Morgunblaðið - 24.10.2019, Side 23
DÆGRADVÖL 23
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. OKTÓBER 2019
Opið virka daga 10.00-18.15, laugardaga 11.00-14.00 | Gnoðarvogi 44, 104 Reykjavík | Sími 588 8686
Gómsætir og girnilegir réttir
í fiskborði beint í ofninn
Þorskhnakkar
Glæný lúða
Klausturbleikja
Glæný línuýsa
Nýlöguð
humarsúpa
„ÞÚ MUNT ALDREI KOMAST YFIR ÓTTA
ÞINN VIÐ DRUKKNUN HÉRNA UPPI.”
„HANN BORÐAÐI ALLA SÚKKULAÐIKÖKUNA
SEM VAR Í ÍSSKÁPNUM SEM MÓTMÆLI
GEGN EFNAHAGSÁSTANDINU Í PÓLLANDI.”
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... að sjá fyrst ummerki
um að vorið sé á næsta
leiti.
Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann
Í KVÖLD-
MATINN?
SJÁUM
NÚ TIL …
NOKKRAR PÍTSUR,
KLEINUHRINGI, LASAGNA,
SMÁ AF HVÍTLAUKSBRAUÐI …
OG AUÐVITAÐ ÞAÐ SEM
ÞIG LANGAR Í LÍKA
AUÐVITAÐ
EKKI FÓÐRA
MENNINA Í
KVÖLD!
EN ÞEIR ÞURFA Á ORKUNNI
AÐ HALDA FYRIR ORRUSTUNA
Í FYRRAMÁLIÐ!
EINMITT! ÉG VIL EKKI AÐ ÞEIR SÉU
ÆLANDI Í ALLA NÓTT!
Fjölskylda
Eiginkona Guðlaugs frá 1965 er
Ingibjörg Rafnsdóttir, f. 26.12. 1943,
starfaði við símavörslu hjá símstöðinni
á Akranesi og síðar við leikskólann
Vallarsel sem aðstoðarstúlka. For-
eldrar hennar voru Guðbjörg Guð-
mundsdóttir, f. 1917, d. 1996, fisk-
verkakona á Akranesi og vann síðar í
eldhúsinu hjá Olíustöðinni í Hvalfirði,
og Rafn Hafberg Sigmundsson, f.
1919, d. 1976.
Börn Guðlaugs og Ingibjargar eru
1) Erna Björg, f. 24.11. 1964, kennari
við Ingunnarskóla, gift Herði Sigur-
bjarnasyni prentara, bús. á Akranesi.
Þau eiga þrjú börn og þrjú barnabörn;
2) Rafn Hafberg, f. 28.7. 1938, sölu-
maður, giftur Lísu S. Greipsson,
skólastjóra Lágafellsskóla í Mos-
fellsbæ, bús. í Mosfellsbæ. Þau eiga
tvö börn; 3) Birkir, f. 10.8. 1973, stáls-
miður, giftur Sif Davíðsdóttur sölu-
manni hjá A Karlssyni í Reykjavík,
bús. í Mosfellsbæ. Þau eiga samtals
fjögur börn og eitt fósturbarn; 4)
Katla, f. 20.12. 1980, leikskólakennari,
býr á Akranesi með Ólafi Sævarssyni
fasteignasala. Þau eiga samtals fimm
börn.
Systkini Guðlaugs: Elín, f. 1912, d.
1920; Sumarlína, f. 1914, d. 1944; Þór-
unn, f. 1916, d. 1962; Magnús, f. 1918,
d. 1983; Lovísa, f. 1921, bús. í Svíþjóð;
Friðrik, f. 1923, d. 2008; Vilhjálmur, f.
1926, d. 1939; Karl, f. 1927, d. 1927;
Elías, f. 1928; bús. í Bolungarvík;
Skúli, f. 1930, d. 2015; Lilja, f. 1932, d.
2014; Sigríður, f. 1936, bús. á Akra-
nesi.
Foreldrar Guðlaugs voru hjónin
Ketill Magnússon, f.16.8. 1885, d. 25.1.
1962, sjómaður og trésmiður á Jaðri í
Bolungarvík, og Guðlaug Jónsdóttir,
f. 23.7. 1893, d. 11.7. 1988, húsmóðir.
Guðlaug Jónsdóttir
húsfreyja á Jaðri
Elías
Þór ar inn
Magnús-
son
for maður í
Bol ungar-
vík
Mó eiður
Jún íus-
dóttir
söng-
kona
Ás gerður
Jún íus-
dóttir
söng-
kona
Guð munda
Elías dóttir
óperu-
söng kona
Þor gerður
Nanna
Elías dóttir
húsfr. í Rvík
Guð rún
Guð-
laugs-
dóttir
blaða-
maður
og
rit höf-
undur
Rannveig Eiríksdóttir
vinnukona á Hrafnseyri
og síðar víða í
Ísafjarðardjúpi
Sigríður Þorsteinsdóttir
vinnukona á Kirkjubóli við Skutulsfjörð
Jón G. Sigurðsson
verkamaður
og sjómaður í
Bolungarvík
Kristbjörg Friðriksdóttir
húsfreyja á Bæjum á
Snæfjallaströnd, síðar
Hofstöðum í Þorskafi rði
Sigurður Probbi Þorsteinsson
bóndi á Strandseljum og síðast
Hjöllum í Skötufi rði
Sigríður Magnúsdóttir
húsfreyja á Meiribakka
Jón Einarsson
bóndi á Meiribakka
í Skálavík
Elín Jónsdóttir
húsfreyja á
Breiðabóli
Magnús Jónsson
bóndi á Breiðabóli í Skálavík
Þóra Árnadóttir
húsfreyja á Hóli
Jón Guðmundsson
bóndi og hreppstjóri á Hóli í Bolungarvík
Úr frændgarði Guðlaugs Ketilssonar
Guðlaugur Ketill
Ketilsson
Bjarni
Pétur
Jónsson
frétta-
maður á
RÚV
Lilja
Fanney
Ketils-
dóttir
húsfr. í
Bol-
ungar vík
Jón
Sveins-
son tré-
smiður í
Bol-
ungar vík
Ketill Magnússon
sjómaður á Jaðri í Bolungarvík
Á mánudaginn fór ég að lagatil í bókaskápnum og fletta
gömlum tímaritum. Þar fann ég í
Ársriti hins íslenska fræðafjelags
eitt og annað skemmtilegt. Sumt
hefur birst hér í Vísnahorni eins
og þessi vísa Sigurðar Péturs-
sonar (1759-1827) sýslumanns og
skálds. Hann fann snemma til
vanheilsu og vanmættis, einkum
af fótarmeini, sem hann fékk í
Kaupmannahöfn þegar „skatthol
slengdist á fót honum“:
Þó að ég fótinn missi minn,
mín ei rénar kæti,
hoppað get ég í himininn
haltur á öðrum fæti.
Það er gaman að þessari brag-
hendu, – og hún er eins sönn í
dag og hún var fyrir tveim öld-
um:
Úr skálmöld frægri skraföld er
og skriföld orðin
skötnum bíta skvaldurs sverðin,
skeinusöm er þeirra ferðin.
„Hve lítill ástamaður SP var
má ráða af kvæðinu“, stendur
þar:
Fæ ég ekki að faðma þig
foldin sjóar birtu,
ástin stekkur innanum mig
eins og fló í skyrtu.
Í sumum vísum kennir mótlætis
höfundar og þunglyndis:
Enginn grætur og enginn hlær
og engum stofnast vandi,
þá síst ómætum sálar rær
Siggi kugg úr landi.
Í annarri vísu bregður fyrir
glettnisfullum hálfkæringi:
Allt verður að ama mér
angra málin vinsamlig
alla menn ég forðast fer
og forðast líka sjálfan mig.
Kristján Karlsson birtir í „Ís-
lenzku vísnasafni“ þetta erindi
eftir Sigurð, – „Allt jafnar sig“:
Þá eymdir stríða á sorgfullt sinn,
og svipur mótgangs um vanga ríða,
þá baki vendir þér veröldin,
í vellyst brosir að þínum kvíða;
þenk: – allt er hnöttótt og hverfast
lætur,
sá hló í dag sem á morgun grætur,
allt jafnar sig.
Og enn yrkir Sigurður:
Allur manns er ævidans
einhverjum blandin kala,
og gleðin öll hefur oftast göll
og eitur í sínum hala.
En svo eru meiðsla sárin frek,
er sálu vora mæða,
að ekkert heimsins apótek
orkar þau að græða.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Blaðað í gömlum blöðum