Morgunblaðið - 30.10.2019, Blaðsíða 24
24 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. OKTÓBER 2019
EM 2020
Sindri Sverrisson
sindris@mbl.is
„Ef við förum í umspil þá lofa ég því
að ég og mitt starfslið munum gera
allt sem við getum til að hægt verði
að spila á Laugardalsvelli í mars. Það
getur margt komið upp á en við ger-
um allt sem í okkar valdi stendur,“
segir Kristinn V. Jóhannsson, vall-
arstjóri Laugardalsvallar, um mögu-
leikann á því að spila á vellinum 26.
mars.
Yfirgnæfandi líkur eru á því að ís-
lenska karlalandsliðið í fótbolta spili í
umspili um sæti á EM í lok mars, og
einnig eru miklar líkur á því að Ís-
land megi spila á heimavelli í undan-
úrslitum umspilsins og hugsanlega
einnig í úrslitaleik umspilsins hinn
31. mars. En verður hægt að spila á
Laugardalsvelli, eina löglega vell-
inum á Íslandi? Því verður í raun
ekki hægt að svara fyrr en nær dreg-
ur og veðurguðirnir koma til með að
hafa úrslitaáhrif.
„Það er alveg mögulegt að hægt
verði að spila á Laugardalsvelli í
mars en það verður mjög erfitt. Við
erum rosalega háð veðri og ytri að-
stæðum. Það versta í stöðunni er að
Laugardalsvöllur er ekki með und-
irhita og það gerir okkur mjög erfitt
fyrir. Í fullkomnum heimi væri þjóð-
arleikvangur Íslands upphitaður og
við höfum beðið lengi eftir endur-
bótum á vellinum, ítrekað minnt á að
það kæmi að því að við þyrftum að
spila í mars,“ segir Kristinn.
Hefði verið hægt á þessu ári
Meðvitaðir um stöðuna skoðuðu
Kristinn og félagar möguleikann á
því að spila á Laugardalsvelli í mars
síðasta vetur:
„Þetta er rosalega mismunandi frá
ári til árs. Í mars síðastliðnum hefð-
um við hæglega getað spilað leiki,
veturinn var góður og mildur og þótt
það hafi verið snjór í höfuðborginni
þá hefðum við getað mokað honum
af. En okkar reynsla er sú að eftir
mildan vetur komi erfiður vetur,“
segir Kristinn.
„Lykilatriðið fyrir okkur er að völl-
urinn verði ekki frosinn í mars. Ef við
hefðum undirhita væri það ekkert
vesen, en í staðinn þurfum við að
finna leiðir til að koma í veg fyrir að
völlurinn frjósi í janúar, febrúar og
mars. Við erum á fullu í þeirri vinnu
núna. Ég er einmitt staddur núna í
Englandi á ráðstefnu um þessi mál.
Það eru alltaf einhverjir möguleikar
og við leitum okkur þekkingar hjá
þeim sem þurfa að eiga við þetta
hvert ár. Við munum þurfa að hylja
völlinn með einhverjum hætti til að
halda frostinu frá, en dúkar duga
ekki til þess að koma alveg í veg fyrir
frost í jörðu.
Við vinnum í vellinum eins lengi og
við getum, þangað til plantan fer í
sinn vetrardvala, og svo vöktum við
hita- og rakastig og veðurspár dag-
lega fram að leik. Aðalatriðið er að
koma í veg fyrir að það myndist svell
eða klaki yfir völlinn. Þá er hug-
myndin að vera með ábreiður til að
setja yfir völlinn og stýra þessu. Við
verðum á varðbergi. Við eigum
ábreiður sem eru fínar en munum
skoða að kaupa betri, sem auðveldara
er að setja á völlinn og taka minni
vind í sig og slíkt. Best væri ef það
snjóaði vel á ófrosna jörð, og snjórinn
héldist í janúar og febrúar og við
gætum svo mokað honum af í mars,
svo lengi sem jarðvegurinn frýs
ekki,“ segir vallarstjórinn.
Kostnaður upp á tugi milljóna
en 1,3 milljarðar í boði
„Það er engum blöðum um það að
fletta að ef til umspils kemur þá vilj-
um við spila á Laugardalsvelli ef
mögulegt er, en það er ekki alveg á
vísan að róa. Tíðin mun skipta máli
en við getum gert ráðstafanir til að
auka líkurnar,“ segir Guðni Bergs-
son, formaður KSÍ, og bendir á að
hægt sé að leigja sams konar hita-
slöngu og fyrir umspilsleikinn við
Króatíu í nóvember 2013, til að hjálpa
grasinu að taka við sér í mars. Hann
segir ekki liggja fyrir nákvæma
kostnaðargreiningu við að auka sem
mest líkurnar á að völlurinn verði
klár:
„Fyrsta val er auðvitað að komast
beint í lokakeppnina en við erum
þegar farin að skoða mögulegar að-
gerðir vegna umspilsins og kostn-
aður vegna þeirra mun hlaupa á
mörgum milljónum. Við getum ekki
verið að hita upp völlinn svo mán-
uðum skiptir, með yfirhita og
mannafla við að halda honum í góðu
lagi. Það er einum of mikil fram-
kvæmd fyrir okkur. Við gerum það í
nokkrar vikur fram að leik í von um
að það takist að halda þennan leik ef
til kemur, og sjáum til hvernig það
gengur,“ segir Guðni, og tekur undir
að sennilega yrði um kostnað upp á
tugi milljóna króna að ræða. Fyrir að
komast á EM fengi KSÍ hins vegar
1.300 milljónir króna, og sú upphæð
myndi hækka með hverju jafntefli
eða sigri á mótinu, svo mikið er í húfi
fyrir sambandið:
„Já, fyrir utan alla ánægjuna og
stoltið sem fylgir því að komast á
EM, sem við höfum öll upplifað, svo
það er til mikils að vinna. En auðvitað
er fjárhagslegur ávinningur einnig
mikill og hann hefur nýst knatt-
spyrnuhreyfingunni í heild sinni
mjög vel. Við ætlum okkur á EM og
gerum allt sem við getum til þess.“
Til Danmerkur eða Færeyja?
Guðni segist ekki vera búinn að
setja sig í samband við forráðamenn
annarra knattspyrnusambanda, til
dæmis á Norðurlöndum, með „plan
C“ í huga komi til þess að Ísland fari í
umspilið en geti ekki leikið á Laug-
ardalsvelli vegna aðstæðna:
„Við erum ekki alveg komin þang-
að, að skoða hvort við færum til Fær-
eyja eða Danmerkur, en þetta er auð-
vitað veruleiki sem blasir við okkur.
Við erum komin í það umhverfi að
það eru leikir í mars og nóvember
sem við getum ekki eða varla spilað
hérna heima, og það er dragbítur á
okkar möguleika til að ná árangri.
Þetta er ein af stóru ástæðunum fyrir
því hve mikilvægt er að endurbyggja
Laugardalsvöll. Fyrir utan auðvitað
að aðstaðan á Laugardalsvelli er ekki
lengur boðleg því hann er bara barn
síns tíma. Við höfum þess vegna verið
að þrýsta á byggingu nýs vallar og
erum í þessari vinnu núna fjórða eða
fimmta árið í röð með stjórnvöldum,
bæði Reykjavíkurborg og ríkisvald-
inu, og ég vona svo sannarlega að
ákvörðun um nýjan völl liggi fyrir á
næsta ári enda er kominn tími til. Við
þurfum að horfa til þess að á ein-
hverra áratuga fresti þá er þetta einn
af okkar innviðum sem þarf að kosta
fjármagni til og ég vona að við berum
gæfu til að taka þessa ákvörðun á
næsta ári,“ segir Guðni.
Morgunblaðið/Hari
Laugardalsvöllur Fótboltalandslið Íslands hafa átt afskaplega góðu gengi að fagna á heimavelli undanfarin ár.
Kaldur vetur gæti leitt
til heimaleiks í Köben
Kristinn reynir allt til að Laugardalsvöllur verði klár fyrir EM-umspil ef þarf
Umspil í mars
» Ísland þarf að vinna Tyrk-
land og Moldóvu á útivelli í
nóvember, og treysta á að
Tyrkland vinni ekki Andorra á
útivelli, til að komast beint á
EM 2020.
» Ef sú verður ekki raunin leik-
ur Ísland í umspili í mars. Und-
anúrslit umspilsins verða 26.
mars og úrslit 31. mars.
England
Deildabikarinn, 16-liða úrslit:
Everton – Watford................................... 2:0
Gylfi Þór Sigurðsson var ónotaður vara-
maður hjá Everton.
Manchester City – Southampton.............3:1
Burton Albion – Leicester........................1:3
Crawley – Colchester................................1:3
Oxford – Sunderland.................................1:1
Oxford áfram eftir vítakeppni.
Spánn
Deportivo Alavés – Atletico Madrid....... 1:1
Barcelona – Real Valladolid .................... 5:1
Staðan:
Barcelona 10 7 1 2 26:11 22
Granada 10 6 2 2 17:10 20
Atlético Madrid 11 5 5 1 11:6 20
Real Sociedad 10 6 1 3 17:10 19
Sevilla 10 6 1 3 13:11 19
Real Madrid 9 5 3 1 16:9 18
Villarreal 10 5 2 3 24:14 17
Osasuna 10 3 5 2 10:9 14
Real Valladolid 11 3 5 3 11:12 14
Athletic Bilbao 10 3 4 3 8:7 13
Getafe 10 3 4 3 14:14 13
Valencia 10 3 4 3 14:16 13
Alavés 11 3 3 5 9:14 12
Levante 10 3 2 5 10:12 11
Mallorca 10 3 1 6 7:13 10
Eibar 10 2 3 5 10:15 9
Celta Vigo 10 2 3 5 5:12 9
Real Betis 10 2 3 5 12:20 9
Espanyol 10 2 2 6 5:15 8
Leganés 10 1 2 7 5:14 5
Ítalía
Parma – Hellas Verona.............................0:1
Brescia – Inter...........................................1:2
Staðan:
Inter Mílanó 10 8 1 1 22:10 25
Juventus 9 7 2 0 16:8 23
Atalanta 9 6 2 1 28:14 20
Napoli 9 5 2 2 18:11 17
Roma 9 4 4 1 14:11 16
Lazio 9 4 3 2 18:10 15
Cagliari 9 4 3 2 13:8 15
Parma 10 4 1 5 15:14 13
Fiorentina 9 3 3 3 13:12 12
Bologna 9 3 3 3 12:12 12
Hellas Verona 10 3 3 4 7:8 12
Torino 9 3 2 4 11:12 11
AC Milan 9 3 1 5 9:13 10
Udinese 9 3 1 5 5:13 10
Sassuolo 8 3 0 5 15:16 9
Lecce 9 2 2 5 10:18 8
Genoa 9 2 2 5 12:21 8
Brescia 9 2 1 6 9:14 7
SPAL 9 2 1 6 7:16 7
Sampdoria 9 1 1 7 5:18 4
B-deild:
Spezia........................................................ 1:1
Sveinn Aron Guðjohnsen var ekki í leik-
mannahóp Spezia.
Belgía
Oostende – Charleroi .............................. 0:1
Ari Freyr Skúlason lék allan leikinn fyr-
ir Oostende.
Þýskaland
Bikarkeppnin, 32-liða úrslit:
Darmstadt – Karlsruher......................... 0:1
Guðlaugur Victor Pálsson lék allan leik-
inn fyrir Darmstadt.
Frakkland
Deildabikarinn, 32-liða úrslit:
Bordeaux – Dijon..................................... 2:0
Rúnar Alex Rúnarsson lék allan leikinn
fyrir Dijon.
Holland
Bikarkeppnin, 64-liða úrslit:
Excelsior – Nijmegen.............................. 4:2
Elías Már Ómarsson kom inn á sem
varamaður á 46. mínútu hjá Excelsior.
Pólland
Bikarkeppnin, 32-liða úrslit:
LKS Lodz – Górnik Zabrze .................... 2:0
Adam Örn Arnarson var ónotaður vara-
maður hjá Górnik Zabrze.
Ungverjaland
Bikarkeppnin, 64-liða úrslit:
Ajka – Újpest............................................ 2:5
Aron Bjarnason lék allan leikinn fyrir
Újpest og skoraði tvö mörk.
KNATTSPYRNA
Evrópudeildin
Alba Berlín – Olimpia Mílanó ............ 78:81
Martin Hermannsson skoraði 7 stig, tók
eitt frákast og gaf fimm stoðsendingar fyrir
Alba Berlín á þeim 23:45 mínútum sem
hann lék.
Khimki Moskva – Panathinaikos .......103:86
Anadolu Efes – Rauða stjarnan...........85:70
ASVEL – Baskonia ...............................66:63
NBA-deildin
LA Clippers – Charlotte .................... 111:96
Phoenix – Utah ..................................... 95:96
Sacramento – Denver ........................ 94:101
SA Spurs – Portland ........................ 113:110
Houston – Oklahoma........................ 116:112
Milwaukee – Cleveland.................... 129:112
New Orleans – Golden State ........... 123:134
Atlanta – Philadelphia ..................... 103:105
Toronto – Orlando .............................. 104:95
Detroit – Indiana.................................. 96:94
New York – Chicago .......................... 105:98
KÖRFUBOLTI
ÍR-ingar og Þórsarar fá í dag að
vita hvort og þá hve langt leikbann
þeir Daði Berg Grétarsson og Man-
tas Virbalas fá eftir átök sín í leik
liðanna á Akureyri síðasta föstu-
dagskvöld, í Dominos-deildinni í
körfubolta. Daði fór glæfralega í
baráttu um frákast við Virbalas
sem féll í gólfið, og á myndbands-
upptöku mátti sjá Daða sparka
boltanum tvívegis í Virbalas sem í
kjölfarið kýldi í átt að höfði Daða
en hitti ekki.
Trausti Eiríksson, liðsfélagi
Daða, segir við Morgunblaðið að
myndir af atvikinu líti verr út en
ella fyrir Daða þar sem ekki sé öll
sagan sögð: „Ég hef aldrei séð hann
missa sig svona. En það sést ekki á
vídeóinu að hann fær olnbogaskot
með vinstri hendi frá Þórsaranum
þegar þeir eru á niðurleið. Daði
snöggreiddist við þetta og sparkaði
boltanum í hann. Hann kom svo al-
blóðugur til okkar á bekkinn. Hann
baðst afsökunar eftir þetta en ég er
búinn að spila með Daða mjög lengi
og hef aldrei séð hann eitthvað
brjálaðan. Venjulega er hann hin-
um megin við borðið að pirra and-
stæðinginn eitthvað,“ sagði Trausti
og gaf lítið fyrir ummæli Lárusar
Jónssonar, þjálfara Þórs, í viðtali
við Vísi þar sem Lárus sagði að um
úthugsað athæfi hefði verið að
ræða hjá Daða og fólskulega árás
sem verðskuldaði langt bann:
„Sú umræða er í besta falli hlægi-
leg, að honum skuli hafa dottið í
hug að það væri eitthvert plan um
að fara í eitthvað svona. Í fyrsta
lagi væri það lélegt plan og í öðru
lagi held ég að engum myndi detta
það í hug,“ sagði Trausti.
Aganefnd KKÍ kemur saman í
dag og fái leikmennirnir bann taka
úrskurðirnir gildi á fimmtudag.
sindris@mbl.is
Segir Daða hafa snöggreiðst við olnbogaskot
Morgunblaðið/Hari
Í bann? Daði Berg Grétarsson
braut gróflega af sér á föstudag.