Morgunblaðið - 24.10.2019, Síða 13

Morgunblaðið - 24.10.2019, Síða 13
FRÉTTIR 13Erlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. OKTÓBER 2019 Söngskólinn íReykjavík Annað 7 vikna námskeið vetrarins hefst 28. október og lýkur 10. desember með söngumsögn og tónleikum Félagar í kórum innan LBK geta sótt um styrk til LBK Einnig er hægt að fá einkatíma í söng - fjöldi tíma samkomulag SÖNGNÁMSKEIÐ Nánari upplýsingar www.songskolinn.is /  552-7366 Allir geta fundið eitthvað fræðandi og skemmtilegt við sitt hæfi! • Fyrir fólk á öllum aldri: Sem undirbúningur fyrir frekara söngnám eða tómstundagaman fyrir söngáhugafólk • Kennslutímar:Morguntímar / Síðdegistímar / Kvöldtímar • Söngtækni:Raddbeiting / Túlkun / Einsöngur / Raddaður söngur • Tónmennt:Tónfræði / Tónheyrnarþjálfun / Nótnalestur Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Donald Trump Bandaríkjaforseti setti það skilyrði fyrir aðstoð við Úkraínu að andvirði nær 400 millj- óna dala að forseti landsins fyrirskip- aði rannsóknir á pólitískum and- stæðingi Trumps og meintum afskiptum Úkraínumanna af forseta- kosningunum í Bandaríkjunum 2016. Þetta segir staðgengill sendiherra Bandaríkjanna í Kænugarði, Bill Taylor, í skriflegum vitnisburði fyrir rannsóknarnefnd fulltrúadeildar þingsins í Washington. Rannsókn nefndarinnar gæti orðið til þess að Trump yrði ákærður til embættis- missis fyrir að misnota völd sín, brjóta kosningalög og hindra rann- sókn fulltrúadeildarinnar með ólög- legum hætti. Órökstuddar ásakanir George W. Bush, þáverandi forseti Bandaríkjanna, skipaði Taylor sendiherra í Úkraínu árið 2006 og gegndi hann embættinu í tæp fjögur ár. Hann varð sendifulltrúi í Kænu- garði og staðgengill sendiherrans í júní að beiðni Mike Pompeo utan- ríkisráðherra eftir að Marie Yovano- vitch var tekin úr embættinu og köll- uð heim til Bandaríkjanna. Ástæðan var sú að hún hafði grafið undan til- raunum Trumps til að fá stjórnvöld í Úkraínu til að fyrirskipa rannsókn á Joe Biden, fyrrverandi varaforseta, sem sækist nú eftir því að verða for- setaefni demókrata í kosningunum á næsta ári. The Wall Street Journal segir að Trump og aðstoðarmenn hans hafi ekki rökstutt þá ásökun að Biden hafi beitt sér fyrir því að þáverandi ríkissaksóknara Úkraínu yrði vikið frá árið 2016 í því skyni að koma í veg fyrir rannsókn á jarðgasfyrirtækinu Burisma vegna ásakana um spill- ingu. Þeir segja að markmiðið hafi verið að vernda son varaforsetans fyrrverandi, Hunter, sem var þá í stjórn fyrirtækisins. Ekkert hefur komið fram sem bendir til þess að fullyrðingar Trumps um Biden séu réttar og var ástæða þess að varafor- setinn fyrrverandi og fleiri em- bættismenn vestrænna ríkja beittu sér fyrir brottvikningunni sú að ríkissaksóknarinn hafði hindrað sak- sóknir í spillingarmálum. Trump hefur einnig krafist þess að stjórnvöld í Kænugarði fyrirskipi rannsókn á netþjóni landsnefndar Demókrataflokksins og haldið því fram að hann sé núna í Úkraínu. Sú krafa byggist á þeirri kenningu stuðningsmanna Trumps að það hafi verið Úkraínumenn en ekki Rússar sem hafi brotist inn í tölvukerfi landsnefndar Demókrataflokksins til að leka tölvupóstum í fjölmiðla í því skyni að skaða forsetaefni flokksins, Hillary Clinton. The Wall Street Journal segir að ekkert hafi komið fram sem bendi til þess að netþjónn- inn sé eða hafi verið í Úkraínu og kenningin stangist á við niðurstöðu leyniþjónustustofnana Bandaríkj- anna sem segja að stjórnvöld í Rúss- landi hafi staðið fyrir innbrotunum með það að markmiði að hafa áhrif á forsetakosningarnar árið 2016. „Brjálæði“ að tengja aðstoðina við rannsóknir Taylor sagði í vitnisburðinum að Trump hefði sagt embættismönnum sínum að hann vildi að Volodimír Zelenskí, forseti Úkraínu, tilkynnti opinberlega að rannsókn yrði hafin á Biden og meintum afskiptum Úkraínumanna af kosningunum í Bandaríkjunum. Á þessum tíma hefðu Rudy Giuliani, lögmaður Trumps, og nokkrir bandarískir embættismenn haft óformleg sam- skipti við stjórnvöld í Kænugarði og þau hefðu grafið undan tengslum Bandaríkjanna og Úkraínu og sam- starfi þeirra í öryggismálum. Á með- al embættismannanna sem störfuðu með Giuliani voru Kurt Volker, sér- legur sendifulltrúi Bandaríkjastjórn- ar í viðræðum um Úkraínu, Gordon Sondland, sendiherra Bandaríkj- anna hjá Evrópusambandinu, og Rick Perry orkumálaráðherra. Trump hafði lofað að bjóða Zel- enskí í heimsókn til Washington en Taylor sagði að um miðjan júlímánuð hefði verið ljóst að Trump setti það skilyrði fyrir heimsókninni að úkra- ínsk yfirvöld hæfu rannsóknir á Biden og meintum afskiptum Úkra- ínumanna af kosningunum. Taylor kvaðst seinna, eða í september, hafa talið ljóst að Trump hefði einnig sett rannsóknirnar sem skilyrði fyrir að- stoð Bandaríkjanna við Úkraínu að andvirði 390 milljóna dala, jafnvirði 49 milljarða króna, vegna hernaðar Rússa í austurhéruðum landsins. Bandaríkjaþing hafði samþykkt aðstoðina en Trump lét fresta henni viku áður en hann ræddi í síma við Zelenskí 25. júlí þegar hann óskaði eftir rannsókninni á Biden. Taylor kvaðst hafa sent banda- ríska sendiherranum hjá Evrópu- sambandinu skilaboð um að hann teldi það vera „brjálæði“ að fresta fjárhagsaðstoðinni til að knýja fram hjálp í kosningabaráttu í Bandaríkj- unum. „Ég taldi það þá og tel það enn,“ sagði hann í vitnisburðinum. Þessi ummæli virðast ekki vera í samræmi við vitnisburð Sondlands sendiherra, sem sagði rannsóknar- nefndinni fyrr í mánuðinum að hann hefði ekki rætt við neina embættis- menn utanríkisráðuneytisins eða Hvíta hússins um kröfu forsetans um rannsókn á Biden. Ekkert endurgjald? Taylor ræddi málið við Sondland 8. september, viku eftir að sá síðar- nefndi hafði rætt það við Trump. Taylor hafði eftir Sondland að forset- inn hefði lagt áherslu á að Zelenskí þyrfti að tilkynna rannsóknirnar opinberlega en sagt að í því fælist ekki quid pro quo, eða endurgjald. „Sondland sendiherra kvaðst hafa rætt við Zelenskí forseta og Yermak [ráðgjafa hans] og sagt þeim að þótt þetta væri ekki quid pro quo kæmi upp pattstaða ef Zelenskí tæki ekki af skarið opinberlega. Ég skildi orðið „pattstöðu“ þannig að Úkraína myndi ekki fá þá aðstoð sem landið hafði svo mikla þörf fyrir,“ sagði Taylor. Hann hafði einnig eftir Sondland að „allt“ – m.a. aðstoðin og heimsókn í Hvíta húsið – væri háð því skilyrði að forseti Úkraínu tilkynnti að hann myndi fyrirskipa rannsóknirnar. Aðstoðin sögð skilyrt rannsóknum  Staðgengill sendiherra Bandaríkjanna í Kænugarði sagði í vitnisburði að Trump hefði sett það skilyrði fyrir aðstoð við Úkraínu að þarlend stjórnvöld fyrirskipuðu rannsókn á pólitískum andstæðingi forsetans AFP Ákærður til embættismissis? Donald Trump hefur lýst rannsókn full- trúadeildar þingsins sem „nornaveiðum“ og rógsherferð á hendur sér. Lögreglan í Bretlandi hóf í gær viða- mikla morðrannsókn eftir að 39 lík fundust í kæligámi vöruflutningabif- reiðar í iðngarði í Grays, austan við London. Breskir stjórnmálamenn, þeirra á meðal Boris Johnson for- sætisráðherra, sögðu að málið væri hörmuleg áminning um nauðsyn þess að grípa til aðgerða gegn smygli á farandmönnum og hafa hendur í hári glæpamanna sem stefndu lífi fólks í hættu í ágóðaskyni. Lögreglan í Essex sagði að hún legði núna áherslu á að bera kennsl á líkin og rannsaka hvaðan fólkið kom. Bílstjóri vöruflutningabifreiðarinn- ar, 25 ára karlmaður frá Norður-Ír- landi, var handtekinn og á yfir höfði sér ákæru fyrir manndráp. Líkin fundust í læstum gámi sem hægt er að kæla í allt að 25 stiga frost. Framkvæmdastjóri samtaka breskra landflutningafyrirtækja sagði að aðstæður fólks sem dveldi í slíkum gámum væru „hryllilegar“. Lögreglan sagði að vöruflutninga- bifreiðin hefði komið með lest frá belgíska hafnarbænum Zeebrugge og siglingin hefði tekið níu til tólf klukkustundir. Flutningabifreiðin hefði verið skráð í Búlgaríu. Forsætisráðherra Búlgaríu stað- festi að bifreiðin hefði verið skráð þar árið 2017 en sagði að hún hefði aldrei komið þangað síðan þá. Utan- ríkisráðuneyti Búlgaríu sagði að fyrirtæki í eigu írsks ríkisborgara hefði verið skráð fyrir bifreiðinni og búlgarska lögreglan teldi mjög ólík- legt að Búlgarar hefðu verið í henni. Glæparannsóknastofnun Bret- lands, sem stjórnar baráttunni gegn skipulagðri glæpastarfsemi, sagði að smygl á fólki með gámum og vöru- flutningabílum til Bretlands hefði aukist á síðustu mánuðum. AFP Morðrannsókn Tæknimenn bresku lögreglunnar rannsaka vöruflutninga- bifreið eftir að 39 lík fundust í gámi hennar í iðngarði í fyrrinótt. 39 lík fundust í læstum kæligámi  Hvatt til aðgerða gegn smygli á fólki

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.