Morgunblaðið - 24.10.2019, Side 2

Morgunblaðið - 24.10.2019, Side 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. OKTÓBER 2019 Íslensk hönnun BLEIKUR OKTÓBER 25% AFSLÁTTUR AF ÖLLUM BLEIKUM VÖRUM SMÁRATORGI | KRINGLAN | GLERÁRTORGI | LINDESIGN.IS Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Fjórir starfsmenn Eflingar stéttarfélags sem eru í veikindaleyfi eða hafa verið reknir á brott frá félaginu hafa sent áskorun til þings Starfs- greinasambands Íslands, sem hefst í Reykjavík dag, um að taka á málum starfsmanna Eflingar. Segja þeir að stjórnendur stéttarfélagsins hafi hrakið starfsmenn sína með ofbeldi úr vinnu og skora á þing Starfsgreinasambandsins að taka á þessum málum og koma þeim í viðunandi farveg, en Efling er eitt af aðildarfélögum sam- bandsins. Hafa starfsmennirnir sent áskorunina, sem Morgunblaðið hefur undir höndum, til forsvars- manna sambandsins. „Takið á málum starfsmanna Eflingar“ Yfirskrift áskorunarinnar er „Áskorun til 7. þings Starfsgreinasambandsins 2019 Takið á málum starfsmanna Eflingar“ og er svohljóð- andi: ,,Við undirritaðir starfsmenn Eflingar, í veik- indaleyfi eða brottreknir frá félaginu beinum eftirfarandi áskorun til þings SGS Við eigum það sameiginlegt að hafa verið dyggir starfsmenn Eflingar-stéttarfélags og eldri félaga og verið í ýmsum ábyrgðarstörfum fyrir verkalýðshreyfinguna árum og áratugum saman. Hver hefði trúað því að slíkir starfsmenn yrðu fyrir því á lokaárum sínum í störfum fyrir stéttarfélag innan SGS að vera hraktir með eineltistilburðum og ólíðandi framkomu í veik- indaleyfi eða bolað úr starfi sínu? Stéttarfélag sem með ofbeldi hrekur starfs- menn sína úr vinnu, neitar að ræða við þá nema með milligöngu lögmanna sinna, neitar að ræða grundvallarréttindi þeirra, hefur af þeim hluta lífskjara- og lífeyriskjara þegar starfslok nálg- ast, getur ekki verið á réttri leið. Nú síðast hefur stéttarfélagið dreift ósannind- um um starfsmennina með því að bera á þá í fjöl- miðlum ósannar ávirðingar. Ósannindi um hlut- deild í meintum brotum á ávöxtun fjármuna og síðan fréttir frá Eflingu þar sem fjármálastjóri er borinn þungum sökum í máli sem augljóslega er ekki á hennar ábyrgð, fylla nú mælinn. Hvergi á Íslandi eða í nálægum ríkjum myndi framkoma af þessu tagi líðast hjá fyrirtækjum, hvað þá öðru stærsta stéttarfélagi landsins. Að ráðast á starfsmenn sína opinberlega með til- hæfulausum ásökunum er vítavert af aðila sem á að vera fyrirmynd annarra í framkomu við starfsmenn. Barátta okkar starfsmanna er því mannréttindabarátta fyrir alla félagsmenn. Við undirritaðir starfsmenn Eflingar-stéttar- félags hörmum þessa framkomu forystumanna Eflingar. Við beinum þeim tilmælum til þings SGS að sambandið taki á þessum málum og komi þeim í viðunandi farveg. Þetta mál allt er verkalýðshreyfingunni til vansa og því fyrr sem það er leitt til farsælla lausna, því betra. Anna Lisa Terrazas, Elín Hanna Kjartansdóttir, Kristjana Valgeirsdóttir, Þráinn Hallgrímsson.“ Segjast hraktir burt með ofbeldi  Fjórir starfsmenn Eflingar í veikindaleyfi eða brottreknir frá félaginu senda áskorun til þings Starfsgreinasambandsins um að taka á framkomu forsvarsmanna Eflingar í garð starfsfólksins Creditinfo veitti framúrskarandi fyrir- tækjum viðurkenningar í Hörpu í gær fyrir rekstrarárið 2018. Í ár eru 874 fyrirtæki á listanum eða 2% allra skráðra fyrirtækja á Ís- landi. Marel vermir í fyrsta sinn efsta sæti listans fyrir framúrskarandi samfélags- ábyrgð en sl. ár hefur Samherji verið í efsta sætinu. Í öðru sæti listans er Landsvirkjun og þar á eftir koma Hvalur, Össur, Samherji og Origo. Þá fékk Men&Mice verðlaun fyrir framúrskarandi nýsköpun. Verðlaunin voru veitt fyrir fullum sal í Eldborg. » 12 Creditinfo veitti framúrskarandi fyrirtækjum viðurkenningar í Hörpu Marel efst á lista Framúrskarandi fyrirtækja Morgunblaðið/Árni Sæberg Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis hefur samþykkt að hefja frumkvæðisrannsókn á verklagi ráð- herra vegna ákvörðunar FATF, al- þjóðlegs fjármálaaðgerðahóps ríkja um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka, um að setja Ísland á svokallaðan „gráan lista“ yfir ríki sem þykja ekki hafa gripið til full- nægjandi aðgerða gegn peninga- þvætti og fjármögnun hryðjuverka. „Þetta var samþykkt og það var samstaða í nefndinni um að ráðast í þetta og það er mjög gott,“ segir Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar og flutningsmaður tillög- unnar, en markmið rannsóknarinnar er að leiða í ljós hvort og þá hvaða brotalamir megi finna í vinnubrögð- um þeirra ráðherra, ráðuneyta og stofnana sem bera ábyrgð á sam- skiptum við FATF. „Mikilvægt er að draga lærdóm af málinu og greina hvað fór úrskeiðis og hverjir bera ábyrgð á því. Aðeins þannig er hægt að draga úr líkum þess að ágallar í verklagi, ábyrgð, úr- vinnslu og eftirfylgni í málum af þessu tagi geti endurtekið sig,“ segir í tillögu nefndar Alþingis vegna áður- nefndrar stöðu Íslands. „Lagt er til að [nefndin] hefji gagnaöflun þegar í stað til þess að fá yfirlit yfir tímalínu málsins allt frá því að Ísland gerðist aðili að FATF, en þó með sérstakri áherslu á úttektir og tilmæli sem varða Ísland, efni þeirra og viðbrögð við þeim. Sömuleiðis að fá yfirlit yfir þá aðila sem hlut eiga að máli í íslensku stjórnkerfi, ábyrgð, verkaskiptingu, verkferla og þess háttar.“ Þingnefnd vill hefja rann- sókn á verklagi ráðherra  Staða Íslands á „gráum lista“ er ástæða rannsóknarinnar Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Á fundi Ráðherrar sátu fyrir svör- um nýverið vegna stöðunnar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.