Morgunblaðið - 24.10.2019, Síða 78
V
erzlunarskóli Íslands er í fyrsta
skipti á lista Creditinfo yfir Fram-
úrskarandi fyrirtæki í ár.
Verzlunarskólinn var stofnaður af
Verzlunarmannafélaginu og Kaupmanna-
félaginu í Reykjavík árið 1905 og á því
fyrsta ári settust 54 nemendur á skólabekk.
Skólahúsnæðið fyrstu árin var að því er
fram kemur í hátíðarritinu Viðskiptaráð Ís-
lands í 100 ár „öllu óboðlegt og svo jökulkalt
að heilsu nemenda var hætta búin“. Frá
1912 til 1931 var skólinn staðsettur á Vest-
urgötu 10a í öllu betra húsnæði en flutti síð-
ar á Grundarstíg. Árið 1943 samþykkti þá-
verandi menntamálaráðherra að
Verzlunarskólinn fengi að útskrifa stúdenta.
Þótti það að sögn Inga Ólafssonar, núver-
andi skólastjóra skólans, engan veginn sjálf-
sagt mál og olli það deilum á meðal mennta-
manna á Íslandi. Flestir voru því mótfallnir.
„Menn töldu að með þessu væri verið að
gjaldfella stúdentsprófið, því menn voru
hræddir um að lítið yrði gert úr kennslu í
stærðfræði og latínu,“ segir Ingi en á þess-
um tíma voru það aðeins Menntaskólinn í
Reykjavík og Menntaskólinn á Akureyri
sem útskrifuðu stúdenta.
Árið 1943 útskrifuðust fyrstu stúdentarnir
frá Verzlunarskólanum en í þeim fyrsta út-
skriftarhópi voru sjö piltar. Eftir 55 ár í
húsnæðinu við Grundarstíg flutti skóla-
starfsemin árið 1986 í núverandi húsakynni í
Ofanleiti sem er að fullu í eigu skólans. Og
þar er starfsemi þessa vinsælasta fram-
haldsskóla landsins enn í fullum gangi.
Það er engin tilviljun að Verzlunarskólinn
ratar nú á lista Creditinfo yfir framúrskar-
andi fyrirtæki. Að sögn Inga hefur rekstrar-
umhverfi framhaldsskóla batnað mjög á síð-
ustu árum en sjálfur tók Ingi við
skólastjórastöðunni árið 2007.
„Það var þannig að í tíð Illuga Gunnars-
sonar, þáverandi menntamálaráðherra, var
ákveðið að framhaldsskólinn yrði styttur um
eitt ár en á sama tíma var lofað að fjármagn
sem rynni til skólanna yrði það sama. Sem
þýðir að skólar voru að fá meira fjármagn á
hvern nemanda. Þeim fækkaði en upphæðin
á hvern nemanda hækkaði. Það var nauð-
synlegt að fjármagnið yrði ekki skert. Þótt
reksturinn hafi í sjálfu sér ekki gengið illa
hjá okkur þá gekk rekstur framhaldsskóla
almennt illa. Allir skólar þurftu virkilega að
vera á tánum og fylgjast með hverri krónu. Í
dag er betra svigrúm til þess að sinna
skólaþróun og endurnýja nauðsynleg tæki
og tól,“ segir Ingi.
Ákvörðunin þótti arfavitlaus
Að sögn Inga fannst mörgum fyrrverandi
nemendum sú ákvörðun að fækka árunum á
skólabekk úr fjórum í þrjú vera arfavitlaus.
„Vegna þess að yfirleitt var mesta fjörið hjá
þeim á síðasta árinu. Þá stýrðu þau félags-
lífinu og svo framvegis. En núverandi nem-
endur vilja ekkert endilega vera eitt ár í við-
bót þegar til kastanna kemur. Þegar að
fyrsti nemendahópurinn í þriggja ára nám-
inu var að hefja lokaárið voru flestir þeirra á
þeirri skoðun að þeir vildu gjarnan vera
lengur. En þegar nálgaðist útskrift töldu
flestir þeirra að þetta væri bara komið
gott,“ segir Ingi og hlær.
Að sögn Inga var námsefnið skorið niður
að hluta til við þessa breytingu en hann seg-
ir þó að kröfur til nemenda séu meiri nú en
þegar námið taldi fjögur ár.
„Þegar rætt er við fyrrverandi nemendur
skólans segja margir þeirra að álagið á síð-
asta árinu hafi síst verið of mikið. Sér-
staklega á viðskiptabrautinni. Við gerðum á
sínum tíma könnun á meðal nemenda og í
henni sögðu nánast allir, utan nemenda á
náttúrufræðibraut, að álagið væri minnst á
síðasta ári. Það benti til þess að svigrúm
hefði verið til þess að leggja meira á nem-
endur og það reyndist rétt mat miðað við
gengi nemenda í þriggja ára kerfinu,“ segir
Ingi.
Verzlunarskólinn hefur um langt skeið
verið vinsæll og á hverju ári þarf skólinn að
vísa umsóknum frábærra nemenda frá að
sögn Inga.
„Við fáum ótrúlega margar umsóknir. Það
voru 679 sem sóttu um skólann í fyrsta eða
öðru vali síðast. Og 520 sem völdu skólann í
fyrsta sæti en við gátum bara tekið inn 340
nemendur,“ segir Ingi en aðspurður segir
hann að ekki sé í bígerð að stækka skólann.
En hvað skýrir þessar vinsældir?
„Við höfum oft spurt nemendur þessarar
spurningar. Við vöndum okkur mikið við
námsframboðið en okkur grunar að það sé
kannski félagslífið sem vegi þungt í ákvarð-
anatökunni. Kannski vilja nemendur ekki
viðurkenna það en þeir nefna yfirleitt aldrei
félagslífið sem fyrstu ástæðu. Þau tala t.d.
um bekkjakerfið og orðsporið áður en þau
nefna félagslífið,“ segir Ingi.
Góður andi á meðal starfsmanna
smitar út frá sér
Það eru trúlega fleiri ástæður að sögn
Inga. „Það hefur verið mjög góður andi í
skólanum. Einnig á meðal starfsmanna. Ef
það er góður andi í starfsmannahópnum, það
er sama hvort það er skóli eða eitthvert ann-
að fyrirtæki og starfsmaður er ánægður í
vinnunni þá talar hann fallega um vinnustað-
inn úti í bæ,“ segir Ingi.
Ingi segir að starfsemi skólans gangi jafn-
an sinn vanagang en þó sé álag á starfsfólk
skólans vegna annarra þátta en kennslu orð-
ið meira en það var.
„Við getum nefnt t.d. jafnlaunavottunina.
Undanfarið hafa tveir starfsmenn unnið
mikið í þessum málum í samstarfi við sér-
fræðinga. Síðan þurfum við einnig að vera
með persónuverndarfulltrúa. En með nýju
persónuverndarlögunum er allt miklu
strangara en áður. Nú er það líka þannig að
nú geta t.d. fyrrverandi nemendur fengið að
vita nákvæmlega allt sem er skráð um þá.
Þannig að utanumhald um skjalamál hefur
aukist. Það er mikil vinna sem felst í þessu
öllu saman því þetta er nýtt fyrir flesta,“
segir Ingi.
Góður andi í Verzlunarskólanum
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
438. sæti
VERZLUNAR-
SKÓLI
ÍSLANDS
Stórt 219. sæti
Ingi Ólafsson
Að sögn Inga var svigrúm til
staðar til þess að fækka mennta-
skólaárum úr fjórum í þrjú.
78 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. OKTÓBER 2019 VIÐSKIPTAMOGGINN FRAMÚRSKARANDI FYRIRTÆKI