Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.10.2019, Page 8

Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.10.2019, Page 8
VETTVANGUR 8 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27.10. 2019 Nýlega átti ég samtal við mik-ils metinn lögspeking. Sá ervel að sér í fræðunum og þekkir einnig refilstigu þjóðfélags- kerfa og þankagang sem þar er í tísku hverju sinni. Til tals kom úrskurður Mannrétt- indadómstólsins í Strassborg á dög- unum um skipan dómara í Landsrétt sem íslensk stjórnvöld hafa nú áfrýj- að. Viðmælandi minn sagðist hand- viss um að niðurstaðan yrði óbreytt. Ég hváði og spurði hvort engin tak- mörk væru fyrir því hve kokvíðir menn væru á þeim bænum þegar gleypa þyrfti vanhugsaðar niður- stöður kolleganna eins og mér þætti vera augljóst í þessu tilviki. Þú verður að skilja, sagði hann, að málið snýst ekki um hvað stendur ná- kvæmlega í lagatextum sem dóm- stóllinn túlkar hverju sinni heldur snýst þetta um stefnu og áherslur. Hvert stefna eigi þjóðfélaginu? Varla er það hlutverk dómstóla, greip ég inn í, það er viðfangsefni lýðræðisins að ákveða hvernig við viljum þróa okkar samfélag. En viðmælandi minn hélt ótrauður áfram … og stefnan í Evrópu, hjá dómstól Evrópuráðsins í Strassborg, að ekki sé nú minnst á réttarkerfi Evrópusambandsins, er sú að stugga beri við allri aðkomu stjórnmála- manna að þessu kerfi. Enn hváði ég: Ég hef skilning á því að menn vilji ekki hleypa stjórn- málamönnum inn í réttarsalinn. En áttu við að skipan manna í stöður í dómskerfinu eigi að vera prívatmál réttarfarsstéttarinnar og að allt hljóti að vera óhreint, ef þá ekki bein spilling, þegar fulltrúar kjörnir af þjóðinni koma nærri? Sjálfum finnst mér við hafa fundið ágæta blöndu við ráðningu dómara, þótt á hafi skort að sú blanda væri fagmannlega hrist. Já, það er viðhorfið, og svo illa er komið fyrir stjórnmálastéttinni hvað trúverðugleika áhrærir að þessu leyti, að fáir verða til að andmæla, eða gerir þú þér ekki grein fyrir því að stjórnmálastéttin er með fram- ferði sínu að útrýma sjálfri sér? Ef svo er komið, maldaði ég í mó- inn, þá er það mín tilfinning að hið sama kunni að henda starfsmenn réttarkerfisins – dómara og lögmenn – að þeir gætu verið í þann veginn að koma sér á válista hjá almenningi. Þeim þykir ekki verra að lögin og reglurnar sem þeir fá í hendur séu al- mennar, helst ónákvæmar sem þá gefi þeim vald til að túlka og móta framkvæmdina og þar með farvegi og framvindu þjóðfélagsþróun- arinnar. Og ef í ofanálag það viðhorf verður ríkjandi hjá almenningi að þessi stétt þyki uppteknari af sjálfri sér en almannahag, þá er sú hætta raunverulega fyrir hendi að tiltrúin sem hún nýtur þverri. Þegar hér var komið sögu var mér farið að hitna í hamsi, var þó ekki byrjaður að ræða það undarlega ráðslag Mannréttindadómstólsins í Strassborg að hvítþvo fjármálamenn, sem dæmdir hafa verið heima fyrir, með úrskurðum sínum um formgalla og gera þannig svik og pretti millj- arðamæringa að engu! Þetta horfum við upp á þessa dagana undir húrra- hrópum fjölmiðla sem handgengnir eru sömu aðilum. Þeir láta ekki þar við sitja heldur vara við því síknt og heilagt að gagnrýna fjölþjóðlega dómstóla því þannig – segja þeir – gröfum við undan réttarríkinu! Ég er vissulega sammála viðmæl- anda mínum um að ástæða er til að hafa áhyggjur af þverrandi trúverð- ugleika stjórnmálastéttarinnar en það breytir því ekki að sjálfhverfum réttarfarsstéttum sem vilja ráða um framvinduna í þjóðfélaginu ber einn- ig að hugsa sinn gang. Nú hef ég skilið það svo að aðkoma réttarkerfisins á meginlandi Evrópu sé þrengri að þessu leyti en gerist með þjóðum sem byggja á engilsax- neskum hefðum. Þær hefðir tryggja dómstólum svo rúmt hlutverk að dómarar túlka ekki einungis lögin og beita réttarreglum, heldur setja þeir beinlínis lög með dómafordæmum. Spurning er hvort meginlandshefðin í Evrópu sé að sækja í þennan far- veg; hvort sama virðingarleysi gagn- vart þrískiptingu valdsins og stjórn- málastéttin er vænd um fyrir sitt leyti sé að ágerast í dómskerfinu á meginlandinu. Réttarfarsstéttirnar komist hins vegar upp með þetta gagnvart ráðandi öflum vegna þess hve undirgefnar þær eru þessum öfl- um. Á fínu máli er þessi undirgefni, eins og hún birtist í okkar samtíma, kölluð markaðshyggjuhalli. En hvað getur almenningur gert? Svarið er augljóst. Við eigum að gagnrýna; stjórnmálamenn fyrir að misnota vald sitt og ósamkvæmni á milli orða og síðan athafna þeirra fyr- ir og eftir kosningar og sama gildir um réttarkerfið. Við hlítum niður- stöðum þess enda ekki viðfangefnið að brjóta það niður – en við gagn- rýnum ef þurfa þykir. Réttarkerfið, ekkert síður en stjórnmálin, þarf á aðhaldi og gagnrýni að halda. Það er þögnin sem er varasöm. Að einu leyti er ekki hægt að bera stjórnmálastéttina og réttar- farsstéttina saman. Fari svo að hefðbundin stjórn- málastétt hverfi af sjónarsviðinu – með fulltrúalýðræði og þingræði – sem vel getur gerst, þá eigum við beint lýðræði upp á að hlaupa. Það þurfa ekki að vera slæm skipti. Missi réttarfarsstéttirnar hins vegar trúverðugleika sinn þá væri illa komið. Þá er sjálft réttarríkið í hættu. Því er mikið í húfi að við ger- umst ekki sofandi sauðir. Þá eru villi- kettir betri. Tvær stéttir í útrýmingarhættu Úr ólíkum áttum Ögmundur Jónasson ogmundur@ogmundur.is ’ Réttarkerfið, ekkertsíður en stjórnmálin,þarf á aðhaldi og gagn-rýni að halda. Það er þögnin sem er varasöm. Haraldur Jónasson 27. okt. kl. 16 Komdu á Sígilda sunnudaga og upplifðu fjölbreytt úrval kammertónlistar í allan vetur. harpa.is/sigildir Kammersveit Reykjavíkur SÍGILDIR SUNNUDAGAR KLASSÍSK TÓNLEIKARÖÐ www.alver.is S: 896 4040 LauraStar á Íslandi TÆKNI ATVINNUMANNSINS FYRIR HEIMILI Þrýstingurinn í þurrgufunni fer í gegnum efnið og sléttir úr efnisþráðunum án þess að þú þurfir að beita nokkrum kröftum. LauraStar er létt og meðfærilegt og með LauraStar ertu fljótari að strauja en nokkru sinni fyrr. ÞÚ FINNUR ALLT Á FINNA.IS

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.