Morgunblaðið - 24.10.2019, Side 16

Morgunblaðið - 24.10.2019, Side 16
16 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. OKTÓBER 2019 VIÐSKIPTAMOGGINN FRAMÚRSKARANDI FYRIRTÆKI Þ að að Krónan sé á meðal Framúr- skarandi fyrirtækja Creditinfo er til marks um þá frábæru vinnu sem starfsfólk verslunarkeðjunnar legg- ur á sig á degi hverjum að sögn Grétu Maríu Grétarsdóttur, framkvæmdastjóra Krón- unnar. Krónan hefur upp á síðkastið komist í kastljós fjölmiðla reglulega fyrir umhverfis- stefnu fyrirtækisins. Það hlaut Kuðunginn, umhverfisviðurkenningu umhverfis- og auð- lindaráðuneytisins fyrr á árinu, og á dögunum, Umhverfisverðlaun atvinnulífsins fyrir fram- tak ársins fyrir að hafa jákvæð áhrif á um- hverfi sitt og sýna frumkvæði í nýjum verk- efnum. Hér er um að ræða framtak á borð við „Síðasta séns“ þar sem hægt er að kaupa ávexti og grænmeti á lægra verði þegar vörur nálgast síðasta söludag. Þá er einnig hægt að nýta sér sérstakt afpökkunarborð í verslunum Krónunnar þar sem viðskiptavinir geta losað sig við óþarfa umbúðir sem Krónan sér um að flokka og setja í endurvinnslu. Krónan markar sér sérstöðu í um- hverfis- og lýðheilsumálum Að sögn Grétu er vitanlega mikil samkeppni á matvörumarkaði en Krónan hefur markað sér sérstöðu á markaðnum í umhverfis- og lýð- heilsumálum sem viðskiptavinir taka vel í að sögn Grétu. „Þú sérð það þegar þú gengur inn í Krónu- búðir að hollustan fær gott pláss hjá okkur. Í umræðunni núna um sykurskatt þá gleymist það oft að það þarf ekkert alltaf aðkomu rík- isins til þess að breyta einhverjum neysluvenj- um. Það er líka á ábyrgð okkar í Krónunni að stilla búðinni upp þannig að hollustan fái besta plássið. Við höfum alveg séð að það hefur áhrif á neysluna,“ segir Gréta en ávextir og græn- meti mætir viðskiptavinum Krónunnar t.d. fyrst í versluninni, og þá er ekkert sælgæti lengur að fá á afgreiðslukössum. Eitthvað sem foreldrar þreyttra barna kunna vel að meta að sögn Grétu. „Öll fyrirtæki þurfa að sýna frumkvæði. Við eigum ekki alltaf að bíða eftir því að eitthvað sé ákveðið fyrir okkur. Með því að sýna frum- kvæði höfum við áhrif á samfélagið og áhrif á þær ákvarðanir sem koma í kjölfarið. Það sést á tölunum okkar að viðskiptavinirnir eru ánægðir með það sem við erum að gera,“ segir Gréta. Hún segir hlutina gerast hratt á matvöru- markaðnum og því þurfi fyrirtæki að vera opin fyrir breytingum. „Og við í Krónunni erum rosalega opin fyrir breytingum. Það er ekki í öllum fyrirtækjum þar sem starfsmenn og stjórnendur eru á hverjum degi að leita að leiðum til þess þróast og gera breytingar. Ef þú þróast ekki þá á endanum deyrðu. Við ætlum okkur að þróast áfram og vera í fararbroddi þegar kemur að þessum breytingum í samfélaginu,“ segir Gréta. Hafa áhrif til lækkunar Spurð um rekstrarumhverfið almennt segir Gréta að samkeppnin á matvörumarkaði sé gríðarlega mikil. „Fyrst og fremst erum við að keppa í verði. Við viljum virka samkeppni á markaði og trú- um að við höfum áhrif til lækkunar á verðlag á matvöru,“ segir Gréta og heldur áfram: „Það er mikil barátta á þessum markaði. Gengi krónunnar (gjaldmiðilsins) hefur einnig mikil áhrif á okkur því við getum ekki velt öll- um sveiflum út í verðlagið. Við sjáum það núna að margir íslenskir framleiðendur hafa hækk- að verð en við reynum alltaf að halda okkar verðlagi eins lengi og við getum en við getum ekki hagrætt endalaust í okkar rekstri. Launa- hækkanir hafa líka áhrif og það hefur áhrif á verð þegar svona mörg ár af launahækkunum hafa verið,“ segir Gréta. Að sögn Grétu felast ekki endilega miklir hagræðingarmöguleikar í sjálfsafgreiðsluköss- um sem hafa orðið sífellt algengari sjón í versl- unum hér á landi. Ávallt sé að minnsta kosti einn gamaldags beltakassi opinn auk þess sem sjálfsafgreiðslan hefur alltaf einn starfsmann verslunarinnar á vakt. „Starfsfólki hefur ekki fækkað við það að nota sjálfsafgreiðsluna. Við lítum frekar á þetta sem aukna þjónustu við viðskiptavini og nýtum tímann í annað svo að búðin sé í betra standi fyrir viðskiptavini. Sjálfsafgreiðslan er alltaf mönnuð með einum starfsmanni. Í minni búðum þar sem við höfum oft verið með einn starfsmann á kassa höfum við nú sjálfs- afgreiðslukassa og starfsmann þar líka sem dæmi,“ segir Gréta. Hún segir sjálfsafgreiðsluna hafa reynst versluninni gríðarlega vel. „Við erum að sjá vel yfir helming afgreiðsl- na fara í gegnum sjálfsafgreiðslu. Veltan er þó töluvert minni þar sem stóru körfurnar fara yfirleitt á beltakassana. En á sama tíma eru margir sem segja við okkur að þeir hafi áttað sig á því að eftir að sjálfsafgreiðslan varð boði hafi þeir enga þolinmæði til þess bíða í röð lengur,“ segir Gréta. Með því að sýna frumkvæði hefur Krónan áhrif á samfélagið Morgunblaðið/Kristinn Magnússon 59. sæti KRÓNAN Stórt 59. sæti Gréta María Grétarsdóttir Ekki þarf alltaf aðkomu ríkisins til þess að breyta neysluvenj- um, að sögn Grétu. Krónan rekur í dag 20 verslanir, tvær Kr-verslanir, tvær Kjarvals-verslanir og eina Nóa- túnsbúð. Að sögn Grétu leitar fyrirtækið nú að heppilegri staðsetningu á höfuðborgar- svæðinu fyrir Kr-verslanir, sem oft eru kallaðar svokölluð „Krónubörn“, með svipuðum innréttingum, með um 2.000 vörur á Krónuverði og aðrar vörur á stórmarkaðsverði og að- lagaðar því svæði sem búðin er staðsett á en núna rekur Krónan Kr-búðir í Vík í Mýrdal og í Þorlákshöfn. „Við erum að skoða eina staðsetningu og ef allt gengur að óskum erum við að horfa á að opna eina slíka á fyrri hluta næsta árs,“ segir Gréta. Krónan hefur sterka stöðu á höfuðborgarsvæðinu en er einnig víða um land, m.a. í Reykjanesbæ, á Akranesi, Selfossi, í Vestmannaeyjum og á Reyðarfirði en þó ekki á Akureyri, höfuðstað norðursins. Gréta segir að stefnan sé að opna verslun þar. „Við erum alltaf á leiðinni og eigum lóð á Akureyri á frábærum stað á móti Glerártorgi. Við erum að vinna með skipulagsyfirvöldum og öðrum lóðarhöfum með það að komast af stað. En það hefur tekið allt of langan tíma og við viljum sjá þetta hreyfast hraðar,“ segir Gréta. Vilja opna Kr-búð í borginni

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.