Morgunblaðið - 30.10.2019, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 30.10.2019, Blaðsíða 12
12 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. OKTÓBER 2019 VILTU TAKAVIÐ GREIÐSLUMÁNETINU? KORTA býður uppá fjölbreytta þjónustu sem hentar bæði minni og stærri fyrirtækjum. Kannaðu málið. Suðurlandsbraut 30, 108 Reykjavík, 558 8000 / korta@korta.is / korta.is Þúsundir slökkviliðsmanna börðust við gróðurelda á tveimur svæðum í Kaliforníu í gær. Um 180.000 manns hefur verið sagt að forða sér af heim- ilum sínum í hluta borgarinnar Santa Rosa og á stóru svæði í Sonoma-sýslu norðan við San Francisco vegna svo- nefnds Kincade-elds sem kviknaði á miðvikudaginn var. Tugir þúsunda manna þurftu að flýja heimili sín vegna annars elds sem kviknaði í grennd við Brentwood-hverfið í Los Angeles þar sem um 10.000 hús voru talin í hættu í gær, m.a. stór og glæsi- leg einbýlishús. Á meðal þeirra sem hafa þurft að forða sér af heimilum sínum eru leikarinn og stjórnmála- maðurinn Arnold Schwarzenegger og körfuboltastjarnan LeBron James. Eldurinn kviknaði nálægt Getty-miðstöðinni í Brentwood og hafði í gær logað á um 240 hektara svæði. Kincade-eldurinn hafði í gær geis- að á 260 ferkílómetra svæði og gert var ráð fyrir að ekki yrði hægt að slökkva hann fyrr en 7. nóvember. Um 80.000 hús voru talin í hættu í Sonoma-sýslu, að sögn almanna- varnayfirvalda í Kaliforníu. Ríkisstjóri Kaliforníu hefur lýst yf- ir neyðarástandi í ríkinu vegna gróðureldanna. Hundruð þúsunda heimila án rafmagns Eldarnir urðu til þess að stærsta raforkufyrirtæki Kaliforníu, Pacific Gas & Electric Co, lokaði fyrir raf- magn til hundraða þúsunda heimila og fyrirtækja eftir að skýrt var frá því að ein af háspennulínum fyrir- tækisins kynni að hafa valdið Kin- cade-eldinum. Samskonar háspennu- lína olli mannskæðasta gróðureldi í sögu Kaliforníu á síðasta ári þegar 86 manns létu lífið. Fyrirtækinu hefur verið kennt um nokkra aðra gróður- elda á síðustu árum og það óskaði eft- ir greiðslustöðvun fyrr á árinu. Eftirlitsstofnun í Kaliforníu kvaðst í fyrradag hafa hafið rannsókn á því hvort raforkufyrirtæki hefðu brotið reglur með því að loka fyrir rafmagn til um 2,5 milljóna manna vegna eld- anna. Pacific Gas & Electric Co kvaðst í gær þurfa að loka fyrir raf- magn til 1,5 milljóna manna til við- bótar til að koma í veg fyrir að skemmdar háspennulínur valdi fleiri eldum. bogi@mbl.is Í ljósum logum Hús brennur í bænum Windsor í Sonoma-sýslu þar sem gróðureldur hefur geisað síðustu daga. Tugir þúsunda manna flýja skæða gróðurelda  Neyðarástand vegna elda á tveimur svæðum í Kaliforníu BANDA- RÍKIN KYRRAHAF Los Angeles Tijuana KAL IFORNÍA San Francisco Brentwood Gróðureldar í Kaliforníu Heimildir: Firms, Modis, Nasa Eosdis, almannavarnayfirvöld 50 km Rýmingar- svæði Sonoma- sýsla Eldar í gær og fyrradag KAL I FORN ÍA KYRRAHAF Santa Rosa San Francisco Berkeley Oakland Sonoma Kincade- eldurinn AFP Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Neðri deild breska þingsins samþykkti í gærkvöldi frumvarp Boris Johnsons, forsætisráðherra Bretlands, um að efnt yrði til þingkosninga 12. desem- ber. Áður hafði þingdeildin hafnað breytingartillögu Jeremys Corbyns, leiðtoga Verkamannaflokksins, um að kosningarnar færu fram þremur dög- um fyrr. Fyrr í gær skýrði Corbyn frá því að hann hefði ákveðið að styðja þingkosn- ingar í desember vegna þess að ekki væri lengur hætta á að Bretland gengi úr Evrópusambandinu án samnings um mánaðamótin eftir að ESB-ríkin samþykktu beiðni breska þingsins um að fresta útgöngunni um þrjá mánuði. Þetta er í fyrsta skipti frá árinu 1923 sem Bretar ganga til þingkosninga í desember og mjög sjaldgæft er að kos- ið sé til breska þingsins að vetri til. Þingkosningarnar hafa oftast farið fram að vori til þar sem valdhafarnir hafa talið sig eiga mesta möguleika á að ná endurkjöri þegar vorhugur er kominn í kjósendur, að því er fram kemur í fréttaskýringu The Tele- graph. Breyting á kosningaaldri ekki borin undir atkvæði Forsætisráðherrar Bretlands gátu boðað til kosninga áður en fimm ára kjörtímabili þingsins lauk og valið kjördaginn þar til sett voru lög árið 2011 sem kveða á um að minnst tveir þriðju allra þingmannanna þurfi að samþykkja tillögu forsætisráðherrans um að flýta kosningum. Boris Johnson reyndi þrisvar að fá þingið til að sam- þykkja kosningar í desember á grund- velli þessara laga en tillögur hans voru felldar. Hann ákvað þá að leggja fram sérstakt frumvarp um að kosningar færu fram 12. desember nk. og það þurfti aðeins að fá meirihluta at- kvæðanna til að verða að lögum. Stjórnarandstaðan gat lagt fram tillög- ur um breytingar á frumvarpinu og lagt var til að lágmarkskosningaaldur- inn yrði lækkaður úr 18 árum í 16 og að ríkisborgarar annarra ESB-landa, sem dvelja í Bretlandi, fengju að kjósa. Varaforseti þingdeildarinnar, sem stjórnaði afgreiðslu málsins, heimilaði ekki að þær tillögur yrðu bornar undir atkvæði. Áður hafði breska stjórnin sagt að hún myndi draga frumvarpið til baka ef þessar breytingartillögur yrðu samþykktar. Varaforsetinn heim- ilaði hins vegar atkvæðagreiðslu um þá tillögu að kosið yrði 9. desember. Fær enginn meirihluta? Skoðanakannanir benda til þess að Íhaldsflokkurinn sé með verulegt for- skot á Verkamannaflokkinn en Brexit- flokkurinn og Frjálslyndir demókrat- ar, sem eru andvígir brexit, hafa aukið fylgi sitt. Fyrir síðustu kosningar mældist Íhaldsflokkurinn með tíu pró- sentustiga forskot á Verkamanna- flokkinn í könnunum en missti síðan meirihluta sinn á þinginu. John Curtice, stjórnmálafræðingur við Strathclyde-háskóla í Glasgow, tel- ur að eins og staðan er núna eigi Íhaldsflokkurinn góða möguleika á að ná því markmiði sínu að fá meirihluta þingsætanna en svo geti þó farið að engum flokkanna takist það. Fái Íhaldsflokkurinn ekki meirihluta geti það orðið til þess að mynduð verði samsteypustjórn undir forystu Verka- mannaflokksins og efnt verði til nýrrar þjóðaratkvæðagreiðslu um brexit. Bretar kjósa nýtt þing 12. desember  Fyrstu bresku þingkosningarnar í desembermánuði frá árinu 1923 AFP Fullreynt þá fernt er Boris Johnson forsætisráðherra á þinginu í gær. Þriðju kosningarnar frá 2015 » Frumvarpið um að gengið yrði til kosninga 12. desember var samþykkt með 438 at- kvæðum gegn 20. » 295 þingmenn greiddu at- kvæði með breytingartillögu um að kosið yrði 9. desember en 315 á móti. » Þingkosningar hafa farið fram tvisvar í Bretlandi á síð- ustu fjórum árum, 2015 og 2017.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.