Skátablaðið - 15.10.2007, Blaðsíða 5

Skátablaðið - 15.10.2007, Blaðsíða 5
Efnisyfirlit Ávarp skátahöfðingja Alheimsmót skáta Mesta ævintýri sem nokkur skáti getur hugsað sér.....................6 Jamboree-ið mitt.....................8 Forseti (slands í heimsókn . . ....10 Ferðin á Brownsea ey|u.............11 Á Víkingaslóð Landsmót skáta 2008 .............. 12 Á Uifljótsvatni er hopp og hí......13 Alvehkreptuhr Geysir 2007 ...................... 14 Hvað er Roverway ..................16 Félagsútilega Hraunbúa ............18 Myndir frá afmælismóti 2007 ....... 19 Skátar leiðtogar framtíðarinnar Ný skátadagskrá ...................19 Sólrisa 1. ágúst upphaf nýrrar skátaaidar 1 00 ára afmæli skátastarfs .......20 Skátaskyrtan og peysan Stjórn BIS hefu ákveðið að til að byrja með verði skátaskyrtan áfram eins og hún hefur verið síðustu ár - litur og útlit. Lögð verði áhersla á að skyrtan sem slík verði meiri foringja- og eldri skátabúning- ur. I stað dökk bláu peysanna verði fengnar dökk- bláar Pólo-skyrtur. Því miður gerðist það síðan að saumastofan sem saumað hefur skátaskyrturnar fyrir BIS í 20 ár hætti störfum nú í sumar. Verið er að leita að aðila til að sauma skyrturnar og getur það þýtt að við verðum uppskroppa með einhverjar stærðir framan af vetri. Þá er ekki von á Póló-skyrt- unum fyrr en undir áramót en fram að því verða bláu skátapeysurnar til. 100 ára almælisháhð 3. nóvember Fyrirhugað er að halda upp á 100 ára afmæli skátastarfs í heiminum með því að boða til veglegr- ar afmælishátíðar 3. nóvember næst komandi. Reiknað er með að hátíðin verði í íþróttahúsinu Fífan í Kópavogi og verði á mjilli kl. 14:00-18:00. Boðið verði upp á skátaíþróttir, þar með klifur í klif- urturni, kassaklifur, fjölmargar skátaþrautir og hefð- bundnar íþróttir, hoppikastala, sí-gangandi skáta- söngvadagskrá og margt fleira. Og auðvitað Ijúk- um við dagskránni með hefðbundinni flugeldasýn- ingu. Skátafélög úti á landi eru hvött til að skreppa í helgarútilegu á höfuðborgarsvæðið og reiknað er með að skátafélögin þar taki vel á móti skátasyst- kinum sínum af landsbyggðinni og veiti þeim húsa- skjól í skátaheimilum sínum. Tökum til eftir okkur! Sumarið var frábært, var það ekki? Ég skemmti mér að minnsta kosti vel á Landnemamóti og Afmælismóti þar sem gleðin fór ekki framhjá nokkrum manni eða sá ásetningur skátanna að skemmta sér og öðrum um leið og við bætum heiminn sem við öll lifum í. Heimsókn mín á Jamboree, Alheimsmót skáta í Eng- landi í sumar stendur þó uppúr. Það var æðislegt að sjá tugþúsundir ungmenna hvaðanæva að úr heiminum starfa saman að skátaverkefnum í sátt og samlyndi, óháð uppruna. Sérstaklega var ég stolt af íslensku þátttakendunum 430 sem stóu sig frábær- lega og voru landi og þjóð til mikils sóma. Einnig vil ég þakka forseta Islands, Hr. Olafi Ragnari Grímssyni og frú Dorrit Moussaieff fyrir þann áhuga og heiður sem þau sýndu íslenskum skátum og skátahreyfingunni í heild með því að heimsækja mótið. Nú er hávær umræða í þjóðfélaginu um umgengni , sérstaklega í tengslum við skemmtanir. Hér er verðugt verkefni fyrir skáta til að ganga á undan með góðu for- dæmi. Það er hreint út sagt forkastanlegt að sjá fólk henda tómun umbúðum beint á götuna án þess að blikna. Það var ótrúlegt að upplifa á Alheimsmóti skáta þar sem 40 þúsund ungmenni dvöldu í 12 daga að hvergi sást rusl á víðavangi - hreint ótrúlegt! Skátar sýnum nú gott fordæmi á komandi vetri og tökum til í kringum okkur, sýnum fram á að það er einfalt mál að ganga vel um og bendum fólki á næstu ruslatunnu. Með þessu verður allt okkar umhverfi hreinna og skemmtilegra. Framundan er Landsmótsár og því nauðsynlegt að undirbúningur skáta og skátafé- laga hefjist nú í byrjun vetrarstarfsins til þess að allir komi vel undirbúnir á Landsmót skáta á Hömrum í júlí 2008. Góða skátun, Margrét Tómasdóttir Skátahöfðingi Nokkur orð frá ritstjóra Þetta er síðasta tölublaðið í bili undir minni ritstjórn. Ég hef látið af störfum sem fræðslustjóri BIS og er þessa dagana að hefja nám í Hol- landi. Ég vill nota þetta tækifæri til að þakka öllum þeim sem ég hef unnið með síðustu árin fyrir frábært samstarf og án efa mun ég koma afturtil starfa fyrir skátahreyfinguna í framtíðinni. Þegar ég dvaldi á Alheimsmóti skáta (WSJ) nú í sumar varð mér að enn og aftur Ijóst hversu frábær þessi hreyfing er. Það er sama til hvaða lands þú kemur allstaðar starfa skátar og þeir sameinast undir einu skátaheiti, lofa að gera eitthvað fyrir sig, aðra og samfélagið. I þessu blaði er að finna lýsingar á Alheimsmótinu, upplýsingar um landsmót og Roverway. Nýja skátadagská og félagsútilegu Vogabúa síðasta haust. Haldið áfram að senda inn efni í skátablaðið, það er það sem gerir það lifandi og skemmtilegt aflestar, ykkar greinar. Með skátakveðju, Jón Ingvar Bragason SKÁTABLAÐIÐ 5

x

Skátablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.