Morgunblaðið - 24.10.2019, Page 2
Tæknirisar á borð við Intel og
Microsoft eru komnir í viðskipta-
mannahóp íslenska fyrirtækisins
Men&Mice. Það gera þeir þrátt
fyrir að standa í harðri sam-
keppni við það á sama tíma.
Tæknirisar
veðja á
Men&Mice
92
2 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. OKTÓBER 2019 VIÐSKIPTAMOGGINN FRAMÚRSKARANDI FYRIRTÆKI
F
yrirtækin sem uppfylla ströng skilyrði um að komast á lista Creditinfo yfir
þau fyrirtæki sem teljast til fyrirmyndar eru 874 talsins í ár. Aðeins skeikar
einu fyrirtæki frá árinu 2017 en það ár voru þau 875. Frá því að listinn var
birtur fyrst árið 2010 hefur fyrirtækjunum fjölgað gríðarlega sem á hann
komast eða rétt um 400%. Líkt og fram kemur í viðtali við Brynju Baldursdóttur,
framkvæmdastjóra Creditinfo á Íslandi, (sjá s. 6) liggja margar skýringar að baki
þessari fjölgun en sennilega vegur þar þyngst sú staðreynd að hagkerfið hefur vaxið
að kröftum síðustu ár og við það fá fleiri fyrirtæki dafnað.
Skilyrðin sem sett eru fyrir því að fyrirtæki komist á listann eru ströng og ekkert
þeirra hefur uppfyllt þau án fyrirhafnar. Líkt og fram kemur í fyrrnefndu viðtali
endurspeglar listinn fyrirtæki sem sýnt hafa fram á stöðugleika, fremur en skjót-
fenginn hagnað. Ekkert fyrirtæki kemst á listann nema það sem skilað hefur já-
kvæðri rekstrarniðurstöðu þrjú ár í röð, svo dæmi sé tekið og þau þurfa að hafa búið
við jákvætt eigið fé yfir sama tíma og halda á eignum sem nema minnst 100 millj-
ónum króna.
Vel rekin fyrirtæki eru samfélagsverðmæti í víðum skilningi. Þau skila ekki aðeins
arði til eigenda sinna um leið og þau tryggja þjónustu eða vöru sem eftirspurn er eft-
ir. Þessi sömu fyrirtæki eru einnig burðarásar vinnumarkaðarins sem aftur er for-
sendan að baki því að hægt sé að tryggja grunnþjónustu á borð við menntun á öllum
skólastigum og heilbrigðisþjónustu. Það segir sína sögu að fyrirtækin sem fylla
listann yfir Framúrskarandi fyrirtæki skapa um 60 þúsund störf í landinu. Það mun-
ar um minna.
Þetta er í þriðja sinn sem Morgunblaðið stendur að útgáfu sérrits um fyrirtækin
framúrskarandi og byggist hún á samstarfi við Creditinfo. Sem fyrr kennir ýmissa
grasa í blaðinu. Auk áhugaverðra upplýsinga sem teknar hafa verið upp úr listanum
og gerðar eru aðgengilegar með myndrænum hætti, birtast hér viðtöl við stjórn-
endur nokkurra þeirra fyrirtækja sem fylla listann að þessu sinni. Öll hafa þau
áhugaverða sögu að segja. Af þessum sögum má draga lærdóm og þær gefa dýpri
sýn en talnaefnið sem slíkt getur gert um það hvað til þarf til þess að fyrirtæki geti
talist framúrskarandi. Pétur Geirsson, eigandi Hótel Borgarness, kemst þó líklegast
réttilega að orði, og fyrir allan hópinn, þegar hann segist einfald-
lega hafa lengt í sólarhringnum þegar reksturinn hefur tekið á.
Auk þessarar útgáfu hefur Morgunblaðið opnað nýjan og
endurbættan vef sem hefur að geyma upplýsingar um fyrirtækin
sem komast á lista Creditinfo. Þar eru viðtölin við forsvarsmenn
fyrirtækjanna einnig aðgengileg, auk ýmiss konar ít-
arefnis sem varpar skýrara ljósi á fyrirtækin sem í hlut
eiga. Það er ástæða til að gera framúrskarandi fyr-
irtækjum hátt undir höfði og umfjöllunin verður von-
andi öllum stjórnendum og eigendum íslenskra fyr-
irtækja hvatning til þess að setja sér það markmið að
stækka og efla þennan samfélagslega mikilvæga
lista. Lengri listi vitnar um þróttmeira samfélag.
Samfélags-
verðmæti
Stefán Einar Stefánsson
Útgefandi Árvakur Umsjón Stefán Einar Stefánsson Blaðamenn Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is, Elínrós Líndal elinros@-
mbl.is Gunnlaugur Snær Ólafsson gso@mbl.is, Pétur Hreinsson peturhreins@mbl.is, Þóroddur Bjarnason tobj@mbl.is
Auglýsingar augl@mbl.is Grafík Sigurður B. Sigurðsson Forsíðumynd Kristinn Magnússon Prentun Landsprent ehf.
Hvað gerir fyrirtæki
framúrskarandi?
• Fyrirtækið er í lánshæfisflokki 1, 2 eða 3
• Ársniðurstaða var jákvæð rekstrarárin 2016-2018
• Eignarfjárhlutfall var a.m.k. 20% rekstrarárin 2016-2018
• Framkvæmdastjóri er skráður í fyrirtækjaskrá RSK
• Fyrirtækið er virkt skv. skilgreiningu Creditinfo
• Ársreikningi var skilað til RSK fyrir rekstrarárin 2016-2018
• Ársreikningi fyrir rekstrarárið 2018 var skilað á réttum tíma skv.
lögum
• Rekstrarhagnaður (EBIT) var jákvæður rekstrarárin 2016-2018
• Rekstrartekjur voru a.m.k. 50 milljónir króna rekstrarárin 2017 og
2018
• Eignir voru a.m.k. 100 milljónir króna rekstrarárin 2017 og 2018
og a.m.k. 90 milljónir króna rekstrarárið 2016
Listanum er raðað í lækkandi röð eftir
ársniðurstöðu í árs reikningi 2018. Allar
tölur eru umreiknaðar í íslenskar krónur.
Fyrirtækjum er skipt í eftirfarandi stærðarflokka:
• Lítið 0-200 milljónir kr. í eignir alls
• Meðalstórt 200-1.000 milljónir kr. í eignir alls
• Stórt 1.000 milljónir kr. eða meira í eignir alls
Unnið í samstarfi við
VIÐSKIPTA
Íslendingar hefðu getað hætt að vinna um
miðjan september í ár en samt haft jafn mikinn
kaupmátt og þegar þeir unnu allt árið 2011.
Kaupmáttur aldrei meiri
44
Marel hefur sem stórfyrirtæki tækifæri til þess
að hafa jákvæð áhrif á matvælaiðnaðinn en
einnig samfélagið sem það starfar í.
Samfélagsábyrgð í verki
94
Krónan hefur ákveðið að hafa jákvæð áhrif með
því að taka frumkvæði. Það hefur m.a. komið
fram í aukinni áherslu á hollustuvörur.
Hafa áhrif á umhverfið
16
Bluebird Nordic hefur í áratugi sinnt fraktflutn-
ingum í lofti. Félagið hefur á síðustu árum einnig
kannað innreið á farþegamarkaðinn.
Opnir fyrir farþegaflugi
20