Morgunblaðið - 04.10.2019, Síða 26

Morgunblaðið - 04.10.2019, Síða 26
26 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. OKTÓBER 2019 leiknum en stigin dreifðust nokkuð vel hjá Njarðvíkingum. Búlgarinn Georgi Boyanov var mjög drjúgur hjá ÍR bæði í vörn og sókn. Hann lofar virkilega góðu mið- að við þennan leik en hann skoraði 27 stig. Evan Singletary virðist vera hæfileikaríkur leikstjórnandi og gæti orðið forvitnilegt að sjá til hans þegar hann verður orðinn afslapp- aðri hjá ÍR. Ég gæti trúað að Collin Pryor muni reynast ÍR vel enda orkumikill þótt ekki hafa allt gengið upp hjá honum í gær. Keflavík vann á Króknum Keflvíkingar byrja tímabilið einn- ig vel eins og nágrannar þeirra en þeir unnu Tindastól á Sauðárkróki 86:77. Þar voru nýir menn at- kvæðamiklir en Dominykas Milka og Khalil Ullah Ahmad skoruðu sam- tals 49 stig fyrir Keflavík. Stólarnir voru án Péturs Rúnar Birgissonar og munar um minna. Gerel Simmons gerði 26 stig. Leikur Fjölnis og Vals var jafn og spennandi í Grafarvogi. Fjölnismenn röðuðu stigum á Val í fyrri hálfleik og voru þá yfir. Valur hafði þó betur 94:87 og skoraði Christopher Jones 31 stig fyrir Val. Jere Vucica skoraði 25 stig fyrir Fjölni. Haukar unnu Þór Akureyri 105:84 og skoraði Kári Jónsson 34 stig þótt hann væri að spila sinn fyrsta leik í langan tíma. Njarðvíkingar byrja vel  Unnu ÍR-inga sannfærandi Morgunblaðið/Hari 11 stig Hinn 38 ára gamli Logi Gunnarsson er enn hoppandi og skoppandi úti um allan völl. Hann skorar hér tvö stig í gær en hann lék í 29 mínútur. Í BREIÐHOLTI Kristján Jónsson kris@mbl.is Njarðvíkingar byrjuðu Íslandsmótið í körfuknattleik á góðum nótum í gærkvöldi og náðu í tvö stig í Breið- holtið. Njarðvík vann sannfærandi sigur á ÍR 85:72. Í upphafi nýs keppnistímabils er gott fyrir lið að landa fyrsta sigrinum og ná þar með úr sér hrollinum. Í þessu tilfelli á það ef til vill sérstaklega vel við um Njarðvíkinga því þeir luku síðasta tímabili á að tapa þrisvar í röð fyrir einmitt ÍR. Var það í 8-liða úrslitum. Þótt einungis séu um fimm mán- uðir liðnir voru liðin gerbreytt í gær. Njarðvíkingar þurftu að sjá á eftir Elvari Má Friðrikssyni og Jeb Ivey. Telst það þó lítið í samanburði við ÍR sem missti sex lykilmenn á einu sumri eins og fram hefur komið. Lið- ið kemur til með að þurfa nokkrar vikur til að stilla saman strengi. Njarðvíkingar höfðu frumkvæðið svo gott sem allan leikinn og héldu ÍR-ingum yfirleitt í ágætri fjarlægð. Njarðvíkingar hafa náð sér í sterkan miðherja í Wayne Martin jr. sem skilaði 23 stigum og 15 fráköstum. Hann var ekki að flækja hlutina og skoraði margar einfaldar körfur. Leikstjórnandinn Elvaldas Zabas er vöðvabúnt sem komst einnig vel frá Einn mikilvægasti leikmaður landsliðsins í knattspyrnu, Dagný Brynjarsdóttir, mun mæta Frökkum með brotið nef í vináttuleik í Nimes í dag. Mun hún spila með grímu til að verja nefið að sögn landsliðsþjálfarans Jóns Þórs Haukssonar en Dagný brotnaði í síðasta leik með Portland. Jón gaf einnig upp að Sandra Sigurðar- dóttir mun standa í markinu eins og í und- anförnum leikjum. Í framhaldinu mun Ís- land mæta Lettlandi á útivelli hinn 8. október í undankeppni EM 2021. Ísland hef- ur farið vel af stað í keppninni og vann fyrstu tvo leikina á heimavelli gegn Ung- verjalandi og Slóvakíu. sport@mbl.is Dagný mun leika með grímu gegn Frökkum Morgunblaðið/Eggert Brotin Dagný Brynjarsdóttir mun leika gegn Frakklandi þrátt fyrir nefbrot. Paul Pogba, miðtengiliður Manchester Unit- ed, er ekki í landsliðshópi heimsmeistara Frakka sem mæta Íslendingum í und- ankeppni Evrópumótsins á Laugardalsvelli hinn 11. október. Didier Dechamps lands- liðsþjálfari Frakka opinberaði hópinn í gær sem mætir Íslendingum og í framhaldinu Tyrkjum í París. Pogba hefur verið að glíma við meiðsli og lék ekki með United gegn AZ í gær. Tveir er bestu mönnum Frakka, Kylian Mbappé og N’Golo Kanté, koma hins vegar aftur inn í hópinn en þeir voru ekki með Frökkum í leikjum þeirra gegn Albaníu og Andorra í síðasta mánuði. Paul Pogba kemur ekki til Íslands AFP Meiddur Paul Pogba er á sjúkralistanum og missir af Íslandsferð fyrir vikið. FRJÁLSAR Kristján Jónsson kris@mbl.is Afríkuríkið Búrkína Fasó fékk sín fyrstu verðlaun á heimsmeistaramóti í frjálsum íþróttum þegar Hugues Fabrice Zango vann til brons- verðlauna í þrístökki á HM í Katar. Búrkína Fasó státar ekki af mörgum íþróttaafrekum og verðlaun á stór- móti sem þessu eru ánægjuleg tíðindi fyrir þjóðina. Búrkína Fasó hefur hvorki unnið til verðlauna á Ólympíuleikum né Paralympics (Ólympíumót fatlaðra). Ekki hafa íþróttamenn frá Búrkína Fasó heldur unnið til verðlauna á Vetrarólympíuleikum eða Winter Paralympics en þar sem um Afríku- þjóð er að ræða þarf það ekki að koma sérstaklega á óvart. Búrkína Fasó er ekkert smáríki, hvort sem horft er til íbúafjölda eða flatarmáls. Þar búa rúmlega 20 millj- ónir manna og er landið meira en helmingi stærra en Ísland eða um 274 þúsund ferkílómetrar. Landið er í vesturhluta álfunnar og á landamæri að Malí, Níger, Benín, Tógó, Gana og Fílabeinsströndinni. Á meðal helstu íþróttaafreka Búrk- ína Fasó er að karlalandslið þjóðar- innar komst í úrslitaleik Afríku- keppninnar árið 2013 og tapaði þar fyrir Nígeríu 0:1. Þá hefur karla- landsliðið í körfuknattleik einu sinni komist í lokakeppni Afríkukeppn- innar og var það einnig 2013. Zango er 26 ára gamall og einn þriggja íþróttamanna sem keppa fyr- ir hönd Búrkína Fasó á HM í Katar. Zango nam við háskóla í Frakklandi og æfði því í Frakklandi um skeið. Búrkína Fasó fékk sjálfstæði árið 1960 en var undir Frökkum þar á undan. Zango keppti á Ólympíuleikunum í Ríó en komst ekki í úrslit. Þar stökk hann lengst 15,99 metra og hafnaði í 34. sæti. Frammistaðan var þó öllu betri en á HM árið á undan því þar gerði Zango ógilt í öllum sínum til- raunum. Zango hefur hins vegar bætt sig mikið og varð Afríkumeistari árið 2018. Jafnframt hafnaði hann þá í sjötta sæti á HM innanhúss. Á HM í Katar stökk hann miklu lengra en í Ríó 2016. Nú stökk hann 17,66 metra og setti Afríkumet. Væntingarnar til hans voru nokkrar því hann fór með næstlengsta stökkið inn í úrslitin eftir undankeppnina. Útkoman varð nokkuð dramatísk hjá Zango því hann náði bronsinu í sjöttu og síðustu tilraun. Bætti sig þá um 10 cm því hann hafði stokkið 17,56 metra í fimmtu tilraun. Hann fór naumlega fram úr Portúgalanum Pedro Pablo Pichardo sem hafði stokkið 17,62 metra í fjórðu tilraun og sat eftir með sárt ennið. Tímamót hjá Búrkína Fasó  Zango sló Afríkumet þegar hann vann fyrstu HM-verðlaun sinnar þjóðar AFP Ánægður Hugues Fabrice Zango fagnar verðlaunum sínum á HM í Doha.  Landsliðsmaðurinn Albert Guð- mundsson verður frá keppni næstu 4-5 mánuðina vegna meiðslanna sem hann varð fyrir í leik með AZ Alkmaar gegn Heracles um síðustu helgi, í hol- lensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Bein í ökkla Alberts brotnaði og er það mat lækna AZ að hann spili ekki aftur fót- bolta fyrr en í febrúar.  Sigurður Egill Lárusson hefur skrifað undir nýjan samning til þriggja ára við knattspyrnudeild Vals. Hann kom til félagsins frá Víkingi árið 2012.  Gestur Ólafur Ingvarsson, leik- maður Aftureldingar í handbolta, sleit krossband í hné þegar hann meiddist í leik gegn FH á sunnudagskvöld. Hann spilar því ekki meira á þessari leiktíð. Þetta er í annað sinn á rúmu ári sem Gestur slítur krossband í hné.  Sigurður Gunn- ar Þorsteinsson, landsliðsmaður í körfubolta, mun ekki leika með franska liðinu Orc- hies í vetur eins og til stóð. Hann hef- ur fengið samningi sínum við félagið rift. Þetta kemur fram á vefmiðlinum karfan.is en þar segir að ástæðan sé fjárhagserfiðleikar franska félagsins. Orchies hafi ekki getað teflt Sigurði fram í leikmannahópi sínum vegna sektar frá franska körfuknattleiks- sambandinu. Sigurður hyggst spila er- lendis í vetur og er því ekki á leiðinni aftur heim í Dominos-deildina. Hann átti frábæra leiktíð með silfurliði ÍR á síðustu leiktíð en leitar nú að nýju fé- lagi erlendis.  Þórhallur Siggeirsson og aðstoð- armaður hans, Halldór Geir Heið- arsson, munu ekki stýra karlaliði Þróttar R. í fótbolta lengur. Knatt- spyrnudeild Þróttar hefur ákveðið að finna nýjan þjálfara en liðið slapp með miklum naumindum við fall úr 1. deild í haust, á fyrstu og einu leiktíð sinni undir stjórn Þórhalls.  Gunnar Magnús Jónsson verður áfram þjálfari kvennaliðs Keflavíkur í fótbolta en hann hefur skrifað undir samning til tveggja ára við félagið. Undir stjórn Gunnars, sem stýrt hefur Keflavík í fjögur ár, komst liðið upp í úrvalsdeild í fyrra en féll þaðan í ár.  Valdís Þóra Jónsdóttir var í 105. sæti eftir fyrsta hring á Hero Women’s Indian Open, á Evrópumótaröðinni í golfi. Hún lék á 8 höggum yfir pari. Eitt ogannað

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.