Morgunblaðið - 04.10.2019, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. OKTÓBER 2019
Vefverslun og sölustaðir á oskabond.is
F
all
eg
ar
ge
rs
em
ar
T
ania Lind veit fátt skemmtilegra en að skoða heiminn,
kynnast nýju fólki og borða góðan mat.
Hún bjó í fjögur ár í London, þar sem hún stundaði nám
í Fashion Marketing London College of Fashion.
„Eftir að ég útskrifaðist fékk ég starfi hjá Exposure,
fyrirtæki sem sérhæfir sig í stafrænni markaðsfræði og al-
mannatengslum. Þar vann ég fyrir ótrúlega flott fyrirtæki
á borð við Hendricks, Evian Water og Patron – þetta var
dýrmæt reynsla sem ég kann svo sannarlega að meta í dag. Eftir fjögur ár
í London ákvað ég að flytja heim, það sem spilaði inn í var að ég var búin
að vera í fjarbúð í næstum þrjú ár. Þetta var sameiginleg ákvörðun um að
dvelja um stund hér á landi saman. Draumurinn er þó að búa erlendis.“
Stefnir að því að flytja aftur út
Tania Lind er að taka meistarapróf í markaðsfræðum og alþjóða-
viðskiptum við Háskóla Íslands.
„Eftir námið stefni ég á að flytja til Kaupmannahafnar í von um meiri
vinnureynslu á stærri markaði. Mig hefur alltaf langað að búa þar, enda
ótrúlega falleg og sjarmerandi borg – og ekki skemmir fyrir hversu tísku-
vædd borgin er.“
Hún hefur verið að gera upp íbúð með kærastanum að undanförnu.
„Það er mjög skemmtilegt en krefjandi verkefni. En ég hef gert þetta
meðfram náminu, sem á hug minn allan þessa dagana.“
Hvernig var að búa á er-
lendri grundu?
„Yndislegt. Í raun það
besta sem ég hef gert. Ég hef
búið í þremur ólíkum löndum
og var það örugglega ein
besta lífsreynsla sem ég hef
fengið. London situr á toppn-
um, enda besta borg í heimi
að mínu mati. Svo mikið líf og
alltaf eitthvað að gera, hvort
sem það er að rölta um í
görðunum, skoða flotta
markaði eða bara kíkja á
pöbbinn. Það geta allir fundið
eitthvað við sitt hæfi í Lond-
on. Ég hvet alla sem ég þekki
til að flytja til útlanda þó svo
að það sé ekki nema bara í
smá tíma, það gefur manni
alveg ótrúlega mikið.“
Langar að stofna sitt
eigið fyrirtæki
Hvert stefnir þú í framtíð-
inni tengt vinnu?
„Minn draumur hefur allt-
af verið að stofna mitt eigið
fyrirtæki, svo hver veit eftir
námið hvað ég geri. Við-
skiptahliðin á tísku er mín
ástríða svo eitthvað tengt því
væri mitt draumastarf. Ann-
ars verð ég bara ótrúlega
sátt ef ég get fengið að vinna við það sem ég elska og ferðast í leiðinni. Ég
bið ekki um meira en það.“
Hvernig var að vera í fjarbúð?
„Það var mjög krefjandi en samt sem áður mjög gaman og lærdómsríkt.
Það styrkti sambandið alveg heilan helling og lærði ég að þekkja sjálfa
mig vel. Eins kenndi það mér að standa meira á eigin fótum.“
Hvað finnst þér áhugavert tengt tískunni?
„Hvað hún er síbreytileg og fjölbreytt.“
Hvað er tíska í þínum huga?
„Mér finnst langflottast þegar maður getur túlkað hver maður er í
Tania Lind Fodilsdóttir er athafnakona sem
hefur mikinn áhuga á tísku. Hún segir fólk í
tísku ef það klæði sig eftir eigin sannfæringu
þótt hún sé á því að allir ættu að eiga einn
töffaralegan jakka í skápnum fyrir veturinn.
Elínrós Líndal | elinros@mbl.is
Kápa frá Monki, galla-
buxur frá Zara, bolur
frá & Other Stories og
skór frá AllSaints.
„Það ættu
allar konur
að eiga
töffaralegan
jakka“
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Kápa og veski frá
& Other Stories.
Peysa frá AllSaints.