Morgunblaðið - 24.10.2019, Side 28
28 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. OKTÓBER 2019
Í tilefni af Kvennafrídeginum mun
taktur kvenna fá að óma í Borgar-
bókasafninu í Gerðubergi í kvöld
kl. 20. Tónleikarnir sem þá hefjast
nefnast „Örlög og rotin mangó“ og
eru afrakstur Tónlistarsmiðju
Söguhrings kvenna með Möggu
Stínu og Sigrúnu Kristbjörgu. Flutt
verður frumsamin tónlist með
trommutakti og er frítt á viðburð-
inn.
Söguhringur kvenna er sam-
starfsverkefni Borgarbókasafnsins
og W.O.M.E.N., Samtaka kvenna af
erlendum uppruna á Íslandi og er
tónlistarsmiðjan unnin í samstarfi
við Tónlistarborgina Reykjavík en
dagskrá Söguhrings kvenna árið
2019 er styrkt af velferðarráðu-
neytinu.
Söguhringur kvenna er vett-
vangur fyrir konur þvert á sam-
félagið til að hittast og tengjast í
gegnum samveru og listræna tján-
ingu, eins og segir í tilkynningu, og
er jafnframt boðið upp á hagnýta
fræðslu um menninguna og sam-
félagið sem við búum í.
Örlög og rotin mangó á kvennafrídegi
Morgunblaðið/Eggert
Tónelsk Magga Stína á tónleikum.
Berglind Indr-
iðadóttir iðju-
þjálfi er fjórði
fyrirlesari fyr-
irlestraraðar
RIKK, Rann-
sóknastofnunar í
jafnréttisfræðum
við Háskóla Ís-
lands, á haust-
misseri. Hún flyt-
ur í dag kl. 12
fyrirlesturinn „Að eldast hinsegin“,
í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns Ís-
lands.
„Geta lífshlaupsnálgun og öldr-
unarfræði stuðlað að betri öldrun-
arþjónustu fyrir hinsegin fólk?
Hvaða samfélags- og kerfisþættir
eru líklegir til að hafa áhrif á líf og
líðan hinsegin eldra fólks? Er eitt-
hvað öðruvísi við að vera hinsegin
öldruð? Vill eldra hinsegin fólk að
þjónustan sé miðuð út frá því að
vera hinsegin? Og vill fólk í þessum
aldurshópi kannski alls ekki vera
kallað hinsegin? Í erindinu verður
leitast við að varpa fram svörum
við þessum spurningum og vekja
enn fleiri,“ segir í tilkynningu.
Að eldast hinsegin í fyrirlestraröð RIKK
Berglind
Indriðadóttir
Ragnhildur Þrastardóttir
ragnhildur@mbl.is
Kartöflur eru helsta viðfangsefni sýn-
ingar sem verður frumsýnd í Borgar-
leikhúsinu í kvöld, sýningar sem ber
hinn lýsandi titil Kartöflur.
Sviðslistahópurinn CGFC og Hall-
dór Eldjárn standa að sýningunni en
CGFC manna Ýr Jóhannsdóttir, Hall-
veig Kristín Eiríksdóttir, Birnir Jón
Sigurðsson og Arnar Geir Gústafsson.
Hugmyndin að sýningunni fæddist
fyrir ári en í júní á þessu ári lagðist
hópurinn í rannsóknarvinnu sem Hall-
veig lýsir sem opnu ferðalagi.
„Við byrjuðum á því að hringja í
fullt af fólki sem er tengt kartöflum og
létum það svolítið leiða okkur áfram.
Við erum í rauninni að eiga samtal við
fólk sem er annaðhvort mjög frótt eða
áhugasamt um kartöflur.“
Hópurinn uppgötvaði ýmislegt í
ferðalaginu.
„Í fyrsta lagi uppgötvuðum við sögu
frekar skemmtilegs kartöflubónda
sem hét Helga Gísladóttir. Hún var
rangnefnd í sögubókunum en hún sem
sagt bjó til sitt eigið yrki af kartöflum
árið 1939. Við erum að leiðrétta hennar
söguhlut í íslensku samfélagi,“ segir
Hallveig.
Kartöflur tengi þjóðina saman
Hallveig tók sig til og málaði mynd
af Helgu sem hópurinn á bak við Kart-
öflur afhenti atvinnuvega- og nýsköp-
unarráðuneytinu nýverið.
„Síðan komumst við að því hvernig
froðusnakk er búið til sem er mjög
áhugavert. Svo heyrðum við í manni
sem borðaði bara kartöflur í heilt ár í
Ástralíu og léttist um 50 kíló en hann
var alveg 150 kíló áður,“ segir Hall-
veig.
Spurð hvers vegna hópurinn kjósi
að fjalla um kartöflur segir Hallveig:
„Í fyrsta lagi þá finnst okkur öllum
kartöflur mjög góðar. Ef maður spáir í
það þá hafa kartöflur verið líkamlega
hluti af hverjum einasta landsmanni að
öllum líkindum á einhverjum tíma-
punkti í lífi þeirra. Kartöflur eru á ein-
hvern hátt lægsti samnefnari Íslend-
inga. Það hafa allir smakkað kartöflur
og hafa einhvers konar skoðun á því
hvort þeir fíli þær eða ekki. Við
ákváðum að taka það svolítið og kanna
það. Kartöflur geta tengt alla Íslend-
inga, jafnvel allt fólk.“
Saga kartöflunnar fær sitt pláss í
sýningunni.
„Við skoðum mismunandi hliðar
kartaflna. Þær voru mjög mikilvægar
fyrir næringu og afkomu landsmanna
hér fyrr á öldum. Í dag borðar fólk
kannski meira snakk sem afþreying-
armat heldur en að það þurfi á kart-
öflum að halda. Við erum að skoða þær
andstæður sem eru búnar að mynd-
ast.“
Sagan sem hópurinn tekst á við nær
til síðustu hundrað ára.
„Við rýnum í það hvernig hún kem-
ur til Íslands og hvar hún endar í dag.
Kannski er hægt að skoða kynslóð-
irnar á Íslandi í gegnum sögu kartöfl-
unnar,“ segir Hallveig.
Sýningin er, eins og áður segir,
frumsýnd í kvöld í Borgarleikhúsinu.
Hún verður einungis sýnd þrisvar í
bili, þrjú kvöld í röð. Í kjölfarið stefnir
hópurinn á að fara með Kartöflur út á
land.
Kartaflan sett í hásæti
Frumsýna verk um sögu og hlutverk kartöflunnar
Hlutverk kartöflunnar búið að snúast við í samtímanum
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Málverkið Sviðslistahópurinn CGFC afhendir ráðuneytinu málverkið af Helgu. (F.v.) Arnar Geir, Halldór, Birnir
Jón, Ýr, Hallveig Kristín og Ása Þórhildur Þórðardóttir, settur skrifstofustjóri skrifstofu matvæla og landbúnaðar.
Nýjasta kvik-
mynd Martins
Scorsese, The
Irishman, verður
frumsýnd í Bíó
Paradís 22. nóv-
ember næstkom-
andi og verður
sýnd í takmark-
aðan tíma. Kvik-
myndin er um
þrjár klukkustundir að lengd og
með stórstjörnum í aðalhlutverk-
um, þeim Robert De Niro, Al Pac-
ino, Joe Pesci og Harvey Keitel.
Handrit myndarinnar byggist á
bókinni I Heard You Paint Houses
sem fjallar um sögu skipulagðrar
glæpastarfsemi í Bandaríkjunum
og segir af leigumorðingja og
hvarfi verkalýðsforingjans Jimmy
Hoffa.
The Irishman sýnd
í Bíó Paradís
Martin Scorsese
Feðginin Eyþór
Gunnarsson og
Elín Ey halda
tónleika saman í
fyrsta sinn í
Mengi í kvöld kl.
21 en húsið verð-
ur opnað hálf-
tíma fyrr. Eyþór
verður að vanda
við píanóið og
leikur einnig á hljóðgervla og Elín
syngur. Efnisskráin verður sam-
bland af tökulögum og lögum af
væntanlegri plötu Elínar.
Eyþór var einn af stofnendum
Mezzoforte og hefur leikið með
fremstu djassleikurum landsins,
svo fátt eitt sé nefnt. Elín hóf ung
að koma fram með gítar og syngja
og hefur bæði komið fram ein og
með hljómsveit sinni Sísý Ey.
Eyþór og Elín leika
og syngja í Mengi
Elín Eyþórsdóttir
Sigrún Eldjárn, rithöfundur og
myndskreytir, er tilnefnd til
ALMA-verðlaunanna sænsku sem
stofnuð voru í minningu barna-
bókahöfundarins Astridar Lind-
gren fyrir 17 árum. Verðlaunin eru
veitt árlega höfundum sem þykja
hafa gert hágæða bókmenntaefni
fyrir börn og ungmenni og er Sig-
rún tilnefnd fyrir höfundarverk sitt
sem bæði rithöfundur og mynd-
skreytir.
Nýjasta bók Sigrúnar, Kopar-
eggið, er nýkomin út en hún er
framhald Silfurlykilsins sem Sigrún
hlaut Íslensku bókmenntaverðlaun-
in fyrir í flokki barnabóka og var
einnig tilnefnd til Barnabókaverð-
launa Reykjavíkur og Barna- og
unglingabókaverðlauna Norður-
landaráðs.
Sigrún tilnefnd til ALMA-verðlaunanna
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Tilnefnd Sigrún Eldjárn gæti hlotið ALMA.
Aðstandendur menningarrýmisins Midpunkt í Hamra-
borg í Kópavogi halda upp á eins árs afmæli þess í
kvöld kl. 20 í Bíó Paradís. Verða þar sýnd vídeóverk
þeirra listamanna sem komið hafa fram í Midpunkt frá
opnun. Sýningin á vídeóverkunum mun taka 90 mín-
útur og er aðgangur ókeypis. Midpunkt er eitt fárra
rýma sem rekin eru af listamönnum og utan miðbæjar
Reykjavíkur. Jeanette Castioni og Þuríður Jónsdóttir
voru þar fyrstar til að sýna; nefndist sýning þeirra
Efahljómur og var haldin í samstarfi við listahátíðina
Cycle. Á árinu sem liðið er frá opnun hefur m.a. verið
haldin pólsk-íslensk listahátíð og Almar Atlason sag-
aði í sundur hrærivél. Nú stendur yfir sýning Úlfs Karlssonar, Þjófaveisla.
Haldið upp á eins árs afmæli Midpunkt
Hrærivélin sem Almar
sagaði í tvennt.
Rjóminn af ísnum