Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.10.2019, Síða 28

Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.10.2019, Síða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27.10. 2019 LESBÓK GLYS „Fólk klappar þegar ég kveðst vera 73 ára og ég velti fyrir mér hvort það sé vegna þess að ég er ennþá á lífi,“ segir hin síunga söngkona Cher á tónleikum sínum um þessar mundir. „En alltént,“ heldur hún áfram. „Hvað er amma þín að gera í kvöld?“ „Ég er ekki viss,“ svarar Alexis Petridis í um- sögn um tónleika Cher í Lundúnum í breska blaðinu The Guardian, „en hún stendur alveg örugg- lega ekki uppi á vélknúnum fíl með uppljómaðar tennur og augu að syngja eins konar fönkútgáfu af gamla sanskrít- arsálminum Gayatri Mantra.“ Annars er Petridis hæstánægður með tónleikana, gefur þeim fjórar stjörnur af fimm, og segir Cher engu hafa gleymt, auk þess sem röddin sé eins og best verður á kosið. Hvað er amma þín að gera? Cher á tónleikum í Austurríki fyrr í mánuðinum. AFP HEILSA Aðdáendur gítargoðsins Eddies Van Halens hafa vaxandi áhyggjur af heilsufari hans eftir að bandaríski slúðurvefurinn TMZ fullyrti að hann gengist nú undir meðferð vegna krabbameins í hálsi. Talsmaður hljóm- sveitar hans, Van Halens, vildi ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað. Langt er síð- an Eddie hefur komið fram opinberlega og fyrir skemmstu sagði David Lee Roth, söngv- ari Van Halen, að hann teldi ólíklegt að upp- runalegir meðlimir sveitarinnar myndu koma saman á ný í fyrsta skipti í 35 ár, eins og fyrirhugað var árinu. Eddie hefur glímt við margvíslegan heilsubrest gegnum tíðina. Hafa áhyggjur af heilsu Van Halens David Lee Roth og Eddie Van Halen (t.h.) Reuters Cristina Scabbia rokkar feitt. Virðingin fer þverrandi VIRÐING Cristina Scabbia, söng- kona ítalska goþþmálmbandsins Lacuna Coil, segir í samtali við sjónvarpsstöðina Capital Chaos að tónlist njóti ekki sömu virðingar hjá alþýðu manna eftir að efnis- veitur tóku við af gömlu góðu plöt- unni. „Nú streyma menn öllu og efni lekur út vegna þess að ein- hverjir delar eru að dreifa því ólög- lega án minnstu virðingar fyrir listamönnunum þegar sérhvert lag, sérhver plata hefur að geyma list og hjarta listamannsins. Ég vildi óska þess að virðingin væri meiri. Það er allt og sumt,“ segir Scabbia sem man tímana tvenna en Lacuna Coil heldur upp á 25 ára starfs- afmæli sitt á þessu ári. Mér finnst þær leiðinlegar.Þær eru gerðar eins ogverslunarvara … eins og hamborgarar … Þetta snýst um að framleiða vöru sem færir stóru fyrir- tæki gróða – þær eru kaldhæðnis- legar æfingar. Þær eru markaðs- æfingar og hafa ekkert með kvikmyndalist að gera.“ Þær voru heldur kaldar kveðj- urnar sem hinn gamalreyndi breski leikstjóri Ken Loach sendi ofur- hetjumyndum í samtali við dag- blaðið The Guardian á dögunum þegar hann var að kynna sína nýj- ustu kvikmynd, Sorry We Missed You, en hún fjallar um blásnauðan sendibílstjóra í fásinninu í New- castle-upon-Tyne á Norður- Englandi. Lengra frá ofurhetjunum er líklega ekki hægt að komast. Ofurhetjumyndir hafa sem kunn- ugt er farið með himinskautum und- anfarin ár og misseri og ekkert lát virðist á gerð slíkra mynda. Kannski engin furða enda streyma áhorf- endur sem aldrei fyrr á þær; þannig varð Avengers: Endgame tekju- hæsta kvikmynd sögunnar fyrr á þessu ári. Fyrir á topp tíu voru þrjár aðrar myndir úr seríunni sem allar heyra til Marvel-merkinu sem einn- ig hefur gert myndir á borð við Black Panther, Iron Man, Captain America, Deadpool, Guardians of the Galaxy og hvað þær nú allar heita. En þetta er ekki bíó Loach er ekki fyrsti leikstjórinn af gamla skólanum til að hnýta í ofur- hetjumyndirnar. „Ég hef reynt, þið vitið,“ svaraði Martin Scorsese, sem leikstýrt hefur myndum á borð við Taxi Driver, Raging Bull og Good- fellas, í samtali við Empire magazine nýlega þegar spurt var hvort hann hefði séð Marvel-myndirnar. „En þetta er ekki bíó.“ Og Scorsese hélt áfram: „Satt best að segja komast þær í mínum huga næst því að vera skemmti- garðaefni, eins vel gerðar og þær eru og eins vel og leikararnir standa sig miðað við aðstæður. Þetta er ekki bíó þar sem manneskja reynir að miðla tilfinningalegri og sál- fræðilegri upplifun til annarrar manneskju.“ Undir þetta sjónarmið tók enn einn gamalreyndur verðlaunaleik- stjóri, Francis Ford Coppola, þegar hann veitti Lumière-verðlaununum fyrir framlag sitt til kvikmyndasög- unnar viðtöku í Frakklandi á dög- unum. Og gekk raunar skrefinu lengra. „Þegar Martin Scorsese segir að Marvel-myndirnar séu ekki bíó hefur hann á réttu að standa vegna þess að við göngum út frá því að við lærum eitthvað af kvikmyndum; við reikn- um með að koma ríkari út, hvort sem það er fræðsla, þekking eða inn- blástur,“ sagði Coppola og bætti við: „Ég átta mig ekki á því hvort ein- hver fær eitthvað út úr því að horfa aftur og aftur á sömu myndina. Martin var í raun mjög almennilegur þegar hann sagði Fjöldi ofurhetja kemur við sögu í hinni vinsælu Avengers: Endgame. Ofurhetjur eins og ham- borgarar Gamalreyndir verðlaunaleikstjórar skjóta föstum skotum að ofurhetjumyndum sem tröllríða kvik- myndahúsum þessa heims nú um stundir og líkir Ken Loach þeim meðal annars við hamborgara og Francis Ford Coppola segir þær auvirðilegar. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Ken Loach James GunnMartin ScorseseFrancis Ford Coppola Góð heyrn glæðir samskipti ReSound LiNX Quattro eru framúrskarandi heyrnartæki Hlíðasmára 19 • 201 Kópavogur • Sími 534 9600 • heyrn.is Erum flutt í Hlíðasmára 19 Fagleg þjónusta hjá löggiltum heyrnarfræðingi Með þeim færðu notið minnstu smáatriða hljóðs sem berst þér til eyrna. Í þeim er nýr örgjörvi með 100% meiri hraða, tvöfalt stærra minni og eru sérlega sparneytin. Tækin eru heyrnartól fyrir þráðlaust streymi úr síma og öðrum tækjum. Hægt að stjórna allri virkni með appi eða með takka á tækjum. Eru með rafhlöður, sem hlaðast þráðlaust á einfaldan hátt, eða með einnota rafhlöður.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.