Morgunblaðið - 22.10.2019, Side 20
20 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. OKTÓBER 2019
Fundir/Mannfagnaðir
ses.xd.is
Samtök eldri
sjálfstæðismanna, SES
Hádegisfundur SES
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir
dómsmálaráðherra verður gestur á
hádegisfundi SES á morgun, miðvikudaginn
23. október kl. 12:00, í Valhöll,
Háaleitisbraut 1.
Húsið opnað kl. 11:30.
Boðið verður upp á súpu
gegn vægu gjaldi, 1000 kr.
Allir velkomnir.
Með kveðju,
stjórnin.
Félagsstarf eldri borgara
Aflagrandi 40 - Opin vinnustofa kl.9:00-12:30, nóg pláss og allir vel-
komnir - Hreyfisalurinn opinn milli kl.9:30-11:30, líkamsræktartæki,
lóð og teygjur - Boccia kl.10:15 - Tálgað í tré kl.13:00 - Postulínsmálun
kl.13:00, með leiðbeinanda - Vatnslitun, ókeypis og allt til staðar - Bíó
í miðrými kl.13.15 - Kaffi kl.14:30-15:20 -
Árskógar Smíðar, útskurður með leiðb. kl. 9-16. Leikfimi með Hönnu
kl. 9. Leshringur kl. 11. Bridge kl. 12. Handavinnuhópur kl. 12-16.
Kóræfing, Kátir karlar kl. 12:45. MS-fræðslu- og félagsstarf kl. 14-16.
Opið fyrir innipútt. Hádegismatur kl. 11.40-12.50. Kaffisala kl. 14:45-
15.30. Heitt á könnunni, Allir velkomnir. s: 535-2700.
Áskirkja Spilum félagsvist í kvöld kl 20 í Dal, neðra safnaðarheimili
kirkjunnar Allir velkomnir Safnaðarfélag Áskirkju
Boðinn Þriðjudagur: Leikfimi kl. 10:30 fellur niður. Fuglatálgun kl.
13:30. Bridge og Kanasta kl. 13:00.
Fella og Hólakirkja Kyrrðarstund kl. 12 í umsjá Kristínar djákna og
Arnhildar organista. Eftir stundina er boðið upp á kjötsúpu að hætti
húsmæðra kirkjunnar, Kristínar og Jóhönnu Freyju. Félagsstarf eldri-
borgara kl. 13. Tónleikar í kirkjunni með Særúnu Harðardóttur
söngkonu, undirleikari Arnhildur Valgarðsdóttir. Verið velkomin við
tökum vel á móti ykkir.
Félagsmiðstöðin Hvassaleiti 56-58 Morgunkaffi og spjall frá 8:30-
10:30. Útvarpsleikfimi kl. 9:45. Hádegismatur alla virka daga kl. 11:30-
12:20 og kaffi kl. 14:30-15:30. Bridge í handavinnustofu 13:00.
SVIÐAVEISLA Á FÖSTUDAGINN – SKRÁNING Í GANGI.
Félagsmiðstöðin Hæðargarði 31 Kaffi, spjall og blöðin við hring-
borðið kl. 8:50. Myndlistarnámskeið kl. 9-12. Thai Chi kl. 9. Leikfimi kl.
10. Spekingar og spaugarar kl. 10:45-11:45. Hádegismatur kl. 11:30.
Salatbar kl. 11:30-12:15. Kríur myndlistarhópur kl. 13. Bridge kl. 13.
Leiðbeiningar á tölvur kl. 13:10. Enska kl. 13. Síðdegiskaffi kl. 14:30.
U3A kl. 16:30. Allir velkomnir óháð aldri. Nánari upplýsingar í síma
411-2790.
Félagsmiðstöðin Vitatorgi Glerlist kl. 9:00. Bútasaumshópur hittist
kl. 9:00. Hópþjálfun með sjúkraþjálfara kl. 10:30. Bókband kl. 13:00.
Frjáls spilamennska kl. 13:00. Opin handverkstofa kl. 13:00.
Söngstund kl. 13:30. Bókaklúbbur kl. 15:00. Hádegismatur frá 11:30 til
12:30 alla daga vikunnar og kaffi frá 14:30 til 15:30 alla virka daga. Ve-
rið öll velkomin á Vitatorg.
Garðabæ Gönguhópur fer frá Jónshúsi kl. 10:00. Bónusrúta fer frá
Jónshúsi kl. 14:45. Vatnsleikf. kl.7:30/15:15. Qi-Gong í Sjál. kl. 8:30.
Liðstyrkur Ásg. kl. 11:15. Karlaleikf. Ásg. kl.12:00. Boccia í Ásg. kl.
12:45. Línudans. Sjál kl. 13:30/14:30. Smíði í Smiðju Kirkjuh.
kl.09:00/13:00
Gerðuberg 3-5 111 RVK Þriðjudagur Opin handavinnustofa
kl.08:30-16:00. Keramik málun kl.09:00-12:00. Leikfimi gönguhóps kl.
10:00-10:30. Gönguhópur um hverfið kl. 10:30-. Leikfimi Maríu 10:30-
11:15. Yoga kl. 11:00-12:00 Glervinnustofa m/leiðb. kl 13:00-16:00 Allir
velkomnir.
Gerðuberg 3-5 111 RVK Þriðjudagur Opin handavinnustofa
kl.08:30-16:00. Keramik málun kl.09:00-12:00. Leikfimi gönguhóps kl.
10:00-10:30. Gönguhópur um hverfið kl. 10:30-. Leikfimi Maríu 10:30-
11:15. Glervinnustofa m/leiðb. kl 13:00-16:00 Bridge 13:00-16:00 Allir
velkomnir.
Gjábakki kl. 9.00 Handavinna, kl. 9.45 Stóla-leikfimi, kl. 13.00 Hand-
avinna, kl. 13.30 ZUMBA, kl. 13.30 Alkort-spil.
Grafarvogskirkja Opið hús fyrir eldri borgara kl. 13:00 – 15:30. Star-
fið hefst á samsöng og helgistund. Í kjölfarið verður Helga Þórunn Si-
gurðardóttir, tómstunda- og félagsmálafræðingur, með fyrirlestur um
betri heilsu. Þá er boðið upp á spil og handavinnu. Samverunni lýkur
með kaffi kl. 15:00.
Grensáskirkja Alla þriðjudaga er opið hús í Grensáskirkju kl. 12-14.
Fyrst er kyrrðar- og fyrirbænastund í kirkjunni, síðan léttur
hádegisverður gegn vægu gjaldi og spjall. Opna húsinu lýkur eftir
kaffisopa um kl. 14.
Gullsmára Mánudagur: Postulínshópur kl.9.00. Jóga kl. 9.30 og
17.00. Handavinna og Bridge kl.13.00, Félagsvist kl. 20. Þriðjudagur:
Myndlistarhópur kl.9.00 Boccia kl. 9.30. Málm-og silfursmíði. Canasta
Trésmíði kl 13.00. Leshópur kl. 20.00 fyrsta þriðjudag hvers mánaðar.
Miðvikudagur: Myndlist kl 9.30. Postulínsmálun. Kvennabridge. Sil-
fursmíði kl. 13.00. Línudans fyrir lengra komna kl 16.00
Hraunbær 105 Kaffiklúbbur og spjall, allir velkomnir í frítt kaffi kl. 9.
Handavinna með leiðbeinanda kl. 9-11:30. Hádegismatur kl. 11:30.
Félagsvist kl. 13:15. Kaffi kl. 14:15.
Hraunsel Ganga í Kaplakrika alla daga kl 8.00- 12.00 Dansleikfimi kl
9.00 Qi-gong kl 10.00 Bridge kl 13.00 Gaflarakórinn kl 16.00
Korpúlfar Listmálun kl 9 í Borgum og postulínsmálun kl 9:30, Boccia
kl 10 og 16 í Borgum, helgistund í Borgum kl 10:30 og leikfimshópur
Korpúlfar í Egilshöll kl 11:00 og spjallhópur kl 13 í Borgum, sundleik-
fimi í Grafarvogssundlaug kl 13:30 og minnum á Vestmanneyjadaginn
á morgun 23. okt. kl. 13:00 í Borgum með hátíðardagskrá og söng al-
lir velkomnir í Eyjaskapi.
Korpúlfar Listmálun kl 9 í Borgum og postulínsmálun kl 9.30. Boccia
kl 10 og 17 í Borgum. Leikfimishópur undir leiðsögn Ársælls kl 11 í
Egilshöll. Spjallhópur í listmiðjunni í Borgum kl 13:00 og sundleikfimi
í Grafarvogssundlaug kl 13:30 í umsjón Brynjólfs, heimanámskennsla
í bókasafninu í Spöng.
Neskirkja Á Krossgötum kl. 13. Gríma Huld Blængsdóttir
öldrunarlæknir fjalalr um mataræði og hreyfingu fólks á efri árum.
Boðið er upp á kaffi og kruðerí.
Norðurbrún 1 Morgunkaffi kl.8.30,trésmiðja 9-12, Trésmiðja kl.9-16,
opin listasmiðja kl. 9-16, morgunleikfimi kl.9.45, upplestur kl.11, kaf-
fihúsaferð kl.14, Hugleiðslan kl.15.30. Uppl í s 4112760
Seltjarnarnes Vatnsleikfimi í sundlauginni kl. 07.10. Kaffispjall í
króknum kl. 10.30. Pútt í Risinu Eiðistorgi kl. 10.30. Kvennaleikfimi í
Hreyfilandi kl. 11.30. Bridge í Eiðismýri 30, kl. 13.30. Karlakaffi í sef-
naðarheimilinu kl. 14.00. Munið skráninguna í ferðina í Hruna og á
Flúðir 31. okt. Kynning á Flúðasveppum, og sælkeramáltíð á Farmers
Bistro. Skráning í síma 8939800.
Sléttuvegur 11-13 Selið á Sléttuvegi er opið frá kl. 10 – 16. Heitt á
könnunni frá kl. 10 – 11 og hægt er að líta í blöðin. Hádegismatur er
frá kl. 11.30 – 12.15 og panta þarf matinn daginn áður. Bókabíllinn ke-
mur kl. 13.15 og Bónusbíllinn kl. 14.40. Kaffi og meðlæti er til sölu frá
kl. 14.30 – 15.30. Allir velkomnir. Síminn í Selinu er: 568-2586.
Smá- og raðauglýsingar
Sumarhús
Sumarhús – Gestahús –
Breytingar
Framleiðum stórglæsileg sumarhús
í ýmsum stærðum.
Tökum að okkur stækkun og
breytingar á eldri húsum.
Smíðum gestahús – margar
útfærslur.
Sjáum um almennt viðhald á
sumarhúsum og sólpöllum.
Setjum niður heita potta og
smíðum palla og skjólveggi.
Áratugareynsla –
endilega kynnið ykkur málið.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
sími 892-3742 og 483-3693,
www.tresmidjan.is
Bókhald
NP Þjónusta
Sé um liðveislu við
bókhaldslausnir o.þ.h.
Hafið samband í síma
831-8682.
Byggingavörur
Harðviður til húsabygginga
Sjá nánar á www.vidur.is
Vatnsklæðning, panill, pallaefni,
parket, útihurðir o.fl. Gæði á góðu
verði. Nýkomnar Eurotec A2 harð-
viðarskrúfur. Penofin harðviðarolía.
Indus ehf., Óseyrarbraut 2, Hf.
Upplýsingar hjá Magnúsi í símum
660 0230 og 561 1122.
Húsviðhald
FLÍSALAGNIR - MÚRVERK
FLOTUN - SANDSPARSL
MÁLUN - TRÉVERK
Ásamt öllu almennu viðhaldi
fasteigna
Áratuga reynsla og þekking
skilar fagmennsku og gæðum
Tímavinna eða tilboð
Strúctor
byggingaþjónusta ehf.
S. 893 6994
Vantar þig
pípara?
FINNA.is
Það er sorglegt
að þurfa að kveðja
þig svona snemma.
Í raun er það óskilj-
anlegt og ósanngjarnt að hraust-
menni eins og þú sért farinn.
Sumarið var erfitt og eftir snarpa
baráttu þurftum við að sætta
okkur við ósigur. Eftir standa
góðar minningar og þakklæti fyr-
ir að hafa haft þig með okkur í líf-
inu.
Það var gæfuspor hjá ykkur
mömmu þegar þið ákváðuð að
eyða lífinu saman og innsigluðuð
ykkar ást og hamingju með gift-
ingu fyrir um 30 árum. Annað
eins ljúfmenni og gull af manni er
ekki auðvelt að finna. Þú tókst
okkur systkinin að þér eins og við
værum þín eigin og þó að ég hafi
aldrei búið á ykkar heimili var ég
alltaf sonur þinn.
Heimilið ykkar var fallegt og
þangað var alltaf gott að koma
hvort sem það var óvænt í kvöld-
mat svo ekki sé talað um veisl-
urnar.
Áramótin voru alltaf einstök í
Reyðarkvíslinni. Eftir margrétta
veislu hjá mömmu tók við goð-
sagnakennd flugeldasýning sem
hönnuð var af þér. Við bræðurnir
vorum áhugasamir aðstoðar-
menn og dældum flugeldum í
sérbúinn flugeldapall sem þú
varst búinn að sérsmíða og sjóða
saman á verkstæði þínu. Þetta
var á tíma fyrir allar flugeldakök-
Guðmundur
Ásgeirsson
✝ GuðmundurÁsgeirsson
fæddist 22. maí
1949. Hann lést 29.
september 2019.
Útför Guð-
mundar fór fram
10. október 2019.
ur og þá vorum við
með langbesta
„show“ á Íslandi.
Ég skil bara ekki af
hverju hjálpar-
sveitirnar voru ekki
mættar til að fá þig í
að stýra flugelda-
sýningum.
Síðan bættist við
sumarbústaður sem
við eyddum góðum
stundum saman og
þar varst þú á heimavelli. Alltaf
varstu á fullu í verkefnum hvort
sem það var við smíðar eða í
gróðursetningu. Síðan í lok dags
var farið að grilla og þar varst þú
meistarinn. Allir sem hafa staðið
við hlið þér við grillið eru grill-
meistarar útskrifaðir af Mumma.
Allt var gert af natni og virð-
ingu sem skilaði sér í grillmat
sem Michelin-kokkar væru full-
sæmdir af.
Það var í eitt og eitt skipti sem
mamma sendi okkur til baka til
að hafa suma bitana fyrir þá sem
vildu „well done“, við vorum samt
alltaf sammála um hvernig þetta
átti að vera.
Það var alltaf auðvelt að leita
til þín með hjálp. Hvort sem það
var með bílinn eða þegar eitthvað
þurfti að laga á heimilinu. Þú
varst alltaf fyrsta símtalið og
svarið var alltaf: Ég skal kíkja á
þetta. Í gegnum tíðina voru þeir
ófáir bílarnir sem komu inn á
verkstæðið til þín. Þetta var aldr-
ei neitt vandamál fyrir þig og síð-
asti bíllinn fór inn á verstæðið hjá
þér í vetur þegar ég kom með bíl
dóttur minnar Söru.
Vandamál með bremsur var
leyst eins og fyrsti bíllinn fyrir
um 30 árum. Ekki nóg með það
sem við ætluðum að laga heldur
var farið yfir bílinn allan og ýmis-
legt annað lagfært sem þurfti að
gera.
Að auki voru þau ófá gólfin
sem voru lögð parketi með þinni
einstöku verkstjórn og ná-
kvæmni hjá okkur systkinunum.
Enda kallaður Mummi milli-
meter vegna þess hversu vand-
virkur þú varst og ávallt var allt
sem þú gerðir vel gert og entist
lengi. Síðustu dagana baðstu mig
um greiða og enn og aftur vil ég
staðfesta að ég mun standa mig í
því verkefni. Það verður alltaf
okkar á milli. Minning þín mun
ávallt eiga stað í hjarta okkar.
Þinn
Guðmundur H. Pálsson
(Gummi).
Þegar raunir þjaka mig
þróttur andans dvínar
þegar ég á aðeins þig
einn með sorgir mínar.
Gef mér kærleik, gef mér trú,
gef mér skilning hér og nú.
Ljúfi drottinn lýstu mér,
svo lífsins veg ég finni
láttu ætíð ljós frá þér
ljóma í sálu minni.
(Ómar Ragnarsson/
Gísli á Uppsölum)
Góður vinur er fallinn frá.
Við kynntust Guðmundi fyrst
sem unglingar í skátunum og eig-
um góðar minningar úr skáta-
starfinu. Seinna varð hann mað-
urinn hennar Ernu æskuvinkonu
okkar.
Margar góðar stundir áttum
við saman með þeim hjónum í
sumarbústaðnum þeirra og eins á
mörgum ferðum okkar til Ten-
erife.
Með þessum orðum kveðjum
við með söknuði góðan vin sem
skilur eftir sig stórt skarð í vina-
hópnum.
Kveðja frá saumaklúbbnum,
Anna, Bára, Erla, Fanney,
Margrét og makar.
Á einum falleg-
asta degi haustsins
kvaddir þú elsku
Svava. Sólin skein
og baðaði umhverf-
ið gullnum ljóma, litadýrð nátt-
úrunnar svo undurfalleg, já
náttúran skartaði sannarlega
sínu fegursta á kveðjustund
þinni.
Vinátta okkar hefur varað í
áratugi, en hún hófst þegar við
störfuðum allar saman við
hjúkrun og aðhlynningu á
Heilsustofnun og Dvalarheim-
ilinu Ási í Hveragerði, og verð-
ur nú stórt skarð höggvið í hóp-
inn við fráfall þitt elsku
vinkona. Mikið eigum við eftir
að sakna þess að hafa þig ekki
lengur, sakna símtalanna þegar
þú hringdir og stakkst upp á að
hittast í kaffi og spjalli, ferð-
anna sem við fórum í sumarbú-
staði eða hittumst heima hjá
hvor annarri, kaffihúsaferð-
anna, já það var alltaf fjörugt
og mikið hlegið þegar við hitt-
umst.
Þú varst svo ótrúlega góðum
kostum búin, einlæg vinátta þín,
umhyggja þín og áhugi fyrir
okkur vinkonum þínum og fjöl-
skyldum okkar, glaðværð þín og
jákvæðni svo einstök að margir
mættu mikið af því læra. Alltaf
tókst þér að sjá spaugilegu hlið-
arnar á málum, neikvæðni,
kvart og kvein var ekki til í
þinni orðabók. Þú varst einstök
vinkona og einstaklega góður
vinnufélagi, þú annaðist skjól-
stæðinga þína af virðingu og
Svava Eiríksdóttir
✝ Svava Eiríks-dóttir fæddist
28. nóvember 1943.
Hún lést 28. sept-
ember 2019.
Útförin fór fram
9. október 2019.
umhyggju. Það var
alltaf tilhlökkun að
vinna með þér
elsku Svava.
Þitt einstaka
jafnaðargeð kom
svo glöggt í ljós í
þínum erfiðu veik-
indum, en jafnvel
þá gastu gantast
með ástandið og
tókst á við hlut-
skipti þitt af ótrú-
legu æðruleysi.
Við þökkum þér af alhug
yndislega vináttu og kveðjum
þig með sorg í hjarta, en mun-
um alltaf minnast þín með gleði.
Við sendum fjölskyldunni
þinni, sem var þér svo kær og
hefur nú misst svo mikið, inni-
legar samúðarkveðjur og styrk
á kveðjustund.
Hvíldu í friði og Guð blessi
minningu þína elsku vinkona.
Ragnheiður, Kristín,
Unnur og Rannveig.
Elsku Svava vinkona, mér
finnst sárt að kveðja þig og
ætla að skrifa örfá orð til þín.
Minningarnar eru svo margar
og skemmtilegar sem ég fékk
að njóta með þér, öll gleðin og
hvað þú gerðir gott úr öllu og
gantaðist með ólíklegustu hluti.
Þú hafðir alveg sérstaklega
góða nærveru og göngutúrarnir
okkar um Hellisheiðina eru eft-
irminnilegir, þrjár ferðir í Mar-
ardalinn, Skarðsmýrarfjallið,
nokkrar ferðir inn í Reykjadal-
inn, auk þess sem við fórum
með starfsfólki Heilsustofnunar.
Og nú ylja ég mér við minn-
ingarnar og skoða þessar mynd-
ir og rifja upp þær yndislegu
samverustundir. Þú elskaðir að
vera úti í náttúrunni og í garð-
inum þínum heima. Gleðin, já-
kvæðnin og alltaf þetta fallega
bros hvort sem var í vinnu eða
utan hennar, mikið hlegið og
gert grín að sjálfum sér.
Þú varst líka með svo græna
fingur, garðurinn þinn var svo
fallegur og skipulagður. Þú
varst alltaf að hlúa að jurtunum
eins og fjölskyldunni sem var
alltaf efst á blaði.
Kæri Örn, Egill, Eyrún, Eva
og allir í fjölskyldunni, ég votta
ykkur mína dýpstu samúð. Guð
gefi ykkur styrk í sorginni.
Elsku Svava, hafðu þökk fyr-
ir allar samverustundirnar. Hvíl
í friði, elsku vinkona.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
…
(Valdimar Briem)
Valgerður Baldursdóttir
(Valla).
Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki
lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri greinar
eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju,
HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síð-
una.
Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu aðstandendur
senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá sem
fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og
klukkan hvað útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýsingar
um foreldra, systkini, maka og börn. Ætlast er til að þetta komi aðeins
fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í minningargreinunum.
Minningargreinar