Morgunblaðið - 22.10.2019, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 22.10.2019, Blaðsíða 32
Fjórði fyrirlestur haustsins hjá Sagnfræðingafélagi Íslands verður haldinn í dag kl. 12.05 í fundasal Þjóðminjasafns Íslands. Sverrir Jakobsson flytur fyrirlesturinn „Jesús Kristur í ljósi kenninga um menningarlegt minni“ og rekur í honum þróunarsögu hugmynda um Jesúm út frá kenningum um menn- ingarlegt minni. Sverrir er prófess- or í miðaldasögu við sagnfræði- og heimspekideild Háskóla Íslands. Jesús í ljósi kenninga ÞRIÐJUDAGUR 22. OKTÓBER 295. DAGUR ÁRSINS 2019 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 670 kr. Áskrift 7.240 kr. Helgaráskrift 4.520 kr. PDF á mbl.is 6.420 kr. iPad-áskrift 6.420 kr. Glódís Guðgeirsdóttir, fyrrverandi landsliðskona í hópfimleikum, segir að íslensku landsliðskonurnar sem unnu Evrópumeistaratitla árin 2010 og 2012 hafi þurft að greiða æfingagjöldin, æfingaferð erlendis og keppnisferðina sjálfa úr eigin vasa. Hver landsliðskona fyrir sig hafi borgað um hálfa milljón króna til að vera með. »26 Landsliðskonurnar greiddu allt sjálfar ÍÞRÓTTIR MENNING Nýtt tímabil í NBA- deildinni í körfuknatt- leik hefst í kvöld. Miklar sviptingar hafa verið á leik- mannamarkaði deildarinnar í sumar og mörg lið eru nefnd til sögunnar þeg- ar möguleg meistaraefni eru til umfjöllunar. Gunnar Valgeirsson er að hefja 36. tímabil sitt sem sérfræðingur Morgun- blaðsins í NBA-deildinni og í dag fjallar hann um leikmannakaupin og um stöðu mála í Austurdeild- inni þar sem útlit er fyrir tvísýna keppni. »25 Sviptingar á leik- mannamarkaði NBA Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Kristinn Örn Guðmundsson tók við Innrömmun Guðmundar á Eiðistorgi af föður sínum fyrir nokkru, útvíkk- aði starfsemina og heitir fyrirtækið nú 3ernir. „Nafn fyrirtækisins er vís- un í millinafn mitt og þrívíddar- hönnun, sem ég starfa mikið í ásamt kvikmyndagerð,“ segir hann. Guðmundur Kristinsson vann lengi við innrömmunina og Kristinn var honum til aðstoðar þegar á þurfti að halda. „Nú hafa hlutverkin snúist við,“ segir listamaðurinn og bætir við að þótt hann hafi tekið við innrömm- uninni hafi gerð skipamódela ekki fylgt með. „Pabbi heldur áfram að dunda sér við þau, en ég get gripið í það þegar þörf er á.“ Kristinn lærði þrívíddarhönnun í Lundúnum á Englandi. Að námi loknu var nóg að gera í innrömm- uninni og eitt leiddi af öðru. „Allt í einu var ég tekinn við og það var minni breyting en ætla mætti enda held ég áfram að vinna við það sem ég hef verið að gera.“ Kristinn notar stafræna tækni við listsköpun sína, blandar saman efni úr grafík, þrívíddarhönnun, ljós- myndum og mismunandi bak- grunnum. Hann hélt sýningu á Ítalíu fyrir tveimur árum og hefur haldið tvær sýningar hérlendis auk þess sem 60 listaverk eftir hann eru á Landhóteli, lúxushóteli skammt frá Hellu. Sérstakt þema er fyrir hverja hæð hótelsins og vann Kristinn verk sín með hliðsjón af því, en myndir af ýmsum verkum hans má sjá á heima- síðu hans (iceon.art). Skemmtileg vinna „Gott er að dreifa huganum og ég hef gert svolítið af því að gera myndir fyrir fyrirtæki,“ segir Kristinn. Hann hefur líka gert kvikmyndir, meðal annars heimildamyndina Bréfmiða til Páls, sem er um Pál á Húsafelli og var sýnd á sínum tíma á ÍNNTV og kvikmyndahátíðinni Reykjavík Shorts & Docs í Bíó Paradís. „Kvik- myndagerðin hefur reyndar vikið fyr- ir öðru að undanförnu enda nóg að gera í þrívíddarmyndunum og inn- römmuninni.“ Myndirnar eru óvenjulegar og vekja athygli og Kristinn segir skemmtilegt að vinna þær. „Það er alltaf gaman að skapa eitthvað, vinna með myndirnar og sjá afraksturinn.“ Hann segist nota hverja stund, safna í sarpinn með sýningu í huga. Litla listabókin er nýr kynningarbækl- ingur, sem hann útbjó til að vekja at- hygli á listaverkum sínum og liggur bæklingurinn meðal annars frammi á Landhóteli. „Ég hugsa hana fyrst og fremst sem kynningu á því sem ég er að gera,“ segir hann. Innrömmunin hefur verið fastur punktur í verslunarkjarnanum á Eið- istorgi um árabil og nú er stafræna tæknin orðin fyrirferðarmikil á efri hæðinni, en Kristinn segist hafa fundið fyrir breytingu á svæðinu eftir að Íslandsbanki og Pósturinn fóru úr miðstöðinni. „Umferð gangandi fólks er minni og þetta hefur haft áhrif á viðskiptin, en það er samt nóg að gera í hönnuninni og við að ramma inn fyrir sýningar listamanna. Hins vegar kemur innrömmun í bylgjum; stundum er rólegt og stundum koma verkefni í hrönnum.“ Morgunblaðið/Eggert Eiðistorg Kristinn Örn Guðmundsson stillir út verkum sínum á ganginum framan við vinnustofuna. Hlutverkaskipti feðga  Ekki lengur aðeins innrömmun heldur líka þrívíddar- hönnun og kvikmyndagerð í höndum Kristins Arnar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.