Morgunblaðið - 24.10.2019, Síða 26

Morgunblaðið - 24.10.2019, Síða 26
26 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. OKTÓBER 2019  David de Gea mun ekki verja mark Manchester United þegar liðið sækir Partizan Belgrad heim í riðlakeppni Evrópudeildarinnar í knattspyrnu. De Gea er meiddur og fór ekki með liðinu til Zagreb frekar en Axel Tuanzebe, Luke Shaw, Paul Pogba og Nemanja Matic sem allir eru á sjúkralistanum. Jesse Lingard hefur hins vegar jafnað sig og verður í leikmannahópnum.  Spænska knattspyrnusambandið hefur staðfest að viðureign Barcelona og Real Madrid í spænsku 1. deildinni verði spiluð á Camp Nou í Barcelona 18. desember. Leikurinn átti fara fram um næstu helgi en vegna ólátanna sem átt hafa sér stað í Barcelona síðustu vikurnar var ákveðið að fresta leiknum.  Toronto Raptors hóf titilvörnina í NBA-deildinni í körfuknattleik með sigri gegn New Orleans Pelicans 130:122 í fyrrinótt. Fred VanVleet og Pascal Siakam skoruðu 34 stig hvor fyrir Toronto en hjá New Orleans var Brandon Ingram stigahæstur með 22 stig. Í grannaslag Los Angeles Lakers og LA Clippers hafði Clippers betur 122:112. Danny Green var at- kvæðamestur í liði Clippers með 28 stig en hjá Clippers skoraði Kawhi Leonard 30 stig í sínum fyrsta leik með liðinu.  U15 ára landslið drengja í knatt- spyrnu tapaði fyrir Rússlandi í öðrum leik sínum á æfingamóti UEFA sem fram fór í Póllandi í gær. Leiknum lauk með 3:0-sigri Rússa. Þetta var annar leikur íslenska liðsins á mótinu en liðið mætti Bandaríkjunum í fyrsta leik sín- um á mótinu. Þeim leik lauk með 2:1- sigri Bandaríkjanna. Lokaleikur Íslands verður gegn heimamönnum í Póllandi á morgun.  Ítalska liðið Napoli hefur áhuga á að fá sænska framherjann Zlatan Ibra- himovic til liðs við sig í janúar en hann leikur með bandaríska liðinu LA Galaxy og verður í eldlínunni með því gegn Minnesota í úrslitakeppni ML- deildarinnar um næstu helgi. Zlatan er öllum hnútum kunnugur í ítölsku A- deildinni en hann lék með Juventus, Inter og AC Milan. Forseti Napoli hefur þegar rætt við Svíann sem hefur skor- að 30 mörk í deildinni á tímabilinu.  Knattspyrnudeild Hauka og Igor Bjarni Kostic hafa skrifað undir samn- ing þess efnis að Igor taki við þjálfun meistaraflokks karla auk þess sem hann mun leiða afreksþjálfun innan deildarinnar og byggja upp knatt- spyrnuakademíu Hauka, bæði karla og kvenna, í samstarfi við aðra þjálfara deildarinnar.Um fimm ára samning er að ræða.  Sigurður Gunnar Þorsteinsson er orðinn leikmaður körfuknattleiksliðs ÍR á nýjan leik. Hann samdi við ÍR til næstu tveggja ára. Sigurður var í lyk- ilhlutverki þegar ÍR komst í úrslit Íslandsmótsins á síðustu leiktíð en hélt að því loknu í atvinnu- mennsku til BC Orchies í Frakk- landi. Vegna fjár- hagsvandræða félagsins kom þó aldrei til þess að hann spilaði fyrir það. Eitt ogannað MEISTARADEILD Sindri Sverrisson sindris@mbl.is Napoli og Liverpool eru í góðum málum í E-riðli Meistaradeildar Evrópu í fótbolta eftir sigra í gær. Liverpool vann Genk í Belgíu, 4:1, og Na- poli hafði betur gegn RB Salzburg, 3:2, í Aust- urríki. Napoli er því efst með 7 stig nú þegar fyrri helmingi riðlakeppninnar er lokið en Liver- pool með 6 stig, og bæði hafa leikið tvo útileiki. Evrópumeistarar Liverpool slepptu því að kaupa leikmenn í sumar en eins og stjórinn Jür- gen Klopp hefur bent á má segja að félagið hafi eignast nýjan leikmann í Alex Oxlade-Cham- berlain. Vissulega er alltaf óvissa falin í því hvernig leikmenn snúa aftur úr erfiðum meiðslum, eins og „Uxinn“ sem missti af nær allri síðustu leiktíð vegna hnémeiðsla, en leik- urinn í gær gefur til kynna að hann stækki vopnabúrið hjá rauða hernum. Oxlade-Cham- berlain skoraði fyrstu tvö mörk Liverpool gegn Genk og það seinna var með einkar snyrtilegu utanfótarskoti utan teigs. Hann hefur sjálfur sagt að það geti tekið hann tvö ár að jafna sig að fullu af meiðslunum en þessi 26 ára gamli miðju- maður, sem kom frá Arsenal fyrir tveimur árum, hefur nú þegar leikið fimm leiki í byrjunarliði Liverpool á þessari leiktíð og gæti reynst liðinu dýrmætur með sinni sköpunargleði og skotógn utan teigs. Belginn Dries Mertens komst upp fyrir sjálfa goðsögnina Diego Maradona í gær á lista yfir markahæstu leikmenn Napoli frá upphafi, þegar hann skoraði tvö mörk í sigrinum á Salzburg. Mertens hefur nú skorað 116 mörk fyrir Napoli og þessi 32 ára gamli leikmaður er aðeins sex mörkum frá því að bæta félagsmetið sem er í eigu Marek Hamsik. Norska ungstirnið Erling Braut Håland skoraði einnig tvö mörk í leiknum og hefur þar með skorað sex mörk í fyrstu þrem- ur leikjum sínum í keppninni sem er einsdæmi.  Chelsea vann afar sterkan útisigur á Ajax í H-riðli, 1:0, með marki varamannsins Michy Batshuayi. Ajax og Chelsea hafa bæði 6 stig en Valencia 4 eftir 1:1-jafntefli við Lille. Öll úrslit og stöður má sjá á síðu 24. Uxinn stækkar vopnabúrið  Napoli og Liverpool í góðum málum eftir fyrri helming riðlakeppninnar AFP Sterkur Alex Ox- lade-Chamberlain skoraði tvö mörk utan teigs fyrir Liverpool í gær. Aron Kristjánsson og lærisveinar hans í landsliði Barein í handknatt- leik halda enn í vonina um að tryggja sér farseðilinn á ólympíu- leikana í Tókýó á næsta ári. Und- ankeppni Asíuþjóða fyrir ólympíu- leikanna hefur staðið yfir í Katar síðustu daga. Barein endaði í öðru sæti í B-riðlinum með 4 stig eins og S-Kórea og mætir í dag heima- mönnum í Katar í undanúrslitum mótsins. Í hinni undanúrslitavið- ureigninni eigast við S-Kórea og Sádi-Arabía. Sigurliðin mætast í úr- slitaleik um ólympíusætið. Fer Aron með Barein á ÓL? Morgunblaðið/Hari Undanúrslit Aron Kristjánsson og lærisveinar hans mæta Katar í dag. Jóhannes Harðarson, þjálfari norska liðsins Start, er búinn að framlengja samning sinn við félag- ið og gildir samningurinn út tíma- bilið 2021. Jóhannes tók við þjálfun liðsins í byrjun apríl þegar Kjetil Rekdal var rekinn frá félaginu en Jóhannes hafði verið aðstoð- armaður hans. Þegar þremur um- ferðum er ólokið í norsku B- deildinni er Start í 3. sæti, þremur stigum á eftir Sandefjord en Aale- sund er komið upp. Tvö efstu liðin komast upp en liðin í sætum 3-6 fara í umspil. Jóhannes áfram með lið Start Ljósmynd/Start Þjálfari Jóhannes Harðarson er búinn að framlengja við Start. „Ég er helvíti spenntur fyrir Derby. Við tökum þann leik 100 prósent,“ sagði Eyþór Aron Wö- hler léttur í bragði við ÍA TV eftir að hafa skorað fernu á fyrsta hálf- tíma leiksins í mögnuðum 12:1- sigri ÍA á Levadia Tallinn í Eist- landi í gær. Um var að ræða seinni leik liðanna í 1. umferð ungmenna- deildar UEFA í fótbolta. ÍA mætir enska liðinu Derby í næstu um- ferð. ÍA vann einvígið við Levadia samtals 16:1 og er það stærsti sig- urinn í 1. umferðinni. Derby sló Minsk frá Hvíta-Rússlandi út, samtals 9:2. Áætlað er að ÍA og Derby mætist á Íslandi 6. nóv- ember og í Englandi 27. nóvember. Ungmennadeildin skiptist í tvo hluta framan af leiktíð. ÍA leikur í „landsmeistarahlutanum“ en í „Meistaradeildarhlutanum“ leika ungmennalið liðanna 32ja sem leika í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í vetur. Sigurliðið úr ein- vígi ÍA og Derby mætir svo liði úr Meistaradeildarhlutanum (liði sem endar í 2. sæti síns riðils) í umspili um sæti í 16-liða úrslitum keppn- innar. Gísli Laxdal Unnarsson og Aron Snær Ingason skoruðu tvö mörk hvor fyrir ÍA í gær, og þeir Sig- urður Hrannar Þorsteinsson, Elís Dofri Gylfason, Aron Snær Guð- jónsson og Brynjar Snær Pálsson eitt mark hver. sindris@mbl.is Morgunblaðið/Hari Þjálfari Sigurður Jónsson þjálfar 2. flokk ÍA með Elinbergi Sveinssyni. Fá Derby í heimsókn eftir tröllasigur  Eyþór með fernu fyrir ÍA í Eistlandi Pólski framherjinn Robert Lew- andowski, leikmaður þýska meist- araliðsins Bayern München, er einn allra mesti markaskorarinn í fótbolta- heiminum í dag en honum halda eng- in bönd í vítateig andstæðinganna. Tólfta leikinn í röð var Pólverjinn á skotskónum þegar Bæjarar unnu 3:2 sigur gegn Olympiakos í Meist- aradeildinni í fyrrakvöld. Pólska markavélin skoraði tvö fyrstu mörk Bayern-liðsins og hann hefur þar með skorað 21 mark í 17 leikjum með Bay- ern München og pólska landsliðinu á tímabilinu. Enginn leikmaður hefur skorað fleiri mörk á þessu ári. Lew- andowski, sem er 31 árs gamall, hefur skorað 36 mörk í 36 leikjum, fjórum mörkum meira en Lionel Messi og fimm mörkum meira en Kylian Mbabbé og Sergio Agüero. Lewandowski hefur skorað 18 mörk í 13 leikjum með Bayern Mün- chen í öllum keppnum á leiktíðinni, sex mörkum meira en næsti maður hefur skorað í fimm sterkustu deild- unum í Evrópu. Eini leikurinn sem Pólverjinn hef- ur ekki náð að skora fyrir þýsku meistarana á tímabilinu var þegar Bayern München og Borussia Dort- mund áttust við í árlegum leik meist- aranna og bikarmeistaranna í byrjun ágúst. Lewandowski hefur skorað tvær þrennur á tímabilinu, eina fyrir Bayern og eina fyrir landsliðið og með mörkunum tveimur sem hann skoraði gegn Olympiakos komst hann upp fyrir Hollendinginn Ruud van Nistelroy í 5. sæti yfir markahæstu leikmenn Meistaradeildarinnar þar sem hann hefur skorað 57 mörk. gummih@mbl.is Lewandowski er óstöðvandi  Markahæstur allra á árinu AFP Markavél Robert Lewandowski getur ekki hætt að skora.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.