Morgunblaðið - 22.10.2019, Blaðsíða 22
22 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. OKTÓBER 2019
60 ára María ólst upp
í Maryland-ríki í
Bandaríkjunum en
flutti til Íslands 2007.
Hún er með BA-gráðu í
germönskum tungu-
málum og bók-
menntum frá Háskól-
anum í Maryland. Hún vinnur við
tæknistýringu hjá Icelandair. María hef-
ur gaman af silfursmíði, að vefa og
bólstra.
Börn: Vilhjálmur Ásgeir Maríuson, f.
1986, og Tómas Pjetur Mitchell, f. 1988.
Foreldrar: Ásgeir Pétursson, f. 1926, d.
1991, flugmaður í Reykjavík og Mary-
land, og Björg Einarsdóttir, f. 1924, d.
2014, húsfreyja í Reykjavík og Maryland,
síðast búsett í Reykjavík.
María
Ásgeirsdóttir
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Þú leggur þitt af mörkum, hvort
sem beðið er um það eða ekki. Þú
reynir að sjá það jákvæða í því sem
ungt fólk er að gera.
20. apríl - 20. maí
Naut Yfirmaður þinn eða yfirboðari er
tilbúinn að ræða launamálin. Þú ert
tilbúin/n að stíga stóra skrefið og bíður
eftir bónorðinu.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Sýndu fjölskyldunni þolinmæði
og þeim sem þú býrð með. Leitaðu allra
leiða til að nýta það sem þú átt fyrir.
Einhver býður þér í veislu.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Rómantík er hægt að kalla fram
ef viljinn er fyrir hendi. Taktu þér smá
frí áður en þú snýrð þér að öðru.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Þú lumar á ás og ert tilbúin/n að
láta hann út. Oft er það eina í stöðunni
að gera sitt besta og vona hið besta.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Ef þú vilt endilega heyra sann-
leikann verður þú að vera maður til
þess að taka honum. Þér finnst einhver
vilja valta yfir þig.
23. sept. - 22. okt.
Vog Lokaðu þig ekki af frá umheiminum
þótt þú sért ekki upp á þitt besta.
Kannski þarftu að skipta um umhverfi
til þess að fá að dafna.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Forðastu að lenda í þeirri
aðstöðu að þurfa að taka afstöðu með
einhverjum. Hvort sem það er dagsferð,
nýtt áhugamál eða andleg upplifun
muntu finna fyrir eldmóð innra með
þér.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Þótt fjölskyldan eigi hug
þinn allan eru erfiðleikar annarra innan
hennar að sliga þig. Allt er mögulegt ef
þú bara vilt.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Þótt þér séu allir vegir færir
skaltu varast að láta velgengnina stíga
þér til höfuðs. Leggðu þig heldur fram
um að bæta samskiptin.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Það er alltaf smáa letrið í
samningunum sem þarf að lesa hvað
best. Réttu fram hjálparhönd.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Hafðu ekki áhyggjur af því þótt
þér finnist þú vera farin/n að ryðga í
fræðunum. Jákvæðnin fleytir þér langt.
kennari við ýmsa háskóla hérlendis
og erlendis. Rannsóknir, kennsla og
fræðaskrif Jóhönnu eru á sviðum
upplýsinga- og skjalastjórnar, þekk-
ingarstjórnunar, gæðastjórnunar og
flokkunaraðferða og flokkunarkenn-
inga. Aðrar rannsóknir hennar hafa
beinst að því að kanna persónulega
samfélagsmiðlanotkun starfsfólks á
skjalastjórnarkerfa frá Háskólanum í
Tampere. Hún er fyrsti Íslending-
urinn til þess að hljóta doktorsgráðu í
upplýsinga- og skjalastjórn.
Um síðustu aldamót var Jóhanna
ráðin lektor við Háskóla Íslands (HÍ),
dósent 2007 og frá 2008 hefur hún
starfað þar sem prófessor í upplýs-
ingafræði. Þá hefur hún verið gesta-
J
óhanna Gunnlaugsdóttir
fæddist í Skeiðháholti,
Skeiðum, 22. október 1949
og ólst upp með fjölskyldu
sinni þar og á höfuðborg-
arsvæðinu. „Mikinn hluta bernskuár-
anna dvaldi ég hjá ömmu og afa í
Skeiðháholti. Þeim á ég mikið að
þakka fyrir ástúð og gott uppeldi.“
Jóhanna gekk í Vogaskóla þar til
hún hóf nám í Verzlunarskóla Íslands
eftir annan bekk. Á þeim tímum var
skólinn sex ár. „Á fyrstu tveimur
Verzlunarskólaárunum var ég á
Raufarhöfn í sumarfríum, saltaði síld
og vann í Sídubúð sem Sída amma
mín rak með myndarbrag.“ Næstu
fjögur sumur vann Jóhanna í Skóg-
ræktarstöðinni í Fossvogi þar sem
hún naut sín vel. Eftir stúdentspróf
var hún ritari ritstjóra Morgunblaðs-
ins – „sú vinna var einstaklega lær-
dómsrík og átti eftir að skila sér síðar
á lífsleiðinni“.
Árið 1971 fluttist Jóhanna til
Minnesota með eiginmanni sínum
sem stundaði háskólanám þar. Hún
vann sem stjórnunarritari við inn-
kaupadeild Háskólans og sótti þar
námskeið í ensku og blaðamennsku.
Eftir heimkomuna, 1974, vann hún
við ýmislegt tilfallandi s.s. próf-
arkalestur, þýðingar og bréfaskriftir
fyrir ýmsa aðila. Þá vann hún á Bóka-
safni Garðabæjar og kenndi við
Garðaskóla. Lengstan hluta starfs-
ævinnar, frá 1984, starfaði hún,
ásamt Kristínu Ólafsdóttur Hagalín
upplýsingafræðingi, hjá Gangskör sf.,
ráðgjafarfyrirtæki um upplýsinga-,
skjala- og bókasafnsmál. „Samstarf
okkar Kristínar var einstaklega far-
sælt og gefandi og við unnum saman í
um 25 ár fyrir liðlega 100 fyrirtæki og
stofnanir.“ Þær Kristín héldu einnig
námskeið og fyrirlestra fyrir ýmsa
aðila s.s. sem Stjórnunarfélag Ís-
lands, Endurmenntun Háskóla Ís-
lands, Félag um skjalastjórn, ráðu-
neyti og háskóla.
Jóhanna lauk BA-prófi í bóka-
safnsfræði og sagnafræði frá Háskóla
Íslands, MSc (Econ) í stjórnun og
rekstri með áherslu á upplýsinga-
stofnanir og upplýsingakerfi frá Há-
skólanum í Wales og doktorsprófi í
notkun og innleiðingu rafrænna
vinnutíma og viðhorf almennings til
upplýsingagjafar stjórnvalda.
Jóhanna hefur verið í stjórn ýmissa
félaga og samtaka m.a. um bókasafns-
og upplýsingamál. Hún var einn af
stofnendum Félags um skjalastjórn
árið 1988, sat í stjórn þess um árabil
og var gerð að heiðursfélaga 2008. Þá
hefur hún starfað í hinum ýmsu
nefndum og starfshópum innan HÍ
m.a. á vegum háskólaráðs/rektors s.s.
markaðs- og samskiptanefnd, starfs-
hópi um endurskoðun málstefnu HÍ,
starfshópi um mótun stefnu HÍ um
opinn aðgang, málnefnd, gæðanefnd
og stýrihópi HÍ um máltækni. Hún
situr í stjórnarnefnd Þjóðskjalasafns
Íslands og hefur verið formaður
tækninefndar hjá Staðlaráði Íslands
um þýðingu ISO 15490-1, staðli um
upplýsingar og skjalastjórn.
Áhugamál Jóhönnu eru garðrækt,
skógrækt, sögur og klassísk tónlist.
„Helsta áhugamálið er þó að sinna
dásamlegu barnabörnunum mínum
fjórum og fjölskyldunni. Þá hef ég
einnig mikla ánægju af fræða-, rit- og
nefndarstörfunum hjá HÍ og víðar og
þá ekki síst þátttöku í nýju fjölþjóð-
legu rannsóknarverkefni þeirra, sem
Jóhanna Gunnlaugsdóttir prófessor – 70 ára
Ljósmynd/Nærmynd
Fjölskyldan Stödd fyrir utan heimili Jóhönnu og Árna í Garðabæ síðastliðið vor.
Fyrsti doktorinn í skjalastjórn
Ljósmynd/FOCAL
Prófessorinn Jóhanna á opnun ráðstefnu um samfélagsmiðla árið 2010.
50 ára Björg er
Keflvíkingur og býr í
Reykjanesbæ. Hún
er sjúkraþjálfari að
mennt frá Háskóla
Íslands og á og rek-
ur Sjúkraþjálfun Suð-
urnesja í félagi við
annan. Áhugamál Bjargar eru íþróttir
fyrst og fremst.
Maki: Ágúst Þór Hauksson, f. 1967,
húsasmíðameistari og starfar sjálf-
stætt.
Börn: Thelma Dís, f. 1998, og Andri
Fannar, f. 2004.
Foreldrar: Hafsteinn Guðnason, f.
1939, fyrrverandi skipstjóri, og Eydís
B. Eyjólfsdóttir, f. 1940, húsmóðir. Þau
eru bús. í Keflavík.
Björg
Hafsteinsdóttir
Til hamingju með daginn
Laugavegi 178 | 105 Reykjavík | Sími 551 3366 | Opið virka daga kl. 10-18, laugardaga kl.10-14
Misty
WARMWARE
Síðerma bolur
S-XL
Verð 6.990,-
Rúllukragabolur
Stærðir S-XL
Verð 6.990,-
Leggingsbuxum
Stærðir S-XL
Verð 7.990,-
Börn og brúðhjón
Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu
er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks,
svo sem stórafmælum, hjónavígslum,
barnsfæðingum og öðrum tímamótum.
Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum
borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría
áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni
mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is