Morgunblaðið - 24.10.2019, Side 19

Morgunblaðið - 24.10.2019, Side 19
MINNINGAR 19 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. OKTÓBER 2019 ✝ GuðbjörgGísladóttir fæddist á Laugum í Hraungerðis- hreppi 25. ágúst 1928. Hún lést 8. október 2019 á hjúkrunarheim- ilinu Ljósheimum á Selfossi. Foreldrar henn- ar voru hjónin Gísli Illugason frá Laugum, f. 15. september 1887, d. 6. janúar 1930, smiður og bóndi, og Guðrún Bjarna- dóttir frá Túni í Hraungerð- ishreppi, f. 3. október 1886, d. 8. október 1967, húsfreyja og bóndi. Guðbjörg var einkabarn þeirra hjóna. Þann 24. desember 1955 giftist Guðbjörg Skúla Magn- allt þar til hún flutti á Ljós- heima á Selfossi síðla árs 2017. Einkasonur Guðbjargar og Skúla er Gísli Skúlason, f. 21. júní 1956, framhaldsskóla- kennari. Eiginkona hans er El- ísabet Valtýsdóttir, f. 22. ágúst 1952, fv. framhaldsskólakenn- ari. Synir þeirra eru: a) Skúli Gíslason, f. 27. mars 1990, tón- listarmaður og –kennari. Dæt- ur hans eru Berglind Emilía Ben Skúladóttir, f. 2011, og Adríana Andrá Ben Skúladótt- ir, f. 2012. b) Hákon Gíslason, f. 18. mars 1995, háskólanemi. Fyrir átti Elísabet Kára Hrafn Kjartansson, f. 10. mars 1972, lögfræðing, maki Guð- rún Valdimarsdóttir, f. 17. júlí 1972, sameindalíffræðingur. Börn þeirra eru Arnhildur Káradóttir, f. 2006, Oddný Káradóttir, f. 2009, og Bergur Einir Kárason, f. 2012. Útför Guðbjargar fer fram frá Selfosskirkju í dag, 24. október 2019, og hefst athöfn- in klukkan 14. ússyni járnsmið frá Skúfslæk í Villingaholts- hreppi, f. 22. júlí 1923, d. 4. ágúst 2013. Foreldrar hans voru hjónin Magnús Eiríksson frá Votumýri á Skeiðum, f. 6. júlí 1894, d. 2. október 1992, bóndi, og Guðríður Ingi- björg Gísladóttir frá Kluftum í Hrunamannahreppi, f. 31. des- ember 1899, d. 9. júní 1973, húsfreyja. Guðbjörg og Skúli hófu búskap sinn í Ártúni 13 á Selfossi haustið 1954 en fluttu 1957 í nýbyggt hús sitt í Mið- túni 12 og bjuggu þar allan sinn búskap síðan. Guðbjörg bjó ein í húsinu eftir lát Skúla Tengdamamma tók mér af varfærni þegar ég var kynnt fyrir þeim hjónum, Guðbjörgu og Skúla, eftir nokkurra ára tilhuga- líf okkar Gísla, einkasonar þeirra. Fyrir Guðbjörgu var það ekki sjálfgefið að henni yrði vel til vina við ókunnugt fólk, hún vildi kynn- ast því fyrst áður en það var tekið gott og gilt. En okkur samdi strax vel og höfum átt margar góðir stundir saman gegnum ár- in, þær allra bestu þegar við ferð- uðumst með þeim Skúla þegar strákarnir okkar Gísla voru yngri. Við fórum meðal annars í útilegur hér innanlands og utan, og svo á stóra húsbílnum eftir að við keyptum hann í sameiningu. Samveran í þessum ferðum hefur skapað margar ógleymanlegar minningar fyrir okkur öll og mér skilst að ferðirnar okkar saman hafi verið mestu ánægjustundirn- ar í lífi þeirra hjóna fyrr og síðar. Hin síðari ár vorum við farin að fara saman til Tenerife, m.a. við Guðbjörg tvær einar, þar sem við vorum laus við hálku og snjó. Guðbjörg var fædd að Laugum í Hraungerðishreppi, einkabarn foreldra sinna. Föður sinn missti hún 1930. Guðbjörg ólst upp við að leggja sitt af mörkum til að þær mæðg- ur hefðu í sig og á og það hefur án efa mótað hana, en hún hafði alla tíð í heiðri gömlu gildin vinnu- semi, nýtni, sparsemi og nægju- semi. Guðbjörg var bráðskörp og stálminnug þar til hin síðari ár þegar hún fór að verða gleymin. Ef hún hefði fæðst um 30 árum síðar hefði þótt sjálfsagt að svona vel gefin og fróðleiksfús mann- eskja færi í langskólanám. En þegar hún var að alast upp þurftu stúlkurnar auk námshæfileika að vera komnar af efnuðu fólki til að hægt væri að láta slíka drauma rætast. Stúlkum þess tíma var ætlað að búa sig undir að ganga í hjónaband og reka heimili. Guð- björg fór í húsmæðraskólann að Laugum í Reykjadal til að búa sig undir framtíð sína. Hún starfaði svo um tíma á saumastofu í Reykjavík og sem kaupakona hjá frændfólki sínu á Litla-Ármóti. Þegar hún kynntist Skúla vann hún í Gildaskálanum á Selfossi þar sem hann var kostgangari. Þau Skúli byggðu sér þrílyft einbýlishús „fyrir utan á“ á Sel- fossi. Þar var verkaskipting hjónanna skýr eins og hefðin var á þeim tíma. Skúli vann utan heimilis til að afla tekna, og Guð- björg vann á heimilinu og drýgði tekjurnar af útsjónarsemi. Hún tók slátur, bakaði, sultaði, saum- aði föt á fjölskylduna og var svo dugleg að þrífa að það vakti at- hygli nágranna. Hún klifraði upp í stiga til að þvo sjálf alla glugga að utan í þessu þriggja hæða húsi, því henni fannst karlarnir ekki gera það nógu vel. Orðin áttræð lagði hún án allrar hjálpar stétt með- fram vesturhlið hússins og fann ekki fyrir því. Guðbjörg var dagmamma fyrir báða strákana okkar Gísla og þeir hafa notið góðs af því að hún talaði algjört gullaldarmál. Nú eru þau bæði horfin á braut, afi og amma í Miðtúni. Því miður náði Guðbjörg ekki að sjá breyt- ingarnar sem við Gísli erum búin að gera á Miðtúninu áður en hún dó. Það er reyndar ekki víst að henni hefði líkað við það allt. Ég þakka tengdamömmu minni sam- fylgdina síðustu þrjátíu árin. Blessuð sé minning hennar. Elísabet. Þegar við minnumst ömmu okkar eru ýmsar minningar sem standa upp úr. Þar má nefna jóla- boðin sem hún hélt fyrir fjöl- skylduna, sem settu mikinn svip á hátíðarnar og voru mikið til- hlökkunarefni fyrir okkur á hverju ári. Amma og afi komu líka alltaf með í okkar fjölmörgu ferðalög, bæði innanlands og ut- an. Við erum mjög þakklátir fyrir að hafa eytt heilu sumrunum með ömmu og afa, en það er alls ekki sjálfsagt. Amma tjáði sig ekki um mikið svo við munum, heldur kaus hún yfirleitt að njóta þagn- arinnar eða umhverfisins, en hún skaut síðan reglulega inn hnytt- inni sögu hér og þar þegar við átti. Samveru ömmu verður sárt saknað. Hákon og Skúli. Guðbjörg Gísladóttir ✝ Timo SakariKarlsson fædd- ist í Helsingfors 7. desember 1954. Hann andaðist þar 30. júlí 2019. Hann var MA í móðurmáli sínu, finnsku, og kennari að ævistarfi í heimalandinu og er- lendis. Á Íslandi var Timo sendikennari í finnsku 1985-1992, í Alta í Noregi 1993- 1997 og í München 1997-2002, en upp frá því til æviloka finnskukennari inn- flytjenda í Amma- tillinen aikuiskoulutu- skeskus í Helsingfors. Þar fór útför hans fram 22. ágúst 2019. Hann var ókvæntur og barnlaus. Á miðju sumri andaðist í Hels- ingfors Timo Sakari Karlsson sem eignaðist hér á landi nemendur og vini meðan hann var kennari í móðurmáli sínu í Háskóla Íslands. Hann varð bráðkvaddur við starfslok og hugði á ferð til Nor- egs til fundar og ferðalaga þar með vini og starfsbróður þegar hann lést. Timo kynntist ég fyrst síðsumars 1985. Þá var hann ný- kominn til starfa og áhugi minn á sögu, máli og menningu Norður- landa og góð kynni af Finnum sem ég hafði kynnst starfa minna vegna urðu til þess að ég innrit- aðist í finnskunám undir leiðsögn hans. Fljótt varð auðfundinn heimil- islegur andi í skrifstofu Timos í Norræna húsinu þar sem kennsl- an fór langoftast fram og nándin flýtti fyrir góðum kynnum. Kenn- arinn var ágætlega menntaður til starfa síns, ungur og áhugasamur, kennsla hans skýr og skipuleg og vingjarnlegt viðmót hans og öll framkoma til þess fallin að vekja áhuga nemenda og beina þeim áfram veginn. Nemendahópurinn var ekki ýkja stór og fljótt á litið talsvert sundurleitur. Það sem því olli var að hvatinn til námsins og tilgangurinn eða markmiðin með því áttu sér ólíkar rætur hjá okkur hverju og einu eftir aldri, aðstæð- um og þjóðerni, því að útlendir ríkisborgarar voru þó nokkrir í hópnum. Þeir voru tengdir há- skólanum vegna náms eða starfs í öðrum námsgreinum, en bættu við sig finnsku þar sem tækifærið bauðst. Einn þeirra var Oskar Vistdal sem var hér sendikennari í norsku meðan Timo dvaldist á Ís- landi. Síðar varð Oskar m.a. sendikennari í Finnlandi. Finnska lektornum var ekki að- eins ætluð kennsla í tungumálinu sjálfu, heldur einnig að flétta inn í námið þekkingu á bókmenntum, sögu, menningu og þjóðlífi Finna í víðum skilningi. Það kom sér því vel að við hlið sér hafði hann Tuo- mas Järvelä sem gaf um þá hluti rækilegt yfirlit í fyrirlestrum og frjálslegu spjalli þar sem farið var um víðan völl. Í félagi tóku hann og Timo saman íslensk-finnskt og finnsk-íslenskt orðakver til nota við nám og kennslu. Timo Karlsson var mikill mála- maður og lærði íslensku svo vel að aðdáun vakti, samdi hér og flutti erindi um finnskar bókmenntir og fleira í útvarp og víðar og þýddi nokkrar íslenskar smásögur á finnsku. Hann var og einn af höf- undum finnskrar kennslubókar í íslensku og ég hef fyrir satt að á henni hafi hann haft mest dálæti af erlendum tungum sem hann lærði. Handa Norðmönnum samdi hann tvær bækur, fyrstu finnsku bókmenntasöguna á norsku og kennslubók í finnskri málfræði. Timo var geðþekkur maður og drengur góður og bjart yfir hon- um hið ytra og innra. Hann var reglumaður, gæddur notalegri kímni og lifði „heilbrigðu lífi“. Hann var mikið náttúrubarn og náttúruunnandi, kunni vel norrænu vetrarloftslagi, stundaði göngur og útivist og þarfnaðist síst neinnar óhollustu til að örva lífsgleðina. Því fremur er nem- endum og vinum Timos Karlssons óvænt fráfall hans harms efni og undrunar. Okkur finnst að hann hefði getað átt svo mikið eftir. Þakklæti fyrir samfylgdina og söknuður er okkur í hug, en undir niðri mildar hann ylur minning- anna. Hjörtur Pálsson. Meira: mbl.is/andlat Timo Sakari Karlsson Elsku Dandý æskuvinkona er fallin frá langt fyrir aldur fram. Dandý var hlý, trygglynd, gegnheil og einstaklega vönduð og góð manneskja. Hún var hlé- dræg og feimin í uppvextinum en þegar við lékum okkur sam- an var húmorinn ekki langt undan. Það áttum við eflaust sameiginlegt. Við kynntumst þegar við vorum fjögurra ára í Árbænum. Ég þá nýflutt og í fyrsta könnunarleiðangrinum um nágrennið rakst ég á Dandý á þríhjólinu sínu. Hún bauð mér strax að prófa hjólið sitt og eftir það urðum við bestu vin- konur. Við brölluðum ýmislegt sam- an. Ég dáðist alltaf að því hvað hún væri góð í „frönsku“ þegar við vorum litlar. Já við lékum okkur stundum að því að þykj- ast vera útlenskar konur, klæddar í einhverja múnder- Svanfríður Clausen ✝ SvanfríðurClausen fæddist 16. júní 1964. Hún lést 7. október 2019. Svanfríður var jarðsungin 14. októ- ber 2019. ingu talandi „er- lend tungumál“. Við vorum seint kallaðar prakkarar en eitt sinn er ég fékk að gista hjá henni þá vöknuð- um við langt á undan heimilis- fólkinu og úti var glampandi sól og hiti. Við byrjuðum á að setjast út á tröppur í náttfötunum en færð- um okkur síðan upp á skaftið með því að stelast í að hjóla hring um sofandi hverfið á nátt- fötunum og fannst við svakaleg- ir óþekktarangar, auðvitað með hjartað í buxunum yfir að upp um kæmist enda vorum við seinar til vandræða alla jafna. Þegar heim var komið var krúttið hún Dóris vöknuð og við leyfðum henni að fara út á tröppur með okkur á bleyjunni einni fata. Einhverra hluta vegna er þetta ein af mínum uppáhaldsminningum um hana. Við áttum auðvitað bú úti í móa þar sem við skreyttum drullukökur með blómum. Rigningardagar gátu verið sér- staklega skemmtilegir er við stukkum í regngöllum í polla vopnaðar Hreinol-brúsum fyllt- um með vatni. Eitt sinn er ég kom í heimsókn þá mátti hún til að sýna mér stórmerkilega nýj- ung. Hún náði í furðuhlutinn í frystikistuna og sýndi mér að því er virtist þríhyrnt spjald. Þetta fyrirbæri hafði Axel stóri bróðir hennar komið með heim og gefið þeim að smakka kvöld- ið áður. Það liðu nokkur ár eftir þetta áður en ég smakkaði pizzu í fyrsta sinn. Það voru ófá skipt- in sem við söfnuðum okkur fyr- ir Polo-gosflösku sem við síðan drukkum úr dýrindiseggjabik- urum sem til voru heima hjá henni. Ef ekki vildi betur til fengum við okkur sykurvatn í þessum fínu bikurum á meðan við lékum okkur í Barbý og ræddum um lífið og tilveruna eða hlógum okkur máttlausar. Æskan varð ríkari fyrir vin- áttu okkar, uppátæki og mál- lýskur. Þegar við eltumst skildi leiðir þegar ég flutti til útlanda til náms um tvítugt en ég verð henni ævinlega þakklát fyrir samfylgdina og dýrmætar æskuminningar. Með sorg í hjarta kveð ég hana og þakka fyrir allt og allt. Ég votta syni hennar Axel Inga, Doris, systkinum hennar, fjölskyldu og vinum mína inni- legustu samúð. Brynja Baldursdóttir. Morgunblaðið birtir minn- ingargreinar endurgjalds- laust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morg- unblaðinu greinar eru vinsam- lega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðs- lógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felli- glugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/ sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dög- um fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað get- ur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri greinar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda ör- stutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síð- una. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu að- standendur senda inn. Minningargreinar Við önnumst alla þætti undirbúnings og fram- kvæmd útfarar ásamt vinnu við dánarbússkiptin. Við þjónum með virðingu og umhyggju að leiðarljósi og af faglegum metnaði. Jón G. Bjarnason, umsjón útfara Við erum til staðar þegar þú þarft á okkur að halda Útfararþjónusta & lögfræðiþjónusta Vesturhlíð 2, Fossvogi | Sími 551 1266 | útför.is Með kærleik og virðingu Útfararstofa Kirkjugarðanna Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, HANNA AÐALSTEINSDÓTTIR, áður til heimilis í Hlégerði 37, lést 13. október og verður jarðsungin frá Kópavogskirkju miðvikudaginn 30. október klukkan 13. Þór Fannar Guðrún Markúsdóttir Heimir Fannar Cheryl Fannar Valur Fannar Guðlaug Tryggvadóttir Hanna Mjöll Fannar barnabörn og barnabarnabörn Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, HALLDÓR NIELSEN EIRÍKSSON bakarameistari, lést þriðjudaginn 15. október. Útför hans fer fram frá Kópavogskirkju þriðjudaginn 29. október klukkan 13. Blóm og kransar afþakkaðir, þeim sem vilja minnast hans er bent á Píeta samtökin. Finnbogi Halldórsson Þórey Björk Halldórsdóttir Nökkvi Nielsen og fjölskyldur

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.