Morgunblaðið - 22.10.2019, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 22.10.2019, Qupperneq 28
28 MENNING MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. OKTÓBER 2019 Óseyrarbraut 12, 220 Hafnarfirði | Klettagörðum 5, 104 Reykjavík | stolpigamar@stolpigamar.is Gámaleiga Er gámur lausnin fyrir þig? Við getum líka geymt gáminn fyrir þig 568 0100 stolpigamar.is HAFÐU SAMBAND Búslóðageymsla z Árstíðabundinn lager z Lager z Sumar-/vetrarvörur Frystigeymsla z Kæligeymsla z Leiga til skemmri eða lengri tíma Böðvar Páll Ásgeirsson bodvarpall@mbl.is Ný myndlistarsýning Hörpu Árna- dóttur, Djúpalogn, var opnuð í Hverfisgalleríi laugardaginn síð- asta og stendur yfir til 23. nóv- ember. Á sýningunni eru blýants- teikningar og málverk, lítil sem stór, og er lognið ásamt minningu um staði við- fangsefnið. Bíldudalur og Arnarfjörður, sem dalurinn stendur við, skipa stóran sess í sýningunni. „Vestfirðingar tala um svarta- logn, mér hefur alltaf fundist það svo fallegt,“ seg- ir Harpa um nafn sýningarinnar. „Fjörðurinn verður svo myrkur, það er að segja hafið, það verður eins og svart á litinn. Það er svo mikil veðurblíða þarna og fjörð- urinn verður dimmur og dökkur þegar fjöllin speglast í vatninu. Þau eru svo há að þetta er eins og pottur á Bíldudal,“ segir Harpa en hún er fædd í Bíldudal og eyddi mörgum sumrum þar ung að aldri. Flöskublágrænn fjörður Harpa fékk vinnuaðstöðu hjá frændfólki sínu á fæðingarstaðnum og var að eigin sögn þar meira og minna í allt sumar, þar sem hún teiknaði, málaði og skrifaði. „Ég hafði verið að skrifa um lognið í allt sumar og þessa veðurblíðu sem var. Ég fékk lognið bara á heilann og hætti ekkert að undrast þetta. Ég varð ofandottin og undrandi á logninu þegar ekki hreyfðist vindur dögum saman,“ segir Harpa. Hún fór víða um á Bíldudal í sumar, hafði vinnuaðstöðu á þrem- ur stöðum og á einum þeirra var útsýnið ekki af verri endanum. „Þar horfði ég beint ofan í fjörðinn og fór að velta fyrir mér þessum lit á hafinu; hann er einhvern veginn síbreytilegur. Þegar gengið er um Arnarfjörðinn er liturinn víða túrk- ís eða flöskublágrænn. Ég velti fyrir mér hvort það væri hægt að ná þessum lit en hann sleppur ein- hvern veginn undan og ég næ aldr- ei fullkomlega litnum sem maður upplifir sjálfur í kyrrð og logni, þessari óendanlegu og gríðarlegu fegurð sem er þarna fyrir vestan,“ segir Harpa, sem hefur greinilega mikið dálæti á æskuslóðunum. Harpa nefnir hvali sem hún varð vör við í sumar. „Maður sér þá mjög langt í burtu og sér sporðana þegar þeir sletta þeim upp og hverfa aftur ofan í djúpið. Ég hafði ekki séð hvali áður í Arnarfirði og það er víst eitthvert nýtt fyrir- brigði að þeir séu komnir inn í fjörðinn,“ segir hún, en jafnvel elstu menn muni ekki eftir slíku. Finnur lognið á kinnunum Náttúran sem umlykur þá staði sem fólk dvelst á úti á landi skapar mikinn frið, að sögn Hörpu. „Svo er maður einhvern veginn kominn heim líka,“ segir hún. „Ég kannast svo vel við mig í þessum aðstæðum. Svo skipta minningarnar líka máli, ég hef mikið verið að skrifa um það. Það eru svo margar sögur úr Arnarfirði, bæði harmur og gleði. Maður hefur nógan tíma til að hugsa um það þegar setið er og málað eða teiknað.“ Harpa segir verk sín vera á mörkum þess að vera óhlutbundin og hlutbundin og segja megi að landslag sé í verkunum. „Það er þessi þráhyggja fyrir hafinu, sjóndeildarhringnum og þessu sem við erum alltaf að horfa á og reyna að koma því frá sér í lit. Þetta er eins og að horfa niður fyr- ir fætur sér á allt sem er að gerast í fjörunni eða í flæðarmálinu og svo hvarfla augun út eftir sjóndeildar- hringnum. Til dæmis eftir regn þegar fjöllin birtast eftir að hafa horfið handan fjarðar í regninu. Ætli ég sé ekki að skapa ástand með teikningum mínum. Þetta snýst um tilfinningu, lit og ástand. Hvernig það er að standa í logni og stara úr sér augun. Hvernig það er að upplifa lognið.“ Harpa segir enn fremur að titill- inn, Djúpalogn, eigi svolítið að skila þessari tilfinningu. „Hvernig það er að upplifa lognið í Arnar- firði þegar lognið er svo mikið að þú finnur það á kinnunum,“ segir hún og hlær. „Þessi mýkt.“ Sömu pælingar öld áður Vatnslitamynd af Bíldudal eftir Ásgrím Jónsson fær að njóta sín á sýningunni. „Hann bjó og starfaði á Bíldudal þegar hann var ungur maður en í kringum aldamótin [1900] var svo mikla vinnu þar að fá,“ segir Harpa. „Þegar ég var að undirbúa þessa sýningu var mér sýnd þessi mynd og mér fannst hún svo mikil opin- berun. Þetta málverk er af Bíldu- dal, firðinum og þessu logni og þessum græna lit sem ég er búin að pæla svo mikið í. Ég hugsaði með mér að það væri yndislegt að sýna þetta verk því mér fannst ég verða fyrir áhrifum af því,“ segir Harpa, en hún fékk myndina að láni og fékk að hafa á sýningunni og segir að lokum merkilegt að uppgötva að merkur listamaður sem var á Bíldudal fyrir svo mörg- um árum hafi verið í svipuðum hugleiðingum og hún. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Ástand „Þetta snýst um tilfiningu, lit og ástand,“ segir Harpa Árnadóttir um verk sín í Hverfisgalleríi. „Ég fékk lognið á heilann“  Ný myndlistarsýning Hörpu Árnadóttur nefnist Djúpalogn og var opnuð um liðna helgi  Harpa notar fæðingarstaðinn Bíldudal sem innblástur  Vatnslitamynd eftir Ásgrím Jónsson meðal verka Harpa Árnadóttir Kvartett söngkonunnar Rebekku Blöndal heldur tónleika í kvöld á Kex hosteli en á þriðjudögum er þar djasskvöld. Kjartan Valde- marsson leikur á píanó í kvart- ettinum, Sigmar Þór Matthíasson á kontrabassa og Matthías Hem- stock á trommur. Á efnisskránni verður swing, blús, bebop og jafn- vel scat ef söngkonan verður í stuði, eins og segir í tilkynningu. Rebekka hefur komið víða við og þykir ein af efnilegustu djasssöngkonum landsins um þessar mundir, hefur m.a. komið fram í djasstónleikaröð Jómfrúar- innar. Leikar hefjast kl. 20.30 og að- gangur er ókeypis. Kex hostel er á Skúlagötu 28. Kvartett Rebekku á djasskvöldi Kex Djass Kvartett Rebekku mun leika swing, blús, bepob og jafnvel scat. Hin sögufræga teikning ítalska endurreisnarmeistarans Leonardos da Vinci verður sýnd á umfangs- mestu sýningu á verkum hans í lista- safninu Louvre í París, þrátt fyrir tilraunir þess efnis að koma í veg fyrir að teikningin yrði send þangað frá Feneyjum. Ítalskur dómstóll vísaði þeirri kröfu hópsins Italia Nostra frá 16. október síðastliðinn. Italia Nostra helgar sig varðveislu og verndun ítalskra menningardýr- gripa. Menningarmálaráðherrar Ítalíu og Frakklands sömdu um að teikningin yrði lánuð, en hún þykir í afar viðkvæmu ástandi. Töldu tals- menn Italia Nostra að hún ætti held- ur að vera áfram í sýningarsölum Accademia í Feneyjum. Vitrúvíu-maðurinn er í safni 16 verka í safninu og afar dýrmætur. Samkvæmt ítölskum lögum má ekki senda úr landi og lána dýrmæt lista- verk sem þykja of viðkvæm fyrir flutninga og loftslagsbreytingar, samkvæmt frétt BBC. Sýningin í Louvre er haldin í tilefni af 500 ára ártíð listamannsins. Vitrúvíu-maðurinn sýndur í París Fræg Blekteikning da Vinci, Vitrúvíu- maðurinn, er mikil gersemi. Þrír sænskir tónlistarmenn koma fram með söngkonunni Stínu Ágústs- dóttur á tón- leikum djass- klúbbsins Múlans í Hörpu annað kvöld kl. 21, þeir Henrik Linder, sem er þekktur sem bassaleikari Dirty Loops, Carl Mörner Ringström gítarleikari og Jonathan Lundberg trommuleikari. Þeir munu einnig halda námskeið í dag á vegum FÍH og MÍT og Carl Mörner verð- ur með svokallaða gítarklínik í Hljóðfærahúsinu í dag kl. 14. Þrír sænskir í Hljóðfærahúsinu Bassaleikarinn Henrik Linder

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.