Morgunblaðið - 04.10.2019, Síða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. OKTÓBER 2019
ERUVETR
ARSKÓRN
IR
ÞÍNIR Í TI
MBERLAN
D?
Kringlunni, s
ími 533-22
90
Þ
ó að Svala Björgvinsdóttir kjósi að vera
sem náttúrulegust í útliti á daginn er hún
frekar mikið máluð þegar hún kemur fram.
„Ég er alltaf frekar mikið máluð þegar
ég er í vinnunni, það er þegar ég er að koma fram, í
myndböndum eða í myndatökum. Þannig að dags-
daglega vil ég helst vera með sem minnst framan í
mér. Mér finnst líka fínt að nota litað dagkrem og
svo smá litaðan varasalva og svo maskara.
Uppáhaldsmaskarinn minn er frá YSL. Hann
heitir Volume Effet Faux og ég nota hann daglega.
Varðandi húðumhirðu þá sef ég aldrei með farða.
Ég nota alltaf sólarvörn þó svo það sé ekki sól og ég
ligg ekki í sólbaði. Ég hef notað krem gegn öldrun
húðarinnar frá því ég var 20 ára til að fyrirbyggja
línur og hrukkur. Svo elska ég sánur og andlitsböð
til að virkja háræðar og gefa húðinni fallegan lit og
taka af dauðar húðfrumur.
Það sem er fram undan hjá mér er mikil upp-
tökuvinna þar sem ég er að semja og taka upp nýja
tónlist sem kemur út á næsta ári. Síðan er ég mikið
að syngja og koma fram eins og vanalega.“
Svala
elskar YSL
Ljósmynd/Aðsend
Yves Saint Laurent
Volume Effet Faux
Cils maskarinn.
Svala Björgvinsdóttir
er frekar mikið máluð
þegar hún kemur fram.
Svala Björgvinsdóttir, söngkona og lagahöfundur,
notar mest púður og maskara auk glossa. Hún
heldur upp á maskarann frá Yves Saint Laurent.
Elínrós Líndal | elinros@mbl.is S
umar af fallegustu konum veraldar hafa náð
einstökum tökum á að klæða sig í takt við
orkuna sem þær vilja vera í hverju sinni. Tal-
ið er að það búi innra með okkur öllum tvenns
konar orka. Önnur er sú kvenlega og hin sú
karllega. Sú fyrri er talin ráða yfir náttúru-
auðlindum en sú seinni yfir veraldlegum
gæðum.
Sophia Loren
Loren kunni betur en margar aðrar að klæða sig þannig að eftir
henni var tekið. Það sem hún lagði
áherslu á var að sýna mjótt mittið og
fallega brjóstaskoruna. Hún kunni
betur en margar aðrar konur að vera í
síðum pilsum og það eina sem hún
sýndi vanalega af fótleggjunum voru
fallegir ökklar. Það dást allir að útliti
Loren.
Lauren Bacall
Það er seint hægt að segja að Bacall
hafi verið í kvenorkunni. Það var borin
virðing fyrir hæfileikum hennar og
hún kunni að klæða sig í takt við það.
Hún var alltaf í óaðfinnanlegum
buxum. Með vel lagt hárið og fallegan
varalit. Tíska sem er vinsæl um þessar
mundir.
Catherine Denueve
Deneuve var með útlit konu sem karl-
ar vildu sjá um. Hún greiddi sér fallega, var alltaf í óaðfinnan-
legum fatnaði. Hún faldi kynþokk-
ann undir fögru skinni, en var
með orku sem kallaði á aðdáun
hvert sem hún kom. Hún var ein
af þeim sem gengu stundum í
stuttum pilsum. Hún var aldrei í
flegnum fatnaði en alltaf með
þetta daðurslega augnaráð sem
endurspeglaði orku hennar.
Goldie Hawn
Hawn hefur nær aldrei sést í karl-
orkunni. Hún hefur alltaf verið
snillingur í að hafa hárið fagur-
lega mótað við andlitið. Bæði þeg-
ar hún var með stuttan drengja-
koll á sjöunda áratug síðustu
aldar, og einnig þegar hún safnaði í meiri vængi á áttunda ára-
tugnum. Hawn lagði áherslu á vönduð efni og stelpuleg snið.
Hún gekk í lágstemmdum litum, klæðilegum sniðum og ein-
stökum efnum og notaði brosið eins og aðdráttarafl sem enginn
karl gat staðist.
Viltu aðdáun
eða virðingu?
Lauren Bacall klæddi sig upp á í herra-
legum fatnaði. En var með fallega mál-
aðar varir sem gerðu hana kvenlega.
Þegar kemur að tískunni í dag má segja að tvær stefnur séu vinsælar. Önnur
þeirra er að klæða sig upp á líkt og karlmaður, þar sem jakkafötin eru víð og
frakkarnir stórir. Slíkur fatnaður á að auka á virðingu konunnar. Hins vegar virðist
vera í tísku að vekja aðdáun með kvenlegum sniðum og kynþokkafullum efnum.
Elínrós Líndal | elinros@mbl.is
Það var borin virðing
fyrir Lauren Bacall
hvert sem hún kom.
Sophia Loren
þykir ein kyn-
þokkafyllsta
kona veraldar.
Það dást
allir að
Goldie
Hawn.
Catherine Denueve er með lág-
stemmda kynþokkafulla orku.
Sophia Loren var
dugleg að sýna á
sér bringuna. Hún
var þá vanalega í
síðum pilsum við.