Morgunblaðið - 04.10.2019, Qupperneq 20
20 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. OKTÓBER 2019
Sumarhús
Sumarhús – Gestahús –
Breytingar
Framleiðum stórglæsileg sumarhús
í ýmsum stærðum.
Tökum að okkur stækkun og
breytingar á eldri húsum.
Smíðum gestahús – margar
útfærslur.
Sjáum um almennt viðhald á
sumarhúsum og sólpöllum.
Setjum niður heita potta og
smíðum palla og skjólveggi.
Áratugareynsla –
endilega kynnið ykkur málið.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
sími 892-3742 og 483-3693,
www.tresmidjan.is
Ýmislegt
NÁTTFÖT
Kr. 18.900.-
Kr. 18.900.-
Kr. 18.900.-
Kr. 15.900.-
Kr. 15.900.-
www.frusigurlaug.is
Frí póstsending
ekkert vesen!
MJÓDD | S. 774-7377
MARGAR GERÐIR
Laugavegi 178, 105 Reykjavík
sími 551 3366.
Opið virka daga kl. 10-18,
laugardaga kl. 10-14
LOKAÐ 28. SEPT
VEGNA FRAMKVÆMDA
Misty
Eco Si - Stærðir M-XXL
Svart og hvítt.
Verð 1.790 kr.
Eco Fi - Stærðir M-XXL
Svart og hvítt.
Verð 1.790 kr.
Tahoo Maxi - Stærðir S-3XL
Svart, hvítt og beige.
Verð 1.790 kr.
Húsviðhald
FLÍSALAGNIR - MÚRVERK
FLOTUN - SANDSPARSL
MÁLUN - TRÉVERK
Ásamt öllu almennu viðhaldi
fasteigna
Áratuga reynsla og þekking
skilar fagmennsku og gæðum
Tímavinna eða tilboð
Strúctor
byggingaþjónusta ehf.
S. 893 6994
Hreinsa
þakrennur
fyrir veturinn og
tek að mér ýmis
smærri verkefni.
Uppl. í síma 847 8704
manninn@hotmail.com
Félagsstarf eldri borgara
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9-12.30. Zumba Gold 60+ kl. 10.30,
opið námskeið. BINGÓ kl. 13.30, spjaldið kostar 250 krónur, allir vel-
komnir. Kaffi kl. 14.30-15.
Boðinn Vöflukaffi kl. 14.30. Línudans kl. 15.
Bólstaðarhlíð 43 Opin handverksstofa kl. 9-16. Morgunkaffi kl. 10-
10.30. Heimsókn frá Stakkaborg kl. 10.15. Á stúfana, Gerðasafn í
Kópavogi heimsótt kl. 13. Opið kaffihús kl. 14.30-15.15.
Félagsmiðstöðin Hvassaleiti 56-58 Morgunkaffi og spjall frá kl.
8.30-10.30. Útvarpsleikfimi kl. 9.45. Hádegismatur alla virka daga kl.
11.30-12.20. Bridge í handavinnustofu 13. Bíósýning kl. 13.15.
Félagsmiðstöðin Vitatorgi Morgunleikfimi kl. 9.45. Boccia kl. 10.
Föstudagshópurinn hittist kl. 10. Tálgað í tré kl. 13. Frjáls spilamenn-
ska kl. 13-16.30. Handaband kl. 13. Bingó kl. 13.30. Hádegismatur frá
kl. 11.30-12.30 og vöfflukaffi kl. 14.30. Heitt á könnunni fyrir hádegi.
Nánari upplýsingar í síma 411 9450. Verið öll hjartanlega velkomin á
Vitatorg.
Garðabæ Dansleikf. Sjál kl. 9.30. Gönguhópur frá Jónshúsi kl. 10.
Félagsvist FEBG í Jónshúsi kl. 13. Bíll fer frá Litlakoti kl. 12.20, Hlei-
num kl. 12.30, og frá Garðatorgi 7. kl. 12.40 og til baka að lokinni
félagsvist ef óskað er. Smiðjan Kirkjuhv. opin kl. 14-17 allir velkomnir
Gerðuberg 3-5 111 RVK Opin handavinnustofa kl. 8.30-16.
Prjónakaffi kl. 10-12. Leikfimi gönguhóps kl. 10-10.20. Gönguhópur
um hverfið kl.10.30. Leikfimi Maríu 10.30-11.15. Bókband m/leiðb. kl.
13-16. Kóræfing kl.13-15. Allir velkomnir.
Gjábakki Kl. 9 handavinna, kl. 9 Boccia-æfing, kl. 9.30 postulíns-
málun, kl. 12.45 tréskurður, kl. 20 Félagsvist FEBK.
Gullsmára Handavinna kl. 9. Leikfimi kl. 10. Ljósmyndaklúbbur.
Bingó kl. 13.
Hraunbær 105 Kaffiklúbbur og spjall, allir velkomnir í frítt kaffi kl. 9.
Opin handavinna kl. 9-12. Útskurður og tálgun kl. 9-12. Boccia kl. 10-
11. Hádegismatur kl. 11.30. Bingó kl. 13.15. Kaffi kl. 14.30.
Hraunsel Ganga í Kaplakrika alla daga kl. 8-12. Línudans kl. 10.30.
Bridge kl. 13.
Korpúlfar Hugleiðsla og létt yoga kl. 9 í Borgum, sundleikfimi kl. 9 í
Grafarvogssundlaug, gönguhópar kl. 10 í Borgum. Bridge hópur
Korpúlfa kl. 12.30 í dag og hannyrðahópur Korpúlfa á sama tíma í
Borgum. Tréútskurður á Korpúlfsstöðum kl. 13. HATTADAGUR, allir að
mæta með hatta í dag í Borgir og vöfflukaffið hefst kl. 14.30 í dag.
Gleðilegan hattadag.
Seltjarnarnes Kaffispjall í króknum kl. 10.30. Leikfimi með Evu í sal-
num á Skólabraut kl. 11. Syngjum saman í salnum á Skólabraut kl. 13.
Spilað í króknum kl. 13.30. Bridge í Eiðismýri 30, kl. 13.30.
Sléttuvegur 11-13 Selið á Sléttuvegi er opið frá kl. 10-14. Heitt á
könnunni frá kl. 10-11 og hægt er að líta í blöðin. Hádegismatur er frá
kl. 11.30-12.15 og panta þarf matinn daginn áður. Framhaldssaga eða
bíó kl. 13. Allir velkomnir. Síminn í Selinu er: 568 2586.
Stangarhylur 4, FEB Reykjavík Íslendingasögur/fornsagna-
námskeiðið -Laxdæla kl. 10 og kl. 13. Leiðbeinandi Baldur Hafstað.
Dansleikur, Stangarhyl 4, sunnudagskvöld 6. október kl. 20.
Hljómsveit hússins. Mætum öll og njótum
Vesturgata 7 Sungið við flygilinn með Gylfa Gunnarssyni frá kl. 13-
14. Kaffi kl. 14-14.30. Allir velkomnir.
Rað- og smáauglýsingar
✝ Jón ÓlafurÞórðarson
fæddist á Ísafirði
16. janúar 1946.
Hann varð bráð-
kvaddur 23. sept-
ember 2019.
Eftirlifandi eig-
inkona Jóns Ólafs
er Bjarnveig
Bjarnadóttir, sér-
kennari, f. 19. apríl
1953.
Foreldrar Bjarnveigar voru
Hólmfríður Einarsdóttir, f. 9.
ágúst 1915, d. 4. desember 1972,
og Bjarni Sigurgeir Guðjónsson,
f. 3. júní 1911, d. 27. nóvember
1987.
Bjarnveig og Jón Ólafur voru
gefin saman 14. apríl 1974. Börn
þeirra eru Fríða, fædd Jónsdótt-
ir, nú Metz, heilsuhagfræðingur,
f. 20. maí 1975, gift Saad Metz
verkfræðingi, f. 8.febrúar 1967.
Þau eru búsett í Kanada.
Þórður Jónsson, f. 2. júní
1976. Býr í Reykjavík.
Foreldrar Jóns Ólafs voru
Aðalheiður Bára Hjaltadóttir, f.
11. október 1922, d. 1. nóvember
2000, og Þórður Júlíusson, f. 4.
ágúst 1918, d. 15. ágúst 2010.
Systkini: Ásthildur Cecil, f.
11.11. 1944, d. 30.8. 2018, Hjalti,
var í bæjarstjórn frá 1974 fram
til 1981 er hann flutti úr bænum.
Í Reykjavík hóf hann störf hjá
skattrannsóknarstjóra og vann
þar til 1983 er hann hóf eigin
rekstur og deildi húsnæði með
Sverri Sigurjónssyni viðskipta-
fræðingi. Hann starfaði sjálf-
stætt frá þessum tíma til dauða-
dags.
Í allmörg ár starfaði hann í
sama skrifstofuhúsnæði og
Brynjar Ívarsson sem rak skipa-
söluna Báta og búnað og ann-
aðist samninga og önnur lög-
mannsstörf fyrir hann. Eftir að
þeir flutti skrifstofur sínar að
Barónsstíg 5 annaðist Jón Ólaf-
ur einnig alla samninga fyrir
fasteignasölu Brynjólfs Jóns-
sonar sem var á sama stað. Allan
tímann var hann með sína lög-
mannsstofu og sinnti margskon-
ar lögmannsstörfum ásamt bók-
haldsvinnu og uppgjöri fyrir-
tækja og einstaklinga.
Árið 2010 flutti Jón Ólafur
lögmannsstofu sína að Elds-
höfða og hætti þá störfum fyrir
skipasöluna og fasteignasöluna
og vann sem einyrki ýmis lög-
mannsstörf ásamt bókhaldi.
Árið 2013 flutti hann starf-
semi sína, Jón Ólafur Þórðarson
ehf., nálægt heimili sínu í Mos-
fellsbæ og vann alveg fram á síð-
asta dag.
Útför hans fer fram frá Guð-
ríðarkirkju í Grafarholti í dag,
4. október 2019, klukkan 13.
Jarðsett verður í Mosfells-
kirkjugarði í Mosfellsdal.
f. 14.8. 1953, Gunn-
ar, f. 4.10. 1954,
Halldóra, f. 20.10.
1957, Sigríður, f.
21.11. 1959, Inga
Bára, f. 15.2. 1965,
Júlíus, f. 12.6. 1967,
d. 14.1. 1968.
Jón Ólafur varð
stúdent frá MA
1966 og hóf þá um
haustið nám í lög-
fræði við HÍ. Hann
lauk fyrri hluta lögfræðiprófs
vorið 1970 með ágætiseinkunn
og síðari hluta embættisprófs í
lögfræði vorið 1972, einnig með
ágætiseinkunn.
Hann lauk við að flytja próf-
mál sem þá þurfti til að verða
héraðsdómslögmaður sama ár.
Sumarið 72 vann hann við smíð-
ar á Ísafirði en fyrri sumur hafði
hann oftast verið til sjós. Haust-
ið 1972 hóf hann störf hjá Fast-
eignasölunni Eignir í Reykjavík
og starfaði þar fram á vor 1973.
Þá réðst hann sem fulltrúi sýslu-
manns við sýslumannsembættið
á Ísafirði og vann þar til 1981 er
hann fluttist til Reykjavíkur
ásamt eiginkonu og börnum
þeirra. Á Ísafirði gegndi Jón
Ólafur ýmsum trúnaðarstörfum
fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Hann
Fyrir hálfri öld kynntist ég ást-
inni minni. Ég var að verða sextán
ára. Hann að verða tuttugu og
þriggja. Leiðir okkar lágu saman í
Gúttó á Ísafirði. Hann bauð mér
upp í dans og bað um síðasta dans-
inn. Eftir ballið gengum við um
bæinn í vetrarkyrrðinni. Hann
fylgdi mér að húsinu þar sem ég
bjó. Hann hélt að mér væri kalt og
breiddi frakkann sinn yfir mig og
var sjálfur á skyrtunni. Hann
sagði svo margt fallegt við mig og
ég skynjaði strax þessa fallegu
sál, þennan ljúfling. Ég skynjaði
hversu skemmtilegur, greindur
og hlýr hann var.
Áður en við kvöddumst með
saklausum kossi við húsdyr
frænda míns þar sem ég bjó bað
ég hann um heimilisfang hans.
Hann var þá við nám í lögfræði við
HÍ. Ekki hafði gefið til flugs og því
var hann enn á Ísafirði eftir
jólafrí. Ég fimmtán ára ungling-
urinn sem hafði ekki aldur til að
vera á þessu balli fór með eldri
vinkonu minni.
Þegar leið frá fann ég að ég yrði
að kynnast þessum unga og
áhugaverða manni og skrifaði
honum. Ég fékk svar og við skrif-
uðumst á fram á vor. Um vorið
kom hann heim frá námi. Það
sumar voru margar ferðir inn í
Súðavík til að hitta mig.
Við höfum átt yndislegan tíma
öll þessi ár og aldrei mátt hvort af
öðru sjá.
Við eignuðumst gullin okkar
Fríðu og Þórð og byggðum okkur
hús á Ísafirði. Frá 1973 til 1981
vorum við á Ísafirði. Fluttum þá
til Reykjavíkur til að leita hjálpar
fyrir Þórð okkar sem þá var ljóst
að átti við fötlun að stríða.
Nonni minn var skarpgreindur
maður sem fljótur var að greina
kjarnann frá hisminu. Hann setti
sig vel inn í málin, las sér til og
kynnti sér vel. Það kom enginn að
tómum kofunum hjá honum og
hann var einstaklega rökfastur.
Hann var skemmtilegur maður
sem einstaklega gott var að búa
með. Hann hafði góðan húmor og
reyndi alltaf að sjá spaugilegu
hliðarnar á ýmsu í tilverunni.
Hann var drengur góður og húm-
anisti. Hann hafði áhuga á mörgu
svo sem tónlist, bókmenntum, fal-
legu málfari, kvikmyndum og
fleiru. Á yngri árum var hann góð-
ur íþróttamaður og mikið á skíð-
um. Hann þaut með Þórð okkar
og leiddi hann niður skíðabrekk-
ur. Hann kenndi honum að synda
með því að hafa hann á bakinu.
Fríðu okkar hafði hann í sérstök-
um stól á bakinu og fór með hana
þannig á skíði þegar hún var árs-
gömul.
Hann sagði skemmtilega frá og
hefði getað skrifað frábærar bæk-
ur. Hann sagði brandara þannig
að fólk hló sig máttlaust.
Sorgin nístir þegar ég hef ekki
lengur klettinn minn, heimakæru
ástina mína með hlýja faðminn
sinn sem ég gat alltaf treyst.
Hann sem hvatti mig og studdi í
hverju sem ég tók mér fyrir hend-
ur. Honum var alltaf svo umhugað
um velferð mína og barnanna okk-
ar. Ég þakka honum hversu góður
hann hefur alltaf verið okkur,
hversu umburðarlyndur hann hef-
ur verið Þórði okkar og gagnvart
ýmsum erfiðleikum sem fylgja
fötlun hans. Ég þakka honum fyr-
ir allt sem hann var mér. Sú von
býr mér í brjósti að ég eigi eftir að
hitta hann aftur í sumarlandinu.
Góða ferð, ástin mín, sértu Guði
falinn. Sjáumst þegar minn tími er
kominn.
Þín að eilífu elskandi Badda.
Bjarnveig Bjarnadóttir.
Elsku besti pabbi, hetjan mín.
Ég trúi ekki að þú sért farinn. Þú
varst svo yndislegur pabbi,
hjartahlýr og studdir mig í öllu
sem ég gerði. Það er stórt skarð í
hjarta mínu sem mun aldrei gróa.
Þegar ég hugsa til baka koma svo
margar góðar minningar upp í
hugann. Sérstaklega man ég eftir
kvöldunum í Mosfellsbænum þeg-
ar þú gerðir besta túnfisksalat í
heimi og við horfðum á vestra
saman í sjónvarpinu. Man hvað ég
var spennt þegar þú byrjaðir að
útbúa salatið, ég fylgdist alltaf
með af fullum áhuga og svo var
það framreitt með Bugles eða
brauði. Ég mun líka sakna steikta
fisksins þíns, þú eldaðir hann allt-
af fyrir mig í seinni tíð þegar ég
kom til landsins. Mér fannst líka
alltaf svo gaman að koma á skrif-
stofuna þína. Leit svo upp til þín
og fannst þú svo flottur karl. Þeg-
ar ég var unglingur mátti ég svo
vinna hjá þér í eitt sumar sem rit-
ari. Ég veit nú ekki hversu mikið
gagn var í mér en ég fékk að vél-
rita eyðublöð og ýmislegt fleira og
þú varst alltaf svo ánægður með
allt sem ég gerði. Í raun er það þér
að þakka að ég lærði að vélrita því
þú lést mig hafa bók til að læra
rétt fingragrip og hefur það nýst
mér vel í lífinu. Ég man svo vel
eftir skútuferðunum og öllum æv-
intýrunum sem þeim fylgdu. Það
var alltaf svo gaman að vera í
kringum þig og þú hafðir alltaf
skemmtilegar sögur á reiðum
höndum og reyttir af þér brand-
arana. Ég er svo þakklát að hafa
fengið þessar fjórar vikur með þér
í Halifax þegar þú komst í heim-
sókn núna í ágúst. Var svo ynd-
islegur tími. Einnig fyrir alla
göngutúrana með þér. Þegar ég
kom í janúar fórum við á hverjum
degi saman niður að Esjunni. Það
var þinn staður. Ég vildi óska þess
að ég gæti fengið að knúsa þig
einu sinni enn og segja hvað þú
varst yndislegur pabbi, þakka þér
fyrir stuðninginn sem þú hefur
alltaf sýnt mér í öllu sem ég hef
tekið mér fyrir hendur í gegnum
tíðina. Þú studdir mig líka í nám-
inu og ég verð þér ævinlega þakk-
lát fyrir það. Ég er viss um að þú
sért á góðum stað því þú ert svo
góð sál. Ég er líka viss um að þú
eigir eftir að passa upp á mömmu
og fylgjast með henni. Þið voruð
mínar fyrirmyndir og ástarsagan
ykkar er svo falleg. Ég á alltaf eft-
ir að sakna þín.
Þín elskandi dóttir,
Fríða.
Jón Ólafur
Þórðarson
Fleiri minningargreinar
um Jón Ólafur Þórðar-
son bíða birtingar og munu
birtast í blaðinu næstu daga.
Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla
útgáfudaga.
Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu aðstand-
endur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá
sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og
klukkan hvað útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýs-
ingar um foreldra, systkini, maka og börn. Ætlast er til að þetta komi
aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í minning-
argreinunum.
Myndir | Hafi mynd birst í tilkynningu er hún sjálfkrafa notuð með
minningargrein nema beðið sé um annað. Ef nota á nýja mynd skal
senda hana með æviágripi í innsendikerfinu.
Minningargreinar