Morgunblaðið - 04.10.2019, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 04.10.2019, Blaðsíða 24
24 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. OKTÓBER 2019 Evrópudeild UEFA A-RIÐILL: Sevilla – APOEL ...................................... 1:0 Dudelange – Qarabag .............................. 1:4  Sevilla 6, Qarabag 3, Dudelange 3, APO- EL 0. B-RIÐILL: Malmö – FC Köbenhavn.......................... 1:1  Arnór Ingvi Traustason kom inn á sem varamaður á 58. mínútu hjá Malmö. Lugano – Dynamo Kiev ........................... 0:0  FC Köbenhavn 4, Dynamo Kiev 4, Malmö 1, Lugano 1. C-RIÐILL: Krasnodar – Getafe................................. 1:2  Jón Guðni Fjóluson lék fyrri hálfleikinn fyrir Krasnodar en var svo tekinn af velli. Trabzonspor – Basel ................................ 2:2  Getafe 6, Basel 4, Trabzonspor 1, Kras- nodar 0. D-RIÐILL: Sporting – LASK...................................... 2:1 Rosenborg – PSV ..................................... 1:4  PSV 6, Sporting 3, LASK 3, Rosenborg 0. E-RIÐILL: Celtic – Cluj .............................................. 2:0 Lazio – Rennes ......................................... 2:1  Celtic 4, Lazio 3, Cluj 3, Rennes 1. F-RIÐILL: Arsenal – Standard Liege ....................... 4:0 Vitória – Frankfurt .................................. 0:1  Arsenal 6, Standard Liege 3, Frankfurt 3, Vitória 0. G-RIÐILL: Young Boys – Rangers ............................ 2:1 Feyenoord – Porto ................................... 2:0  Feyenoord 3, Young Boys 3, Rangers 3, Porto 3. H-RIÐILL: CSKA Moskva – Espanyol ...................... 0:2  Hörður Björgvin Magnússon og Arnór Sigurðsson léku allan leikinn fyrir CSKA. Ferencváros – Ludogorets...................... 0:3  Ludogorets 6, Espanyol 4, Ferencváros 1, CSKA Moskva 0. I-RIÐILL: St-Étienne – Wolfsburg........................... 1:1 Olexandriya – Gent .................................. 1:1  Wolfsburg 4, Gent 4, St-Étienne 1, Oleksandria 1. J-RIÐILL: Basaksehir – Mönchenbladbach ............. 1:1 Wolfsberger – Roma................................ 1:1  Roma 4, Wolfsberger 4, Mönchenglad- bach 1, Basaksehir 1. K-RIÐILL: Besiktas – Wolves .................................... 0:1 Braga – Slovan Bratislava....................... 2:2  Slovan Bratislava 4, Braga 4, Wolves 3, Besiktas 0. L-RIÐILL: Astana – Partizan.................................... 1:2  Rúnar Már Sigurjónsson lék allan leik- inn og skoraði mark Astana. AZ Alkmaar – Man. Utd.......................... 0:0  Albert Guðmundsson lék ekki með AZ vegna meiðsla.  Partizan Belgrad 4, Man. Utd 4, AZ Alkmaar 2, Astana 0. KNATTSPYRNA KÖRFUKNATTLEIKUR Úrvalsdeild karla, Dominos-deildin: Icel. Glacial-höllin: Þór Þ. – Stjarnan..18.30 DHL-höllin: KR – Grindavík................20.15 1. deild karla: Álftanes: Álftanes – Skallagrímur.......19.15 Stykkishólmur: Snæfell – Vestri..........19.15 Ice Lagoon-höllin: Sindri – Hamar...........20 2. deild karla: Sandgerði: Reynir S. – ÍA .........................19 HANDKNATTLEIKUR Úrvalsdeild kvenna, Olís-deildin: KA-heimilið: KA/Þór – HK .......................19 1. deild karla, Grill 66 deildin: Laugardalshöll: Þróttur – KA U..........19.30 Hertz-höllin: Grótta – Þór Akureyri ........20 Ásvellir: Haukar U – Fjölnir U.................20 1. deild kvenna, Grill 66 deildin: Hertz-höllin: Grótta – Valur U..................18 Dalhús: Fjölnir – ÍBV U ............................19 Í KVÖLD! M-GJÖFIN Sindri Sverrisson sindris@mbl.is „Ef ég á að vera alveg hreinskilinn þá er ég löngu hættur að fylgjast með allri umfjöllun um liðið og mann sjálfan. Maður kíkir kannski á það ef einhver vinnufélagi potar í mann og lætur vita af einhverju, en maður finnur þegar maður eldist að þá fara skoðanir þeirra sem standa utan við liðið að hafa minna vægi. Maður hlustar bara á þjálfarann og liðs- félagana,“ segir besti leikmaður Ís- landsmótsins í fótbolta 2019 að mati Morgunblaðsins, Kristinn Jónsson úr meistaraliði KR. Kristinn hefur sem sagt ekki verið vakinn og sofinn yfir einkunnagjöf- um íþróttamiðla í sumar en þessi 29 ára bakvörður varð efstur í M- einkunnagjöfinni ásamt Óskari Erni Haukssyni liðsfélaga sínum. Báðir fengu 18 M en Kristinn í færri leikj- um, eða aðeins 19. „Tímabilið byrjaði hægt hjá mér því ég var meiddur nánast allt undir- búningstímabilið. En eftir að ég kom svo inn á í hálfleik á móti Grindavík [í 4. umferð] finnst mér frammi- staðan hafa verið frekar jöfn og ég verið góður heilt yfir, eins og allt KR-liðið. Ég er bara ánægður.“ Svo merkilega vill til að Kristinn hefur áður orðið efstur á blaði hjá Morgunblaðinu, árið 2015 sem leik- maður Breiðabliks. Þá var hann á leið í annað sinn út í atvinnu- mennsku, hluti af íslenska landsliðs- hópnum og í baráttu um að komast á EM í Frakklandi. Kristinn gekk í raðir Sarpsborg í Noregi en var þar aðeins í eitt ár og fór til Sogndal, þaðan sem hann hélt aftur til Breiða- bliks á miðju sumri 2017. Og þó að hann hafi ekki komist í EM-hópinn á Kristinn að baki 8 A-landsleiki. Núna er Kristinn hins vegar í vinnu hjá Marel samhliða því að stunda nám til meistaragráðu í verkfræði, og hugurinn snýr því ekki lengur að draumum um atvinnumennsku og landsliðssæti. Á flottum stað í lífinu „Ég er eingöngu að hugsa um það núna að standa mig með KR. Ég á eitt ár eftir af samningnum mínum þar, líður hrikalega vel og hef allt til alls. Forsendurnar hafa breyst hjá mér eftir að ég kom heim frá Noregi. Það er ekki draumur minn eða stefna í dag að komast aftur í at- vinnumennsku. Ég einbeiti mér að því sem ég hef hér heima og finnst ég vera á flottum stað í lífinu. Það er nóg að gera, og ég kann vel við að hafa nóg að gera. Það var kannski mesta sjokkið við að fara út á sínum tíma. Í gegnum tíðina hefur maður verið með dagskrá allan daginn, en úti var maður bara með æfingu og þurfti svo að fylla út í daginn ein- hvern veginn. Það var svolítið skrýt- ið,“ segir Kristinn, sem hafði farið til sænska úrvalsdeildarfélagsins Brommapojkarna árið 2014 áður en hann reyndi fyrir sér í Noregi eftir sumarið 2015. Lærði helling af titilvörn Blika Kristinn segir sumarið 2019 hafa liðið allt of hratt og hann hlakkar til að mæta í slaginn á næsta ári sem ríkjandi Íslandsmeistari, rétt eins og hann gerði með Breiðabliki 2011: „Ég hef ágætis reynslu frá því eft- ir tímabilið 2010 hve erfitt er að verja titil. Þá var næsta tímabil mjög þungt og ég lærði helling af því. Maður fann ekki sömu einbeitingu og greddu og á undirbúnings- tímabilinu árið á undan, og það skil- aði sér inn í nýtt tímabil. Eins og Valur lenti líka í í ár þá er erfitt að mæta til leiks þegar allir vilja sjá þig tapa. Þetta verður virkilega skemmtileg áskorun en það eru allir hjá KR meðvitaðir um hve erfitt er að verja titil og það verður allt gert til að styrkja liðið enn frekar. Við ætlum að njóta næstu 4-6 vikna og koma svo núllstilltir inn í nýtt undir- búningstímabil.“ Eins og fyrr segir heilluðu Krist- inn og Óskar blaðamenn Morgun- blaðsins í sumar og ljóst er að sam- vinna þeirra á vinstri kantinum hafði mikið að segja um hve vel KR gekk. Við Óskar ekki ólíkar týpur „Ég held ég hafi svo sem aldrei rætt neitt sérstaklega við hann um hvernig við ættum að spila saman. Stundum er eins og hlutirnir smelli bara með leikmönnunum sem maður spilar með, og algjör óþarfi að ræða það eitthvað í þaula. Ég held að við séum ekkert ólíkar týpur. Hann dregur sig til hlés og er mjög róleg- ur, dálítið í sínum heimi, og það er rosalega gott að spila með honum. Ég hlakka mikið til þess að halda því áfram,“ segir Kristinn. Hann bendir á að Óskar hafi átt sinn þátt í því að Kristinn kom til KR fyrir tveimur árum, frá uppeldisfélagi sínu og eina liðinu sem hann hafði spilað með hér á landi: „Blikarnir reyndu hvað þeir gátu að halda mér og ég þurfti bara að taka ákvörðun um hvort ég vildi vera áfram hjá Breiðabliki eða prófa eitt- hvað annað. Ég hafði komið heim frá Noregi á miðju tímabili og bæði var skrokkurinn ekki nægilega góður og andlega hliðin ekki heldur, eftir brotna drauma um atvinnumennsku. Einnig voru hlutirnir svolítið í lausu lofti varðandi þjálfaramál. Rúnar [Kristinsson] og Bjarni [Guð- jónsson] höfðu samband og mér leist helvíti vel á það, og síðan ætla ég ekkert að ljúga því að það hjálpaði til að Finnur [Orri Margeirsson] og Nóri [Arnór Sveinn Aðalsteinsson] voru til staðar í KR. En einnig fannst mér afar spennandi að spila með Óskari Erni. Það hafði stór áhrif á ákvörðunina.“ „Kann vel við að hafa nóg að gera“  Kristinn leikmaður ársins hjá Morg- unblaðinu í annað sinn  Í vinnu hjá Marel og í meistaranámi í verkfræði Morgunblaðið/Árni Sæberg Bestur Kristinn með verðlaunagrip sinn sem efsti maður M-gjafarinnar. Frakkland Nimes – París SG................................. 28:31  Guðjón Valur Sigurðsson skoraði 2 mörk fyrir PSG.  Dominos-deild karla Haukar – Þór Akureyri...................... 105:84 Fjölnir – Valur ...................................... 87:94 ÍR – Njarðvík........................................ 72:85 Tindastóll – Keflavík ............................ 77:86 1. deild karla Breiðablik – Selfoss.............................. 98:70  HM Í FRJÁLSUM Sindri Sverrisson sindris@mbl.is Hjón fögnuðu silfurverðlaunum á sama kvöldi á heimsmeistaramótinu í frjálsum íþróttum á sjöunda móts- deginum í Doha í gær. Frábært hlaup Shaunae Miller-Uibo frá Ba- hama dugði henni ekki til sigurs í 400 metra hlaupi og eiginmaður hennar, Eistlendingurinn Maicel Uibo, horfði á eftir gullverðlaun- unum í tugþraut í lokagreininni, 1.500 metra hlaupi, eftir að hafa ver- ið efstur. Það var hin 21 árs gamla Salwa Eid Naser frá Barein sem varð heimsmeistari í 400 metra hlaupi og þar með þriðja konan frá Barein sem verður heimsmeistari í frjálsum íþróttum. Hún stakk keppinauta sína af og kom í mark á 48,14 sek- úndum – þriðja besta tíma sögunnar og þeim besta í 34 ár. Miller-Uibo virtist enda hálfundrandi því tími hennar, 48,37 sekúndur, gerir hana að sjöttu fljótustu 400 metra hlaupa- konu frá upphafi og hefði fyrir fram verið talinn duga til sigurs. Spennan var magnþrungin í tug- þrautarkeppninni en þar heltist franski heimsmethafinn, og fráfar- andi heimsmeistari, Kevin Mayer úr lestinni eftir að hafa meiðst í grinda- hlaupinu. Hann þráaðist við en varð að játa sig sigraðan í stangarstökk- inu. Í fjarveru hans bitust þrír um efsta sætið og aðeins munaði 19 stig- um á 1.-3. sæti fyrir lokagreinina. Þar var hinn 21 árs gamli Þjóðverji Niklas Kaul hins vegar langfljót- astur en hann vann þrjár af fjórum síðustu greinunum og ljóst að hann gæti átt eftir að safna til sín miklum fjölda verðlauna á komandi árum. Kaul endaði 87 stigum fyrir ofan Uibo sem fékk vatnsgusu frá eig- inkonu sinni þar sem hann reyndi að ná andanum, en líkt og Kaul náði hann sínum besta árangri frá upp- hafi eða 8.604 stigum. Lijiao Gong frá Kína varð heims- meistari í kúluvarpi kvenna en hún kastaði lengst 19,55 metra. Danniel Thomas-Dodd frá Jamaíku komst reyndar nálægt því að tryggja sér sigurinn með lokatilraun sinni en var átta sentímetrum frá því. Katarina Johnson-Thompson varð heimsmeistari af öryggi í sjöþraut með 6.981 stig, sem er breskt met. Hún endaði rúmum 300 stigum á undan Nafissatou Thiam frá Belgíu sem fékk silfur. Hjónin unnu bæði HM-silfur  Ung hlaupakona frá Barein og ungur, þýskur tugþrautarkappi senuþjófar í Doha AFP Heimsmeistari Salwa Eid Naser lítur upp og sér frábæran sigurtíma sinn í 400 metra hlaupi á HM í Doha, 48,14 sek. eða þriðja besta tíma sögunnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.