Morgunblaðið - 22.10.2019, Page 25
ÍÞRÓTTIR 25
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. OKTÓBER 2019
Smiðjuvegi 66 • 580 5800 • landvelar.is
Loftpressur af öllum
stærðum og gerðum
SKRÚFUPRESSUR
Mikð úrval af aukahlutum
NBA
Gunnar Valgeirsson
Los Angeles
Á síðustu 35 keppnistímabilum
síðan undirritaður hóf þessa NBA-
pistla höfum við séð nokkur yfir-
burðalið sem voru ávallt líkleg að
verja meistaratitilinn. Í upphafi voru
það viðureignir Los Angeles Lakers
og Boston Celtics með þá Magic
Johnson og Larry Bird í fararbroddi
á níunda áratugnum. Detroit Pistons
brúuðu síðan tímabilið inn í níunda
áratuginn þegar Chicago Bulls og
Michael Jordan réðu ríkjum.
Þegar Lakers fluttu síðan í Stapl-
es Center 1999 urðu þeir yfirburða-
lið, en San Antonio Spurs var einnig
með titla inni á milli. Undanfarin
áratug hefur það síðan verið hvaða
lið sem LeBron James spilar með og
loks Golden State Warriors undan-
farin fimm ár.
Í sumar urðu hinsvegar miklar
breytingar í styrkleika margra lið-
anna vegna liðsskiptinga nokkurra
stærstu stjarna deildarinnar, en eins
og bent var á í pistlum undirritaðs
um helgina á mbl.is gætum við átt
von á að slíkar sviptingar á sumrin í
deildinni verði reglan frekar en und-
antekningin, þar sem toppleikmenn
veigra sér við að gera langtíma-
samninga við lið sín.
Fyrir margt stuðningsfólk liðanna
er þetta leiðinleg þróun. Það vildi
frekar að leikmannahópi liðs sín yrði
haldið saman. Markaðslögmálin og
þar með frelsi leikmanna til að velja
vinnuveitanda gera þann stöðug-
leika erfiðan. Leikmenn elta pening-
inn eins og margir aðrir á vinnu-
markaðnum, þannig að búa verður
við þessa stöðu að óbreyttu.
Fyrir marga aðra eru pælingar
um leikmannaskipti og allt sem í
kringum þau bara hið besta mál.
NBA-eðjótar hafa sínar eigin skoð-
anir og fjölmiðlar og samfélags-
miðlar eru á fullu allt sumarið í pæl-
ingum um hvaða leikmenn séu á
hreyfingu, sem allt í einu gefur
stuðningsfólki margra liða von um
gott sæti í úrslitakeppninni þar sem
allt getur gerst.
Um leið er deildin í sviðsljósinu
tólf mánuði á ári.
Tvær stjörnur, þrjár stjörnur
Mestu athyglina í sumar vöktu
liðsskiptin í Vesturdeildinni þar
sem bæði Kawhi Leonard, frá Tor-
onto Raptors, og Paul George (ég
kalla hann sjálfur Paul George
John og Ringo!) frá Oklahoma City
Thunder, fóru báðir yfir til Los
Angeles Clippers, sem um leið
gerði liðið að meistarakandídat.
Russell Westbrook fór einnig frá
Thunder til Houston Rockets í leik-
mannaskiptum, þar sem hann á ný
verður samherji James Harden.
Westbrook setur Rockets í stöðu til
að berjast um titilinn enn eitt árið.
Loks voru það leikmannaskipti
Los Angeles Lakers og New Or-
leans Pelicans sem gerðu Lakers
kleift að ná í Anthony Davis sem
samherja LeBron James.
Auk þessara toppleikmanna var
að sjálfsögðu fullt af öðrum leik-
mannaskiptum, en þau ættu ekki að
hafa eins mikil áhrif á baráttuna
um meistaratitilinn – jafnvel ekki
samningarnir sem Kyrie Irving og
Kevin Durant gerðu við Brooklyn
Nets. Durant verður frá næstum
allt – ef ekki allt – keppnistímabilið.
Án hans mun liðið eflaust gera það
gott, en ekki blanda sér í toppbar-
áttuna.
Þessir stjörnuleikmenn voru allir
að reyna að koma sér í þá stöðu að
vera í liði sem gæti gert atlögu að
meistaratitlinum. Frá þeirra sjón-
arhorni þarf lið allavega tvær – ef
ekki þrjár – stórstjörnur til að geta
blandað sér í toppbaráttuna.
Milwaukee og Denver róleg
Á meðan á öllu þessu stóð sátu tvö
lið frekar róleg og ákváðu að halda í
sinn hóp, viss í trú sinni á að leik-
mannahópurinn sem þau hefðu væru
nógu góður til að vinna titilinn. Í
Austurdeildinni er Milwaukee
Bucks enn með leikmann ársins,
Grikkjann Giannis Antetokounmpo,
og annars sterkan leikmannahóp.
Vestanmegin heldur Denver Nugg-
ets áfram að byggja liðið í kringum
Serbann Nikola Jokic. Þessi tvö lið
hafa ekki vakið mikla athygli sam-
anborið við liðin sem voru virk á
markaðnum í sumar, en að mínu
mati verða bæði þessi lið með í bar-
áttunni um meistaratitilinn.
Galopin Austurdeild
Rétt eins og í fyrra er keppnin
austanmegin galopin, enda LeBron
James löngu farinn vestur.
Milwaukee Bucks virðist vera það
lið sem flestir sérfræðingar telja
muni ná toppsætinu í Austurdeild-
inni í vetur og er erfitt að efa það
mat. Antetokounmpo var leikmaður
ársins í deildinni síðasta keppnis-
tímabil og hann hefur góðan leik-
mannahóp til stuðnings. Þjálfarinn
Mike Budenholzer var kosinn þjálf-
ari ársins eftir síðasta keppnis-
tímabil og hann breytti leik liðsins í
sókninni í þriggja-stiga maskínu.
Liðið skoraði yfir helmingi fleiri
þriggja-stiga körfur en leiktímabilið
árið áður og það opnaði pláss í vítat-
eignum fyrir Antetokounmpo að at-
hafna sig. Þetta mun sjálfsagt áfram
virka vel fyrir liðið í vetur.
Philadelphia 76ers og Boston
Celtics ættu að fylgja hér fast á eftir,
enda bæði lið með trausta liðshópa.
76ers misstu tvær skyttur, en
náðu í miðherjann Al Horford frá
Boston. Hann og Joel Embiid verða
erfiðir viðureignar í vetur. Liðið er
með hávaxið, sérstaklega þegar tek-
ið er tillit til þess að leikstjórnandinn
Ben Simmons er einnig mjög hávax-
inn í þeirri stöðu. Þetta er sterkt
varnarlið. Stóra spurningin er hvort
liðið hafi nóg af skorun úr þriggja-
stiga skotum. Ég er ekki viss um að
Tobias Harris muni nægja hvað það
varðar.
Gott að losna við Irving?
Miklar vonir voru bundnar við
Boston Celtics á síðasta keppn-
istímabili, en þær brustu allar þegar
í úrslitakeppnina kom. Brad Stevens
var talinn einn af bestu þjálfurunum
í deildinni, en hann var gagnrýndur
fyrir að hafa litla stjórn á leik-
mannahópnum þegar í harðbakkann
sló seint á leiktímabilinu. Kannski
mun brotthvarf Kyrie Irving til Bro-
oklyn bæta málin hér, en hann er
boltahákur, sérstaklega seint í leikj-
um. Celtics mun sjálfsagt reyna að
dreifa boltanum meira í sóknar-
leiknum, en Kemba Walker sem
kom frá Charlotte Hornets í sumar
er einnig vanur að vera mikið með
boltann. Hann er hinsvegar betri
samherji en Irving, þannig að Stev-
ens ætti ekki að eiga í eins miklum
erfiðleikum með liðið í ár. Brott-
hvarf miðherjans Al Horford til
Philadelphia mun hinsvegar verða
skarð sem erfitt verður að fylla fyrir
Celtics.
Indiana Pacers, Brooklyn Nets og
meistarar Toronto Raptors munu
einnig blanda sér eitthvað í barátt-
una austanmegin í vetur, en verða
væntanlega ekki í toppslagnum á
endanum.
Seinni hluti umfjöllunarinnar
þar sem farið er yfir Vesturdeild
NBA birtist í blaðinu á morgun. Á
mbl.is/sport/korfubolti er jafnframt
greinin: Um skoðanafrelsi og pen-
inga. gval@mbl.is
Sviptingar verða að reglu
Keppnin í NBA-deildinni í körfuknattleik hefst í kvöld Mikið um leikmanna-
breytingar í sumar og mörg lið tilnefnd Milwaukee talið líklegast í Austurdeild
AFP
Stjörnuleikmaður Giannis Antetokounmpo, 24 ára gamall Grikki, hefur gert lið Milwaukee Bucks að einu þeirra
sterkustu í NBA-deildinni, enda ótrúlega fjölhæfur leikmaður sem auk þess er 2,06 metrar á hæð.
Ég verð ekki oft veikur. Sér-
staklega ekki í seinni tíð. Það
gerist nánast aldrei. Kollegi minn
á íþróttadeild Morgunblaðsins
mætti galvaskur til leiks á mánu-
degi fyrir ekki svo löngu. Hann
var allur hinn hressasti þegar ég
kvaddi hann rétt fyrir hádegi til
þess að fara á blaðamannafund
hjá KKÍ. Þegar ég kom svo til
baka þá var allt annað hljóð í
manninum.
Ég mætti honum í matsalnum
þar sem hann starði á gólfið.
Þegar ég spurðu hann hvort
hann væri ekki í góðu lagi þá
stundi hann því upp úr sér að
hann væri eitthvað slappur.
Skemmst er frá því að segja að
hann sagði ekki orð við mig það
sem eftir lifði dags, eða allt
þangað til hann fór ælandi á kló-
settið, klukkutíma síðar og svo
beint heim á beddann.
Kollegi minn þjáðist af alvar-
legri upp-og-niður-veiki. Það
heyrðist ekki mikið í honum
næstu daga. Það eins sem komst
að hjá mér var hins vegar sú
staðreynd að daginn sem hann
fór veikur heim tók hann viðtöl
við bæði Alfreð Finnbogason og
Jóhann Berg Guðmundsson,
landsliðsmenn í knattspyrnu,
sem voru á leið inn í mikilvægan
leik gegn heimsmeisturum
Frakka á föstudeginum.
Ég var með þetta á heilanum
alla vikuna og beið eftir fréttum
úr herbúðum landsliðsins um að
Alfreð og Jóhann væru með
svæsna magakveisu. Það var
þungu fargi af mér létt þegar Er-
ik Hamrén tilkynnti að allir leik-
menn liðsins væru heilir heilsu á
blaðamannfundi daginn fyrir
leik. Ég vaknaði svo ferskur á
föstudeginum, meira en tilbúinn
í landsleikinn á Laugardalsvelli.
Ég endaði hins vegar á því að
fara veikur heim upp úr hádegi
með upp-og-niður-veikina.
BAKVÖRÐUR
Bjarni Helgason
bjarnih@mbl.is