Morgunblaðið - 30.10.2019, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 30.10.2019, Blaðsíða 25
Íþróttir Bandarískar íþróttar eiga undir högg að sækja þessa dag- ana. Áhorfið fer minnkandi á nánast allar íþróttir sem í boði eru vestanhafs, ekki bara hjá Kananum sjálfum, heldur líka hjá íþróttaunnendum annars staðar í heiminum. Ég hef reynt að hanga yfir NFL-deildinni öðru hverju en hef ekki fjárfest í fullri áskrift að deildinni núna í tvö ár. NBA- deildin er eins og hún er. Um það bil 1.250 leikir á einu tímabili áð- ur en úrslitakeppnin tekur við. Leikmenn deildarinnar spila að sjálfsögðu af fullum krafti í öll- um leikjum og í íþróttahúsum Vestanhafs er ekki til neitt sem heitir göngubolti. Móðir allra íþrótta, eða meira kannski langamma. Hafnaboltinn er svo íþrótt sem fáir í Evrópu hafa náð að tengja við og kemur það svo sem ekki mikið á óvart. Ég hef farið á einn hafnaboltaleik á minni ævi og það geri ég aldrei aftur. Það er bókstaflega eins og að horfa á málningu þorna enda gerist allt í hægri endursýningu inni á vell- inum. NHL-deildin í íshokkíi er hins vegar eitthvað sem ég á enn þá eftir að setja mig inn í. Knattspyrnan er á uppleið í Bandaríkjunum og ætli hún taki ekki yfir íþróttamenninguna þeirra á endanum. Ég er á leið til New York, í nóvember, og er að reyna ákveða hvaða íþrótta- viðburðum ég eigi að verða vitni að. Eins og staðan er í dag finnst mér líklegast að ég endi á leik í NHL-deildinni og NFL-deildinni. Eins þreyttar og bandarískar íþróttir geta verið er alltaf ákveð- inn sjarmi yfir úrslitakeppnunum þar í landi, svipað og hér heima, en ef ég ætti að velja á milli bandarísku úrslitakeppninnar í körfunni og þeirrar íslensku myndi ég alltaf velja íslensku úr- slitakeppnina sem á sér engin takmörk þegar kemur að skemmtanagildi. BAKVÖRÐUR Bjarni Helgason bjarnih@mbl.is ÍÞRÓTTIR 25 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. OKTÓBER 2019 FÓTBOLTI Kristján Jónsson kris@mbl.is Álasund varð í efsta sæti b- deildarinnar í Noregi í knattspyrnu með nokkrum yfirburðum og leikur í efstu deild á næsta tímabili. Aron Elís Þrándarson ætlar þó að yfirgefa félagið, telur tíma til kominn að reyna fyrir sér á nýjum slóðum. Morgunblaðið hafði samband við Ar- on Elís í gær. „Við erum bara með mjög gott lið. Ég myndi segja að við værum með lið sem er svipað að styrkleika og fínt lið í efstu deild en spiluðum í næstefstu deild. Það sást einnig í bikarkeppninni þegar við slógum út Molde og Rosenborg en féllum úr keppni eftir vítaspyrnukeppni gegn Viking. Við sýndum í þeim leikjum að við áttum í fullu tré við lið í efstu deild. Í fyrra vantaði meira upp á breiddina hjá okkur því við vorum óheppnir með meiðsli. Við erum með sterkari leikmannahóp í ár og meiri breidd. Fyrir utan það þá small liðið saman og það var eiginlega aldrei spurning um að við færum upp um deild,“ sagði Aron en hann lék sem miðtengiliður á tímabilinu. Hann er vanari því að leika framar á vellinum en kann ágætlega við sig á miðjunni. „Tían er staða sem virðist vera að deyja út í fótboltanum og maður þarf að geta leyst fleiri stöður af hendi. Ég hef verið að spila sem átta í 3-5-2 kerfi. Á Íslandi var ég vanur því að spila fyrir aftan framherjann í meira sóknarhlutverki. Núna er ég með meiri varnarskyldur. Ég hef spilað vel að mér finnst og tel að mínir styrkleikar nýtist vel í þessari stöðu en það tók mig smátíma að venjast þessu hlutverki.“ Er opinn fyrir öllu Þótt Álasund leiki í efstu deild í Noregi á næsta tímabili ætlar Aron Elís að halda sig við þá ákvörðun að reyna fyrir sér annars staðar en samningur hans rennur út í lok tímabilsins. „Í fyrra hefðu þeir getað selt mig en vildu fá meira fyrir mig en áhuga- söm lið voru tilbúin að borga. For- ráðamenn Álasunds tóku því þá ákvörðun að nota mig frekar á þessu tímabili þótt ég geti farið á frjálsri sölu. Þeir sýndu áhuga á að semja við mig en ég er ákveðinn í að breyta til. Ég er búinn að vera hjá Álasundi í langan tíma (fimm ár) og tel að ég þurfi á nýrri áskorun að halda en það var gaman að enda á góðum nót- um,“ sagði Aron sem er opinn fyrir því að spreyta sig utan Noregs. Hann segist ekki hafa skoðað hvað sé í boði enn sem komið sé því tíma- bilinu sé bara rétt að ljúka í Noregi. Fylgist vel með Aron Elís er uppalinn í Víkingi og æfði um tíma með liðinu í sumar. Hann gladdist mjög þegar liðið varð bikarmeistari síðsumars. „Það var mjög skemmtilegt. Ég er ánægður með það sem er í gangi í Víkinni miðað við það sem ég hef séð. Ég æfði aðeins með þeim í sum- ar og finnst Arnar (Gunnlaugsson þjálfari) vera að gera flotta hluti. Nú er loksins komin smástefna hjá fé- laginu, bæði hvað varðar leikstílinn og leikmannahópinn. Liðið gefur ungum leikmönnum tækifæri og spilar skemmtilegasta fótboltann á Íslandi myndi ég halda. Það var geggjað hjá þeim að klára dæmið í bikarnum,“ sagði Aron en ekki fer á milli mála að Aron fylgist vel með gangi mála á Íslandi því hann gerði sér lítið fyrir og sigraði í Drauma- liðsdeild Eyjabita og Fótbolta.net í sumar. Slíkt er ekki hrist fram úr erminni en keppnin tekur fimm mánuði og mörg þúsund lið eru skráð til leiks. „Ég fylgist vel með fótboltanum á Íslandi enda þekki ég fullt af leik- mönnum. Mér finnst gaman að fylgj- ast með þeim og Pepsi-deildinni. Ég ákvað að vera með í leiknum en svo gekk það bara svona helv … vel.“ Hugsar sér til hreyfings Ljósmynd/aafk.no/Srdan Mudrinic Á miðjunni Aron Elís Þrándarson hefur færst aftar á völlinn.  Aron Elís lék sem miðtengiliður Ísland mætir Slóvakíu, Kósóvó og Lúxemborg í fyrstu umferð for- keppni heimsmeistaramóts karla í körfuknattleik sem fram fer 2023. Dregið var í riðla í gær en ís- lenska liðið mun hefja keppni í febrúar. Í hinum riðlinum eru Hvíta- Rússland, Portúgal, Kýpur og Alb- anía. Spilað er heima og að heiman í febrúar og nóvember 2020 og í febrúar 2021. Tvö efstu liðin úr hvorum riðli fara áfram í 2. umferð forkeppn- innar en þar munu bætast við þau átta lönd sem ekki komast á EM 2021 í gegnum undankeppnina, en hún verður leikin í sömu landsliðs- gluggum næstu tvö keppnistímabil. Fyrsti leikur Íslands verður gegn Kósóvó ytra í febrúar og í framhaldinu verður heimaleikur gegn Slóvakíu hérlendis ef Laug- ardalshöllin fær áfram undanþágu til landsleikjahalds eins og undan- farin ár. Kósóvó fékk um tíma ekki að leika í undankeppni í knattspyrn- unni í heimalandinu. Aðstaðan þótti ekki fullnægjandi. Lék Kó- sóvó heimaleiki sína í Albaníu um tíma af þeim sökum. 2. umferð í ágúst 2021 Morgunblaðið spurði Hannes S. Jónsson, formann KKÍ, út í þetta atriði í gær og Hannes á ekki von á öðru en að Kósóvó fái að spila heimaleiki sína í Kósóvó. Þeir héldu til að mynda mót í Kósóvó í U18 ára aldurs- flokki í sumar og léku heima í Kó- sóvó í forkeppni EM karla. Að- staðan ætti því að vera fullnægj- andi. Íslendingar búast í það minnsta við því að þeir séu á leið til Kósóvó í febr- úar en ekki Albaníu. Lið Lúx- emborg þekkja Íslendingar frá Smáþjóðaleikum og voru í riðli með Slóvakíu í undankeppni EM fyrir nokkrum árum. Ísland er efst þeirra liða sem fara í fyrstu umferð forkeppninnar á heimslistanum. Fari svo að Ís- land nái öðru af tveimur efstu sæt- unum þá tekur við 2. umferð for- keppninnar. Hún yrði afgreidd í ágúst 2021. Með svipuðum hætti og riðillinn sem Ísland var í þegar forkeppni EM fór fram í ágúst síð- asta sumar. Eftir 2. umferð forkeppninnar tekur við hin hefðbundna und- ankeppni fyrir HM en þangað fara átta lið af tólf úr 2. umferð for- keppninnar. Ísland lék í und- ankeppni HM 2019 og var þá í riðli með Tékklandi, Finnlandi og Búlg- aríu. Ísland vann þá góða sigra gegn Tékklandi og Finnlandi hér heima en tvö töp gegn Búlgaríu gerðu það að verkum að Ísland komst ekki áfram í milliriðil. kris@mbl.is Forkeppni hefst í febrúar  Fyrsti leikur Íslands verður gegn Kósóvó ytra  Ísland einnig í riðli með Slóvakíu og Lúxemborg  Leikið í febrúar og nóvember 2020 og aftur í febrúar 2021 Hannes S. Jónsson Fjölnir tyllti sér á toppinn í Hertz- deild karla í íshokkíi þegar liðið vann 5:3-sigur gegn SR í Skauta- höllinni í Laugardal í gær. Það var mikið fjör í fyrsta leikhluta þar sem Ólafur Björnsson og Michal Stoklosa skoruðu fyrir Fjölnismenn snemma leiks. Jón Óskarsson og Miloslav Rac- ansky jöfnuðu metin fyrir SR um miðjan fyrsta leikhluta. Michal Stoklosa kom Fjölnismönnum í 3:2 skömmu síðar og Ólafur Björnsson skoraði fjórða mark Fjölnismanna undir lok fyrsta leikhluta og staðan 4:2, Fjölnismönnum í vil. Kári Guðlaugsson minnkaði mun- inn fyrir SR undir lok annars leik- hluta en Steinar Grettisson innsigl- aði sigur Fjölnis með marki undir lok þriðja leikhluta og þar við sat. Fjölnismenn eru með fullt hús stiga eða 12 stig í efsta sæti deildarinnar eftir fyrstu fjóra leiki sína. SA er í öðru sæti með 9 stig og SR er án stiga. bjarnih@mbl.is Fjölnismenn með fullt hús stiga á toppnum Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Mörk Ólafur Björnsson var atkvæðamikill og skoraði tvívegis fyrir Fjölni. Danmörk Esbjerg – Herning-Ikast .................... 26:24  Rut Jónsdóttir var ekki á meðal marka- skorara Esbjerg. HANDBOLTI KÖRFUKNATTLEIKUR Úrvalsdeild kvenna, Dominos-deildin: Blue-höllin: Keflavík – Skallagrímur ..19.15 DHL-höllin: KR – Grindavík................19.15 Smárinn: Breiðablik – Valur ................19.15 Stykkishólmur: Snæfell – Haukar.......19.15 HANDKNATTLEIKUR Úrvalsdeild karla, Olísdeildin: Ásvellir: Haukar – ÍBV.........................18.30 Austurberg: ÍR – FH.................................19 KA-heimilið: KA – Stjarnan......................19 Kórinn: HK – Fram...............................19.30 Dalhús: Fjölnir – Valur..............................20 Í KVÖLD!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.