Morgunblaðið - 04.10.2019, Side 38
A
nna Margrét Björnsson
notar léttan farða eða
litadagkrem og segir að
konur ættu ekki að van-
meta mikilvægi farðans.
„Ég held að helstu förðunar-
mistök sem ég hef gert séu örugg-
lega að nota of mikið eða of þekj-
andi farða. Ég bjó í
París í nokkur ár
og ég horfi mikið
til þess hvernig
franskar stelpur og konur farða
sig. Þar er mjög mikil áhersla
á að húðin fái bara að njóta
sín og virki alls ekki förð-
uð. Farði getur látið mann
líta eldri út. Allt svona
„contouring“ er alveg
bannað þar og bara
notaður fallegur
frísklegur kremaður
kinnalitur með
huggulegum litaleið-
réttara (e. concealer)
undir augun. Fransk-
ar konur leggja frek-
ar áherslu á að húðin
sé vel nærð og falleg.
Ég nota yfirleitt bara
einföld krem án auka-
efna eins og frá Weleda
og hef nýlega byrjað að
fara reglulega í húð-
kuldameðferð (e. cryo
therapy facial) á Hydra
Float Spa á Rauðar-
árstíg. Í þessari með-
ferð er mjög kalt loft
notað á andlitið og við
þessa kuldameðferð
öðlast húðin aukið
blóðflæði og ljóma.
Mínar daglegu förð-
unarvenjur eru að ég
byrja á því að setja á
mig rakakrem, sem er
BB frá Garnier, síðan
nota ég YSL litaleið-
rétti undir augun því ég
er með svo dökka bauga
undir augunum. Svo
annaðhvort ferskjulit-
aðan eða bleikan
kinnalit efst á kinn-
beinin. Ég er mjög
hrifin af útlitinu frá
sjöunda áratugnum og
geng yfirleitt með
svartan kisulegan
augnlínufarða (e. eye-
liner) og ef ég er að
fara út á kvöldin ýki
ég augun með enn
meira svörtu, meira
rokk og ról og pínu
sjúskað.“
Anna Margrét
gengur oftast með lát-
lausan varalit eða gloss.
„Ég er hrifin af rósbleikum
lit en einstaka sinnum finnst
mér mjög gaman að vera með
eldrauðan varalit en þá tóna ég
niður augnförðunina.“
Hvað ættum við ekki að
gera þegar kemur að farða?
„Mér finnst stelpur og kon-
ur vera allt, allt of
mikið málaðar
þessa dagana. Húð-
farðinn er allt of
þykkur og allt of
mikið ofan á húðinni,
augabrúnirnar allt of
teiknaðar og þykkar
og það er allt of mikið
af einhverju „contour-
ing“-dæmi í gangi og
of mikið ljómapúður
(e. highlighter) úti um
allt. Ég held hins veg-
ar að þessi „Insta-
gram“-förðunartíska
sé að líða undir lok.
Konur eiga bara að
líta út eins og þær
sjálfar.“
Innblásin
af sjöunda
áratugnum
Ljósmynd/Saga Sig
Mac Face and
Body farðinn.
Hyljarinn frá
Yves Saint
Laurent
BB frá Garnier.
Varalitur frá Mac.
Anna Margrét er
með einstaka húð.
Anna Margrét Björnsson, blaðamaður, rithöfundur
og kynningarstjóri hjá Ambeth PR, bjó í París um
árabil. Henni finnst íslenskar konur mála sig allt of
mikið en er á því að þessi „Instagram“-förðunar-
tíska eins og hún kallar hana sé að líða undir lok.
Elínrós Líndal | elinros@mbl.is
38 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. OKTÓBER 2019
w.gilbert.is
Vínland Gmt
VIÐ KYNNUM NÝTT ÚR FRÁ
JS WATCH CO. REYKJAVIK
ww
E
va Longoria hefur sýnt fram á að fimmtugsaldurinn
er ekki afsökun fyrir því að vera ekki í frábæru
formi. Ein af meginforsendum þess að hana langaði
að koma sér í form eftir barneignir var að geta verið
algjörlega til staðar fyrir barnið sitt í framtíðinni.
Eftirfarandi atriði eru hlutir sem hún hefur sett í forgang
á síðustu mánuðum.
Mataræði
Longoria tekur út sykur og hveiti í allt að þrjá mánuði í
senn til að minnka sykurlöngunina og núllstilla sig. Hún
borðar mikið af grænmeti í öll mál og velur próteinríkan
mat á borð við ost, fisk og kjúkling sem hún hefur á litlum
diski með grænmetinu. Hún er mikið fyrir ólívuolíu út á
grænmetið.
Hreyfing
Þegar kemur að því að koma sér í form leggur Longoria
áherslu á að hreyfa sig. Hún fer út að hlaupa hvern morg-
un og ástundar jóga inni á milli. Hún er einnig hrifin af
Pilates og er á því að hreyfing sé jafn mikilvæg hollu
mataræði.
Viðhorf
Longoria er með heilbrigða hugmynd þegar kemur
að heilsunni. Hún setur sjálfa sig í forgang og set-
ur sér markmið um að komast í form fyrir barnið
sitt. Að eignast barn á miðjum aldri þýðir að
hennar mati að foreldrar þurfa að finna leiðir til
að halda sér ungum í anda sem lengst. Að
hafa heilbrigðan líkama er fjárfesting í for-
eldrahlutverkinu að hennar mati.
Leikkonan Eva Longoria trúlofaðist
fjölmiðlarisanum José Antonio „Pepe“
Bastón Patiño árið 2015 og giftist
honum ári seinna. Þau eignuðust
fyrsta barn sitt saman í fyrra og hefur
Longoria leyft heiminum að fylgjast
með sér komast í form aftur.
Elínrós Línal | elinros@mbl.is
Leikkonan Eva Longoria
hefur sjaldan eða aldrei
verið í jafngóðu formi. Hún
eignaðist barn fyrir ári síðan.
AFP
Þetta gerði
Eva Longoria til
að komast í form