Skátablaðið - 15.10.2007, Side 10

Skátablaðið - 15.10.2007, Side 10
 Sjötta heimsráð- stefna skáta hald- in ÍVÍn ÍAustur- ríki, 44 bandalög mæta. Skátastarf hefst: Liechtensteín ■• Liechtenstein og Haiti ganga í WOSM. Skátastarf hefst: Benin og Heiti ■• Fjórða Alheímsmót skáta haldið í Gödöllö í Ung- verjalandí, 25793 þátttakendur. Sjöunda heímsráðstefna skáta haldín á sama stað, 31 bandalög mæta. Kólombía gengur í WOSM. Skátastarf hefst: Brunei Darus salam og Morocco *• Skátastarf hefst: Túnis ■• Áttunda heimsráð- stefna skáta haldin í Stokkhólmi í Sví- þjóö, 28 bandalög mæta. Skátastarf hefst: Saínt Lucia og Súdan ■• Skátastarf hefst: Botswana, Gabon og Lesotho “• Fimmta Alheimsmót skáta haldið í Hollandi með 28750 þátttakendum. Níunda heimsráðstefna skáta haldin í Haag í Hollandi, 34 bandalög mæta. 1931 1932 1933 1934 1935 1936 1937 Fopseti íslands í heimsúkn Forseti íslancls hr. Ólafur Ragnar Grímsson og eigin- kona hans frú Dorrit Moussaieff heimsóttu íslenska skáta á Alheimsmóti skáta laugardaginn 4. ágúst. Þau ferðuðust um svæðið og kynntu sér íslensku dagskrárpóstana, þar sáu þau breskan skáta leggja íslending að velli í íslenskri glímu og fengu að gjöf Þórshamar frá íslenskum skátum sem þeir höfðu mótað úrtini. Forsetafrúin tók sérsalibunu í sérstakri rólu sem Slysavarnafélagið Landsbjörg setti upp fyrir gesti og gangandi. Eftir þessa skoðunarferð var haldin sérstök móttökuathöfn fyrir alla íslensku alheimsmótsfarana þar sem boðið var upp á léttar veitingar í hitanum. Aðspurður sagðist Olafur vera komfnn hingað sem verndari skátahreyfingarinnar á Islandi og honum þætti gaman að sjá hversu mikill krafturværi í íslensku skátunum. „Svo höfum við bæði verið skátar, Dorrit og ég, ég á isafirði og í Reykjavík og Dorrit í Jerúsalem. Við erum búin að fylgjast með skátahreyfingunni frá því að við vorum ung og höfum áhuga á því hvað hreyfingin er að gera og gaman er að sjá skáta frá öllum heimshornum lifa saman í sátt og samlyndi og skemmta sér." Sjálfur segist hann aldrei hafa farið á alheimsmót en á samt margar skemmtilegar og góðar minningar frá skátastarfinu. Ólafurvar mjög stoltur að heyra að íslenskir þátttakendur á mótinu eru fleiri en norskirog sænskirtil samans, þá ekki miðað við höfðatölu. „Mér finnst skátastarfið líka vera mikilvægt fram- lag ekki bara til uppeldis og þjálfunar heldur líka í forvarnarbaráttunni á islandi." Hr. Ólafur minntist á það að það væri eftirtektar- vert hvað mikil gleði og fjölbreytni væri á þessu móti og að það væru mjög sterk skilaboð til heimsbyggð- arinnar, að þrátt fyrir öll þessi vandamál, átök og tortryggni sem eru á milli þjóða þá geta skátar frá um 1 60 þjóðum, ólíkum trúarbrögðum og ólíkum kynþáttum komið og skemmt sér saman. 10 SKÁTABLAÐIÐ

x

Skátablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.