Morgunblaðið - 04.10.2019, Síða 24

Morgunblaðið - 04.10.2019, Síða 24
G ömul áföll og djúp tilfinningaleg vinna spila lykilhlutverki í lífi Theodóru Mjall- ar, sem deilir svipaðri sögu og margar aðrar konur á Íslandi, sem upplifa sig ekki öruggar hér á landi. Hún hefur not- að verkefni lífsins til að styrkja sig og segir að í dag eigi hún betra líf en hún hefði nokkurn tíman þorað að vonast eftir. Hún elskar vinnuna sína á hárgreiðslustofunni Barbarellu Coiffeur og öll verkefnin sem hún er í til hliðar við þá vinnu. Meðal annars nýju hárbókina sem kemur út í lok mánaðarins. „Ég er fædd og uppalin fyrir norðan, í Eyjafjarðarsveit. For- eldrar mínir eignuðust okkur fimm systkinin á átta árum og eins og gengur og gerist í stórum barnahópi gafst ekki mikill tími til að sníða uppeldið að þörfum hvers barns. Ég flutti til Reykjavíkur fimmtán ára að aldri og bjó fyrst um sinn hjá syst- ur minni, sem var 17 ára. Foreldrar mínir eru gott fólk sem að- hyllist kristin gildi. Þau starfa bæði innan heilbrigðisgeirans. Mamma er hjúkrunarfræðingur og pabbi tannlæknir. Ég hef stundum spurt mömmu hvernig henni hafi dottið í hug að leyfa mér að fara svona ungri að heiman. En mig langar að segja þessa sögu út frá mér en engum öðrum, því ég tek ábyrgð á mínu lífshlaupi og er stolt af því í dag.“ Var hræðilegur unglingur Á þessum tíma segir Theodóra að hún hafi verið orkumikill unglingur. „Ég var svolítið hræðilegur unglingur. Ég var týnd og svolít- ið út um allt. Þegar ég varð 17 ára missti ég sumarvinnuna mína. Ég þurfti á vinnu að halda til að lifa af um sumarið og hugsaði með mér að eflaust væri best að fara bara í öll fyrir- tækin á Laugaveginum og sækja um vinnu þannig. Ég ákvað að byrja efst og byrjaði á því að fara inn á hárgreiðslustofuna Tony & Guy til að athuga hvort ekki vantaði starfskraft í af- greiðsluna þar. Þetta var fyrsta fyrirtækið sem ég fór inn í og hafði ég enga sérstaka löngun á þessum tíma að fara í hár- greiðslu. Ég hafði áhuga á hári eins og margar stelpur á mínum aldri, en það var ekkert meira en það. Þau voru einmitt að leita að einstaklingi í nemastöðu og buðu mér starf daginn eftir, sem ég og þáði. Þetta er forsaga þess að ég fór í hárgreiðsluna.“ Þetta var árið 2004 og segir hún vinnuna á hárgreiðslustof- unni hafa hentað henni vel. „Ég áttaði mig fljótt á því að það þurfti mikið að segja mér til þegar kom að samskiptum. Ég veit að margir deila með mér þessari reynslu, sem koma úr stórum systkinahópi. Þar sem lít- ill tími gefst til að klæðskerasauma uppeldi að hverjum og einum. Ég hafði greinilega aldrei almennilega náð tökunum á því hvað mætti segja við fólk og hvað ekki. En fékk leiðsögn frá dásamlegu fólki sem lagði sig fram um að kenna mér sam- skiptafærni og aðferðir að vinna eftir bestu getu.“ Kynferðisofbeldi ástæða óstýrilætisins Theodóra rekur ástæðuna fyrir óstýrilæti sínu á þessum tíma til þess meðal annars að hafa lent í kynferðisofbeldi þegar hún var fimmtán ára gömul. Þá var hún flutt til Reykjavíkur en fór norður í helgarferð á fyrstu önninni sinni í námi við Menntaskólann við Hamrahlíð. „Þetta var mikið áfall fyrir mig, þar sem þetta var eitt af fyrstu skiptunum mínum með karlmanni. Ég held að þessi lífs- reynsla hafi orðið til þess að ég upplifði ákveðið óöryggi með mig. Áfall sem þetta hefur einnig áhrif á sjálfsvirðingu stúlkna. Ég bar innra með mér skömm og ótta og bjó ósjálfrátt til stór- an vegg í kringum mig svo að enginn gæti nálgast mig eða sært mig aftur. Ég varð uppreisnargjörn og reyndi stöðugt að brjótast í gegnum þetta fasta form samfélagsins. Þess vegna er ég á því að hárgreiðslan hafi komið eins og gjöf inn í lífið á þessum tíma. Þar gat ég starfað inni í lifandi ramma. Ég lærði að tjá mig og tilfinningar innan þessa ramma og fann mikla listræna sköp- unarþörf innra með mér brjótast út.“ Hún segir að í kjölfarið hafi hún á nokkrum árum upplifað þrjú önnur tilvik þar sem farið var yfir mörkin hennar á þessu sviði. Að í hvert skiptið hafi hún lokað tilfinningarnar niðri og upplifað mikla skömm í kjölfarið. „Árið 2015 upplifði ég hluti sem ég lít á sem vendipunkt þess að ég byrjaði að vinna í mér. Það var farið allhressilega yfir mörkin mín. Ráðist á mig persónulega. Það var þá sem ég hætti að upplifa Ísland sem öruggan stað til að vera á. Ég fór í kjölfarið í mikla sjálfsvinnu og fékk mikla faglega aðstoð og þá kom upp sú staðreynd að ég hafði úr fleiru að vinna en einungis Komin með stóra hvíta „glimmer“-vængi Theodóra Mjöll, vöruhönnuður og hárgreiðslukona, segir að henni hafi aldrei liðið betur í lífinu. Hún hefur farið í gegnum alls konar verkefni en alltaf náð því að breyta áföllum í sigra og virðist ekki láta hindranir á veginum stoppa sig. Hún vonar að saga sín gefi fleiri konum leyfi til að standa með sjálfum sér. Elínrós Líndal | elinros@mbl.is Theodóra starfar á Barbarellu Coiffeur hárgreiðslustofu. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon  Sjá síðu 26 24 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. OKTÓBER 2019 VIÐTAL SMARTLAND

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.