja að færa hana til, en að sjálfsögðu varstu mættur á réttum tíma í dalinn þar sem hann Þorfinnur þinn var búinn að smala í heilt herlið frá Grindavík til að tjalda höllinni ykkar í Herjólfsdal. Við vinirnir í Undir áhrifum, samt ekki alltaf undir áhrifum, sko, höfum brallað ýmislegt saman í gegnum árin. Ekki var nú leiðinlegt á Sálartónleikun- um í Köben, kokkteilnámskeið- inu í Amsterdam eða þegar við borðuðum í Eiffel-turninum í París. Ekki varstu nú par hrif- inn af því hversu óreglulegar þessar ferðir urðu 2007-2008 þar sem töluvert var um barn- eignir og þér fannst nú nóg um þegar fjórði drengurinn fæddist 2009! Þú hafðir einstakt lag á að orða hlutina, elsku vinur. Eft- irminnilegasti frasinn þinn og okkur efst í huga verður vænt- anlega þinn frægi frasi: „Það má alltaf gera betur.“ Þetta á nú oftast bara við um okkur öll í okkar daglega lífi, það má allt- af gera betur, en hins vegar held ég að þú hefðir ekki getað gert betur með fjölskylduna þína því að hún er einstök. Hún dásamlega Stína þín, Eva, Þorfinnur, Gunný og Sunna eru búin að vera alveg ótrúlega dugleg og hafa staðið þétt saman á þessum erfiðu tímum. Þú mátt svo sannarlega vera stoltur af þeim öllum því þau eru öll frábær, enda áttu þau yndislegan pabba sem var klett- urinn í lífi þeirra og þú gerðir allt sem þú gast fyrir þau. Og ekki má gleyma litlu gullmol- unum þínum Ágústu, Val, Mika- el Mána og Matthildi litlu. Elsku Úlli okkar, þú ert kannski farinn en þú lifir áfram í hjörtum okkar sem elskuðum þig. Þér tókst ekki að flytja aft- ur heim á eyjuna fögru og þú fæddist ekki Vestmannaeyingur en þú verður jarðaður sem slík- ur í kirkjugarðinum í Vest- mannaeyjum. Þangað til næst elsku vinur, skál fyrir þér. Ástarkveðjur frá eyjunni fögru. Þínir vinir, Birgir og Ólöf.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.