Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.10.2019, Side 10

Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.10.2019, Side 10
LJÓSMYNDUN 10 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27.10. 2019 Langar þig í ný gleraugu! Það fyrsta sem Marilyn Monroe leikkona tók eftir þegar hún hitti Arthur Miller rithöfund, voru gleraugun! Smáralind – Sími 517 0317 – www.plusminus.is PLUSMINUS | OPTIC Velkomin til okkar Landslagið hefur ávallt verið viðfangsefniljósmyndarans Christophers Lund semnú hefur gefið út bók með verkum sín- um. Sum verkanna eru til sýnis í Gallerí Grá- steini og lóðsar Christopher blaðamann um sýninguna. Þar má sjá ýmis sjónarhorn hinnar stórfenglegu íslensku náttúru. „Bókin heitir Iceland, contrasts in nature og mér fannst gaman að halda sýningu í leiðinni. Bókin er kannski frábrugðin mörgum öðrum ljósmyndabókum. Það er nánast enginn texti og svo eru sumar myndanna meira abstrakt en hefðbundnar landslagsljósmyndir,“ segir hann. Áður óséð svæði Christopher er ekki einungis ljósmyndari, heldur líka leiðsögumaður og vinnur einnig að prentun ljósmynda fyrir fagfólk. „Þetta er mín fyrsta bók og í sjálfu sér mín fyrsta sýning, sem er frekar kostulegt þar sem ég hef prentað ótal sýningar fyrir aðra,“ segir Christopher sem mun gefa tíu prósent af ágóða bókarinnar til Landverndar. „Ég er mikill umhverfisverndarsinni. Það knýr mig áfram í þessari ljósmyndum að sýna fólki hvað er til hérna í landinu. Það er erfitt að ætla að vernda landsvæði sem fólk veit ekki af og því finnst mér gaman að fólk sjái á myndum mínum svæði sem það hefur ekki áður séð.“ Nærmyndir af náttúrunni Í bókinni má finna myndir frá öllum lands- hlutum en Christopher segir hálendið vera í sérlegu uppáhaldi. Hann segist ekki hafa beðið eftir hinni fullkomnu birtu eða besta veðri heldur látið slag standa í alls konar aðstæðum. „Ég myndaði í mismunandi birtuskilyrðum, mismunandi veðri og á mismunandi árstíma. Myndirnar spanna alveg tíu ára tímabil. Strax eftir að ég kláraði leiðsögumannsnámið fór ég að leiðsegja ljósmyndurum um landið og hef því myndað mikið víða um land. Ég finn að í dag er ég farinn að huga meira að formum og litum í landslaginu og eru sumar myndanna mínímalískar. Eins konar nærmyndir af nátt- úrunni,“ segir Christopher og segir af nógu af taka þegar Ísland er annars vegar. „Ísland er stundum ekki bara land heldur er það meira eins og pláneta.“ Ísland er eins og pláneta Ljósmyndarinn Christopher Lund gaf út sína fyrstu bók nýlega og opnaði sýningu í leiðinni í Gallerí Grásteini á Skólavörðustíg. Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is Íslensk náttúra hefur allt- af heillað Christopher Lund ljósmyndara. Morgunblaðið/Ásdís Í bókinni má finna fjölbreytt úrval landslags- mynda. Sumar mynda Christophers eru míni- malískar og er þar lögð áhersla á form og liti.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.