Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.10.2019, Qupperneq 4

Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.10.2019, Qupperneq 4
HEIMURINN 4 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27.10. 2019 „Til hvers að fara á fætur?“ Í byrjun apríl á þessu ári var rættvið móður fjórtán ára stúlku áeinhverfurófi hér í blaðinu undir fyrirsögninni „Dóttir mín vill ekki lifa!“ Í viðtalinu lýsti móðirin hremm- ingum dóttur sinnar, sem þá var í ní- unda bekk, en vegna félagslegra erf- iðleika var hún hætt að mæta í skóla og hafði lokað sig af á heimilinu. Á þessum tíma beið fjölskyldan eftir fullnaðargreiningu frá BUGL og var komin í mjög þrönga stöðu. „Hún vill ekki lifa. Bara deyja. Slík er vanlíðan hennar. Eins og gefur að skilja get- um við ekki skilið hana eina eftir heima. Dóttir mín er mjög þunglynd og talar varla við okkur foreldrana,“ sagði móðirin í byrjun apríl. Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan. Stúlkan á ekki við hegð- unarvandamál að stríða, gekk vel í skóla áður en hún varð þunglynd, að sögn móður hennar, og hefur í senn getu og vilja til að ljúka grunnskóla- prófi næsta vor. Á ýmsu hefur þó gengið í samskiptum foreldranna við skólann hennar það sem af er hausti og óvíst um framhaldið. Ekki góð lausn „Um miðjan apríl komst hún loks inn á BUGL. Hún fór í framhaldinu í Dalbrautarskóla,“ segir móðirin í samtali við Sunnudagsblaðið nú en af tillitssemi við dóttur sína vill hún ekki koma fram undir nafni. Móðirin segir þetta ekki hafa verið góða lausn því að Dalbrautarskóli hafi hundsað óskir stúlkunnar, foreldr- anna og umsjónarkennara hennar um að fá að sleppa verkgreinum og leggja áherslu á aðalgreinar. „Vegna þessa neitaði hún að mæta í Dal- brautarskóla og þar með á BUGL. Þetta var um miðjan maí.“ Dóttirin var útskrifuð af BUGL í lok maí 2019. Hún var enn mjög þunglynd og foreldrarnir búnir að biðja um sjúkrakennslu en þar sem hún var ekki í heimaskóla sínum þá var það miklum vandkvæðum bundið, að sögn móðurinnar. Í byrjun júní fór móðirin á fund hjá skólaskrifstofu Mosfellsbæjar, þar sem fjölskyldan býr, og var þar tjáð að dóttirin þyrfti að fara aftur í Varmárskóla en hún hætti í honum eftir sjöunda bekk vegna vanlíðanar sem fyrst og fremst stafaði af einelti. „Ég sagði þeim á skólaskrifstofunni strax að hún gæti ekki verið í kring- um börnin í Varmárskóla vegna þess að hún var lögð í einelti þar. Þau full- vissuðu mig hins vegar um að leitað yrði sérúrræða fyrir dóttur mína í skólanum og hún fengi að vera út af fyrir sig. Lögð var áhersla á að hún myndi ná 10. bekkjar prófunum og að skólinn myndi hitta okkur á fundi fyrir skólabyrjun og aðlaga sig hennar þörfum.“ Í gluggalausri kompu Foreldrarnir óskuðu eftir sjúkra- kennslu fyrir dóttur sína en við því var ekki orðið. Þegar skólaárið hófst var dóttirin látin vera í hálftíma á dag í gluggalausri kompu inn af læstri geymslu og rætt um að við- veran yrði smám saman aukin upp í þrjár klukkustundir á dag, frá kl. 9 til 12. „Hinn 17. september var stór fundur á BUGL, með skólastjóra og kennurum, skólaskrifstofu, fé- lagsþjónustu og okkur foreldrunum. Þar fór læknirinn fram á sjúkra- kennslu fyrir dóttur mína en skóla- stjórinn hafnaði því,“ segir móðirin sem hélt áfram að óska eftir því að viðveran yrði lengd upp í þrjár klukkustundir á dag. Fékk hún þau svör frá skólanum að það væri ekki hægt nema að fenginni aukafjárveit- ingu. Það mál þyrfti að ræða við skólaskrifstofu bæjarins. Hinn 1. október sárnaði dótturinni framkoma eins kennarans í komp- unni og neitaði hún daginn eftir að fara í skólann. „3. október var ég boðuð á fund hjá skólaskrifstofunni, þar var skólastjórinn og tvær konur frá skólaskrifstofunni. Á þessum fundi var endurtekið að dóttir mín ætti ekki að fá neitt meira, fullyrt að hún ætti ekki rétt á sjúkrakennslu og líka að hún mætti ekki skipta um skóla. Talað var niður til mín allan tímann og að endingu sleit ég fund- inum og bað skólastjórann um að senda mér móttökuáætlun dóttur minnar sem skólanum bar að gera en gerði ekki.“ Bauðst til að smíða klefa Hinn 8. október var móðirin boðuð á fund hjá skólastjóra þar sem skólinn bauðst til að lengja kennsluna úr einni klukkustund í eina klukku- stund og tuttugu mínútur. „Skóla- stjórinn bauðst til að láta smíða ein- hvern klefa fyrir dóttur mína inn af ganginum og saga á hann glugga. Þetta átti að taka einhverjar vikur og ráða þurfti nýjan kennara út af þessu og stuðningsfulltrúa. Biðja átti skólaskrifstofuna um fjármagn vegna þessa verkefnis. Fyrir þessar auka tuttugu mínútur átti sem sagt að pumpa skólaskrifstofuna um tvo nýja starfsmenn og endurbætur á skólanum. Þá fór ég að skilja af hverju skólaskrifstofan var svona treg að setja peninga í málið,“ segir móðirin Hinn 10. október var fundur á BUGL þar sem BUGL skóla- yfirvöld, skólaskrifstofan og fé- lagsþjónustan funduðu án foreldr- anna. „Þar ætluðu kerfin að tala saman og leysa málið án okkar að- komu,“ segir móðirin, „og ákveða, framhaldið.“ Hinn 11. október barst móðurinni tölvupóstur frá skólastjóranum þar sem henni var tilkynnt að dóttir hennar ætti að fá heimakennslu frá og með 15. október. Kennari myndi kenna henni í eina klukkustund og tuttugu mínútur á dag en aðeins ís- lensku og ensku. Ekkert er um stærðfræðikennslu. Kennarinn hef- ur mætt síðan og gengið ágætlega, að sögn móðurinnar. Móðirin hefur þó litla trú á því að þetta fyrir- komulag muni nægja til að dóttir hennar nái prófum í vor. „Skóla- stjórinn er sem sagt búinn að ákveða að veita eins litla kennslu og hægt er og sleppa stærðfræðinni, og þar með mun hún ekki ná 10. bekkjar prófi, skólayfirvöld Mosfellsbæjar eru bú- in að ákveða þetta, þau eru vísvit- andi að eyðileggja nám hennar og framtíðarmöguleika.“ Vanhæfni skólastjórans Móðirin segir ekki við starfsfólk skólans að sakast; það sé sett í erfiða aðstöðu. „Málið snýst um vanhæfni skólastjórans og skólaskrifstofunnar sem hefur haldið mjög illa á þessu máli. Ekkert af því sem okkur var lofað í júní hefur staðist og eins og staðan er núna þá hefur skólastjór- inn svipt dóttur mína möguleikanum á því að ná 10. bekkjar prófunum í vor. Hvernig getur skólastjóri haft slíkt alræðisvald?“ spyr móðirin og bætir við: „Markmið skólastjórans er ekki að hún klári 10. bekk heldur bara að hafa hana þarna.“ Móðirin gagnrýnir einnig hversu lítið samráð hafi verið haft við for- eldra barnsins og lækna. „Við höfum rætt við réttindagæslumann og íhugað að kæra málið en er tjáð að það ferli geti tekið marga mánuði og þann tíma hefur dóttir mín ekki. Haustönnin er þegar hálfnuð. Á meðan þarf skólinn ekki að sæta neinni ábyrgð; það eru engin við- urlög, hvorki fyrir skólann né skóla- stjórann.“ Skólinn ekki að virða mig! Spurð um líðan dótturinnar svarar móðirin: „Hún var þunglynd í allt sumar og gat ekki unnið; var bara með okkur foreldrunum. Hún hafði ákveðnar væntingar til vetrarins en hver vonbrigðin reka nú önnur. Er nema von að hún spyrji sig: „Til hvers að fara á fætur?“ Vegna ein- hverfunnar þarf hún að búa við ákveðinn ramma og þessi hringl- andaháttur í sambandi við námið í vetur hefur farið mjög illa í hana. Eða eins og hún hefur sjálf sagt við mig: „Skólinn sagði ekki satt og er ekki að virða mig!“ Dóttir mín er alla jafna fámál og ekki mikið fyrir að dæma fólk en er þetta samt ekki sannleikurinn í hnotskurn?“ Spurð hvað hún vilji sjá gerast í stöðunni svarar móðirin: „Að dóttir mín fái kennslu í öllum aðalgreinum í þrjár klukkustundir á dag, til dæm- is í einhverju skrifstofuhúsnæði í grennd við skólann. Nóg er um slíkt. Það er stórt hagsmunamál að dóttir mín nái 10. bekkjar prófunum til að hún eigi möguleika á að fara í fram- haldsnám. Framtíð hennar er í húfi!“ „Það er stórt hagsmunamál að dóttir mín nái 10. bekkjar prófunum til að hún eigi möguleika á að fara í fram- haldsnám,“ segir móðirin í viðtalinu. Myndin tengist ekki málinu með beinum hætti. Thinkstock Eftir að hafa verið kennt einni í gluggalausri kompu í skólanum í haust fær stúlka á einhverfu- rófi í tíunda bekk nú heimakennslu í rúma klukkustund á dag. Foreldrar hennar telja ólíklegt að það úrræði dugi til þess að hún nái prófum. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Auk almennrar móttökuáætl- unar skv. 16. gr. laga um grunn- skóla (fyrir nemendur sem eru að koma úr öðrum skóla) skulu grunnskólar útbúa móttöku- áætlun fyrir nemendur með sérþarfir. Í slíkri áætlun skal m.a. gera grein fyrir samstarfi innan skólans um skipulag kennslunnar, aðbúnaði, að- stöðu, notkun hjálpartækja, skipulagi einstaklingsnámskrár, kennsluháttum og námsmati, hlutverki umsjónarkennara, sérkennara og annarra fagaðila innan skólans og samstarfi við foreldra. Tilgreina skal áform skólans um stuðning við nem- endur til félagslegrar þátttöku og virkni í skólasamfélaginu, svo sem í félagslífi og tómstunda- starfi skólans. Í slíkri áætlun skal einnig gera grein fyrir samstarfi við aðra aðila utan skólans. Gera á móttökuáætlun Hulda B. Ágústsdóttir ásta créative clothes Chantal van den Broek Íslensk hönnun - Íslenskt handverk Vesturgötu 4, 101 Reykjavík, s. 562 8990 www.kirs.is, Kirsuberjatréð Íslensk Hönnun Opið: Mán.-fös. 10-18, lau. 10-17, sun 10-17 Roðtöskur

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.