Morgunblaðið - 30.10.2019, Blaðsíða 19
MINNINGAR 19
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. OKTÓBER 2019
✝ Hanna Aðal-steinsdóttir
fæddist í Reykja-
vík 16. júní 1930.
Hún lést á Skjóli í
Reykjavík 13.
október 2019.
Foreldrar henn-
ar voru Halldóra
Sigfúsdóttir
saumakona, f. 28.8.
1902, d. 24.1. 1988,
frá Sandbrekku í
Hjaltastaðaþinghá, og Að-
alsteinn Hallsson leikfim-
iskennari, f. 11.2. 1903, d. 6.6.
1984, frá Kóreksstöðum í
Hjaltastaðaþinghá. Hanna átti
einn bróður, Þórhall, f. 29.8.
1928, d. 24.1. 1930.
Hanna giftist 9. júlí 1949 Val
Fannari gullsmið, f. 24.6. 1927,
d. 1.10. 2000. Foreldrar hans
voru Þórunn Björnsdóttir, f.
1898, d. 1983, frá Möðrudal á
Efra-Fjalli, hann var fóst-
ursonur Marteins Skaftfells
viðskiptafræðingur, Marín
mannfræðingur og Valur
Fannar verkfræðingur.
3. Heimir Fannar, f. 1951,
doktor í vélaverkfræði í Banda-
ríkjunum.
4. Valur Fannar, f. 1958,
byssusmiður í Bandaríkjunum.
Börn hans eru Erla Steinunn
sálfræðingur, Linda,
líffræðingur í Bandaríkjunum,
Snædís, viðskiptafræðingur í
Bandaríkjunum, og Valur
Fannar, nemi í Bandaríkjunum.
5. Hanna Mjöll Fannar, f.
1962, sjúkraliði. Börn hennar
eru Venný stjórnsýslufræð-
ingur og Valur Wíum nemi.
Langömmubörnin eru orðin
17.
Hanna lauk gagnfræðaprófi
frá Austurbæjarskólanum. Hún
vann með Fannari á gullsmíða-
verkstæðinu og í skartgripa-
versluninni þeirra. Hún vann
einnig sem ritari á hjartadeild
LSR. Hanna stundaði golf og
var mikið í leikfimi. Hún var
listamaður, prjónaði, heklaði
og saumaði og vann einnig
listaverk í gler.
Útför hennar fer fram frá
Kópavogskirkju í dag, 30. októ-
ber 2019, klukkan 13.
kennara, f. 1903 d.
1985, frá Reykja-
vík. Systkini Fann-
ars sammæðra Est-
er Geirsdóttir
Zoega Preis, f.
1925, Heiðar Mar-
teinsson, f. 1931,
og Venný Mar-
teinsdóttir Keith,
f. 1936. Systur
samfeðra Nína
Lárusdóttir, f.
1932 og Elísabet Lárusdóttir, f.
1934.
Börn Hönnu og Fannars eru:
1. Halldór Fannar tannlækn-
ir, f. 1948, d. 2012. Börn hans
eru Soffía Dögg tannsmiður,
Halla Dóra, læknir í Svíþjóð,
Halldór Fannar, nemi í húsa-
smíði, og Róbert Fannar eðl-
isfræðingur.
2. Þór Fannar verslunareig-
andi, f. 1950. Börn hans eru
Vala Birna, tölvunarfræðingur
í Noregi, Ína Edda
Í dag kveðjum við elskulega
tengdamóður mína.
Hún Hanna ólst ein upp með
móður sinni í Reykjavík en hún
átti einn bróður, Þórhall, sem
lést eins og hálfs árs þegar
mamma hennar gekk með hana.
Amma hennar Jóhanna kom til
þeirra mæðgna að austan þegar
Hanna var fjögurra ára gömul og
var hjá þeim í nokkur ár.
Hanna var hress og kát, hún
átti fullt af vinkonum og var í
fjölmennum saumaklúbb, þær
studdu alltaf vel hver aðra hittust
oft og ferðuðust líka með mökum
sínum.
Hanna og Fannar voru ung
þegar þau eignuðust börnin. Þau
voru mjög náin og elskuleg hjón,
miklir listamenn bæði. Þau náðu
að eiga gullbrúðkaup og áttu
mjög farsæla ævi. Þau eignuðust
fimm börn sem eru öll á lífi nema
Halldór, hann lést 63 ára. Hanna
lagði mikla áherslu á að koma
börnunum sínum til mennta, hún
hafði alltaf mikinn áhuga á því
sem þau voru að læra. Nú eru af-
komendur þeirra Hönnu og
Fannars orðnir 31.
Hanna og Fannar elskuðu
golfíþróttina. Hún spilaði mikið
golf og náði þeim árangri að vera
ein af fremstu konum á Íslandi í
golfi þegar hún var upp á sitt
besta, alltaf svo bein og nákvæm
í höggunum. Hún vissi allt um
golf og það var ekkert skemmti-
legra en að spila golf, tala um
golf og horfa á golfkeppnir í sjón-
varpinu. Einu sinni vorum við öll
saman fjölskyldan á Írlandi og
það átti að spila golf, við fórum á
golfvöllinn og Hanna átti ekki að
fá að spila því hún var kona, hún
var samt með lægstu forgjöfina
af öllum í fjölskyldunni. Þeir sem
réðu á þessum írska golfvelli
ákváðu að lokum að leyfa henni
að spila með strákunum en hún
mátti ekki fara inn í golfskálann.
Þetta fannst okkur skrítið.
Hanna var í mörg ár í leikfimi
hjá Ástbjörgu Gunnarsdóttur og
var í sýningarflokki þar. Hún átti
margar vinkonur í hópnum sem
ég hef m.a. hitt og minnast henn-
ar með mikilli hlýju.
Hún var listakona og vann allt-
af mikla handavinnu. Hún prjón-
aði, heklaði og saumaði á börnin,
þar náðum við vel saman. Þegar
hún var orðin fullorðin vann hún
listafallegar glermyndir á nám-
skeiði með eldri borgurum. Allt
sem hún gerði var einstaklega
vel gert.
Hún átti mjög fallegt heimili
og fallegan garð við húsið sitt í
Hlégerði í Kópavogi, hún hafði
yndi af því að róta í moldinni,
hæna að sér fuglana og rækta
garðinn sinn.
Ég þakka Hönnu samfylgdina
í næstum fimmtíu ár, nú er hún
komin í sumarlandið og vonandi
hefur Fannar tekið á móti henni
með opinn arminn. Hvíldu í friði.
Þín
Guðrún Kristín.
„Elskuleg tengdamóðir mín
Hanna Aðalsteinsdóttir er látin.
Leiðir okkar lágu saman fyrir
hart nær 40 árum, urðum við
góðar vinkonur og bar aldrei
skugga á. Það var alltaf gott að
koma á fallegt heimili Hönnu og
Fannars sem bar vott um góðan
smekk, hlýju og natni.
Í mínum huga var Hanna
heimsdama, fyrsta konan sem ég
kynntist sem spilaði golf og var í
kvennaleikfimi hjá Ástbjörgu
fram á efri ár. Alltaf glæsileg, vel
til höfð og smekkleg í öllu sem
hún gerði, hvort sem það var að
skipuleggja garðinn sinn, handa-
vinnu eða glerverk.
Ég á glæsilega glermynd eftir
hana sem ég held mikið upp á og
er hún af selskapskonu í garði í
síðum kjól og með barðastóran
hatt, falleg samsetning og litaval,
þetta var svo mikið Hanna.
Hanna og Valur Fannar voru
frumbyggjar í Kópavogi og áttu
heima í Hlégerði 37.
Eftir lát Fannars í október ár-
ið 2000 bjó Hanna um tíma í
Fannborginni og var hún dugleg
að sækja afþreyingu í fé-
lagsstarfi eldri borgara og naut
sín vel þar.
Hin seinni ár voru Hönnu erf-
ið, hún veiktist af alzheimersjúk-
dómnum en var ótrúlega lunkin
að fela einkennin og bjarga sér
með hnyttnum tilsvörum. Eftir
að sjúkdómurinn ágerðist flutti
Hanna á Skjól og naut góðrar
umönnunar yndislegs starfs-
fólks.
Voru góðar stundir sem við
áttum saman á Skjóli, var framan
af stutt í gleðina og hláturinn,
rifjaðir upp gamlir tímar, sagðar
helstu fréttir af fjölskyldunni,
eða bara setið og horft út um
gluggann og þagað.
Ég vil þakka fyrir samfylgdina
um leið og ég horfi á lífið halda
áfram í lítilli dömu sem ber nöfn-
in okkar beggja, Hanna Fríður
Halldórsdóttir.
Minningin lifir um góða og
glæsilega konu sem mér þótti svo
undur vænt um.
Fríður Garðarsdóttir.
Elsku amma Hanna er nú fall-
in frá eftir mörg ár þar sem Alz-
heimer-sjúkdómurinn hafði öll
völd. Amma var glaðlynd og með
dillandi hlátur, hún var alltaf
hress, ljúf og góð. Hún var mikil
handavinnukona og var mjög
vandvirk, hún prjónaði, bjó til lit-
skrúðug blóm úr næloni, vann
glerlistaverk, málaði postulín og
hvað eina. Þau afi Fannar áttu
það sameiginlegt að vera miklir
listamenn. Amma var alltaf hlað-
in gulli og eðalsteinum, sem afi
hafði smíðað handa henni, við
dáðumst að fallegu skartgripun-
um hennar og silfraða hárinu.
Amma var líka mikill golfari og
henni leið hvergi betur en á golf-
vellinum. Hún hafði mikinn
áhuga á því að við barnabörnin
menntuðum okkur og sýndi
framvindu náms okkar mikinn
áhuga.
Í dag kveðjum við Ömmu en í
raun fór hún frá okkur fyrir
nokkrum árum. Það er gott að
hugsa til þess að afi og Halldór
frændi taki á móti ömmu þarna
hinum megin. Annar með gulli og
gimsteinum, hinn með hlátra-
sköllum og tónlist.
Ína Edda, Marín
og Valur Fannar.
Hanna
Aðalsteinsdóttir
Við hjónin kom-
um í Borgarfjörð
haustið 1961 – Jón
að fara í fram-
haldsnám á Hvanneyri, ég ráð-
in að Hesti með dóttur mína á
fyrsta ári. Einar var reglufast-
ur og góður húsbóndi, graut-
urinn stundvíslega kl. 8 að
morgni.
Heimilið á Hesti var stórt og
margir rannsóknarmenn sífellt
á ferðinni. Alltaf glatt á hjalla,
gleði og kátína.
Þetta haust fór Einar á fæt-
ur í rauða bítið kl. 5 til að sinna
hestum sínum fyrir vinnudag-
inn, þá var hann með Nökkva
frá Hólmi á fóðrum orðinn full-
orðinn, mikill höfðingi – stalst
til að fara berbakt með hann í
hagann.
Hrossarækt var Einars
mikla áhugamál og náði hann
afburða árangri á öllum stór-
mótum hestamanna. Um það
leyti stofnaði hann hrossarækt-
Einar Eylert
Gíslason
✝ Einar EylertGíslason fædd-
ist 5. apríl 1933.
Hann lést 5. sept-
ember 2019.
Útförin fór fram
13. september
2019.
arfélagið Skugga
er voru afkvæmi
Skugga frá Bjarna-
nesi, föður
Nökkva. Einar
skildi eftir sig stór
spor í hrossarækt
er vara enn. Ég
eignaðist góða
hryssu úr Horna-
firði og var tekin
inn í hrossaræktar-
félagið – það var
mikil upphefð, aðeins hreinir
Hornfirðingar komu til greina.
Árið hjá Einari leið fljótt,
alltaf gaman í vinnunni þótt
það væri erfitt stundum með 30
manna heimili oftar en ekki.
Engin nútímatækni, ekki
þvottavélar, allt leirtau vaskað
á gamla mátann. Þvottur var
allur þveginn niðri á Bæ í
Borgarfirði , vatn var ekki
nægilegt á Hesti í þá daga.
Alda konan hans var mikill
sjúklingur, var meira og minna
á spítala eftir jól, ég 19 ára
varð að standa undir heimilinu
með hjálp fatlaðrar tengdamóð-
ur Einars.
Oft á kvöldin er ég var ein
með uppvaskið tók hann Lauf-
eyju litlu inn í stofu til sín með-
an lokið var við að ganga frá.
Það tókst ævarandi vinátta með
okkur, bæði vorum við skyld af
Vefaraætt og hann átti miklar
rætur austur á Hérað, átti
bernskuárin þar. Átti einnig ís-
lenska hunda er hann ræktaði.
Síðan lá leiðin norður í
Skagafjörð, Ásdís Sigurjóns-
dóttur frá Skörðugili kom að
Hesti sem ráðskona, þar hitti
hann ástina sína og reistu þau
bú þar.
Einar sinnti áfram leiðbein-
ingum í landbúnaði, átti ekki
minni spor þar en suður í Borg-
arfirði; reyndar má segja að
áhrifa hans hafi gætt um land
allt.
Þau Ásdís eignuðust fjóra
syni – allir eru þeir tengdir bú-
skap í Skagafirði. Tveir búa nú
að Skörðugili myndarbúi, sá
þriðji býr einnig í Skagafirði en
sá yngsti er dýralæknir í Sví-
þjóð. Það var síðasta takmark
Einars að vera þar við giftingu
og skírn hjá syni sínum. Einar
lést á Landspítalanum af
hjartaáfalli saddur lífdaga en
leit glaður yfir farinn veg.
Hitti ég þau hjón fyrir ári og
urðu fagnaðarfundir, höfðum
ekki sést í áratugi, ógleyman-
leg stund, mikið spjallað og
hlegið, Einar með sinn
skemmtilega hlátur er smitaði
alla í kringum síg.
Að leiðarlokum þakka ég
Einari fyrir ævarandi vináttu
sem aldrei bar skugga á.
Innilegar samúðarkveðjur til
Ásdísar og fjölskyldu hennar.
Sigríður Laufey
Einarsdóttir.
Kæra Jakobína
mín (Bíbí)! „Og
vinir berast burt á
tímans straumi og blómin fölna
á einni hélunótt.“ Það eru orð
að sönnu. Ég þakka þér fyrir
lífsgönguna hér á Bíldudal þeg-
ar við vorum bæði ung, þá var
oft gaman að vera til. Við sung-
um í þó nokkuð langan tíma í
Bíldudalskirkju ásamt móður
þinni Arndísi Ágústsdóttur. Allt
var þetta gott innlegg í stað-
armyndina á Bíldudal á sínum
tíma. Ég kveð þig hinstu kveðju
Jakobína Páls-
dóttir Jónsdóttir
✝ Jakobína Páls-dóttir Jóns-
dóttir, Bíbí, fæddist
17. nóvember 1948.
Hún lést 27. sept-
ember 2019.
Útför Jakobínu
fór fram 12. októ-
ber 2019.
með ljóði er ég
söng svo oft hér um
þessar slóðir og inn
á plötu:
Arnarfjörður
eftir Ingimar Júl-
íusson frá Bíldudal.
Arnarfjörður þú ert
hverjum firði fegri
með þinn fjallahring,
nes og bláu sund.
Þínar dætur eru öllum
yndislegri,
um þær dreymir þína syni hverja
stund.
Þegar sumarnóttin sveipar dali þína
við þinn sæta skógarilm og fossanið,
skal ég segja þér mína dýru drauma
duldu sorgir, skýjaborgir.
Við þitt hjarta ég geymi gæfu mína
og gleði mína finn ég aftur barm
þinn við.
Jón Kr. Ólafsson söngvari,
Reynimel, Bíldudal.
Sálm. 16.1-2
biblian.is
Varðveit mig, Guð,
því að hjá þér leita
ég hælis. Ég segi
við Drottin: „Þú ert
Drottinn minn, ég
á engin gæði nema
þig.”
Þökkum hlýhug og vináttu vegna andláts
heittelskaðs eiginmanns míns, föður okkar
og tengdaföður,
JÓNS ÓLAFS ÞÓRÐARSONAR
lögfræðings.
Bjarnveig Bjarnadóttir
Þórður Jónsson
Fríða Metz
Saad Metz
Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og
hlýhug við andlát og útför ástkærs föður
okkar, tengdaföður, afa og langafa,
GUÐJÓNS BJÖRNSSONAR
sjómanns,
Árgötu 5, Húsavík.
Sérstakar þakkir til alls starfsfólks
á Skógarbrekku HSN fyrir alúð og góða umönnun.
Sigríður F. Guðjónsdóttir
Friðrika Guðjónsdóttir Gunnar Bóasson
Kristján Guðjónsson
Jóhanna Guðjónsdóttir Axel Reynisson
Unnur Guðjónsdóttir Trausti Aðalsteinsson
Björn Guðjónsson
Innilegar þakkir til allra þeirra er sýndu
okkur samúð, vináttu og hlýju vegna
andláts og útfarar elskulegrar eiginkonu
minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu
og langömmu,
ELÍNAR PÁLFRÍÐAR
ALEXANDERSDÓTTUR
Skipastíg 3, Grindavík.
Sérstakar þakkir til starfsfólks HSS fyrir einstaka umönnun og
hlýtt viðmót.
Edvard Júlíusson
Alexander G. Edvardsson Þuríður D. Ingvarsdóttir
Kristín Þ. Edvardsdóttir Ottó Hafliðason
Sigmar J. Edvardsson Linda Oddsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn