Morgunblaðið - 24.10.2019, Side 88
88 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. OKTÓBER 2019 VIÐSKIPTAMOGGINN FRAMÚRSKARANDI FYRIRTÆKI
Þ
að var árið 1990 sem Pétri Geirs-
syni, veitingamanni og mjólk-
urfræðingi, bauðst að kaupa Hótel
Borgarnes. Reksturinn á fyrir-
tækinu var ekki björgulegur en Pétur hafði
marga fjöruna sopið á aldarfjórðungs löngum
ferli í rekstri, bæði í Botnsskála og Hreða-
vatnsskála og því lét hann slag standa. Hann
stendur enn í brúnni þótt farið sé að halla í ní-
rætt. Synir hans tveir, Steinn og Jón, standa
vaktina með honum og hann hefur ekki lagt ár-
ar í bát. Hann er enn með stórar hugmyndir á
prjónunum sem hann langar til að koma á
koppinn.
„Kaupin á Hótel Borgarnesi eru kannski
stærsta vitleysa sem ég hef gert því það tók
áratug að rétta reksturinn af og raunar fór
hann ekki að skila neinu af sér fyrr en eftir
bankahrun og þegar krónan féll. En ég hef
ekki séð eftir þessu og mér hefur aldrei
leiðst,“ segir Pétur kíminn þar sem við setj-
umst niður á hótelinu þegar haustið hefur
gert sig heimakomið í gamla bænum í Borg-
arnesi.
„Hótelið gekk mjög illa og bærinn vildi selja.
Ég fékk þetta á góðu verði og fyrstu árin átti
Kaupfélagið 25% hlut. Það vildi ekki selja og
raunar vildi það kaupa allt hótelið en sem bet-
ur fer varð ekki af því. Kaupfélagið hefur dreg-
ið saman seglin. En ég er hér enn.“
Tilviljanir réðu för
Það er hins vegar nokkur saga að baki þeirri
tilviljun, sem Pétur kallar svo, að hann hafi
gerst hóteleigandi í Borgarnesi. Hann hefur
reyndar lengst sinnar ævi haft tengsl við stað-
inn enda var hann fimm ára gamall þegar for-
eldrar hans fluttu þangað í upphafi seinna
stríðs, 1939.
„Ég er fæddur vestur í Hraunhreppi. Fjöl-
skyldan flutti í Borgarnes og ég fór svo til
Danmerkur 1952 til að læra mjólkurfræði. Ég
kom svo heim og réði mig til mjólkurbúsins.
Þar vann ég til ársins 1965 þegar ég keypti
Botnsskála í Hvalfirði.“
Þegar Pétur er spurður hvað hafi orðið til
þess að hann venti kvæði sínu svo gjörsamlega
í kross verður karlinn nokkuð fjarrænn á svip-
inn.
„Það er ekki gott að segja hvernig maður
dettur inn í svona. Mjólkurfræðingar voru
hins vegar illa launaðir á þessum tíma og auk
þess voru þeir illa þokkaðir. Þeir voru á litlu
hærri launum en verkamenn og voru því oft í
verkföllum í tilraunum til að bæta kjör sín.
Við vorum kallaðir óvinir bænda. Ég var orð-
inn þreyttur á þessu og þegar ég var eitt sinn
á ferð milli Borgarness og Reykjavíkur sá ég
Botnsskála auglýstan til sölu og sló til.“
Þeir urðu svo fleiri skálarnir því upp úr 1980
keypti Pétur einnig Hreðavatnsskála í Norð-
urárdal og einhenti sér í reksturinn þar upp
frá. Leigði hann Botnsskála út en á hann raun-
ar enn þótt hann megi muna fífill sinn fegurri.
Starfsemin í Hvalfjarðarbotni lagðist af þegar
göngin undir fjörðinn voru tekin í notkun árið
1998.
Þurfti að stækka hótelið
En aftur að hótelinu sem síðustu ár hefur
vermt sæti á listanum yfir Framúrskarandi
fyrirtæki. Reksturinn á því reyndist allt öðru-
vísi en veitingaþjónustan sem Pétur þekkti
orðið út og inn.
„Ég taldi mig auðvitað skilja þetta allt en
það kom í ljós að svo var ekki. Ég las mér tals-
vert til og áttaði mig á að hótelið var alltof lít-
ið eða aðeins um 36 herbergi. Til þess að hótel
sér rekstrarhæf eining þurfa herbergin helst
að vera 80 til 100. Ég ákvað því að stækka
hótelið árið 1995 og ágætur bankamaður taldi
mig hafa dottið á höfuðið. Kannski gerði ég
það,“ segir Pétur og eins og endranær er
stutt í brosið.
„Ég ætlaði raunar bara að fjölga herbergj-
unum um 16 í þessum áfanga. En þau urðu 32.
Það var góður bankastjóri hér í bænum á þess-
um tíma sem tryggði það. Það vildi þannig til
að nýbyggingin var reist úr einingum frá Loft-
orku og það fyrirtæki var líka í kröggum. Það
hentaði því bankanum vel að lána mér fyrir
stærri byggingu og auka með því umsvifin hjá
iðnfyrirtækinu í bænum.“
Keypti kaupfélagshúsið
Pétur hefur hins vegar ekki látið þar við
sitja og það hlaut að koma að því að hann
myndi ná upp í lágmarksfjölda herbergja mið-
að við það sem hann hafði áður lesið um. Árið
2015 réðist hann í kaup á gamla kaupfélags-
húsinu sem stendur gegnt hótelinu við Egils-
götu. Það hafði fyrir löngu hætt að þjóna sem
höfuðstöðvar kaupfélagsins en þess í stað verið
breytt í fjölbýlishús.
„Það var allt gert af vanefnum og við höfum
þurft að endurbyggja þetta allt. Sumar íbúð-
irnar höfum við tekið í gegn en öðrum höfum
við breytt í hótelherbergi. Nú erum við með
um 100 herbergi og íbúðir til útleigu og getum
hýst á bilinu 170 til 180 gesti á hverjum tíma.“
Gangurinn í starfseminni hefur verið góður
síðustu ár en Pétur segir að rekstrarumhverfið
hafi reynst mjög krefjandi síðustu tvö til þrjú
árin.
„Við erum ekki ódýr lengur eins og við vor-
um fyrst eftir bankahrunið. Launin eru sömu-
leiðis orðin mjög há og mér er sagt að í þessum
geira séu þau hvergi hærri í heiminum. Launa-
kostnaður hótela má helst ekki vera yfir 30%
en er núna víðast hvar á landsbyggðinni í
kringum 50%.“
Og hann segir að þetta umhverfi kalli á út-
sjónarsemi og að sífellt þurfi að rýna í kostn-
aðinn.
„Það þarf að skipuleggja sig mjög vel og
halda kostnaði niðri án þess að það komi niður
á þjónustunni. Þar þarf sífellt að sækja fram til
þess að orðsporið haldist gott. Það er stór-
hættulegt að spara á því sviði en einnig í söl-
unni því það er fljótt að koma niður á mönnum.
En þetta hefur tekist enda hef ég verið hepp-
inn með starfsfólk. Það skiptir öllu máli enda
snýst þessi þjónusta ekki um eitthvert viðmót í
tölvum, heldur persónulegt viðmót sem trygg-
ir góða upplifun gesta, m.a. í tengslum við upp-
lýsingagjöf um hvað er á döfinni eða það sem
fólk vill skoða í nágrenninu.“
Stóru hóparnir hafa nær horfið
Á hótelinu eru í dag um 25 stöðugildi en Pét-
ur segir að þeim fækki nokkuð yfir vetrartím-
ann. Hann segir að rekstrarumhverfið á lands-
byggðinni hafi tekið miklum breytingum í
hittiðfyrra.
„Þá hættu þessir stóru hópar, sem töldu
kannski 30 til 35 manns að koma. Þeir gufuðu
bara upp. Það voru mjög mikilvægir hópar fyr-
ir okkur sem rekum hóteli úti á landi. Þess í
stað erum við meira með lausatraffík, fólk á
bílaleigubílum og slíkt.“
Hann segir raunar að höggið sem hafi komið
á ferðaþjónustuna hafi ekki komið réttilega
fram í opinberum tölum um gistinætur.
„Það var svo mikil svört atvinnustarfsemi í
kringum þennan geira, ekki síst Airbnb og
hvað það heitir nú allt saman. Sú starfsemi
dróst held ég mjög harkalega saman og það
kemur ekki fram í opinberum mælingum. Við
fundum meira fyrir þessu með lækkandi verði
á gistinóttunum.“
Pétur segir að atvinnurekendur þurfi ekki
aðeins að takast á við mikinn launakostnað.
Opinber gjöld séu einnig há og hafi hækkað,
m.a. mótframlag atvinnurekenda í lífeyr-
issjóði. Hann er ekki sérstakur áhugamaður
um þær stofnanir.
„Ég hef lengi haft fyrirvara á þeim og finnst
þeir skila litlu til þeirra sem til þeirra greiða.
Ég held að ég sé miklu betur í stakk búinn til
að halda utan um mína peninga en að senda þá
til einhvers annars sem týnir þeim.“
Keypti hótelið í Hólminum
Lífeyrissjóðirnir hafa reyndar ekki þurft að
hafa miklar áhyggjur af Pétri persónulega,
enda er hann enn að störfum, átján árum eftir
að hann gat farið á lífeyri. Hann segir raunar
að samfélagið þrýsti á fólk að hætta að vinna.
„Ég keypti Hótel Stykkishólm árið 2004 og
tók það í gegn, byggði við það. En ég seldi það
svo 2007 þegar ég var 72 ára og það var fyrst
og fremst vegna þess að það var sífellt verið að
segja mér að ég væri orðinn gamall og ætti að
hætta að standa í þessu. Ég sé eftir því að hafa
hlustað á það því ég seldi hótelið rétt fyrir upp-
sveifluna miklu. En það kemst enginn í gegn-
um lífið án þess að gera einhver mistök.“
Þegar Pétur er spurður nánar út í verkefnið
í Stykkishólmi viðurkennir hann að hann hafi
grætt nokkuð á því og hann undirstrikar um
leið að hann þurfi ekki að gráta þær ákvarð-
anir sem hann tók í Hólminum.
Enn með stórtækar hugmyndir
Pétur segir syni sína bera hitann og þung-
ann af rekstrinum í dag og að hann sé smátt og
smátt að læra að sleppa hendinni. En það er
ekki þar með sagt að hann sé ekki með mörg
járn í eldinum. Hann keypti fyrir nokkrum ár-
um gamla mjólkursamlagshúsið í gamla bæn-
um í Borgarnesi sem teiknað var af Guðjóni
Samúelssyni og er með stórtækar hugmyndir
um framtíðarhlutverk þess.
„Mig langar til þess að byggja þar upp eins-
konar veðurfarssafn sem yrði helgað pólunum
í norðri og suðri. Mig langar til að nefna það
Pourquoi-Pas? eða Hvers vegna ekki?“
Heiti safnsins myndi þar með vísa til
franska rannsóknarskipsins sem fórst úti fyrir
Mýrum í ofsaveðri árið 1936. Það steytti á
skerinu Hnokka og fórust með því 40 leiðang-
ursmenn en aðeins einn lifði af.
„Það fer vel á því að nefna veðurfarssafn í
höfuðið á þessu skipi. Öll veður á Mýrum voru í
mínu ungdæmi miðuð við veðrið þegar skipið
fórst. „Var það verra eða skárra en Pourquoi-
Pas?-veðrið?“ spurði fólk.“
Pétur segist ekki viss um hvenær hann komi
safninu á laggirnar en hann hefur m.a. kallað
veður- og fjölfræðingana Trausta Jónsson og
Þór Jakobsson til ráðuneytis við sig um upp-
bygginguna. „Ég þarf eiginlega að ráða ein-
hvern í þetta með mér. Ég er orðinn of gamall
til þess að standa í þessu einn,“ segir Pétur.
Hann er þó ekki af baki dottinn, og klæjar að
komast í enn eitt krefjandi verkefnið, rétt eins
og árið 1965, þegar hann festi kaup á Botns-
skála fyrir hálfgerða tilviljun.
ses@mbl.is
Lengdi bara í sólarhringnum
851. sæti
HÓTEL
BORGARNES
Meðalstórt 380. sæti
Pétur Geirsson
Pétur Geirsson keypti
Hótel Borgarnes árið 1990.
Morgunblaðið/Stefán Einar Stefánsson