Morgunblaðið - 30.10.2019, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 30.10.2019, Blaðsíða 28
28 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. OKTÓBER 2019 Dalvegi 16c | 201 Kópavogur | Sími 568 6411 | rafvorur@rafvorur.is Amerísk heimilistæki rafvorur.isRAFVÖRUR ehf Þvottavélar og þurrkarar sem taka 10-17 kg Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is „Sandro Mandrino sem hannaði Grenoble-fatalínuna innan Monc- ler-tískuhússins, byggði lita- samsetningu og efnaval í þeirri línu á innsetningum Hrafnhildar. Hrafnhildur var síðan beðin um að gera innsetningu fyrir tískuviku Moncler í Mílanó síðastliðið vor. Auk innsetningarinnar bjó Hrafn- hildur til verk fyrir hvert sett af flíkum línunnar sem var myndað í „lookbook“. Nú er þessi fatalína að koma í búðir og Hrafnhildur var beðin um að gera stóra gluggaút- stillingu sem samanstendur af þremur fjögurra metra háum björnum í mismunandi litum og eru þeir í stíl við innsetninguna frá því í vor. Tveir birnir verða frammi við innganginn í búðinni og einn þeirra verður inni í búðinni þar sem sést upp á aðra hæð og þar kíkir hann upp á gesti á hæð- inni fyrir ofan,“ segir Lilja Bald- ursdóttir um innsetningu Hrafn- hildar Arnardóttur, eða Shoplifter, sem verður afhjúpuð í dag, mið- vikudag, í borg tískunnar, París, í aðal Moncler-búðinni á 7 rue du Faubourg St. Honoré. „Sandro Mandrino var algerlega innblásinn af verkum Hrafnhildar við hönnun þessarar fatalínu, en hann er yfirhönnuður Moncler og við höfum virkilega gaman af því hvað tískuhúsið ákvað að gera mik- ið úr þessu.“ Ég togaðist í þessa átt Lilja býr í New York og starfar þar sem skapandi framleiðandi (creative producer). Hún sá m.a. um Feneyjatvíæringinn sem Hrafnhildur tók þátt í fyrir hönd Íslands í ár. „Ég er forsvarsmaður Hrafn- hildar eða hennar hægri hönd og við erum mikið „power teymi“ saman, allavegana finnst okkur það. Ég sé alfarið um að semja við þá sem hún á viðskipti við og ég passa m.a. upp á hennar hagsmuni og höfundarrétt verka hennar. Ég sé einnig um kostnaðaráætlanir og skipulegg verkefnin frá grunni, ræð fólk í vinnu og held utan um hvernig verkefnin eru sett fram,“ segir Lilja sem hefur unnið í þess- um geira í sjö ár og hefur mótað sínar eigin leiðir og stofnaði ný- lega sitt eigið fyrirtæki, Artik Creatives. „Ég vinn mikið með listamönn- um, ljósmyndurum og öðru skap- andi fólki. Ég hjálpa þeim meðal annars við að vernda hugverkin þeirra, en starf mitt getur líka fal- ist í því að hjálpa skapandi fólki að byggja upp innviði í eigin fyrir- tækjum, því ég er bæði viðskipta- og listamenntuð. Fyrir vikið hef ég innsýn og skilning á báðum hlið- um, sem er mikill kostur. Skapandi fólk vinnur miklu meira sjálfstætt en áður, en listamenn vilja samt ekki þurfa að eyða dýrmætum tíma í viðskiptahliðina og þeir eru sjaldnast menntaðir á því sviði. Fólk vill geta einbeitt sér að sköp- un sinni,“ segir Lilja og bætir við að fyrirtækið hennar bjóði upp á þrennskonar þjónustu. Að halda utan um framleiðslu á verkefni frá upphafi til enda, að veita ráðgjöf til listamanna á ýmsum sviðum, og að taka í einstaka tilvikum að sér að vera umboðsmaður. „Ég skapaði þetta starf út frá minni reynslu þar sem ég fann hreinlega fyrir svo sterkri eftir- spurn. Ég bjó fyrst í London áður en ég flutti til New York og hef safnað reynslu í hinum ólíkustu störfum, sem ég tel vera mikil verðmæti. Ég hef verið í því að framleiða allt frá tónlistarmynd- böndum til auglýsingaherferða og stórra innsetninga. Ég togaðist í þessa átt án þess að það væri plan- ið í upphafi, sem leiddi mig svo áfram í að stofna fyrirtækið mitt. Ég er alsæl, því þetta er virkilega fjölbreytt og skemmtilegt starf. Ég hef mjög gaman af því að vinna í skapandi verkefnum og að geta lagt mitt af mörkum í því list- ræna,“ segir Lilja og bætir við að það þekkist ekki enn mikið að listamenn séu með slíka mann- eskju við hlið sér, sérstaklega ekki á Íslandi. Lilja og Hrafnhildur eru með skemmtileg verkefni á döf- inni, m.a. eru þær að vinna að stóru verkefni með BIOEFFECT, en Hrafnhildur er að hanna með þeim umbúðir fyrir 10 ára afmæli þeirra á næsta ári. Fjögurra metra háir birnir Hrafnhildar  Innsetning Hrafnhildar verður afhjúpuð í dag í borg tískunnar, París  Hönnuðurinn Sandro Mandrino var innblásinn af verkum Hrafnhildar  Lilja Baldurs er hægri hönd Hrafnhildar Lilja Skapandi framleiðandi. Ljósmynd/Lilja Baldursdóttir Risabjörn Hrafnhildur Arnardóttir og Cecilia Pfaff, sem er í innsetningar- teymi Hrafnhildar og Lilju, hér með hluta af einum birni innsetningarinnar. aftur og hugsar með blöndu af kvíða og spennu til framhaldsins. Eins og nafn bókarinnar gefur til kynna er fjallað um málefni innflytj- enda hér á landi í sögunni. Það hlýt- ur að vera snúið að koma til lands þar sem kuldi og myrkur umlykur allt nokkra mánuði ársins og eiga það á hættu að vera litinn hornauga vegna útlits sem er frábrugðið „hefðbundnum“ Íslendingum. Uppbygging bókarinnar er áhugaverð, en strax í upphafi verður lesanda ljóst að glæpur hefur verið framinn. Það er síðan sannfærandi hvernig Hildur er nánast allt í einu kominn í hringiðu rannsóknar, þar Hvað er það í okkur mann-fólkinu sem fær okkurtil þess að vera enda-laust að draga hvert annað í dilka, leita uppi óvini, skipa okkur í fylkingar? Hvers vegna treystum við helst engum nema þeim sem eru eins og spegilmynd af okkur sjálfum? Þetta er ein spurninganna sem aðalsöguhetjan Hildur spyr sig í nýrri bók eftir Ólaf Jóhann Ólafs- son. Í bókinni Innflytjandanum er fylgst með ferð ekkjunnar Hildar frá New York til Íslands þar sem ætlunin er að stoppa stutt við og gera gömlum vini greiða. Ferðin verður lengri en Hildur gerði ráð fyrir og dregst hún inn í rannsókn á morði og mannshvarfi, auk þess sem hún reynir að uppfylla greiðann við gamla vininn. Hægt er að lýsa Innflytjandanum sem blöndu af spennusögu, þar sem ætlunin er að leysa glæp, og sögu þar sem aðal- persónan lítur yfir farinn veg, sakn- ar þess sem liðið er og verður ekki sem hún sleppur við að hugsa um vandamál sem hún þarf að kljást við í New York; bæði í einkalífinu og vinnunni. Helst mætti setja út á hvernig rannsókn glæpamálanna lýkur en það er líklega smekks- atriði. Bókin er fremur auðlesin og þægileg en skilur þó eftir sig áleitn- ar spurningar, á borð við þær sem standa hér efst. Hvers vegna treyst- um við frekar speglunum en fólki sem er uppfullt af annarri reynslu og ætti þar með að víkka sjóndeild- arhringinn okkar? Speglaunnendur hefðu gott af því að lesa þessa ágætu bók. Morgunblaðið/Ómar Speglar „Speglaunnendur hefðu gott af því að lesa þessa ágætu bók,“ segir í gagnrýni um nýjustu skáldsögu Ólafs Jóhanns, Innflytjandinn. Áleitnar spurningar Skáldsaga Innflytjandinn mn Eftir Ólaf Jóhann Sigurðsson. Veröld gefur út. 398 bls., innb. JÓHANN ÓLAFSSON BÆKUR Fjöldi viðburða er á dagskrá Ljóðadaga óperu- daga í dag. Af þeim má nefna opnunartónleika hátíðarinnar sem fram fara í Hátíð- arsal Háskóla Ís- lands kl. 12.30. Á þeim frumflytja Eva Þyri Hilmarsdóttir píanisti, Cat- herine Maria Stankiewicz sellóleik- ari og Guja Sandholt söngkona ís- lensk og erlend verk sem eru óður til náttúru og umhverfismála. Dagskrá má finna á operudagar.is. Hátíð sett í HÍ Guja Sandholt Marína Ósk sendi frá sér fyrstu sólóplötu sína, Athvarf, fyrr í mánuðinum og hélt fyrri útgáfu- tónleika sína í Hofi á Akureyri 25. október en þeir seinni verða haldnir í kvöld kl. 20 í Sunnusal Iðnó. Marína hefur síðustu sjö ár einbeitt sér að djass- námi í Hollandi og í Svíþjóð en tón- listin á plötunni er í berskjölduðum söngvaskáldastíl og gítarinn fær mikið pláss. Tónleikar í Iðnó Marína Ósk

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.