Morgunblaðið - 24.10.2019, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 24.10.2019, Blaðsíða 9
Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. OKTÓBER 2019 Búast má við snjókomu og hvass- viðri víða um Norður- og Austurland fram eftir degi. „Norðanátt, þrettán til tuttugu metrar á sekúndu og snjókoma eða éljagangur,“ sagði Birta Líf Kristinsdóttir veðurfræð- ingur í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi en Veðurstofan sendi frá sér gula viðvörun vegna veðurs allt frá Ströndum, yfir Norðurland, Austurland og Suðausturland. Sagði hún að á norðanverðu landi giltu síð- ustu viðvaranir til sex í dag og að aftur gilti gul viðvörun á Suðaust- urlandi frá kvöldi og fram á morgun. Spurð út í veðrið á laugardag, fyrsta vetrardag, sagði hún að þá yrði líklega búið að lægja. Dagurinn yrði „merkilega mildur“ miðað við vikuna. „Á laugardag lægir með hægum vindi þegar líður á daginn. Þurrt en kalt um allt land og útlit fyrir fallegt vetrarveður.“ Spurð hvort óhætt sé að fullyrða að vetur sé nú genginn í garð svar- aði Birta: „Ég held að óhætt sé að segja það. Allt orðið hvítt fyrir norð- an og kalt sunnan heiða þótt það sé þurrt.“ Morgunblaðið/Eggert Snjór Búast má við sólríkum en köldum fyrsta vetrardegi. Vetur nú kominn  Gul viðvörun Sprinter, Vito, Citan. Sendibílar fyrir öll verkefni. Sendibílarnir frá Mercedes-Benz henta fyrirtækjum af öllum stærðum og gerðum. Eigum úrval sendibíla sem eru tilbúnir til afhendingar. Komdu í heimsókn í sýningarsalinn á Krókhálsi 11 og kynntu þér möguleikana. Fáðu tilboð í sendibíl frá Mercedes-Benz. Við tökum vel á móti þér. ASKJA · Krókhálsi 11 · 110 Reykjavík · Sími 590 2100 · askja.is Viðurkenndur sölu- og þjónustuaðili Mercedes-Benz á Íslandi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.