Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.10.2019, Qupperneq 6

Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.10.2019, Qupperneq 6
HEIMURINN 6 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27.10. 2019 Stundum fær maður hugmyndir sem virkarosalega góðar við fyrstu sýn. Svo hugsarmaður aðeins og eftir smá stund kemst maður að því að þetta væri sennilega eitthvað sem væri ágætt að hugsa aðeins betur. Reyna að átta sig á hvað gæti gerst og hvað gæti mögu- lega farið úrskeiðis. Einfaldar lausnir eru nefni- lega þegar á reynir ekki alltaf svo einfaldar. Þetta hefði alveg verið pæling þegar stjórn- endur Íslandsbanka fengu þá hugmynd að hætta að auglýsa hjá fjölmiðlum sem eru ekki með kynjahlutföll viðmælenda og fjölmiðla- manna í lagi. Sjálfur er ég algjörlega á því að það væri ósk- andi að fjölmiðlar endurspegluðu nokkurn veg- inn hlustendur sína, eða mögulega hlustendur, því auðvitað er ekki útilokað að kynjahalli hafi áhrif á það hver hlustar. Vissulega vitum við að það eru fleiri karlar en konur í vinnu á að minnsta kosti sumum fjölmiðlum. Það virðist einnig nokkuð ljóst að karlar tala frekar við karla, sem er óstuð, en á að vera hægt að laga með því að hugsa kerfisbundið um að bóka kon- ur og tala við fjölbreyttan hóp. Það er líka örugglega farið að styttast í kröfuna um að hausatalning snúist ekki bara um tvö kyn. Í þeim veruleika sem við höfum búið í til þessa er svo áhugavert að skoða myndasafn Hildar Lilliendahl um það hvernig konur verða oft nafnlausir aukaleikarar í fjölmiðlum. Ef við tökum ljósvakamiðlana sem dæmi (því það má einhvern veginn lesa það út úr þessu að aðgerðunum sé fyrst og fremst beint að þeim), þá getur fólk haft alls konar skoðanir á alls kon- ar dagskrárgerðarmönnum, en ég held að við getum verið sammála um að það er ekki ákjósanlegt að hlusta bara á karla. Í raun er skrýtið að það skuli enn vera svo að á vinsæl- ustu útvarpsstöð landsins sé engin kona við stjórnvölinn á venjulegum degi. Það er því kannski ekki skrýtið að fólk verði þreytt á að bíða eftir að eitthvað breytist og það er einmitt ein af skýringunum sem gefnar voru á þessu út- spili Íslandsbanka. Að þrátt fyrir markmið og löggjöf og stefnur og hvað þetta nú allt heitir hafi of lítið breyst á allt of löngum tíma. En þá komum við að því sem er óþægilegt við þetta. Almennt eiga fyrirtæki að ráða því hvort þau auglýsa eða auglýsa ekki í einhverjum miðl- um, af hvaða ástæðu sem er. En þarna ákveður ríkisbanki (við megum ekki gleyma því að Ís- landsbanki er í eigu ríkisins) að reyna að hafa áhrif með því að beina viðskiptum sínum frá fyrirtækjum sem eru honum ekki þóknanleg. Sem er – og það er engin leið til að skilja það öðruvísi – gert til að hafa áhrif á hvernig þessir fjölmiðlar haga sér, en með lágmarksóþæg- indum fyrir bankann samt. Annars væri það örugglega þannig að bank- inn hafnaði viðskiptum við fyrirtæki sem eru til dæmis bara með karlmenn í vinnu eða ekki rétt hlutfall karla og kvenna. Það væri sennilega eðlilegt að þau fyrirtæki fengju ekki að græða á viðskiptum sínum við bankann frekar en fjöl- miðlar sem ekki haga sér eins og bankinn vill. Ég held að fæstum þyki sú ákvörðun Donalds Trumps aðdáun- arverð að hvetja ríkisstofnanir til að segja upp áskrift að NY Times og Wash- ington Post. Það gerir hann til að reyna að hafa áhrif á gagnrýna umræðu og lama þá sem veita honum aðhald. Hjá bankanum er þetta gert til að auka jafnrétti. Sem hljómar miklu betur. En þegar öllu er á botninn hvolft er þetta í raun aðferð til að hafa áhrif á fjölmiðla. Mig langar ekki að vera með einhverja karl- pungaskoðun, en ég er mjög hugsi yfir þessu. Hvað ef þetta er ekki nóg? Bankinn ákveður líka að auglýsa ekki hjá fjölmiðlum sem eru ekki með jafnlaunavottun eða eru ekki nógu um- hverfisvænir. Eða gerast bara sekir um eitthvað sem lýsir því hvað fjölmiðlamenn geta verið ófullkomnir. Það er svolítið ónotaleg tilhugsun. En ef þetta er eina skrefið sem bankinn ætlar að taka getur hann alltaf huggað sig við að það er jú til fjölmiðill sem er að mestu rekinn í jöfn- um hlutföllum. Eigendurnir og aðaldag- skrárgerðarfólk stöðvarinnar eru nefnilega hjón og reka Útvarp Sögu. ’En þarna ákveður ríkis-banki (við megum ekkigleyma því að Íslandsbanki er íeigu ríkisins) að reyna að hafa áhrif með því að beina við- skiptum sínum frá fyrirtækjum sem eru honum ekki þóknanleg. Á meðan ég man Logi Bergmann logi@mbl.is Ritstjórinn í bankanum Elsku hjartans ástsæli Pétur Jóhann minn, samkvæmt útreikn- ingum mínum ert þú á ári eitt, sem þýðir nýtt upphaf. Þessu nýja upphafi fylgir ný tíðni og sterk orka. Þú stendur frammi fyrir mikilli blessun í þinni nánustu framtíð og ef þú lítur svo- lítið í eigin barm og í kringum þig þá held ég að þú áttir þig á því að þú hefur aldrei verið jafn opinn við sjálfan þig og fjölskyldu þína eins og akkúrat núna árið 2019. Þegar þú varst ungur þá treyst- irðu fáum og hafðir það ekki í orkunni þinni að leyfa ástinni að næra þig. Þess í stað varstu 200% pabbi og sannur vinur þeirra sem þú eignaðist á þín- um yngri árum. Í dag er hins vegar komin mjög mikil ró yfir sálu þína og þér líður vel í sjálfum þér og í því sem þú ert að gera. Þú get- ur svo sannarlega treyst því að ný tilboð sem eru komin eða eru að koma munu festa niður öryggi þitt til framtíðar. Það er svolítið gaman að segja frá því að samkvæmt minni talna- speki ertu talan átta. Áttan táknar upphafið og endalokin eða eilífðina. Drengir sem hafa þessa tölu er sér- staklega heppnir, þar sem þeir eru með bráðgeran huga og oft og tíð- um með magnaða og mikla virkni svo þeir þjóta í hugsunum á ljós- hraða. Einmitt þess vegna hentar það þér og öðrum sem eru blessaðir með þessum krafti að vera sjálf- stæður, starfa sjálfstætt, raða tím- anum þínum sjálfur og skapa eigin örlög. Það er mjög algengt að strákar með töluna átta hætti snemma í skóla því þeir nenna ekki að sitja kyrrir. Ég held því að það sé mikil blessun að þú þrælaðist ekki í gegnum leiklistarskólann því þá hefðir þú ekki verið eins og magn- aður og þú ert í dag. Ég hef alltaf haft þá sterku til- finningu gagnvart þér að við séum svolítið lík þar sem ég er tarfur eins og þú og að í þér búi tvær per- sónur, grínistinn og hellisbúinn sem elskar friðinn, konuna, börnin og sunnudagssteik- ina. Þetta góða jafnvægi þitt er að gera það að verkum að fjölskyldan er að dafna vel og stækka. Taktu stundum áhættu og haltu áfram að segja já – það kemur þér þráðbeint á þann stað sem þú átt skilið að vera á. Ást, Sigga Kling Stjörnumerki Pétur Jóhanns er naut Morgunblaðið/Árni Sæberg ’Taktu stundumáhættu og haltuáfram að segja já – þaðkemur þér þráðbeint á þann stað sem þú átt skilið að vera á. PÉTUR JÓHANN SIGFÚSSON LEIKARI 21. APRÍL 1972 Með magnaða og mikla virkni DUXIANA Reykjavik | Ármuli 10 | Reykjavik | +354 5 68 99 50 | www.duxiana.is GÆÐI OG ÞÆGINDI SÍÐAN 1926 DUX 6006 - SVÆÐISMEÐFERÐ Í örfáum einföldum skrefum geturðu sett upp rúmið þitt til að mæta þörfum þínum.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.