Morgunblaðið - 04.10.2019, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 04.10.2019, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. OKTÓBER 2019 ÍSLENSK HÖNNUN SMÁRATORGI KRINGLAN GLERÁRTORGI LINDESIGN.IS G eorgina Grenville er með tímalaust útlit sem hefur sjaldan eða aldrei ver- ið eins mikið í tísku og einmitt núna. Hún býr og starfar í París þar sem hún elur upp börnin sín þrjú. Ef þú ætlar að stela stílnum hennar er gott að hafa eftirfarandi hluti í huga. Stórir jakkar og yfirhafnir Grenville gengur að jafnaði í frekar herralegum fötum hversdagslega. Hennar stíll er sem dæmi rúllukragapeysa og dragt í strákasniði. Hún er þá alla jafna með lágstemmda förðun og enga skartgripi. Útlit sem minnir á karlmenn í París á köldum vetrardegi. Svartur fatnaður og litríkir skór Grenville er með fallega ljósbrúna húð sem hún leggur mikla vinnu í að líti vel út. Hún klæðist að jafnaði fatnaði sem minnir á tískuna frá Jil Sander á tíunda áratug síð- ustu aldar. Með svörtum kjól á hún það til að vera í rauð- um skóm. Þá er hún alltaf með ljósan varalit og frekar frjálslegt og náttúrulegt hár. Glamúr á kvöldin Þó Grenville klæðist frekar strákalegum fatnaði að degi til þá á hún það til að klæða sig upp á í mikinn glamúr á kvöldin. Þá er hún í glitrandi flegnum kjólum sem minna á áttunda áratug síðustu aldar. Í skóm frá allt öðru tíma- bili sem eru í aðeins klassískari stíl. Við svona tilefni blandar hún saman allskonar litum. Húðin á henni er náttúruleg og glansandi og hárið lágstemmt. Hár í anda Belle de Jour Hár í anda persónunnar sem Catherine Deneuve leik- ur í Belle de Jour er alltaf í tísku. Það er mikið túper- að í rótina og liggur síðan fallega niður á axlirnar. Með svona hári sem minnir á franska tísku á sjöunda ára- tugnum er mikilvægt að nota dökka liti í kringum aug- un og ljósan varalit. Grenville ber þetta útlit betur en margar aðrar konur, þá sér í lagi því hún er alltaf með þetta töffaralega yfirlit sem minnir á orku þeirra sem þora. Hár greitt frá andliti Það fer fáum konum jafnvel að vera með hárið greitt frá andlitinu og Grenville. Hún er með einstakt and- litsfall sem hún ýkir með fallegri skyggingu. Förðun má einmitt vera til að ná slíkum áhrifum fram í stað þess að nota áberandi liti sem kalla á athygli. Það er ekkert við útlit Grenville sem kallar sérstaklega á athygli, sem er styrk- leiki hennar þegar kemur að tískunni. Enda býr öryggi og staðfesta innra með henni. Georgina Grenville er sérlega góð í að skyggja andlit sitt rétt. Georgina Grenville leggur rækt við náttúru- legt útlit sitt. Hún lætur vera að umbreyta útlitinu með aðstoð lýtalækna. Georgina Grenville tók sér frí frá fyrirsætu- störfum í árabil á meðan hún fæddi þrjú börn. Hún býr nú ásamt fjölskyldu sinni í París. Georgina Grenville klædd í anda Studio 54 frá því á átt- unda áratug síðustu aldar. Steldu stíl Georgina Grenville Suðurafríska fyrirsætan Georgina Grenville átti tískupallana á tíunda áratug síðustu aldar. Eftir margra ára fjarveru frá sviðsljósinu hefur hún sett mark sitt á tískupallana aftur. Eftirfarandi atriði eru áhuga- verð fyrir þá sem kunna að meta einstakan stíl í hennar anda. Elínrós Líndal | elinros@mbl.is Stórar yfirhafnir og rúllu- kraga- peysur eru í anda Grenville. Georgina Grenville í anda Catherine Deneuve úr Belle de Jour. Stíll Georgina Grenville er þannig að hún klæðist dökkum fatnaði og áberandi skóm við. Georgina Gren- ville er glæsileg í strákalegum hversdagsstíl. Fyrirsætan Georgina Gren- ville var ein sú vinsælasta á tí- unda áratug síð- ustu aldar. Hún hefur nýverið stigið fram aftur 43 ára að aldri. TÍSKA SMARTLAND

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.