Morgunblaðið - 24.10.2019, Side 6

Morgunblaðið - 24.10.2019, Side 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. OKTÓBER 2019 Fulltrúar Barnaheilla, Save the Children, afhentu í gærmorgun Guðlaugi Þór Þórðarsyni utanríkis- ráðherra áskorun um að stöðva stríð gegn börnum. Var þess farið á leit við ráðherrann að hann beiti sér fyrir því á alþjóðavísu að stöðva stríð gegn börnum og að Ísland verði í fararbroddi þegar kemur að þeirri vinnu. „Við skorum á íslensk stjórnvöld að tryggja börnum vernd gegn drápum, limlestingum og hvers kyns ofbeldi,“ segir meðal annars í áskorun Barnaheilla til utanríkis- ráðherra. Þá segir einnig í tilkynn- ingu frá hópnum að barnsgrátur sé eina alþjóðlega tungumálið í heim- inum. „Við heyrum grátinn og mun- um ekki sitja aðgerðalaus.“ Utanríkisráðherra afhent áskorun um að stöðva stríð gegn börnum Morgunblaðið/Hari Ísland beiti sér í þágu barna Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Ég held að enginn landshluti myndi segja nei við því að eiga til staðar þyrluviðbragð við alvarlegum slys- um og veikindum. Þetta er bara spurning um forgangsröðun á fjár- munum,“ segir Sigurður Einar Sig- urðsson, framkvæmdastjóri lækn- inga á Sjúkrahúsinu á Akureyri, en miðstöð sjúkraflugs er á Akureyri og heyrir undir sjúkrahúsið. Grein tveggja sveitarstjórnarfull- trúa á landsbyggðinni í Morgun- blaðinu í gær þar sem fullyrt var að staða sjúkraflugs væri óviðunandi vakti nokkra athygli. Þær Hafdís Gunnarsdóttir, formaður bæjarráðs Ísafjarðarbæjar, og Hildur Sólveig Sigurðardóttir, oddviti Sjálfstæðis- flokksins í Vestmannaeyjum, röktu í greininni að viðbragðstími vegna sjúkraflutninga til Vestfjarða og Vestmannaeyja hefði aukist í kjölfar þess að sjúkraflugið var flutt til Akureyrar og gæti það skipt sköpum í sumum tilfellum. Miðað er við að viðbragðstími sé ekki lengri en 35 mínútur í bráðatilfellum en geti lengst í allt að 105 mínútur ef sjúkra- flugvélin er að sinna öðru verkefni. Benda þær á að sérútbúin sjúkra- þyrla með staðarvakt sem staðsett væri á Suðurlandi hefði margvíslega kosti í för með sér. Mögulegt væri að staðsetja björgunarþyrlur Land- helgisgæslunnar víðar um landið, til að mynda á Vestfjörðum. Sigurður segir að þessum hug- myndum hafi verið velt upp í skýrslu starfshóps sem í fyrra skoðaði mögu- lega aukna aðkomu Gæslunnar að sjúkraflugi. Í kjölfarið hafi Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra í byrjun þessa mánaðar skipað starfs- hóp um stefnumótun í sjúkraflutn- ingum til ársins 2030. Gert er ráð fyrir að hópurinn skili drögum að stefnu í sjúkraflutningum ásamt að- gerðaáætlun eigi síðar en 15. desem- ber næstkomandi. „Þetta er ekkert óraunhæft, þann- ig séð. Það þurfa að koma úrræði til að bæta sjúkraflutninga á Suður- landi,“ segir Sigurður þegar hann er beðinn að leggja mat á hugmyndir þeirra Hafdísar og Hildar. Hann bendir hins vegar á að eigi þyrla að vera til taks allan sólarhringinn á Suðurlandi dugi ekki ein vakt; þar þurfi hóp af sérhæfðu starfsfólki. „Ég hef talið að hagkvæmasta lausn- in væri að gera þyrlu Landhelgis- gæslunnar að sjúkraþyrlu fyrst og fremst. Ef menn telja sig eiga fjár- muni í að halda úti tveimur þyrlu- sveitum er ekkert því til fyrirstöðu.“ Vill leita til Gæslunnar  Staða sjúkraflugs sögð óviðunandi  Stjórnandi á Sjúkrahúsinu á Akureyri telur hagkvæmast að þyrla Gæslunnar fái aukið hlutverk  Starfshópur skipaður Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Sjúkraflug Þyrla Landhelgisgæsl- unnar við bráðamóttökuna nýverið. „Ljóst er að undirbúningur fyrir aukna aðkomu þyrlu að sjúkra- flutningum tekur að minnsta kosti eitt ár og árlegur kostn- aður yrði frá 250 milljónum kr. að 1.000 milljónum kr.,“ segir í skýrslu starfshóps um mögu- lega aukna aðkomu LHG að sjúkraflugi. Tvær leiðir eru helst taldar koma til greina. Sú fyrri er að styrkja viðbragð LHG með fleiri áhöfnum en sú seinni að stofnsetja sérstaka sjúkraþyrlu með stuttum útkallstíma og sérhæfðum mannskap. Fyrri tillagan gæti kostað 400-700 milljónir á árs- grundvelli eftir því hvort staðar- vakt væri hálfan eða allan sólar- hringinn. Síðari tillagan gæti kostað um 700 milljónir eftir þyrlu og fjölda flugmanna. Hundruð milljóna á ári TILLÖGUR STARFSHÓPS DIMMALIMM Laugavegi 53 | Sími 552 3737 | Opið mán.-fös. 10-18, lau. 10-17 Skoðið úrvalið á facebook DimmalimmReykjavik Úlpur verð frá 16.995,- Ullarfóðraðr lúffur 2.695,- Snjóbuxur 8.295,- er rá 15.595,- Vinsælu útigallarnir frá Fleiri litir á facebook Talsverða athygli vakti þegar fimm útkallsbílum lögreglu var lagt á göngusvæði á Lækjartorgi, utan við inngang Héraðsdóms Reykjavíkur, í gærmorgun. „Óheppilegt“ svaraði lögreglumaður sem Morgunblaðið ræddi við þegar sá var spurður út í lagningu neyðarbílanna. Líkt og fram kom á mbl.is í gær fjölmenntu einkennisklæddir lög- reglumenn í dómsal héraðsdóms til að hlýða á dómsuppkvaðningu í máli lögreglumanns sem ákærður var fyr- ir að hafa ekki gætt lögmætra að- ferða við eftirför í fyrra. Á meðan biðu lögreglubílarnir fimm fyrir utan Héraðsdóm Reykjavíkur. Um 30-40 lögreglumenn mættu Um þrjátíu til fjörutíu lögreglu- menn, flestir einkennisklæddir og margir úr starfsliði lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, mættu í dóm- salinn. Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lög- reglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, segir marga þeirra hafa verið á vakt á sama tíma. Þá segir hún lögreglu- menn á vakt bera talstöðvar á sér og sé því alltaf hægt að ná í þá ef þarf. „Af myndum að dæma virðist mér þetta bara vera fólk sem vinnur hvort eð er hér á Hverfisgötunni,“ segir hún í samtali við Morgunblaðið, en engar athugasemdir voru gerðar við mætinguna. „Á meðan þú ert með tal- stöðina og ert ekki að vanrækja skyldur þínar,“ segir Sigríður Björk og bendir á að dómsuppsögur taki vanalega ekki langan tíma. Til að komast fljótt af stað Sigríður Björk segist halda að lög- reglubílunum hafi verið lagt með þessum hætti til að hægt yrði að bregðast við hugsanlegum útköllum. „Við gerum auðvitað kröfur til þess að ef menn eru við þessar aðstæður þá séu þeir fljótir í útkall.“ Þá sagðist Sigríður Björk ekki geta útilokað að einhverjir þessara lögreglumanna hafi verið á frívakt. Aðspurð segir hún þó almennt ekki ætlast til þess að lögreglumenn klæð- ist einkennisfatnaði sínum á frívakt. Hún vissi þó ekki til þess að nokkur hefði verið að brjóta þá reglu. teitur@mbl.is „Óheppileg“ lagning fimm lögreglubifreiða  Lögreglumenn á vakt fjölmenntu í dómsal í gærmorgun Ljósmynd/Aðsend Óvenjulegt Fimm útkallsbílum lögreglu var lagt á göngusvæði utan við Héraðsdóm Reykjavíkur í gær. Inni í húsinu voru um 30-40 lögreglumenn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.