Morgunblaðið - 30.10.2019, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. OKTÓBER 2019
Opið virka daga 10.00 - 18.15 laugardaga 11.00 - 14.00 | Gnoðarvogi 44, 104 Reykjavík | sími: 588 8686
Gómsætir og girnilegir réttir
í fiskborði beint í ofninn
Þorskhnakkar | Glæný lúða | Klausturbleikja
Glæný línuýsa | Nýlöguð humarsúpa
Rjúpnaveiðitímabilið hefst föstu-
daginn 1. nóvember og stendur til
30. nóvember. Á tímabilinu verður
leyft að veiða alla daga vikunnar,
nema á miðvikudögum og fimmtu-
dögum. Umhverfisráðherra fjölgaði
leyfilegum veiðidögum úr 15 í fyrra
í 22 á þessu ári í samræmi við til-
lögur Náttúrufræðistofnunar Ís-
lands (NÍ), Fuglaverndar, Skotveiði-
félags Íslands og
Umhverfisstofnunar.
NÍ hefur metið veiðiþol rjúpna-
stofnsins haustið 2019 og er ráðlögð
rjúpnaveiði í haust 72 þúsund
fuglar. Forsenda matsins byggist á
þeirri stefnu stjórnvalda að rjúpna-
veiðar séu sjálfbærar. Rjúpna-
stofninn er í niðursveiflu víðast
hvar. Á Norðausturlandi er hann
þokkalega sterkur en annars staðar
stendur stofninn veikt, til dæmis á
Suðausturlandi. Viðkoma rjúp-
unnar á Norðausturlandi og Vestur-
landi var góð. Áætlaður rjúpnafjöldi
þetta haust er vel yfir meðallagi
miðað við síðustu áratugi.
Rjúpnaveiðar eru bannaðar á
stórum hluta Suðvesturlands. Allir
með lögheimili á Íslandi og tilskilin
leyfi mega veiða á þjóðlendum og á
afréttum utan landareigna lögbýla.
Aðeins má veiða á eignarlöndum
með leyfi landeiganda. Bannað er
að nota vélknúin farartæki við
rjúpnaveiðar en veiðimenn mega
aka á vegum og merktum veg-
slóðum til og frá veiðilendum. Sölu-
bann á rjúpum og rjúpnaafurðum er
enn í gildi. gudni@mbl.is
Morgunblaðið/Ingó
Rjúpnaveiðar Margir veiðimenn njóta þess að ganga til rjúpna í góðu veðri.
Rjúpnaveiðar hefj-
ast 1. nóvember
Ráðlögð rjúpnaveiði er 72.000 fuglar
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Sú tillaga er sett fram í BS-ritgerð í
umhverfisskipulagi við Landbún-
aðarháskóla Íslands að komið verði
upp gróðurgrafreitum sem val-
kostum við hefðbundna kirkjugarða.
Þar yrði hægt að setja niður duftker
úr niðurbrjótanlegu efni og leyfilegt
að gróðursetja tré, runna og fjöl-
ærar plöntur á leiðið. Þannig gæti
fólk valið að enda sem planta, þegar
kemur að þeim tíma í lífinu sem allir
þurfa að mæta.
Stefanía Ágústa Pálsdóttir er höf-
undur ritgerðarinnar. Hún segir að
með þessu móti væri hægt að auka
notagildi greftrunarstaða. Mögulegt
væri að vinna þar að landgræðslu,
skógrækt og kolefnisbindingu um
leið og jarðneskar leifar fólks eru
jarðsettar.
Hugmyndin er ekki ný af nálinni
því skógargrafreitur var settur upp í
Stokkhólmi fyrir rúmum 100 árum
og víðar hafa slíkar hugmyndir verið
þróaðar.
Tengt við útivistarsvæði
Hugmyndin er að í hverjum graf-
reit verði ákveðinn fjöldi plantna
sem henti landsvæðinu og aðstand-
endur geti valið úr. Bent er á að í
mörgum bæjarfélögum sé nægt
landsvæði sem hægt væri að deili-
skipuleggja undir gróðurgrafreiti og
unnt að tengja við útivistarsvæði eða
viðkomandi bæ. Þannig yrði auðvelt
að heimsækja grafreitinn án þess að
fara á ökutæki.
„Ef Íslendingum byðist sá kostur
að láta jarðsetja sig í lítil niðurbrjót-
anleg duftker ásamt fræi sem síðar
verður að té, eða planta stálpaðri
plöntu á leiðið, gæfist aðstandenum
kostur á að eiga stað fyrir látinn ást-
vin sinn til að heimsækja og eiga
notalega og hugljúfa stund í skjól-
góðum og gróðursælum stað,“ segir
Stefanína í ritgerð sinni um ávinning
samfélagsins.
Tekið er fram að í reglum margra
kirkjugarða sé kveðið á um að
óheimilt sé að gróðursetja fjölær
blóm, tré eða runna, nema í samráði
við sóknarnefndir. Þeim reglum þarf
að breyta og vígja grafreitina til að
þeir verði valkostur fyrir þorra
fólks.
Vill enda sem tré
Stefanía segist enn ekki hafa
fengið viðbrögð við tillögu sinni enda
nýlega búin að fá ritgerðina til baka.
„Það væri gaman að opna um-
ræðuna um þetta, sjá eitthvað ger-
ast. Þegar minn tími kemur vil ég
enda sem tré,“ segir Stefanía Ágústa
Pálsdóttir.
Fólk getur valið að enda
sem tré eða plöntur
Tillaga um grafreiti til landgræðslu og kolefnisbindingar
Morgunblaðið/Eggert
Haust Smám saman mun rísa vöxtulegur skógur upp af leiðum í gróður-
eða skógargrafreitum, verði hugmynd Stefaníu að veruleika.