Morgunblaðið - 22.10.2019, Page 10
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. OKTÓBER 2019
Sigtryggur Sigtryggsson
sisi@mbl.is
Frjálsíþróttasamband Íslands
(FRÍ) vill að Reykjavíkurborg hefji
nú þegar undirbúning að viðhalds-
framkvæmdum á Laugardalsvelli
til að tryggja öruggt og löglegt æf-
inga- og keppnishald á vellinum
fyrir frjálsar íþróttir.
Þetta kemur fram í bréfi sem
Freyr Ólafsson, formaður sam-
bandsins, hefur sent borgarráði.
„Þá vill FRÍ sérstaklega minnast
á að ekki fer saman það yfirgrips-
mikla tónleikahald sem verið hefur
á Laugardalsvelli með mjög löngu
og miklu inngripi í starfsemi frjáls-
íþróttafélaganna í Reykjavík og
óæskilegu álagi á keppnisbrautir
vallarins,“ segir enn fremur í bréf
Freys.
Yfirborð hlaupabrauta ónýtt
Með bréfinu fylgir greinargerð
mannvirkjanefndar FRÍ. Þar kem-
ur fram að Laugardalsvöllur sé
ekki í keppnishæfu ástandi, þó að
keppt hafi verið á vellinum síðustu
ár. Þau frjálsíþróttamót hafi verið
haldin með undanþágum.
Víða séu sýnilegar hvilftir á yfir-
borði sem þurfi að laga, auk þess
sem yfirborð hlaupabrauta sé
margbætt og ónýtt og merkingar
vallaryfirborðs úr sér gengnar. Því
sé ljóst að endurnýja þurfi vallar-
yfirborð frjálsíþróttasvæðis, fjar-
lægja gúmmíyfirborð og farga því.
Slétta þurfi með flotun núverandi
malbiksyfirborð undir hlaupa-
brautarefni þar sem hvilftir hafa
komið fram, leggja nýtt gúmmíefni
á vallaryfirborð og merkja yfirborð
með nýjum merkingum.
Um önnur keppnissvæði segir:
Stökkgryfjur eru ólöglegar
samkvæmt fyrirliggjandi stöðlum
Alþjóðafrjálsíþróttasambandsins.
Þær þarf að endurnýja svo þær
uppfylli kröfur til mótahalds.
Lendingarsvæði stangar-
stökks þarf að endurnýja svo ör-
yggi stökkvara sé tryggt. Nýlega
hafa orðið slys í lendingu vegna
skorts á rými og frágangi við
lendingarsvæði.
Koma þarf upp kastbúri fyrir
sleggju- og kringlukast á leikvell-
inum til að uppfylla fyrirliggjandi
kröfur til keppnisvalla.
Lagfæra þarf núverandi kast-
hringi, sem eru farnir að láta á sjá.
Hreinsa þarf steypuyfirborð platta,
yfirfara gjarðir og endurleggja
yfirborðsefni á steypt yfirborð.
Á stökkbrautum þarf að
endurnýja núverandi stökkplanka.
Mannvirkjanefndin hefur tekið
saman áætlaður heildarkostnað við
lágmarks endurbætur frjáls-
íþróttasvæðisins á Laugardalsvelli.
Er kostnaðurinn talinn vera 82,4
milljónir fyrir lágmarksendur-
bætur.
Árið 1992 var núverandi frjáls-
íþróttaaðstaða Laugardalsvallar
opnuð. Árið 2011 var aðstaðan svo
yfirfarin og bætt. Fólst það í stað-
bundnum lagfæringum á yfirborði.
Síðan þá hefur verið mikil álag á
vellinum.
Laugardalsvöllur ekki keppnishæfur
Lagfæra þarf að-
stöðu fyrir frjálsar
íþróttir Kostnaður
áætlaður 82 milljónir
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Laugardalsvöllur „Yfirborð hlaupabrauta er margbætt og ónýtt og merkingar vallaryfirborðs úr sér gengnar.“
Sími 555 2992 og 698 7999
Hátt hlutfall Omega 3 fitusýra
Gott fyrir:
• Maga- og þarmastarfsemi
• Hjarta og æðar
• Ónæmiskerfið
• Kolesterol
• Liðina
Læknar mæla með selaolíunni
Selaolían fæst í: Apótekum, Þín verslun Seljabraut, heilsuhúsum, Fjarðarkaupum, Fiskbúðinni Trönuhrauni, Hafrúnu og Melabúð
Óblönduð
– meiri virkni Selaolía
Égheyrði fyrst um Selaolíuna í gegnum kunningja minn en
konan hans hafði lengi glímt við það sama og ég, - stirðleika
í öllum liðum og tilheyrandi verki. Reynsla hennar var það góð
að ég ákvað að prufa. Fyrstu tvo mánuðina fann ég litlar
breytingar, en eftir þrjá mánuði var ég farin að geta gengið
niður stiga á vinnustað mínum sem ég hafði ekki getað
áður. Ein góð „aukaverkun“ fylgdi í kjölfarið, ég var
með frekar þurra húð um allan líkamann, en eftir
að ég fór að nota Selaolíuna hvarf sá þurrkur og
húð mín varð silkimjúk. Ég hef nú notað
Selaolíuna í eitt og hálft ár og þakka henni
bætta líðan og heilsu.
Guðfinna Sigurgeirsdóttir.
„Eftir þrjá mánuði var ég farin að geta gengið niður stiga
á vinnustað mínum sem ég hafði ekki getað áður.“
Ragnhildur Þrastardóttir
ragnhildur@mbl.is
Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ferða-
mála-, iðnaðar- og nýsköpunarráð-
herra, segir aðgerðir sem snúa að því
að afnema fjölda reglugerða löngu
tímabærar. Hún segir ljóst að íslenskt
eftirlitskerfi hafi lengi verið illskiljan-
legt og aðgerðirnar muni koma sér vel
fyrir almenna borgara.
„Við fengum greiningu frá OECD
sem sagði okkur að við værum með
þyngsta eftirlitskerfi innan OECD.
Það viljum við auðvitað ekki hafa. Það
er alveg ljóst að við höfum ekki verið
nægilega skilvirk í tiltekt og ekki
nægilega dugleg að spyrja gagnrýnna
spurninga þegar við setjum kröfur, við
höfum ekki spurt hvort þetta sé besta
útgáfa af regluverki sem hægt sé að
finna. Við eigum greinilega margt eftir
ólært þar og við erum að demba okkur
í það,“ segir Þórdís. Hún og Kristján
Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og land-
búnaðarráðherra, kynntu í gær áætl-
anir um niðurfellingu yfir þúsund
reglugerða og aðgerðir sem beinast að
því að gera íslenskt regluverk að-
gengilegt og auðskiljanlegt.
„Við vinnum þetta bæði saman og
alveg hvort í sínu lagi. Mín fyrsta að-
gerð var að fella brott konkret leyfi
eins og iðnaðarleyfi, leyfi varðandi
verslun og atvinnu, leyfi til sölu not-
aðra bifreiða og svo framvegis. Í þeim
bandormi erum við sömuleiðis að fella
brott 16 lagabálka,“ segir Þórdís enn
fremur.
Eru að taka til
„Á sviði landbúnaðar- og sjávarút-
vegs erum við með flókið regluverk, í
reglugerðum, í lögum og ekki síður í
leyfisumsóknum og umgjörðum í und-
irstofnunum okkar. Við ætlum að taka
til í þessum efnum og reyna að einfalda
sem mest það umhverfi sem rekstr-
inum er ætlað að starfa innan. Við er-
um einfaldlega að taka fyrsta litla
skrefið í þeim efnum,“ segir Kristján
Þór.
Þá segir hann fyrirhugaðar aðgerðir
ekki stórtækar. „Þetta eru í raun ekki
stórar grundvallarbreytingar. Við er-
um fyrst og fremst að taka til, henda út
úreltu regluverki sem hefur í raun
engan tilgang.“
Þúsund reglugerðir felldar niður
Íslenskt regluverk verði bæði
aðgengilegt og auðskiljanlegt
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Ráðherrar Kristján Þór Júlíusson og Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir kynntu áform sín á fundi í gær.