Morgunblaðið - 22.10.2019, Side 12
12 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. OKTÓBER 2019
22. október 2019
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 124.64 125.24 124.94
Sterlingspund 160.8 161.58 161.19
Kanadadalur 94.84 95.4 95.12
Dönsk króna 18.568 18.676 18.622
Norsk króna 13.562 13.642 13.602
Sænsk króna 12.867 12.943 12.905
Svissn. franki 126.16 126.86 126.51
Japanskt jen 1.1471 1.1539 1.1505
SDR 171.54 172.56 172.05
Evra 138.71 139.49 139.1
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 168.3251
Hrávöruverð
Gull 1487.5 ($/únsa)
Ál 1728.0 ($/tonn) LME
Hráolía 59.78 ($/fatið) Brent
● Framleiðslu-
stofan Tjarnar-
gatan og forrit-
unarfyrirtækið
Stokkur hafa hlotið
tilnefningu til Digi-
day, Evrópsku
markaðs- og
auglýsingaverð-
launanna, fyrir
fjórðu Höldum fók-
us herferðina, sem unnin var fyrir Sam-
göngustofu, Sjóvá og Strætó. Í tilkynn-
ingu frá Tjarnargötunni segir að her-
ferðin sé tilnefnd í flokknum „besta
notkun á gervigreind“.
Meðal þeirra fyrirtækja sem hljóta til-
nefningar til verðlaunanna í ár eru The
Economist, Reuters Plus, Emirates og
Merkle.
Framkvæmdastjóri Tjarnargöt-
unnar, Einar Ben, er ánægður með til-
nefninguna. „Við erum einkar ánægð
með þessa tilnefningu enda er félags-
skapurinn ekki amalegur.“
Hann segir þetta fyrstu herferðina á
Íslandi sem nýti sér gervigreind, og
jafnframt fyrstu herferðina á heimsvísu
sem tvinni saman annars vegar Insta-
gram-auðkenni, til að persónugera aug-
lýsingu með myndum af hverjum og
einum áhorfanda, og hins vegar gervi-
greind Google.
Tilnefnd fyrir bestu
notkun á gervigreind
Einar Ben
STUTT
BAKSVIÐ
Þóroddur Bjarnason
tobj@mbl.is
Bryndís Kristjánsdóttir skattrann-
sóknarstjóri segist í samtali við
Morgunblaðið ekki hafa neinar sér-
stakar áhyggjur af þeim þremur at-
riðum sem upp á vantar til að Ísland
fari af gráum lista FATF, alþjóðlegs
fjármálaaðgerðahóps ríkja um að-
gerðir gegn peningaþvætti og fjár-
mögnun hryðjuverka. Búið sé að
koma þeim í ákveðinn farveg. Hins
vegar sé aðalatriðið að allar þær að-
gerðir sem búið er að stilla upp
verði að framkvæma. „Hér hefur
verið lyft grettistaki á síðustu
tveimur árum í þessum málum og
búið að setja margt í gang, þ.á m.
hefur allt eftirlit verið eflt. Reglu-
verkið er nú komið og í framhaldinu
þarf að tryggja að framkvæmdin
verði farsæl. Það má segja að við
séum komin með teikninguna, en
svo þarf að vinna á öllum stöðum
innan stjórnsýslunnar í samræmi
við hana til að sjá hvar skórinn
kreppir.“
Bryndís segir að eftir því sem
kerfið vinni hraðar, þeim mun betri
og fullkomnari verði öll fram-
kvæmd.“
Hún kveðst sammála því sem
sumir hafa sagt að aðgerðir FATF
séu nokkuð harkalegar, eins og hún
orðar það, en skýringin liggi
kannski að einhverju leyti í því hve
hratt Íslendingar hafi unnið málið
og færst mikið í fang á stuttum tíma.
Áhrif á tryggingafélög
Sigurður Sigurbjörnsson trygg-
inga- og lífeyrisráðgjafi, og formað-
ur sjálfstæðisfélagsins í Kópavogi,
kom varnaðarorðum á framfæri við
Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfa-
dóttur iðnaðar- og nýsköpunarráð-
herra á fundi félagsins um síðustu
helgi. Þórdís var frummælandi á
fundinum. Í kynningu sinni ræddi
Sigurður um mögulegar afleiðingar
af veru Íslands á gráa listanum.
Sagði hann að vera landsins á listan-
um gæti haft áhrif á banka og trygg-
ingafélög. Nefndi hann þar sérstak-
lega áhrif á endurtryggjendur
íslensku tryggingafélaganna og þá
sem fjármagna íslenska banka.
Áhrifin gætu birst í auknum kostn-
aði við endurtryggingarnar og fjár-
mögnun bankanna.
Sigurður sagði í kynningunni að
hann hefði enn ekki orðið var við
nein viðbrögð hjá lífeyris- og trygg-
ingafélögum sem hann starfar fyrir
á Íslandi, en hættan væri sú að ef
eitt fyrirtæki ákvæði að grípa til að-
gerða gætu önnur fylgt á eftir.
Þannig ætti þessi hætta eftir að vofa
yfir Íslendingum þar til landið fer af
listanum.
Af listanum á næsta ári
Íslensk stjórnvöld vonast til að Ís-
land komist af listanum á næsta ári,
eins og fram hefur komið í fjölmiðl-
um, en Áslaug Arna Sigurbjörns-
dóttir dómsmálaráðherra sagði í
Morgunblaðinu fyrir helgi að FATF
fundaði bæði í febrúar og í júní á
næsta ári. Vonir væru bundnar við
að fara af listanum í kjölfar þeirra
funda.
Skattrannsóknarstjóri vill
tryggja farsæla framkvæmd
Morgunblaðið/Golli
Peningaþvætti Íslensk stjórnvöld vonast til að Ísland komist af gráum lista FATF á næsta ári.
Atriðin þrjú
» FATF telur þörf á að bæta
aðgang að upplýsingum um
raunverulega eigendur, upplýs-
ingakerfi og starfsmannafjölda
hjá skrifstofu fjármálagrein-
inga lögreglu og eftirlit með
eftirfylgni við þvingunar-
aðgerðir og yfirsýn yfir starf-
semi almannaheillafélaga.
Formaður Sjálfstæðisfélags Kópavogs flutti varnaðarorð vegna gráa listans
Eignarhaldsfélagið Festi hefur
gengið til samninga við Origo sem
samstarfsaðila í upplýsingatækni.
Samstarfið nær til reksturs og hýs-
ingar á miðlægum innviðum félags-
ins, reksturs útstöðva og notenda-
þjónustu, að því er fram kemur í
tilkynningu. Þá mun Origo meðal
annars sjá um rekstur á 1.300 af-
greiðslukössum og útstöðvum í fé-
lögum Festar, en félagið á N1, Krón-
una, Elko og Bakkann.
„Í lok síðasta árs fór Festi að huga
að því að útvista rekstri og hýsingu á
miðlægum innviðum félagsins og að
lokinni greiningu varð Origo fyrir
valinu. Origo hefur frá ársbyrjun séð
um rekstur á netþjónum og netkerf-
um fyrirtækisins. Jafnframt mun
Origo sjá um alla notenda- og bak-
vaktaþjónustu fyrir starfsmenn
Festi og rekstrarfélaga þess,“ segir
Kolbeinn Finnsson, framkvæmda-
stjóri rekstrarsviðs Festar, í tilkynn-
ingunni.
Vilja lækka kostnað
Hann segir markmiðin með sam-
starfinu vera að auka hagkvæmni,
lækka kostnað og auka þjónustu við
starfsmenn Festar. Með auknu sam-
starfi verði unnið að því að auka
sjálfvirkni þar sem hægt er að ein-
falda og staðla búnað. „Á þessum
sviðum hefur Origo náð góðum ár-
angri og verður spennandi að að-
stoða Festi við að ná sínum mark-
miðum,“ segir Ottó Freyr
Jóhannsson, forstöðumaður við-
skiptastýringar hjá Origo, í tilkynn-
ingunni.
Origo er með starfsemi á Ísafirði,
Akureyri, Egilsstöðum og Neskaup-
stað. gso@mbl.is
Verkefni Origo mun sinna greiðslu-
kössum allra félaga Festar.
Origo til samn-
inga við Festi
Nær til 1.300
afgreiðslukassa
og útstöðva