Morgunblaðið - 22.10.2019, Síða 11
Sigtryggur Sigtryggsson
sisi@mbl.is
Áformað er að reisa 2-6 vindmyllur í
landi Hafþórsstaða og Sigmundar-
staða í Borgarbyggð og er áætlað afl
þeirra 9,8-30 MW. Framkvæmdar-
aðili er félag sem stofnað yrði um
framkvæmdina í samstarfi við eig-
endur jarðanna.
Mat á umhverfisáhrifum er unnið
af VSÓ Ráðgjöf. Í drögum að mats-
áætlun er m.a. fjallað um helstu
áhrifaþætti framkvæmdarinnar og
þá umhverfisþætti sem kunna að
verða fyrir áhrifum. Þá er gerð grein
fyrir því hvernig staðið verður að
vinnu vegna mats á umhverfisáhrif-
um.
Í kynningu á verkefninu er tekið
fram að aðgerðir í loftslagsmálum
hafi stuðlað að örri framþróun í hag-
nýtingu vinds. Tæknilegar framfarir
geti gert minni verkefni eins og hér
um ræðir hagkvæmari en áður.
„Til skoðunar eru nokkrir val-
kostir. Minnsti valkostur sem skoð-
aður verður er ein vindmylla á hvorri
jörð eða tvær alls. Stærsta útfærslan
er sex myllur alls með 85 metra turn-
hæð, en 150 metra hæð á oddi vængs
þegar hann er í hæstu stöðu. Fram-
leiðslugeta valkosta er á bilinu 9,8-30
MW. Til samanburðar eru önnur
verkefni á Vesturlandi 24-35 vind-
myllur hvert,“ segir í kynningunni.
Mikill og jafn vindur
Síðastliðin þrjú ár hafa lauslegar
athuganir verið gerðar og benda
ýmsir þættir til að staðsetningin geti
hentað fyrir orkuframleiðslu af þessu
tagi. Þannig er mikill og jafn vindur
á Grjóthálsi stærstan hluta ársins.
Fýsileiki staðsetningar felist helst í
hagstæðu vindafari og nálægð við
dreifilínu, en Hrútatungulína 1 liggur
í gegnum jarðirnar sem um ræðir.
Þá liggur slóði, Grjóthálsvegur, nú
þegar um fyrirhugað framkvæmda-
svæði og stefnt er að því að nýta
hann í tengslum við framkvæmd.
Svæðið er því þegar raskað af
mannavöldum.
„Fjölmarga þætti þarf hins vegar
að rannsaka svo meta megi hvort
svæðið henti í raun og veru. Þar má
nefna fuglalíf, yfirflug fugla, áhrif á
náttúrufar, áhrif á aðra starfsemi og
ásýnd. Slíkar rannsóknir eru tíma-
frekar en búast má við fyrstu niður-
stöðum á næsta ári. Verði rannsókn-
arniðurstöður jákvæðar og verkefnið
hagkvæmt, þurfa verkefni yfir 10
MW að metast í rammaáætlun, en
óvíst er hvenær það yrði. Síðar í ferl-
inu reynir einnig á skipulagsþátt
málsins og aðra leyfisveitendur eftir
atvikum,“ segir í kynningu.
Samkvæmt vistgerðakorti
Náttúrufræðistofnunar Íslands eru
mosi og hraun helstu vistgerðir efst á
Grjóthálsinum, innan landareign-
anna. Eftir því sem farið er neðar í
hlíðina Norðurárdalsmegin verður
votlendi ríkjandi en kjarrskógavist
þegar farið er niður Þverárhlíðina.
Framkvæmdaraðili leggur áherslu á
að komist verði hjá raski á vistkerf-
um eins og kostur er.
Fram kemur að helsta áhrifasvæði
verkefnisins yrði Þverárhlíð og
Norðurárdalur ofan Grábrókar.
Landnotkun á nærliggjandi svæð-
um einkennist helst af landbúnaði og
ferðaþjónustu. Í nágrenni fram-
kvæmdasvæðis eru gististaðir og má
þar sem dæmi taka Hótel Bifröst,
Hraunsnef, Svartagil og Hreðavatn.
Drög að matsáætlun eru auglýst
til kynningar á heimasíðu VSO Ráð-
gjafar. Frestur til að senda inn
ábendingar er til 15. nóvember.
Vilja reisa vindmyll-
ur í Borgarbyggð
2-6 vindmyllur í landi Hafþórsstaða og Sigmundarstaða
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Myllur tvær Norðan við Búrfell er hraunsléttan Hafið. Þar reisti Lands-
virkjun tvær vindmyllur í rannsóknarskyni sem voru gangsettar 2013.
Grjótháls
Í Norðurárdal
Kortagrunnur: OpenStreetMap
Bifröst
B O R G A R -
FJ Ö R Ð U R
Reykholt
Borgarnes
GR
JÓ
T-
HÁ
LS
Fyrir-
huguð
stað-
setning
Vetur konungur er farinn að banka á
dyrnar, með kólnandi veðri, frosti og
snjó niður í byggð. Norðlendingar
vöknuðu við slíkar aðstæður í gær-
morgun og strax byrjaði atið á
dekkjaverkstæðunum.
„Vertíðin er hafin hjá okkur, alveg
klárlega,“ sagði Stefán Jónsson,
sölu- og afgreiðslustjóri hjá Dekkja-
höllinni á Akureyri, í samtali við
mbl.is í gær.
Löng röð myndaðist fyrir utan
Dekkjahöllina í gærmorgun, en
fréttir af yfirvofandi hríðarveðri og
versnandi akstursskilyrðum á
norðanverðu landinu hreyfðu greini-
lega við Eyfirðingum þótt götur
bæjarins hefðu enn verið auðar í
gærmorgun. Veðurspár gera ráð
fyrir að það muni breytast á næst-
unni, ekki bara á Norðurlandi held-
ur víðar um land.
Stefán sagði vetrarveðrið í seinna
lagi en oft áður. Samt hefði verið
töluvert að gera í dekkjaskiptum frá
því í síðustu viku.
Um tíma í gær náði röðin við
Dekkjahöllina frá Draupnisgötu og
niður að Hlíðarbraut. „Fólk er svona
rétt um klukkutíma í röðinni. Við
tökum átta bíla inn í einu,“ sagði
Stefán og bætti því við að enn skiptu
langflestir ökumenn yfir í negld
vetrardekk undir bílana. Það væri
óbreytt norðan heiða.
Ljósmyndir/Þorgeir Baldursson
Akureyri Elín Dögg Gunnars Väljaots (t.h.), framkvæmdastjóri Dekkja-
hallarinnar, stóð vaktina í gær ásamt móður sinni, Fjólu Sigurðardóttur.
Annríki á dekkja-
verkstæðunum
Annríki Handtökin voru snör í
dekkjaskiptunum í gær.
Vetur konungur fer að minna á sig
FRÉTTIR 11Innlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. OKTÓBER 2019
Elmar Hallgríms Hallgrímsson hefur
tekið við starfi framkvæmdastjóra
Samiðnar af Þorbirni Guðmundssyni
sem gegndi því í þrjá áratugi. Samiðn
er samband tólf aðildarfélaga iðn-
aðarmanna víðsvegar um landið. Þor-
björn starfar áfram á vegum Sam-
iðnar og er í forystu sambandsins í
yfirstandandi kjarasamninga-
viðræðum við ríki og sveitarfélög, að
því er segir í tilkynningu frá Samiðn.
Elmar er lögfræðingur með emb-
ættispróf frá Háskóla Íslands og próf-
gráðu líka frá University of Pennsylv-
ania í Bandaríkjunum. Hann lauk
meistaranámi í fjármálum fyrirtækja
og viðskiptasiðfræði frá HÍ, einnig
prófi í verðbréfaviðskiptum. Hann
hefur leyfi til að starfa sem héraðs-
dómslögmaður. Elmar hefur m.a.
starfað í stjórnunarstöðu hjá Voda-
fone, 365 miðlum og var um árabil
lektor við Háskóla Íslands og starfar
þar nú sem stundakennari í við-
skiptafræðideild.
Elmar tekur við af
Þorbirni hjá Samiðn
Ljósmynd/Samiðn
Skipti Elmar Hallgríms (t.v.) tekur við
keflinu af Þorbirni Guðmundssyni.
„Það veldur mér vonbrigðum að
ráðherra hafi á einum sólarhring
frá því að hann steig formlega inn í
flokksstarf orðið að hinum dæmi-
gerða stjórnmálamanni,“ sagði
Logi Einarsson, þingmaður Sam-
fylkingarinnar, um svar Guð-
mundar Inga Guðbrandssonar um-
hverfisráðherra í óundirbúnum fyr-
irspurnartíma á Alþingi í gær.
Guðmundur Ingi var um helgina
kjörinn varaformaður Vinstri-
grænna og hefur tilkynnt að hann
ætli að bjóða sig fram fyrir flokkinn
í næstu þingkosningum.
Logi beindi máli sínu að þeim
málamiðlunum í loftslagsmálum
sem þingflokkur Vinstri-grænna
hefði þurft að gera vegna veru í
ríkisstjórn með Sjálfstæðis-
flokknum og spurði hvort Guð-
mundur Ingi teldi það mögulegt að
fá Sjálfstæðisflokkinn með sér í lið,
svo sem til þess að verja 2,5% af
landsframleiðslu til loftslagsmála
eins og milliríkjanefnd Sameinuðu
þjóðanna gerir kröfu um. Guð-
mundur Ingi svaraði því til að 2,5%
viðmiðið ætti ekki við hér á landi
þar sem átt væri við við hlutfall af
framleiðslu á heimsvísu til breyt-
inga á orkukerfum í öllum heimin-
um og að Ísland væri þegar búið að
ráðast í hluta af þessu.
Varð að „dæmigerðum“ stjórnmálamanni