Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.10.2019, Side 2
Við hverju megum við búast á hrekkjavökunni í Árbæjarsafninu?
Gestir munu rekast á afturgengna starfsmenn safnsins í drungalegum húsunum
og úti á safnsvæðinu verða hræðilegar verur á ferli. Þá er eins gott að vara sig,
því við vitum ekki hvort þær eru lifandi eða dauðar því skilin milli heima hinna
lifandi og dauðu eru svo þunn þetta kvöld að við sjáum inn í heim hvers annars.
Þess vegna er mikilvægt að verja sig á bak við skelfilegan búning. Þeir sem
þora geta bankað upp á hús og beðið um sælgæti, hlustað á draugasögur, hitt
spákonur, farið í nammipokasmiðju og horft eldlistir sem fá hárin til að rísa.
Hvað er það skemmtilegasta við hrekkjavökuna?
Hrekkjavaka er hátíð sem er óháð trúarbrögðum, hún er sambland af ólík-
um menningarlegum fyrirbærum og er ævaforn en hefur gengið í endur-
nýjun lífdaga víða um heim. Það að allir geti notið og átt tilkall til hátíðar-
innar er kannski það sem gerir hana svona eftirsóknarverða.
Hver er hræðilegasti íslenski draugurinn?
Draugurinn Glámur úr Grettis sögu drepur bæði menn og skepnur. Hann
er uppvakningur og því væntanlega rotnandi og hann lagði hræðileg álög á
Gretti sem fylgdi honum til dauðadags. Í huga barnanna hlýtur þó okkar
hræðilegasta vera úr þjóðtrúnni að vera hún Grýla, en nú fer hún bráðlega að
fara á stjá í myrkri og kulda að sækja sér óþekk börn í soðið. Þótt hennar tími sé
auðvitað helst jólin býr hún í myrkrinu og menn vita aldrei hvenær á henni er von.
Er hrekkjavakan að verða mikilvæg hefð hjá Íslendingum?
Já enda ætti fólk að nota hvert tækifæri til að hittast, borða góðgæti og njóta góðrar
samveru. Ef Árbæjarsafn – sem sumum finnst vera ímynd íslenskra hefða – hefur tekið
hátíðina undir sína arma held ég að það sé óhætt að segja að hrekkjavaka hafi fest sig í
sessi í íslensku samfélagi, enda erum við fjölmenningarsamfélag og bjóðum alla velkomna.
ÁGÚSTA RÓS ÁRNADÓTTIR
SITUR FYRIR SVÖRUM
Morgunblaðið/Hari
Í FÓKUS
2 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27.10. 2019
Hann drap Hitler og Göbbels og bjargaði Sharon Tate (er ekki örugg-lega óhætt að segja frá því núna?) Væri hann ekki vís til þess að finnaGeirfinn? Alveg er ég gáttaður á því að enginn sé búinn að átta sig á
þessum möguleika og senda Quentin Tarantino digran skjalabunka úr áleitn-
asta sakamáli Íslandssögunnar. Ef um sakamál er þá yfir höfuð að ræða eftir
allt saman. Eru okkar menn í Hollywood ekki uppi á táberginu? Baltasar Kor-
mákur? Sigurjón Sighvatsson?
Ingvar Þórðarson, framleiðandi í Þýskalandi, hefur líka um langt árabil haft
brennandi áhuga á málinu og djöfull yrði gaman að sjá þá Tarantino vinna sam-
an. Mögulega yrðu það þó vond tíðindi fyrir Geirfinn, því sá síðarnefndi væri vís
með að skipta um kúrs eftir þau kynni og gera mynd um litríkt líf Ingvars í
staðinn. Sagan segir nefnilega að Tar-
antino eigi bara eina mynd eftir og fyrir
vikið yrði hann að velja þarna og hafna.
Ingvar eða Geirfinnur? Þar er efinn ...
Tarantino hefur verið í sögulegum
ham og með báða fætur í fortíðinni í
seinustu myndum sínum og yrði ekki í
vandræðum með koma sér mak-
indalega fyrir í Keflavík á áttunda ára-
tugnum. Er meira að segja með hippa-
menninguna í blóðinu eftir Once upon a
Time ... in Hollywood. Kappinn er
þekktur fyrir að hugsa út fyrir ramm-
ann og yrði ekki lengi að komast á spor-
ið, geri ég ráð fyrir, eftir að við heimamenn höfum buslað í sama pollinum í
tæplega hálfa öld. Glöggt er gests augað, eins og þýski blaðamaðurinn og kvik-
myndagerðarmaðurinn Boris Quatram sýndi fram á í athyglisverðri heimild-
armynd sinni um málið fyrr á þessu ári.
Hver myndi svo fara með hlutverk Geirfinns? eru lesendur án efa farnir að
spyrja sig. Ef hann finnst þá á annað borð (sem við göngum auðvitað út frá).
Tom Hardy kemur fyrstur upp í hugann; hann myndi örugglega rúlla þessu
upp. Eins hefur Leonardo DiCaprio verið í miklum ham í fyrri myndum Tar-
antinos. Tefldi leikstjórinn djarft og veðjaði á íslenskan leikara fengi Gói mitt
atkvæði. Hann yrði truflaður Geirfinnur. Svo yrði Christoph Waltz auðvitað að
vera í myndinni; gæti leikið löggu eða fangavörð.
Geirfinnur hefur alltaf minnt mig svolítið á Bogdan Kowalczyk, fyrrverandi
landsliðsþjálfara í handbolta, í útliti og reynist hinn horfni vera á lífi yrði upp-
lagt að fá Bogdan til að leika hann á efri árum. Nú nema þá að Geirfinnur sjálf-
ur leiki bara Geirfinn. Það yrði saga til næsta bæjar.
Finnum Geirfinn
Pistill
Orri Páll
Ormarsson
orri@mbl.is
’Kappinn er þekkturfyrir að hugsa útfyrir rammann og yrðiekki lengi að komast á
sporið, geri ég ráð fyrir.
Ingibjörg Kristjánsdóttir
Nei, ég held ekki.
SPURNING
DAGSINS
Ætlar þú að
gera eitt-
hvað sér-
stakt í
tengslum
við
hrekkja-
vökuna?
Elís Þór Traustason
Nei, engin plön. Hrekkjavakan
er ekki hefð í fjölskyldunni eða í
mínum vinahóp.
Halla Rún Árdísardóttir
Ég fer ábyggilega í hrekkjavöku-
partí á Gauknum.
Ásgrímur Guðmundsson
Nei, ég get lofað þér því.
Ritstjóri Davíð Oddsson
Ritstjóri og framkvæmdastjóri Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri og umsjón Karl Blöndal kbl@mbl.is
Prentun
Landsprent ehf.
Hádegismóum 2,
110 Reykjavík.
Sími 5691100
Útgáfufélag
Árvakur hf.,
Reykjavík.
Forsíðumyndina tók
Ásdís Ásgeirsdóttir
Ágústa Rós Árnadóttir skipuleggur hrekkjavöku sem haldin verður á Árbæjarsafni
fimmtudaginn 31. október frá kl. 18-20. Sunnudaginn 27. október verður hrekkjavöku-
grímusmiðja á milli klukkan 13 og 16. Ókeypis fyrir fullorðna í fylgd með börnum.
Sími 555 2992 og 698 7999
Hátt hlutfall Omega 3 fitusýra
Gott fyrir:
• Maga- og þarmastarfsemi
• Hjarta og æðar
• Ónæmiskerfið
• Kolesterol
• Liðina
Læknar mæla með selaolíunni
Selaolían fæst í: Apótekum, Þín verslun Seljabraut, heilsuhúsum, Fjarðarkaupum, Fiskbúðinni Trönuhrauni, Hafrúnu og Melabúð
Óblönduð
– meiri virkni Selaolía
Égheyrði fyrst um Selaolíuna í gegnum kunningja minn en
konan hans hafði lengi glímt við það sama og ég, - stirðleika
í öllum liðum og tilheyrandi verki. Reynsla hennar var það góð
að ég ákvað að prufa. Fyrstu tvo mánuðina fann ég litlar
breytingar, en eftir þrjá mánuði var ég farin að geta gengið
niður stiga á vinnustað mínum sem ég hafði ekki getað
áður. Ein góð „aukaverkun“ fylgdi í kjölfarið, ég var
með frekar þurra húð um allan líkamann, en eftir
að ég fór að nota Selaolíuna hvarf sá þurrkur og
húð mín varð silkimjúk. Ég hef nú notað
Selaolíuna í eitt og hálft ár og þakka henni
bætta líðan og heilsu.
Guðfinna Sigurgeirsdóttir.
„Eftir þrjá mánuði var ég farin að geta gengið niður stiga
á vinnustað mínum sem ég hafði ekki getað áður.“
Afturgöngur
á Árbæjarsafni