Morgunblaðið - 30.10.2019, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 30.10.2019, Blaðsíða 16
16 UMRÆÐAN Minningar MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. OKTÓBER 2019 ✝ Sigríður Þor-leif Þórðar- dóttir fæddist 13. september 1948 í Reykjavík. Hún lést á Heilbrigðis- stofnun Suðurnesja 19. október 2019. Foreldrar henn- ar voru S. Ingi- björg Þorleifsdótt- ir, f. 20. júní 1926 í Reykjavík, d. 2. september 1989, og Þórður G. Halldórsson, f. 9. desember 1921 í Hnífsdal d. 26. október 1999. Systur Sigríðar eru Svala, f. 19. júlí 1956, Sjöfn, f. 19. júlí 1956, og Margrét, samfeðra, f. 7. nóvember 1969. Eiginmaður Sigríðar var Björgvin Vilmundarson, f. 7. júní 1947, d. 24. febrúar 2018. Þau gengu í hjónaband 9. des- ember 1977. Börn þeirra eru 1) Ingibjörg Marín, f. 27. ágúst 1978, maki Jón Fanndal Bjarnþórsson, f. 14. janúar 1976. Dætur þeirra eru Hanna Margrét, f. 18 nóv- ember 1999, Sig- ríður Emma, f. 9. nóvember 2004, Kristjana Marín, f. 27. nóvember 2008, og Svala María, f. 28. september 2010. 2) Björgvin, f. 26. nóvember 1981, dætur hans eru Elísabet Inga, f. 8. desember 2005, og Sylvía Björg, f. 11. maí 2009, móðir þeirra er Linda Sylvía Hall- grímsdóttir. Útför Sigríðar fer fram frá Grindavíkurkirkju 30. október 2019 og hefst athöfnin kl. 14. Elsku yndislega mamma mín, rosalega er þetta líf skrítið og ósanngjarnt. En það kennir manni þá um leið að njóta hvers dags eins og hægt er. Þú varst svo dásamleg mamma, góðhjört- uð og vildir öllum vel. Þú máttir ekkert aumt sjá, þá reyndir þú að gera eins og þú gast til að að- stoða. Þú kenndir mér það alveg frá því ég var lítil að allir eru jafnir fyrir Guði og enginn betri enn annar og ég hef það að markmiði í mínu lífi. Þú varst einstaklega jákvæð og úrræðagóð, bæði í veikindum pabba sem þú tókst á við af svo miklu æðruleysi alveg þar til hann dó og vonuðum við svo inni- lega að eftir hans löngu veikindi gætir þú loksins notið aðeins lífs- ins en það leið ekki langur tími þar til þú fórst að finna fyrir þín- um veikindum. Þegar höggið kom var það að sjálfsögðu mikið sjokk en þú sterka og jákvæða mamma mín tókst á við það eins og hetja alveg til síðasta dags. Þegar ég kynntist Nonna mín- um varstu svo glöð fyrir mína hönd því þú fannst strax hversu góður strákur hann var enda urð- uð þið mjög góðir vinir. Þú varst svo ánægð með hvað við vorum samrýnd og vildum líka hafa fal- legt í kringum okkur og svo þeg- ar ömmustelpurnar fæddust varstu svo stolt af okkur. Þú varst alltaf svo glæsileg, alltaf með uppsett hár, fallega máluð og í flottum fötum. Þú varst svo dásamleg amma og all- ar ömmustelpurnar þínar elsk- uðu þig mikið. Þeim fannst svo gaman að koma og gista í ömmu- holu og fá súkkulaðiköku og horfa á sjónvarpið með þér. Einn- ig fannst þeim svo gaman þegar þú varst að dunda þér í fötunum þínum og skartgripunum og þær fengu að hjálpa þér með það. Þetta eru svo dýrmætar stundir sem þær munu alltaf muna. Þið pabbi áttuð nokkur heimili og elskuðuð þið að gera þau fal- leg, sem tókst mjög vel á öllum þeim stöðum sem þið bjugguð á. Þú varst mikil gullmanneskja og vildir hafa allt í gulli og demönt- um og var heimilið ykkar alltaf dásamlega fallegt. Allt varð svo fallegt sem þú komst nálægt, hafðir svo mikið auga fyrir því fallega. Alltaf voru allir velkomnir heim með mér þegar ég var yngri og fundu vinkonur mínar alltaf fyrir því að þær voru velkomnar, bæði þegar við vorum littlar og svo sem unglingar þar sem við vorum að græja okkur fyrir skólaböllin, áramótaböllin og fleira sem okkur vinkonunum datt í hug var alltaf opið hús fyrir okkur. Þetta endurtókstu svo fyrir barnabörnin, þær máttu sko allt- af koma með vinkonurnar í heim- sókn og meira að segja gista með þeim hjá þér, það var sko æði fannst þeim. Enda eru margar vinkonur þeirra sem kalla þig ömmu Sirrý og sakna þín líka mikið. En núna ertu komin til elsku pabba, við getum huggað okkur við það að þið séuð sameinuð, hann hefur örugglega tekið vel á móti þér eins og hann var vanur að gera. Allt tilbúið fyrir elskuna sína. Einnig hafa amma Inga og afi Þórður tekið vel á móti elsku dóttur sinni. Takk fyrir allt elsku mamma, fyrir allt sem þú hefur kennt mér, allt sem þú hefur gert fyrir mig. Lífið verður ekki eins án þín. Elska þig mikið, þín dóttir Ingibjörg (Inga Marín). Elsku mamma, það er komið að kveðjustund. Eftir sitja minningar um góða konu, svolítið glysgjarna sem elskaði allt sem var gyllt. Í þínum orðaforða var ekkert sem hét vandamál bara lausnir og það sýndi þig best þegar ég var húsnæðislaus og var að barma mér yfir því að það væri ekkert laust, þá reist þú upp og bauðst mér bílskúrinn til að breyta í íbúð, vandamálið úr sög- unni. Einn af þínum helstu kostum var að allir voru jafnir í þínum augum og alltaf varstu tilbúin að reyna að hjálpa til ef til þín var leitað og áttu þinn stað í hjörtum marga. Þitt stærsta verkefni í lífinu var þegar pabbi veiktist og varstu hans stoð og stytta í mörg ár, aldrei gafstu upp. Þarna sýnd- ir þú úr hverju þú varst gerð. Hörkutól. Verkefnalistinn þinn hér á jörðinni er tæmdur og eftir sitja mjög góðar minningar um frá- bæra konu. Núna ertu mætt í sumarlandið og sameinuð pabba á ný og ertu örugglega farin að heilla alla með þínum glæsileika og útgeislun. Elska þig og sjáumst síðar. Þinn sonur, Björgvin. Elsku Sirrý. Nú ertu horfin á braut og Böggi tekur brosandi á móti þér hinum megin léttur í lund. Þetta hefur verið erfið barátta við veik- indin og það sem er mér efst í huga er að þú varst ekki á því að gefast neitt upp, bugaðist aldrei, sem segir hversu sterkur karakt- er þú varst alltaf. En eftir sitja góðar minningar um glæsilega konu sem vildi öll- um vel. Ég vil þakka fyrir allt sem þú gerðir fyrir okkur Ingu og börnin og allar samverustund- irnar með fjölskyldu og vinum. Við eigum eftir að sakna þín mjög mikið en það léttir undir í sorg- inni að vita að þér líður betur núna í draumalandinu gullfagra með Bögga þér við hlið. Þinn tengdasonur Jón Fanndal. Elsku amma Sirrý. Takk fyrir allt sem þú gerðir fyrir okkur og með okkur. Við munum aldrei gleyma þér og hversu góð þú varst. Við allt viljum þakka amma mín, indælu og blíðu faðmlög þín, þú vafðir oss vina armi. Hjá vanga þínum var frið að fá þá féllu tárin af votri brá, við brostum hjá þínum barmi. Við kveðjum þig elsku amma mín, í upphæðum blessuð sólin skín, þar englar þér vaka yfir. Með kærleika ert þú kvödd í dag, því komið er undir sólarlag, en minninga ljós þitt lifir. Leiddu svo ömmu góði guð í gleðinnar sælu lífsfögnuð, við minningu munum geyma. Sofðu svo amma sætt og rótt, við segjum af hjarta góða nótt. Það harma þig allir heima. (Halldór Jónsson frá Gili) Við elskum þig, elsku amma. Þínar ömmustelpur, Elísabet Inga og Sylvía Björg. Elsku yndislega amma okkar. Mikið varstu alltaf góð við okk- ur, alltaf tókstu vel á móti okkur með opinn faðminn. Gafst þér alltaf tíma til að hlusta á okkur og gefa okkur ráð. Við vorum allar miklar ömmu- og afastelpur og þegar afi dó þá fannst okkur svo gott að vera hjá þér og gista og biðja bænir og hugsa fallega til afa. Þú sagðir okkur að núna liði honum vel og að hann myndi passa okkur. Nú passið þið okkur saman. Núna finnur þú hvergi til og líður vel og búin að hitta afa aftur. Við elskum þig mikið. Þínar ömmustelpur, Emma, Jana og Svala. Eins og gullhörpuljóð, eins og geislandi blær, eins og fiðrildi og blóm, eins og fjallalind tær, eins og jólaljós blítt, eins og jörðin sem grær, lifir sál þín í mér, ó þú systir mín kær. Þú varst mildi og ást og þitt móðerni bar við sinn líknsama barm dagsins lifandi svar: allt sem grét, allt sem hló, átti griðastað þar - jafnvel nálægð þín ein sérstök náðargjöf var. Hversu þreytt sem þú varst, hvað sem þrautin var sár, þá var hugur þinn samt eins og himinninn blár: eins og birta og dögg voru bros þín og tár. Og nú ljómar þín sól bak við lokaðar brár. (Jóhannes úr Kötlum) Guð geymi þig og verndi, elsku systir. Elsku Inga Maja, Björgvin og ástvinir allir, guð verndi ykkur, varðveiti og gefi ykkur styrk. Svala. Nú hljómar hlátur þinn aðeins í þögninni innra með mér, og ekk- ert verður samt á ný. Nú er tími til þess að gráta, fjörutíu ára samleið á enda. Ég sé þig fyrir mér skælbros- andi með bleiku ferðatöskuna sem þú keyptir fyrir Kaup- mannahafnarferðina í sumar, veifandi á brautarpallinum í bleiku vesti. Hjá þér varð allt að vera í stíl, jafnvel þótt þú værir sárþjáð var brosið á sínum stað og klæðnaðurinn óaðfinnanlegur. Þínir uppáhaldslitir voru hvítt, bleikt og gyllt, enda með hjarta úr gulli. Sagt er að að leiðarlok- Sigríður Þorleif Þórðardóttir Við undirritaðar, umsjónarkennarar í Kelduskóla Korpu, getum ekki lengur á okkur set- ið varðandi þá um- ræðu sem nú á sér stað varðandi breytingar á skóla- haldi í norðan- verðum Grafar- vogi, sérstaklega er snýr að skól- anum okkar, en samkvæmt tillögu sem nú liggur fyrir í borgarstjórn Reykjavíkur á að loka skólanum haustið 2020. Okkur finnst oft afar villandi um- ræða hafa farið fram um allt það góða starf sem fram fer í Kelduskóla Korpu. Í tilkynn- ingu inn á vef Reykjavíkur- borgar er haft eftir Skúla Helgasyni, formanni skóla- og frístundaráðs Reykjavík- urborgar, að börn í hverjum árgangi skólans séu allt niður í fjögur talsins og að það sé „ávísun á verri aðbúnað en við viljum bjóða okkar nemend- um bæði námslega og félags- lega“. Í Kelduskóla Korpu er um að ræða samkennslu milli árganga. Samkennslan og góð teymisvinna kennara gerir það að verkum að styrkleikar hvers og eins fá að njóta sín. Námsefni er við hæfi hvers árgangs eins og vera ber sam- kvæmt aðalnámskrá grunn- skóla. Í Kelduskóla er leiðsagn- arnám (e. assessment for le- arning) og var skólinn valinn þekkingarskóli í leiðsagnar- námi fyrir skólaárið 2019- 2020, ásamt fjórum öðrum skólum í Reykjavík. Keldu- skóli Korpa hlaut Hvatning- arverðlaun skóla- og frí- stundaráðs í mars á þessu ári fyrir verkefnið „Fimman – kennsluaðferð“. Á vef Reykjavíkurborgar segir: „Vinna Kelduskóla að Fimm- unni hefur vakið athygli víða. Má þar nefna að læsisráðgjaf- ar Menntamálastofnunar hafa fylgst með framvindu hennar sem og aðrir grunnskólar.“ Einnig segir um verkefnið: „Það er mat dómnefndar að hér sé um að ræða metnaðar- fullt verkefni sem hefur það markmið að bæta náms- árangur og líðan nemenda.“ Að framansögðu er erfitt að leiða það hjá sér þegar maður heyrir formann skóla- og frí- stundaráðs segja að vegna fækkunar nemenda sé ekki hægt að halda uppi faglegu starfi í skólanum. Faglegt starf fer fram á hverjum degi í Kelduskóla Korpu. Við um- sjónarkennarar skólans, sem erum fagmenn á okkar sviði, sjáum til þess. Leiðsagnar- nám gengur að miklu leyti út á þá kenningu að hafa trú á nemendum og að þeir öðlist trú á sjálfum sér. Þegar við umsjónarkennarar höfum að undanförnu hlustað á ákveðna einstaklinga í skóla- og frístundaráði Reykjavíkur- borgar tjá sig um skólann okkar í fjölmiðlum þá höfum við oft óskað þess að þeir hefðu meiri trú á því starfi sem við vinnum dag hvern. Nemendum okkar líður vel og þeim er vel sinnt, bæði náms- lega og félagslega. Látum draumana rætast heitir menntastefna Reykjavíkurborgar til ársins 2030. Þar er m.a. rætt um Barnasáttmála SÞ og að virkni barna og lýðræðisleg þátt- taka í leik og starfi séu ,,mikilvæg leið- arljós‘.‘ Nemendur í 7. bekk Kelduskóla Korpu unnu nýlega áhugavert verkefni um Barnasáttmála SÞ þar sem rætt var um réttindi barna og mikilvægi þess að hlustað væri á raddir barna. Þau lærðu m.a. um 12. grein Barnasáttmál- ans þar sem segir að „börn eiga rétt á að láta í ljós skoðanir sínar í öllum málum er varða þau og að tekið sé réttmætt tillit til skoðana þeirra í samræmi við aldur þeirra og þroska“. Það er mikið líf og fjör í skólanum okkar. Tekist er á við alls konar mál sem upp koma á hverjum degi, eins og gengur og gerist í öllum skól- um. Þetta er vinnustaður barnanna og vinnustaðurinn okkar. Okkur þykir afskap- lega vænt um skólann okkar og ekki síst nemendur okkar. Þess vegna finnst okkur ekki gott þegar teknar eru ákvarð- anir um okkur án okkar. Kynningar og fundir voru haldnir á vegum borgarinnar en okkar tilfinning er hins vegar sú að þetta hafi allt ver- ið ákveðið áður en raunveru- legar samræður áttu sér stað. Ef lokun Kelduskóla Korpu verður að veruleika þá er það alla vega ekki samkvæmt vilja okkar kennara við skólann. Við viljum hér með bjóða borgarfulltrúum í skóla- og frístundaráði Reykjavíkur- borgar að koma í heimsókn í okkar fallega og góða skóla, Kelduskóla Korpu, og kynna sér allt það góða og faglega starf sem þar fer fram. Við viljum endilega biðja ykkur um að koma á skólatíma svo þið getið einnig hitt alla okkar frábæru nemendur sem hafa margt til málanna að leggja. Eftir Berglindi Waage, Jóhönnu Þorvaldsdóttur, Kristrúnu Maríu Heiðberg og Mörtu Gunnars- dóttur » Okkur finnst oft afar villandi umræða hafa farið fram um allt það góða starf sem fram fer í Kelduskóla Korpu. Jóhanna Þorvaldsdóttir Berglind er B.Ed. í náms- og kennslufræði, Jóhanna er M.Ed. í menntunarfræðum, Kristrún er M.Ed. í náms- og kennslufræði og Marta er B.Ed. í náms- og kennslu- fræði. Gott og faglegt starf í Kelduskóla Korpu Kristrún María Heiðberg Marta Gunnarsdóttir Berglind Waage Oftlega hefur verið fjallað um lögregluna og ekki hefur það alltaf verið á jákvæðum nót- um. Hér er farin sú leið að fjalla um lögregluna á já- kvæðan máta enda verð- skuldar hún það. Neikvæða umfjöllun má flokka undir niðurrifsskrif. Nefna má að oft hefur lög- reglan bjargað fólki úr brenn- andi húsum og íbúðum, þá má nefna að ósjaldan hefur lög- reglan bjargað fólki frá drukknun í Reykjavíkurhöfn. Ekki skulu nefnd fleiri dæmi um farsæl störf lögreglunnar. Yfirleitt er þetta ágætisfólk sem gerir sitt besta. Sigurður Guðjón Haraldsson. Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12. Lögreglan Hrós Lögreglan leitast alltaf við að gera sitt besta.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.