Morgunblaðið - 22.10.2019, Síða 8

Morgunblaðið - 22.10.2019, Síða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. OKTÓBER 2019 SMÁRALIND www.skornirthinir.is Hlýir og herra inniskór frá Spáni Inniskór 5.995 ærðir 40-46 Verð St mjúkir Styrmir Gunnarsson vekur at-hygli á bandarískum vanda, sem er að nokkru alþjóðlegur og snýr að okkur með nokkrum þunga:    Vandi Boeing-verksmiðjanna vegna MAX 737- vélanna hefur ekki bara áhrif á fyrirtækið sjálft og þau flugfélög, sem höfðu tekið þessar vélar í notkun.    Á vef Financial Times birtist í(gær) grein eftir Megan Greene, sem er kennari við Har- vard-háskóla, þar sem færð eru rök að því, að stöðvun á notkun þessara flugvéla hafi haft nei- kvæð áhrif á efnahagsþróunina í Bandaríkjunum, sem nemi 0,2%, og minnkað framleiðslu og hagn- að nokkurra bandarískra fyrir- tækja.    Greinarhöfundur bendir á aðBoeing sé einn stærsti út- flytjandi í Bandaríkjunum og jafnframt stór vinnuveitandi.    Fréttaflutningur erlendra fjöl-miðla af þessum vanda- málum Boeing er orðinn mjög neikvæður.    Það er ástæða fyrir okkur hérá Íslandi að veita þessu eftir- tekt vegna þess að Icelandair skiptir okkur grundvallarmáli í samgöngum á milli landa.    Samgöngur okkar við útlöndþurfa að byggjast á íslenzku flugfélagi.    Önnur félög koma og fara eftirþví, hvernig vindurinn blæs.“ Styrmir Gunnarsson Stórmál fyrir okkur STAKSTEINAR Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Brim hf. hefur gert samning um kaup á tveimur sjávarútvegsfyrirtækjum í Hafnarfirði, Kambi og Grábrók, sem ráða samtals yfir hátt í þrjú þúsund tonnum í krókaaflamarki, að mestu í þorski. Fram kemur í frétt frá Brimi að Kambur verði rekinn áfram í húsnæði félagsins sem sjálfstætt dóttur- félag Brims. Aðaleigandi Kambs er Hinrik Krist- jánsson og fjölskylda hans með 60% hlut. Hjálmar Kristjánsson, fyrirtæki hans og fjölskylda eiga tæplega 40% í Kambi og 100% í Grábrók. Hjálmar er bróðir Guðmundar, forstjóra Brims. Fiskvinnslan Kambur gerir út krókabátinn Kristján HF 100, sem var smíðaður í Trefjum hf. í Hafnarfirði í fyrra. Honum fylgir um 2.000 tonna krókaaflamark. Þá rekur fyrirtækið fiskvinnslu í eigin húsnæði við Óseyrarbraut, sem er búin margvíslegum hátæknibúnaði, m.a. nýrri vinnslu- línu og vatnsskurðarvél frá Völku hf. Kaupverðið nemur 2,3 milljörðum og verður greitt að hluta með hlutabréfum í Brimi hf. sem eru í eigu félags- ins og nema um 1% af heildarhlutafé Brims að verðmæti um 835 milljónir, segir í frétt frá Brimi. Grábrók ehf. gerir út krókabátinn Steinunni HF 108 sem var smíðaður árið 2007. Honum fylgir um 850 tonna krókaflamark. Kaupverðið er 772 milljónir króna. Fara yfir kvótaþakið Samkomulagið er háð eðlilegum fyrirvörum, m.a. um fjármögnun, samþykki stjórnar Brims hf. og samþykki Samkeppniseftirlits og eftir atvikum annarra eftirlitsaðila. Gangi kaupin eftir fer Brim yfir lögbundið kvótaþak í krókaaflamarki en hef- ur lögum samkvæmt sex mánuði til að gera ráð- stafanir sem koma félaginu undir það þak. aij@mbl.is Brim kaupir Kamb og Grábrók  Hátt í þrjú þúsund þorskígildistonn  Vinnsla verður áfram í húsnæði Kambs Dr. Þórður Eydal Magnússon lést á Vífils- stöðum 19. október síðastliðinn, 88 ára að aldri. Þórður fæddist 11. júlí 1931 í Vest- mannaeyjum. For- eldrar hans voru hjónin Magnús Ingibergur Þórðarson, verkamaður í Reykjavík, og Sigríður Sigmundsdóttir. Hann ólst upp í Reykjavík, lauk stúdentsprófi 1951 og tannlæknaprófi frá Háskóla Íslands 1956. Framhaldsnám í tannréttingum stundaði Þórður við Tannlæknaskólann í Kaupmanna- höfn 1956-58 og hjá dr. phil. Kaare Reitan í Ósló 1958-59. Þórður fékk sérfræðingsviðurkenningu árið 1965, fyrstur íslenskra tannlækna. Eftir námið starfaði hann við sér- grein sína óslitið til 1997. Þórður varð Dr. Odont. frá Háskóla Íslands 7. júlí 1979 fyrir ritgerð sína: „Maturation and Malocclusion in Iceland“ og var það fyrsta doktors- verkefnið sem bæði var unnið og varið við tannlæknadeild Háskóla Íslands. Hann skrifaði fjölda vís- indagreina, endurnýjaði þekkingu sína stöðugt og sótti námskeið og ráðstefnur utanlands og innan. Að loknu námi hóf Þórður kennslu við Háskóla Íslands og var prófessor í tann- réttingum til 1998. Í starfi sínu lagði Þórð- ur mikla áherslu á langtímarannsóknir og lyfti grettistaki við skipulagningu, söfnun og úrvinnslu umfangs- mikilla gagna. Við- fangsefni hans var fyrst og fremst vöxtur og þroski andlits og tanna, langtímabreyt- ingar og áhrif erfða- þátta. Eftir formleg starfslok hélt Þórður tengslum við tannlæknadeildina og var meðal annars leiðbeinandi tveggja doktorsnema sem byggðu verk sín á gagnasafni hans. Þórður var tvívegis forseti Nord- isk Orthodontisk Selskab. Hann var fyrsti formaður Tannréttingafélags Íslands og einnig formaður Félags sérmenntaðra tannlækna, en bæði félögin voru stofnuð að frumkvæði hans. Þá var Þórður deildarforseti tannlæknadeildar Háskóla Íslands um árabil, fulltrúi í háskólaráði og fyrsti heiðursfélagi Tannréttinga- félags Íslands. Eiginkona Þórðar, Kristín Sigríð- ur Guðbergsdóttir, fædd 1932, lifir mann sinn ásamt sonunum Magnúsi og Birni, en sá þriðji, Ari, lést 2007. Andlát Þórður Eydal Magnússon

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.