Morgunblaðið - 04.10.2019, Side 30
Guerlain Abeille Royale Day Cream
Nýju Abeille Royale-kremin frá Guerlain búa yfir frá-
bærum innihaldsefnum til að næra húðina en hunang og
royal jelly eru í aðalhlutverki. Í boði eru þrjú dagkrem
fyrir mismunandi húðgerðir ásamt nætukremi en Gu-
erlain Abeille Royale Day Cream er þó ætlað öllum húð-
gerðum. Formúlan er mjög nærandi og byggist á Black-
Bee-viðgerðartækni Guerlain ásamt C-vítamíni. Þannig
vinnur kremið til að þétta húðina, draga úr fínum línum og
ýta undir ljóma húðarinnar.
Biotherm Life Plankton Sensitive Balm
Nærandi formúla sem hentar öllum húðgerðum en vinnur
þó að því að styrkja viðkvæmari húðgerðir með því að
draga úr þurrki, roða og pirring. Umbúðirnar eru sérlega
áhugaverðar en þrátt fyrir að kremið komi í krukku eru
þær loftþéttar með sérstöku innsigli yfir toppnum.
Andlitskrem
fyrir venjulega
húðgerð
Bare Minerals True Oasis
Oil-Free Replenishing Cream
Einstök gelkennd og olíulaus formúla sem
inniheldur peptíð, keramíð og amínósýrur til
að styrkja yfirborð húðarinnar. Steinefni og
þörungar hjálpa til við að næra húðina og
laga áferð hennar.
Skyn Iceland The Antidote Cooling
Daily Loion
Kælandi rakagel sem er þyngdarlaust á húð-
inni. Formúlunni er ætlað að hjálpa olíu-
kenndri húð að komast í
betra jafnvægi og
hafa róandi áhrif.
The Antidote
Cooling Daily
Lotion inniheldur
m.a. íslenskan
þara, omega-
fitusýrur og
C-vítamín sem
stuðlar að bjartari
og jafnari áferð
húðarinnar.
30 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. OKTÓBER 2019
Ekki
gleyma
húðinni í
kuldanum
Þegar kólna tekur er það þumalputtaregla að
skipta yfir í þéttari krem sem innihalda meiri
næringu og vernd, en þegar hitastigið lækkar
hrapar rakastig húðarinnar með því. Á haustin
kaupum við okkur gjarnan hlýrri fatnað og ef þú
ert ekki týpan til að ganga um með skíðagrímu,
til að vernda andlitið, er sniðugt að kaupa gott
og verndandi andlitskrem fyrir veturinn. Elsku
andlitið kemst jú í snertingu við allan veðurofs-
ann. Hér má finna nokkur af okkar uppáhalds-
kremum til að vernda húðina fyrir allar húðgerðir.
Lilja Ósk Sigurðardóttir | snyrtipenninn@gmail.com
Andlitskrem
fyrir olíu-
kennda
húðgerð
Sensai Absolute Silk Fluid
Absolute Silk er nýjasta lína Sensai og inni-
heldur sérstaka Micro Mouse-húðmeðferð
ásamt tveimur andlitskremum. Koishimaru
Silk Royal er lykilhráefni nýju formúlanna en
það er uppfærð útgáfa af Koishimaru-silkinu
sem Sensai notar í vörur sínar. Sensai Absol-
ute Silk Fluid er léttara kremið af þeim
tveimur sem í boði eru og veitir formúlan
húðinni góðan raka, næringu og ýtir undir
heilbrigðan ljóma.
Eucerin UltraSENSITIVE Soothing Care
Mjög góð og einföld formúla sem er laus við
ilm- og litarefni. Í boði er útgáfa fyrir venju-
lega/þurra húð og svo önnur útgáfa fyrir
venjulega/blandaða húð. Sú síðarnefnda hef-
ur hentað fólki með rósroða vel og hefur
mýkjandi áhrif.
Glæsilegir skartgripir
innblásnir af íslenskri sögu
G U L L S M I Ð U R & S K A R T G R I PA H Ö N N U Ð U R
Skólavörðustíg 18 – www.fridaskart.is
Andlitskrem
fyrir bland-
aða húðgerð