Morgunblaðið - 24.10.2019, Side 18

Morgunblaðið - 24.10.2019, Side 18
18 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. OKTÓBER 2019 ✝ Guðrún Mar-grét Árnadótt- ir fæddist 24. októ- ber 1926 í Hólkoti á Reykjaströnd í Skagafirði. Hún lést 9. október 2019 á Landspítalanum. Foreldrar henn- ar voru Árni Þor- valdsson bóndi, f. 1891, d. 1965, og Sigurbjörg Hálf- dánardóttir húsfreyja, f. 1899, d. 1967. Systkini Guðrúnar eru Ingunn, f. 1922, d. 2010, Einar 1947, giftur Júlíönu Sigurðar- dóttur, f. 1948. Dætur þeirra eru Sólveig Guðrún, f. 1973, Kristín Inga, f. 1976, og Þórunn, f. 1982. 2) Sólveig Guðrún, f. 1952, gift Kristni Björnssyni, f. 1950, d. 2015. Börn þeirra eru Pétur Gylfi, f. 1975, Björn Hall- grímur, f. 1979, og Emilía Sjöfn, f. 1981. Fyrir átti Guðrún soninn Grétar Vilhelmsson, f. 1943, sem er giftur Eygló Kristjánsdóttur, f. 1942, d. 1996. Synir þeirra eru Kristján Vilhelm, f. 1964, Jón Halldór, f. 1967, og Arnþór Ólaf- ur, f. 1969. Guðrún ólst upp í Skagafirði og á Siglufirði en þaðan fluttist hún ung til Reykjavíkur og bjó þar alla tíð síðan. Útför Guðrúnar fór fram í kyrrþey 17. október 2019. Jón Kristinn, f. 1923, d. 1962, Kristín Ásta, f. 1931, d. 2015, og Erla Hulda, f. 1934, d. 2014. Þann 17. júlí 1948 giftist Guðrún Pétri Hannessyni deildarstjóra, f. 1924, d. 2004. For- eldrar Péturs voru Hannes Jónas Jóns- son kaupmaður og Ólöf Guðrún Stefánsdóttir húsfreyja. Börn þeirra eru: 1) Hannes, f. Elsku mamma mín lést 9. októ- ber sl. en hún hefði orðið 93 ára í dag. Við vorum heppin að njóta hennar svona lengi en hún var einstaklega dugleg og lífsglöð kona. Henni leiddist aldrei, las og spilaði á spil, leysti krossgátur og var miðpunktur í öllum fjöl- skylduboðum. Mamma gaf mér og fjölskyld- unni ástúð og umhyggju og ekki stóð á stuðningi og hvatningu þegar á þurfti að halda. Hún var líka sérstaklega barngóð kona og hugsaði vel um barnabörnin. Hún kenndi þeim góða siði og hjálpaði við handavinnu og heimanám þegar á þurfti að halda. Við Krist- inn heitinn maðurinn minn nutum heldur betur þeirra bakhjarla sem foreldrar mínir voru í okkar lífi. Mamma var af þeirri kynslóð sem nú er að hverfa en lagði grunninn að framtíð okkar Ís- lendinga með elju og alúð. Hún var fædd í torfbæ á Reykjaströnd í Skagafirði. Foreldrar hennar skildu árið 1935 og eftir það flutt- ist mamma til Siglufjarðar þar sem síldin bjargaði framfærsl- unni. Mamma bjó á Siglufirði í átta ár en hélt síðan til Reykjavík- ur. Þar kynntist hún pabba, Pétri Hannessyni, og áttu þau gott líf saman. Mamma og pabbi hófu sinn bú- skap í Stórholtinu en byggðu síð- an raðhús í Fossvoginum. Mamma vann margvísleg störf m.a. í þvottahúsi Landspítalans og í Fossvogsskóla. Hún fékk ekki tækifæri til að ganga menntaveginn en lagði því meiri áherslu á stuðning við börnin sín á því sviði sem reyndist okkur systkinunum ómetanlegt vega- nesti út í lífið. Það var gott að búa í Stórholt- inu. Þar var lítið um efni en því meira af væntumþykju og góðu uppeldi sem við systkinin nutum góðs af. Síðar meir hófum við Kristinn okkar búskap í Stórholt- inu og þar eignuðumst við okkar fyrsta barn. Að sjálfsögðu var mamma viðstödd fæðinguna. Mamma gekk til allra verka af miklum myndarskap og þegar ég hóf þátttöku í stjórnmálum var hún fyrsta manneskjan til að halda úti glæsilegum veitingum á prófkjörsskrifstofum mínum. Ég er viss um að hún náði í mörg at- kvæði fyrir mig þar. Mamma fylgdist vel með þjóð- málum og hafði sínar skoðanir á þeim. Hún hélt þeim þó oft fyrir sig og var almennt á því að menn ættu að sýna nærgætni í orðræðu sinni, ekki síst þegar hún fjallaði um samborgarana. Hún var alla jafnan ljúf í lund en átti þó til ákveðið augnaráð sem maður vildi helst ekki verða fyrir. Hún var ættrækin, naut samvista við stóra fjölskyldu pabba af Ásvalla- götunni og var afar náin systrum sínum. Enn fremur átti hún ein- stakt samband við tengdabörnin og fjölskyldur þeirra. Pabbi lést 2004 eftir veikindi þar sem mamma hjúkraði honum og sinnti eftir bestu getu. Þau tvö voru stór hluti í lífi okkar systkin- anna og fjölskyldna. Við ferðuð- umst með þeim jafnt innanlands sem og vítt og breitt um heiminn. Nú er þeirri vegferð lokið en eftir sitja allar fallegu og góðu minn- ingarnar. Síðustu æviárin bjó mamma í Hæðargarði 35, naut þar góðs atlætis og þjónustu og eignaðist góða vini. Það var mín gæfa að eiga hana mömmu að í lífsins ólgusjó og fyr- ir það er ég þakklát. Hún var besta vinkona mín og ég mun ætíð minnast hennar í mínum huga og hjarta. Sólveig Pétursdóttir. Með fáeinum orðum langar mig að minnast elskulegrar tengdamóður minnar, Guðrúnar M. Árnadóttur, sem lést 9. októ- ber sl., hún hefði orðið 93 ára í dag. Það er margs að minnast þegar litið er til baka og er ég þakklát fyrir að hafa eignast Guðrúnu sem tengdamóður og vinkonu, hún var alla tíð svo hjálpsöm og jákvæð og tilbúin að gera allt sem hún gat fyrir okkur. Nú þegar hún er horfin frá okkur standa eftir dýrmætar minningar, sem við eigum áfram og þökkum fyrir það. Guðrún, eða Nunna eins og hún var ávallt kölluð af sínu fólki, varð mér strax mjög náin. Við Hannes bjuggum hjá þeim Pétri í Stórholtinu fyrstu samveruárin okkar meðan Hannes lauk há- skólanámi og þar fæddist elsta dóttir okkar, Sólveig. Við ferðuðumst mikið saman um landið á þessum tíma og leið varla sú helgi að ekki var farið eitthvað út fyrir bæjarmörkin. Þau hjónin höfðu mjög gaman af því að ferðast og komu oft út til okkar Hannesar á meðan við bjuggum í Bretlandi og fóru þau ósjaldan ein keyrandi um ná- grannasveitir okkar þar. Einnig fórum við saman á þessum tíma í margar ævintýraferðir, bæði til meginlandsins og til Bandaríkj- anna. Á seinni árum, á meðan Pétur lifði, fóru þau svo reglulega til Kanaríeyja og nutu þess að vera þar part af vetri. Þær systurnar, Erla og Nunna, héldu svo áfram að fara þangað á meðan heilsa leyfði. Guðrún var svo lánsöm að hafa fest sér íbúð í Hæðargarði, sem hún gat flutt í þegar Pétur féll frá. Þar eignaðist hún góða spila- félaga og spilaði hún brids með þeim alla þriðjudaga og mátti ekkert trufla hana frá því. Ég vil þakka minni kæru tengdamóður fyrir allar dýrmætu samverustundirnar og vináttuna, sem aldrei bar skugga á. Júlíana. Elsku amma. Þegar þú fórst frá okkur sótti að mér undarleg tómleikatilfinning. Þú varst alltaf svo stór hluti af lífi mínu og okkar í fjölskyldunni. Auðvitað vissi ég undir niðri að enginn lifir að eilífu, en samt, ef einhver gæti fundið smugu, þá værir það þú. Það var einhvern veginn eins og árin næðu aldrei almennilegu taki á þér. Hver á að fylla það stóra skarð sem þú skilur eftir í lífi mínu? Svarið við þeirri spurningu hef ég ekki. Þú lést aldrei neinn segja þér fyrir verkum. Þú lifðir lífinu á þín- um forsendum. Og þú fórst á þín- um forsendum. Ekkert vesen. Ekkert drama. Það er svo mikið þú. Núna hefur þú nýjan og spennandi hluta af ferðalaginu. Þú stefnir út að sjóndeildarhring að kanna hina miklu leyndardóma alheimsins. Ég er viss um að þú, sem unnandi góðra bóka, munt kunna vel að meta þetta stóra æv- intýri sem bíður okkar allra. Við sem eftir sitjum höldum upp á lífið. Það er það sem þú hefðir viljað. Enginn bar hag okk- ar fyrir brjósti eins og þú. Enginn varð jafn glaður og þú yfir vel- gengni í lífi okkar og enginn var duglegri en þú að stappa stálinu í okkur þegar blés á móti. Löng og viðburðarík ævi hafði kennt þér að lífið er hverfult og að eini klett- urinn sem veitir skjól í gegnum súrt og sætt er fjölskyldan og fyr- irgefningin. Já, hver hefði trúað því? Það síaðist loksins inn hjá mér hversu öflug fyrirgefningin getur verið. Þvílíkur léttir það var þegar ég lærði að varpa af herð- um mér hinum þungu byrðum fortíðarinnar. Ég horfi léttur á fæti til framtíðar og það er að stórum hluta þér að þakka, amma. Þinni ást og alúð í gegnum árin, alveg sama hvaða vitleysu manni tókst að koma sér út í. Góðar minningar ylja mér um hjartarætur. Minningar um góða konu sem fór sína eigin leið í gegnum lífið. Konu sem vildi allt gera fyrir börn sín og barnabörn. En var svo hógvær að það hálfa væri nóg. Ég er þakklátur fyrir allar góðu stundirnar sem við átt- um saman, öll ferðalögin sem við fjölskyldan fórum í saman, alla bíltúrana sem við fórum í og þær löngu samræður sem við áttum um allt og ekkert. Ég er sannfærður um að við eigum eftir að hittast aftur ein- hvers staðar þarna úti þegar mitt stóra ævintýri hefst. Takk fyrir allt, Pétur Gylfi. Elsku amma, það er skrítið til þess að hugsa að þú sért farin frá okkur. Allt mitt líf hefur þú verið svo stór og órjúfanlegur hluti af því. Frá því að ég man eftir mér hefur þú verið að hugsa um okkur barnabörnin og gefa gott vega- nesti út í lífið. Þú hafðir gaman af svo mörgu, þú varst lunkin spilakona og last heilmikið en umfram allt fannst þér gott að verja tíma með fólkinu þínu. Væntumþykjan og vinskap- urinn í okkar litlu fjölskyldu er heilmikill og að mestu leyti þér og afa Pétri að þakka. Þið voruð kjarninn sem við hin sóttum í og eftir að afi dó sinntir þú því hlut- verki ein með sóma. Amma Nunna var hógvær kona sem vildi ekki láta hafa mik- ið fyrir sér. Hún hafði séð tímana tvenna og fékk ekki tækifæri til að ganga í skóla lengur en til 14 ára aldurs þegar Bretarnir her- tóku barnaskólann á Siglufirði. Hún hvatti því börnin sín og barnabörn þeim mun meira til að ganga menntaveginn og var ötull stuðningsmaður okkar allra. Ferðir upp í bústað á Þingvöll- um, yahtzee-spil og harðfiskur með nægu smjöri. Kaffið og pönnsurnar þínar. Þetta er bara brot af þeim góðu minningum sem við eigum saman. Ég verð þér ævinlega þakklát fyrir það hversu mikilvægur og stór hluti þú varst af lífi mínu, hvort sem það var að sækja mig þegar ég varð veik í skólanum, kenna mér að spara afmælispeninginn eða bara að vera góð vinkona. Ég þakka þér fyrir samfylgdina, amma. Emilía Sjöfn Kristinsdóttir. Amma var einstaklega hlý og góð kona með þægilega nærveru. Hún tók jafnan á móti manni með bros á vör og opinn faðm. Hún hafði mikinn áhuga á öllu sem var að gerast í fjölskyldunni og sér- staklega var hún áhugasöm um barnabarnabörnin. Hún fylgdist einnig vel með fréttum og þjóð- málum og áttum við reglulega skemmtileg samtöl um málefni líðandi stundar. Amma átti heima í sama hverfi og ég þegar ég var barn og var samgangurinn mikill. Ég er af- skaplega þakklátur fyrir það og hugsa oft til þeirra ára með hlýju. Það var alltaf gaman að koma í heimsókn til hennar og afa í Gilja- landið og mikið dekrað við mann. Minnist ég sérstaklega þess að hún hafði alltaf tíma til að spila eða gera eitthvað annað skemmti- legt saman. Pönnukökugerð var einnig listgrein hjá henni og voru pönnukökur á boðstólum við ýmis tækifæri og eins mikið og maður gat í sig látið. Þegar jólin nálg- uðust hlakkaði maður sérstaklega til að koma í heimsókn til að bjóða sig fram í að smakka allar smá- kökusortirnar sem voru jafnan bakaðar. Amma passaði okkur krakkana líka oft á daginn eftir skóla, þar til mamma og pabbi komu heim úr vinnunni. Þar lærði maður m.a. að illu væri best af lokið enda var ekki í boði að fara út að leika fyrir en heimalærdóm- urinn væri búinn. Hún gaf sér nægan tíma til að sitja yfir honum með manni ef þess þurfti. Annað sem ég lærði af henni var gildi sparnaðar og að eiga fyrir hlut- unum. Í fyrsta skipti sem ég eign- aðist einhvern aur eftir afmæli þá fórum við amma saman í banka og stofnuð var bundin bók. Inn á hana rötuðu allir peningar sem ég fékk í afmælisgjöf og fyrir ýmis viðvik fram eftir árum og úr varð ágætis sparnaður. Amma og afi voru ákaflega samrýnd og flott hjón, voru dug- lega að ferðast innanlands og fóru einnig reglulega í utanlandsferðir til að hlaða batteríin. Eftir að afi féll frá fyrir 15 árum tók við nýr kafli hjá ömmu. Hún lét samt eng- an bilbug á sér finna og hélt áfram að lifa lífinu. Hún flutti í Hæðargarð og bjó þar fram til dánardags. Hún kynntist þar góðu fólki og fór m.a. að spila bridds og var orð- in nokkuð lunkinn spilari að eigin sögn. Hún hélt áfram að ferðast og áttum við fjölskyldan margar góðar stundir saman í sólinni á Flórída. Hún var sjálfstæð, vildi helst ekkert láta hafa fyrir sér og virkilega góð fyrirmynd í öllu fyr- ir okkur barna og barnabarna- börnin. Ég kveð ömmu með virðingu og þakklæti fyrir allt. Hún er nú komin til afa og er ég viss um að það urðu fagnaðarfundir. Blessuð sé minning elskulegrar ömmu minnar. Björn Hallgrímur Kristinsson. Innilega til hamingju með af- mælið, elsku amma. Í dag hefði amma orðið 93 ára. Við fjölskyldan vorum gífurlega heppin að hafa ömmu við góða heilsu í öll þessi ár. Er ég kveð elsku ömmu Nunnu koma svo ótal margar ljúfar minningar upp í hugann og fyrir þær er ég enda- laust þakklát. Það sem stendur helst upp úr er ég hugsa til ömmu er hversu staðföst og glæsileg hún var. Því- lík forréttindi að fá að alast upp með svona flotta fyrirmynd sem ömmu. Hún amma kenndi mér svo margt, hún var vinnusöm, trygg- ur vinur, hlý og góð amma og ein- staklega dugleg að hjálpa manni með handavinnuna. Stundum þegar maður var í heimsókn hjá ömmu og afa gaf amma mér smá pening og leyfði mér að hlaupa í bakaríið og kaupa mér snúð og kakómjólk eða kringlu. Einna skemmtilegast þótti mér þó að fikta í búrinu hjá ömmu, horfa á hana elda eða fela mig með Sjöfn undir stiganum í „leyni“horninu með ferðatöskun- um. Þegar ég varð eldri áttum við svo saman eðalstundir í Hæðar- garðinum, þá fór ég til ömmu að lakka á henni neglurnar. Þá gafst okkur tækifæri að fá okkur kaffi saman og spjalla um veginn og líf- ið. Ég kveð ömmu mína með djúpu þakklæti og söknuði. Bless- uð sé minning hennar sem lifir áfram með okkur. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (Valdimar Briem) Þórunn Hannesdóttir. Elsku amma Nunna er fallin frá. Ég get ekki komið því í orð í stuttri minningargrein hversu vænt mér þótti um hana og hversu mikið ég mun sakna henn- ar. Mig langar að þakka það sem hún skildi eftir hjá mér, kenndi mér og sýndi. Amma kenndi mér að meta krossgátur, prjónaskap og spila- mennsku. Hún kenndi mér að baka pönnukökur, brjóta saman buxur á réttan hátt, vera þolin- móðari og að vera til staðar hve- nær og hvar sem er. Amma var glaðlynd og hlý, brosmild og úrræðagóð. Hún vildi ekki láta hafa fyrir sér, ekki gera mál úr hlutunum heldur taka líf- inu með jafnaðargeði og æðru- leysi. Að sama skapi óskaði hún sér rólegs og kyrrláts andláts og útfarar. Amma átti viðburðaríka ævi. Hún ólst upp í skugga Drangeyj- ar og sagði margar sögur úr Skagafirði og Siglufirði. Hún fæddist í þiljuðum torfbæ og út- skrifaðist fjórtán ára úr barna- skóla Siglufjarðar, nokkrum dög- um áður en Bretar hertóku skólann árið 1940. Hún ferðaðist víða um ævina og upplifði margt sem hana hefur örugglega ekki dreymt um að upplifa sem ung stúlka fyrir norðan. Mikilvægast af öllu fannst henni þó að eiga innihaldsríkar stundir með sínum nánustu. Fjölskyldan skipti hana miklu máli og hún studdi við bak- ið á mér og mínum alla tíð. Betri bandamann er varla hægt að eiga. Mig langar að minnast elsku ömmu Nunnu með ljóði eignuðu annarri merkri konu að norðan og um leið mjúka, breiða faðm- sins sem umvafði mann hlýju og væntumþykju, hvenær sem eftir því var leitað. Þó að kali heitur hver, hylji dali jökull ber, steinar tali og allt hvað er, aldrei skal ég gleyma þér. (Vatnsenda-Rósa) Sólveig. Þegar ég kynntist Bjössa fyrir rúmum tveimur áratugum man ég að ég öfundaði hann mikið að eiga allar ömmur og afa á lífi. Því- lík gæfa. Ég komst líka fljótt að því að amma Nunna var stór klettur í lífi hans og allra í fjöl- skyldunni. Hún var þungamiðjan sem allir leituðu til og það var hún sem var alltaf mætt þegar á þurfti að halda. Amma Nunna var hlý, yfirveg- uð og með góða nærveru og um leið svo hnyttin og skemmtileg. Það var alltaf gaman að vera í kringum hana. Henni var annt um alla í fjölskyldunni, hafði áhuga á því sem fólk var að fást við og það sem hún hafði gaman af barnabarnabörnunum. Þau hafa verið lánsöm að fá að kynn- ast henni vel og njóta samveru- stunda með henni í gegnum tíð- ina. Ég veit ekki hversu oft ég hef sagt undanfarin ár pant fá að vera eins og amma Nunna í framtíð- inni. Það var aðdáunarvert hvað hún lét fátt stoppa sig rúmlega ní- ræð. Hún var dugnaðarforkur og frábær fyrirmynd. Guð blessi minningu elsku ömmu Nunnu. Herborg Harpa Ingvarsdóttir. Guðrún Margrét Árnadóttir Minningarvefur á mbl.is Minningar og andlát Vefur þar sem er sameinað efni sem snýr að andlátum og útförum. Þar eru birtar andláts-, útfarar- og þakkartilkynningar sem eru að- gengilegar öllum en auk þess geta áskrifendur lesið minningargreinar á vefnum.         þjónustuaðila sem aðstoða þegar andlát ber       ætlaðar aðstandendum við fráfall ástvina. www.mbl.is/andlát Sálm. 86.11 biblian.is Vísa mér veg þinn, Drottinn, að ég gangi í sannleika þínum, gef mér heilt hjarta, að ég tigni nafn þitt.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.