Morgunblaðið - 24.10.2019, Síða 10
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. OKTÓBER 2019
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Þeim hefur fjölgað mikið sem leita
hjálpar hjá Hjálparsíma og net-
spjalli Rauða krossins 1717 og
Píeta-samtökunum. Ekki síst þeim
sem glíma við sjálfsvígshugsanir.
Alltaf er svarað í síma 1717
Hjálparsími Rauða krossins 1717
hefur fengið 745 sjálfsvígssímtöl það
sem af er ári en allt árið í fyrra voru
þau 552. Í ágúst síðastliðnum bárust
98 sjálfsvígssímtöl og í september
90. Til samanburðar voru þau 66 í
september í fyrra. Hjálparsíminn
1717 fær alls um 14.000 símtöl og
netsamtöl á ári.
Kynjahlutföll þeirra sem hafa
samband við Hjálparsíma Rauða
krossins 1717 eru nokkuð jöfn, að
sögn Brynhildar Bolladóttur upp-
lýsingafulltrúa. Almennt er alvar-
leiki samtalanna meiri þegar um
karla er að ræða en konur. Hjá kon-
um er t.d. algengara að um sjálfs-
vígshugsanir sé að ræða en sjálfs-
vígsfyrirætlanir. Brynhildur sagði
að starfsfólk Hjálparsímans hafi
fundið fyrir aukningu þegar sumri
tók að halla. „Það var ekki bara
aukning í sjálfsvígshugsunum held-
ur var fólk komið lengra í áformum
um sjálfsvíg,“ sagði Brynhildur.
Fólkið sem hefur samband er á
öllum aldri. Samtölum hefur al-
mennt fjölgað frá ungu fólki, en það
er fæst að hugsa um sjálfsvíg heldur
brennur margt á því. „Umræðuefni
unga fólksins eru allt frá neyðarpill-
unni yfir í sjálfsskaða og sjálfsvígs-
hugsanir. Mest er þó um kvíða og
almennt hjálparleysi að ræða,“
sagði Brynhildur.
Unga fólkið notar netspjallið á
1717.is mun meira en eldra fólk.
Mest er þó hringt í 1717. Svarað er í
Hjálparsímann allan sólarhringinn
og alla daga ársins. Um 100 þjálf-
aðir sjálfboðaliðar sinna símsvörun-
inni og verkefnastjóri stýrir verk-
efninu. Svarendur fá þjálfun í
sálrænum stuðningi og virkri
hlustun og hvernig á að tala við fólk
sem er í vanda og þarf á hjálp að
halda. Hjálparsíminn getur leið-
beint fólki um hvaða úrræði eru í
boði.
Mikil aukning hjá Píeta
„Það er mjög mikið leitað til okk-
ar og greinilega mikil þörf. Ég á
ekki orð til að útskýra þetta,“ sagði
Kristín Ólafsdóttir, framkvæmda-
stjóri Píeta-samtakanna. Þau sinna
forvarnastarfi gegn sjálfsvígum og
sjálfsskaða auk þess að veita að-
standendum stuðning.
Píeta-samtökin á Íslandi voru
stofnuð í apríl 2018. Síðstliðið sumar
var miklu þyngra en þau áttu von á.
Í september í fyrra voru veitt 59
viðtöl en í nýliðnum september voru
viðtölin 230 talsins. Í gær voru við-
tölin í október komin vel yfir 200.
Skjólstæðingar í meðferð hjá Píeta
voru í byrjun sumars 56 en eru nú
104. „Við höldum að hver nýr mán-
uður sé metmánuður, en þetta bara
stækkar og stækkar, mánuð eftir
mánuð,“ sagði Kristín.
Hún segir flesta hringja í Píeta-
samtökin í síma 552-2218, aðrir
sendi póst á pieta@pieta.is eða nota
netspjallið á pieta.is. Opið er hjá
Pieta kl. 9-16 virka daga. Vilji er til
að lengja afgreiðslutímann. En
hvernig er tekið á móti manni hafi
maður samband við Píeta?
„Menntaður ráðgjafi talar við þig
og fær hjá þér upplýsingar. Í sam-
talinu er þér komið að hjá fagaðila,
annaðhvort geðhjúkrunarfræðingi,
félagsráðgjafa eða sálfræðingi. Við
reynum að koma fólki að innan sól-
arhrings en helst samdægurs,“
sagði Kristín.
Vandi þeirra sem leita til Píeta er
fyrst og fremst sá að þá langar ekki
að lifa lengur. Kristín sagði að að-
standendur fólks í þeirri stöðu leiti
einnig til Píeta og þeir sem misst
hafa ástvin í sjálfsvígi.
„Við bjóðum upp á allt að fimm
viðtöl að kostnaðarlausu fyrir að-
standendur sem hafa misst. Einnig
þurfa aðstandendur þeirra, sem eru
lifandi en langar ekki að lifa, aðstoð
og þjónustu,“ sagði Kristín. „Við
vísum engum frá og reynum alltaf
að finna úrræði.“
Hún sagði að meirihluti þeirra
sem leita til Píeta-samtakanna væri
fólk sem tæki fullan þátt í daglegu
lífi og væri í vinnu eða námi. Píeta-
samtökin eru í samvinnu við Hjálp-
arsíma Rauða krossins 1717.
Starfsmenn hjá Píeta eru aðallega
verktakar og hjá Píeta starfa átta
fagaðilar núna. Kristín sagði að
mikil þörf væri á að stækka hópinn.
Samtökin eru góðgerðarfélag og
hefur leitað eftir stuðningi hjá al-
menningi, fyrirtækjum og félaga-
samtökum. „Okkar markmið er að
ríkið komi meira að þessu. Við vær-
um ekki til ef almenningur og vel-
viljuð félög og fyrirtæki hefðu ekki
stutt okkur,“ sagði Kristín.
Sjálfsvígssímtölum
hefur fjölgað mikið
Álag á Hjálparsímanum 1717 og Píeta-samtökunum
Morgunblaðið/Golli
Hjálparvana Fólk sem glímir við þungar hugsanir og er að gefast upp á líf-
inu getur leitað aðstoðar í Hjálparsímanum 1717 og hjá Píeta-samtökunum.
Sjálfsvíg á Íslandi
» Síðastliðinn áratug hefur
fjöldi sjálfsvíga verið á bilinu
27-49, að meðaltali 39 á ári og
11,8 á hverja 100.000 íbúa,
samkvæmt upplýsingum á vef
embættis landlæknis.
» Áratuginn þar á undan
(1999-2008) voru sjálfsvíg að
meðaltali 35 á ári. Þau voru
11,8 á hverja 100.000 íbúa.
»Ekki er hægt að fullyrða með
vissu að breyting hafi orðið á
heildardánartíðni vegna sjálfs-
víga undanfarna tvo áratugi.
mjög lengi. Framhaldsskóli eins og
þessi verður síðan alltaf ákveðin kjöl-
festa í byggðarlaginu og samfélag-
inu. Hingað sækja flestir ungling-
anna nám og svo koma margir
annars staðar frá og eru hér í heima-
„Skólinn hefur þróast á jákvæðan
hátt og í samræmi við samfélagið og
þarfir þess,“ segir Árni Ólason,
skólameistari Menntaskólans á
Egilsstöðum. Haldið verður í dag,
fimmtudag, upp á 40 ára afmæli skól-
ans með hátíðarsamkomu og sýningu
á munum og minjum úr starfi síðustu
áratuga. Nemendur við dagskóla
ME eru í dag um 200 talsins en
nokkuð á fimmta hundrað í fjarnámi
og sækja námsefni og fyrirlestra um
netið en geta verið búsettir hvar sem
er – innanlands eða í útlöndum.
„Saga og félagsgreinar eru fög
sem margir sækja hjá okkur með
fjarnámi. Annars er boðið upp á slíkt
nám í flestum áföngum á bóknáms-
brautum. Alls eru um 45 starfsmenn
við skólann, þar af tæplega 30 kenn-
arar, sem margir hafa starfað hér
vistinni og sumir setjast hér að,“ seg-
ir Árni Ólason, sem hefur starfað við
skólann frá árinu 1992. Hann var
jafnframt í fyrsta nemendahópnum,
það er við upphaf starfsins árið 1979.
Þá var aðeins heimavistarhús skól-
ans byggt, en það var nýtt til kennslu
fyrsta áratuginn eða svo. Um 1990
var fyrri áfangi húss fyrir bóknáms-
kennslu reistur og sá síðari árið
2005.
„Þegar mest var fyrir tæpum ára-
tug voru hér ríflega 300 í staðnámi
og dagskóla. Núna eru þeir nokkru
færri og því dugar húsakosturinn
okkur. Fjarnámið er hins vegar allt-
af að eflast, og það hjálpar okkur
mikið við að halda uppi öflugu og
heildstæðu námsframboði,“ segir
Árni um starfsemi skólans.
sbs@mbl.is
Flestir eru nú í fjarnámi
Haldið upp á 40 ár í Menntaskólanum á Egilsstöðum
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Egilsstaðir Menntaskólinn er
kjölfesta í samfélaginu eystra.
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Eigendur Hrafnhóla undir Esjuhlíð-
um sunnanverðum hafa sótt um leyfi
til að reisa tvö gróðurhús, hvort um
sig 2.500 metra að stærð, til að
rækta skógarplöntur. Umsóknin er
til meðferðar hjá skipulags-
yfirvöldum í Reykjavík en landið er
innan marka þess, skammt frá sveit-
arfélagamörkum við Mosfellsbæ.
Vegna áforma um aukningu skóg-
ræktar í þeim tilgangi að fullnægja
skuldbindingum Íslands í loftslags-
málum þarf að stórauka framleiðslu
skógarplantna. Starfandi framleið-
endur eru að stækka garðyrkju-
stöðvar sínar og nýir framleiðendur
eru að huga að uppbyggingu.
Með stærstu framleiðendum
Einkahlutafélagið Monóna, sem
er í eigu Ragnheiðar Jónu Jóns-
dóttur og Arnórs Víkingssonar, sem
meðal annars stofnuðu Hann-
esarholt í Þingholtunum, áforma
byggingu tveggja 2.500 fermetra
gróðurhúsa á jörð sinni, Hrafnhól-
um. Þau verða úr tvöföldu plastefni
sem fest er á stálgrind. Áformað er
að kaupa þau af framleiðanda í Finn-
landi. Verði þessi tvö gróðurhús
reist verður stöðin með stærstu
skógarplöntuframleiðendum lands-
ins. Sólskógar í Eyjafirði hafa verið
með um 3.000 fermetra gróðuhús en
verið er að tvöfalda stöðina. Þá er
stór garðplöntustöð í Reykholti í
Biskupstungum.
Reiknað er með að 4-6 ársverk
verði við framleiðsluna í Hrafnhól-
um.
Ein athugasemd
Ein athugasemd kom við grennd-
arkynningu. Eigendur sumarhúss
við Skarðsveg telja að framkvæmdin
gangi gegn hagsmunum þeirra. Sér-
staklega nefna þeir að húsin muni
skyggja á útsýni og lýsing skemmi
eða takmarki verulega norðurljósa-
og stjörnusýn frá þeirra lóð. Þá
benda þeir á að framkvæmdir séu
þegar hafnar á svæðinu við lagna-
skurði, rotþró og vatnsbrunn. Raun-
ar kemur fram í umsókn eigenda
Hrafnhóla að lýsing í gróðurhús-
unum verði takmörkuð þar sem um
sé að ræða skógarplöntuframleiðslu.
Umsóknin er enn í ferli hjá
Reykjavíkurborg.
Ljósmynd/ReoTuote
Gróðurhús Áformað er að kaupa gróðurhúsin frá finnska fyrirtækinu Reo-
Tuote. Þau verða með þeim stærstu hér á landi í skógarplöntuframleiðslu.
5.000 fm gróður-
hús undir Esju
Áform um ræktun skógarplantna
TAUBLEIUBÚÐIN ÞÍN
Kíktu á netverslun okkar
bambus.is
Nýbýlavegi 8 – Portið, sími 847 1660, www.bambus.is, bambus@bambus.is
bambus.is bambus.is • Opið mánudaga og fimmtudaga frá kl. 10-14
Fjórir læknar höfðu í gær sagt upp
störfum á Reykjalundi í þessum
mánuði. Nýjasta bréfið barst í
fyrradag, að sögn Guðbjargar
Gunnarsdóttur, mannauðsstjóra
Reykjalundar. Læknarnir sem um
ræðir eru allir með mikla starfs-
reynslu og þriggja mánaða upp-
sagnarfrest.
Uppsagnirnar tengjast þeirri
miklu ólgu sem verið hefur meðal
starfsfólks Reykjalundar frá því að
forstjóra og framkvæmdastjóra
lækninga var sagt upp störfum.
„Það er ómögulegt að segja til
um það,“ svaraði Guðbjörg er hún
var spurð hvort hún ætti von á því
að uppsagnirnar yrðu dregnar til
baka. Alls eru 12 læknar starfandi á
Reykjalundi og hefur meirihluti
starfsfólks þar lýst yfir vantrausti á
stjórnina.
Enn segja læknar upp á Reykjalundi