Morgunblaðið - 22.10.2019, Qupperneq 14
14
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. OKTÓBER 2019
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Ígær var kosiðtil þings íKanada.
Kosningavikurnar
hafa þótt spenn-
andi, því að kann-
anir hafa sýnt að
mjög mjótt sé á
munum á milli tveggja
stærstu flokkanna, Frjáls-
lynda flokks Trudeaus og
Íhaldsflokksins sem leitt hef-
ur stjórnarandstöðuna.
Þessir tveir flokkar mælast
nú með rétt rúmlega 30% fylgi
hvor flokkur og hafa síðustu
vikurnar skipst á að vera sjón-
armun stærri en hinn, og er sá
munur þó jafnan vel innan
allra skekkjumarka. Kosning-
arnar í Kanada lúta sömu lög-
málum og gilda t.d. í breskum
kosningum og eru þau áþekk
reglum í ýmsum greinum
íþrótta. Sá sem kemst lengst,
hversu lítill sem munurinn er
á milli hans og næsta manns,
er einn sigurvegari og fær
þingsætið eina í viðkomandi
kjördæmi. Önnur atkvæði
„falla dauð“, eins og kallað er,
og til þeirra getur talist veru-
legur meirihluti greiddra at-
kvæða í kjördæminu.
Þess vegna er ekki útilokað
að annar hvor flokkurinn gæti
náð meirihluta á þingi með svo
naumt fylgi eins og þeir
stærstu eru nú að mælast
með.
Í síðustu kosningum var
Trudeau rísandi stjarna, þótti
myndarlegur ef ekki með
súkkulaðisjarma af þeirri gerð
sem einkennir helst goðsagna-
kennda leikara hvíta tjaldsins.
Myndaðist góð stemning með
framboði hans.
Hann naut þess einnig að
faðir hans, Pierre Trudeau,
hafði gegnt embætti forsætis-
ráðherra Kanada í tvígang
með stuttu hléi á
milli, fyrst í fjögur
ár og svo í rúm 11
ár. Hann þótti gáf-
aður og harðsnú-
inn stjórnmála-
maður en hafði um
leið „popúlista-
takta“, þótt nafngiftin hafi
ekki verið komin í þá tísku
eins og nú er og að auki var
hann vinstra megin við miðju
stjórnmálanna, svo að nafn-
giftin hefði ekki verið notuð
honum til hnjóðs heldur.
Justin sonur hans hefur
hins vegar mörg einkenni
léttavigtarmanns í stjórn-
málum og hefur gert marg-
vísleg mistök sem hafa skaðað
trúverðugleika hans nokkuð.
Fari svo að hvorugur
„stóru“ flokkanna nái hreinum
meirihluta verður reynt að
mynda minnihlutastjórn.
Fréttaskýrendur virtust á
kjördag telja heldur líklegra
að Frjálslynda flokknum gæti
lukkast betur en Íhalds-
flokknum að ná hreinum
meirihluta á þingi, þrátt fyrir
mjög svipað heildaratkvæða-
magn, og horfðu þá til dreif-
ingar fylgis á einstök kjör-
dæmi og mátu hvor flokkurinn
yrði með fleiri ónýtt atkvæði
eftir að hafa unnið sigur í ein-
stökum kjördæmum.
Á þjóðþinginu í Ottava sitja
338 þingmenn og hlaut Frjáls-
lyndi flokkurinn 184 þingsæti í
síðustu kosningum en Íhalds-
flokkurinn 99 og aðrir færri.
Trudeau forsætisráðherra
var því með mjög traustan
meirihluta á nýliðnu þingi.
Og þótt að svo færi, að eftir
lok spennandi kosninganætur
væri hann enn með meirihluta
þar, þá þykir nokkuð ljóst að
sá verði miklum mun tæpari á
því nýbyrjaða en því nýliðna.
Vænta má spenn-
andi kosninganætur
í Kanada enda mjótt
á munum á milli
stærstu fylkinga}
Spennandi kosningar
í Kanada
Í gær var kynnt-ur niður-
skurður á reglu-
verki sem er góð
tilbreyting eftir
að sigið hafði á
ógæfuhliðina í þessum efnum
hér á landi á mörgum liðnum
árum. Stundum stærir for-
ysta þingsins sig jafnvel af
því að moka í gegn miklum
fjölda mála og ráðherrar
mæla störf sín í lengd mála-
lista. Eins og komið er fer
betur á því að ráðherrar taki
til, einfaldi og fækki lögum
og reglum.
Meðal þess sem kynnt var í
gær eru breytingar á reglum
á sviði samkeppn-
iseftirlits. Sam-
keppniseftirlit
kann að hafa hlut-
verki að gegna,
en hefur síst beitt
sér þar sem helst skyldi. Það
hefur verið upptekið af ýms-
um smámálum og einstaka
fyrirtækjum. Þá hefur eftir-
litið gjarnan kært mál sem
það tapar áfram til dómstóla
og með þeim hætti haldið
vafasömum málarekstri
áfram árum saman. Með því
að fella þá heimild á brott er
stuðlað að heilbrigðara sam-
keppniseftirliti og bættu
samkeppnisumhverfi.
Frumskógur
regluverksins
þolir grisjun}
Góð tilbreyting
S
taða ríkissjóðs er sterk, hagvöxtur
hefur verið mikill á Íslandi síðustu
ár og atvinnuleysi lítið í alþjóð-
legum samanburði. Heildarskuldir
ríkisins hafa lækkað mjög hratt
frá fjármálahruni; þær voru um 90% af
landsframleiðslu en eru nú um 30%. Stöð-
ugleikaframlög, aðferðafræði við uppgjör
föllnu bankanna og öguð fjármálastjórn síð-
ustu ára hafa átt ríkan þátt í því að þessi
hagfellda staða er uppi í ríkisfjármálum.
Hrein erlend staða, erlendar eignir þjóð-
arbúsins umfram erlendar skuldir, hefur þó
aldrei verið betri. Staðan var jákvæð um
tæplega 630 ma.kr. eða 22% af landsfram-
leiðslu í lok annars ársfjórðungs þessa árs og
batnaði um 10 prósentur á fyrri hluta ársins.
Þrátt fyrir góð teikn ríkir töluverð óvissa
um innlenda efnahagsþróun á komandi misserum bæði
af innlendum orsökum og sakir aukinnar óvissu um al-
þjóðlegar hagvaxtarhorfur og þróun á alþjóðlegum fjár-
málamörkuðum. Ríkisfjármálin taka mið af þessari
stöðu og stefnt er að því að afgangur af heildarafkomu
ríkissjóðs sem hlutfall af vergri landsframleiðslu verði
að lágmarki í jafnvægi árin 2020 og 2021, en afgangur
verði um 0,3% árið 2022. Brýnt er að mæta þörfum
efnahagslífsins til samræmis við breyttar
horfur án þess þó að vikið verði tímabundið
frá fjármálareglum um afkomu og skuldir
eins og lög um opinber fjármál heimila.
Vegna góðrar stöðu ríkisfjármála verður til
svigrúm sem veitir stjórnvöldum tækifæri til
að vinna gegn niðursveiflu með öflugri opin-
berri fjárfestingu og ráðast í ýmsar innviða-
fjárfestingar á næstu misserum. Spá Seðla-
banka Íslands gerir ráð fyrir að fjár-
festingar hins opinbera aukist á næstu
árum.
Meðal innviðafjárfestinga sem tengjast
mennta- og menningarmálaráðuneytinu má
nefna byggingu Húss íslenskunnar sem nú
er í fullum gangi, byggingu félagsaðstöðu
við Fjölbrautaskóla Suðurnesja, viðbyggingu
við Fjölbrautaskólann í Breiðholti, uppbygg-
ingu við Menntaskólann í Reykjavík og við menningar-
hús á Sauðárkróki og Egilsstöðum. Meðal annarra mik-
ilvægra fjárfestingaverkefna má einnig nefna
máltækniáætlun stjórnvalda. Margar þessara fram-
kvæmda eru löngu tímabærar og markmið þeirra allra
að efla menntun og menningu í landinu.
Lilja
Alfreðsdóttir
Pistill
Fjárfest til framtíðar
Höfundur er mennta- og menningarmálaráðherra.
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
FRÉTTASKÝRING
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Auðvitað höldum við skjól-stæðingum okkar utanvið þessar deilur hér. Aðstjórn stofnunarinnar
hafi sagt upp forstjóra og fram-
kvæmdastjóra lækninga og að
nokkrir læknar séu á förum hefur
þó óhjákvæmilega haft áhrif á
starfsandann; valdið ólgu, reiði og
sorg,“ segir Þórunn Hanna Hall-
dórsdóttir, talmeinafræðingur og
fulltrúi í fagráði Reykjalundar.
Í gær sendi fagráðið frá sér
yfirlýsingu þar sem stjórn Reykja-
lundar er gagnrýnd og áhyggjum
af stöðu mála á
endurhæfingar-
stöðinni lýst. Í
ráðinu sitja
fulltrúar ýmissa
þeirra stétta
sem á Reykja-
lundi starfa að
endurhæfingu
sjúkra. Má þar
nefna hjúkr-
unarfræðinga,
lækna, iðju- og
sjúkraþjálfara, næringarfræðinga
og fleiri sem eru ekki sáttir við
hvernig starfsemin og bragur
hennar hefur þróast að undan-
förnu. Í yfirlýsingunni segir að
áhyggjuefni sé að stjórn SÍBS geti
haft óskorað vald yfir rekstri
Reykjalundar og ógnað faglegri
starfsemi. Óánægja starfsmanna
eigi sér þó margar ástæður. Tveir
læknar hafa sagt upp störfum og
þrír til viðbótar segjast á förum
sitji stjórnin áfram.
Óttast eðlisbreytingar
„Ég óttast að til standi að
gera eðlisbreytingar á starfsemi
Reykjalundar. Starfið hér hefur
verið í föstum farvegi um árabil
og viðkvæmum sjúklingahópum
sinnt. Ef til stendur nú að sinna
öðrum hópum en verið hefur þarf
slíkt að vera á faglegum for-
sendum,“ segir Þórunn Hanna í
samtali við Morgunblaðið. Væring-
arnar nú segir hún að hafi byrjað í
sumar þegar nýtt skipurit á
Reykjalundi var innleitt. Þar hafi
þótt rangt að málum staðið enda
hafi læknaráð Reykjalundar og
Félag endurhæfingarlækna gert
athugasemdir.
„Ólgan braust svo út með því
að tveir æðstu yfirmenn hér voru
látnir fara nú í byrjun október.
Við sættum okkur ekki við hvern-
ig staðið var að uppsögnum
þeirra,“ segir Þórunn. Bætir hún
við að starfsfólk sé jafnframt ósátt
við að sett hafi verið fram í fjöl-
miðlum ummæli um samstarfsfólk
og vegið að heiðri þess.
Fagráðið á Reykjalundi starf-
ar samkvæmt lögum um heil-
brigðisþjónustu og á að vera for-
stjóra og framkvæmdastjórn til
ráðuneytis um fagleg atriði. Til
þess ber að leita um ákvarðanir
sem varða þjónustu stofnunar-
innar, sem tekið er fram að ekki
hafi verið gert í álitamálum á
Reykjalundi undanfarið. „Okkur
finnst fagráðið afskipt í þeim mál-
um sem nú eru uppi á stofnuninni.
Okkar sjónarmið þurfa að heyrast,
því hópvinna og jafnræði starfs-
stétta sem sinna endurhæfingu
eru aðalsmerki Reykjalundar,“
segir Þórunn.
Áhyggjur af teymisvinnu
„Fagráð hefur miklar áhyggj-
ur af teymisvinnu á Reykjalundi í
þeirri stöðu sem upp er komin. Í
framkvæmdastjórn vantar sér-
fræðiþekkingu og reynslu af þver-
faglegri endurhæfingu sem er
hryggjarstykki starfseminnar.
Uppsagnir lækna eru mikið reið-
arslag þar sem stofnunin er að
glata mikilli sérfræðiþekkingu sem
við sjáum ekki fram á að hægt sé
að sækja annað þar sem fáir end-
urhæfingarlæknar eru starfandi á
Íslandi,“ segir í yfirlýsingunni.
Vald yfir rekstri ógn-
ar faglegri starfsemi
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Reykjalundur Samvinna ólíkra fagstétta sem sinna endurhæfingu hefur
verið aðalsmerki endurhæfingarstöðvarinnar, segir talsmaður fagráðs.
Þórunn Hanna
Halldórsdóttir
„Vissulega höfum við áhyggj-
ur af stöðu mála á Reykja-
lundi og fylgjumst vel með
framvindunni,“ segir Kjartan
Hreinn Njálsson, aðstoð-
armaður Landlæknis. Hlut-
verk þess embættis er eink-
um og helst eftirlit með
heilbrigðisþjónustu í landinu
og eftirfylgd með því að sjúk-
lingar fái þá þjónustu sem
þeim ber.
„Á þessu stigi er ekkert
sem bendir til þess að mis-
brestur sé á þjónustu. Að
minnsta kosti höfum við ekki
fengið neinar upplýsingar um
slíkt en munum senda bréf á
Reykjalund og óska skýringa
á vissum atriðum. Vissulega
er áhyggjuefni ef reynt
starfsfólk, læknar og aðrir, er
á förum. En hvort stjórn SÍBS
hefur orðið ráðandi áhrif á
starfsemina og faglega þætti
þar; það er einfaldlega
rekstrar- og innanhúsmál á
Reykjalundi sem Embætti
landlæknis getur ekki haft
nein afskipti af.“
Þjónustan
hefur haldist
LANDLÆKNIR FYLGIST MEÐ