Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.10.2019, Page 29

Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.10.2019, Page 29
að þetta væri ekki bíó. Hann sagði ekki að þessar myndir væru auvirði- legar, eins og ég segi að þær séu.“ Ekki allir afar okkar hrifnir Aðstandendur ofurhetjumyndanna hafa að vonum ekki setið þegjandi og hljóða- laust undir þess- ari ádrepu. Þannig svar- aði James Gunn, leikstjóri Guardians of the Galaxy, fyrir sig á samfélagsmiðl- inum Instagram og benti Scorsese og Coppola á að ekki hefðu allir „afar okkar“ verið jafn hrifnir af glæponamyndunum, sem þeir fé- lagar eru frægastir fyrir, og jafnvel sagt þær „auvirðilegar“. Þá hafi mörgum „langöfum okkar“ þótt allir gömlu vestrarnir meira og minna eins. „Ofurhetjurnar eru einfaldlega glæpona/kúreka/geimævintýri okkar tíma. Sumar ofur- hetjumyndir eru hræðilegar, aðrar fallegar. Það er eins með vestrana og glæp- onamyndirnar (og þar á undan, bara MYND- IR) það munu aldrei allir kunna að meta þær, ekki einu sinni sumir snill- ingar. Og það er bara allt í lagi,“ skrifar Gunn. Gamora hin ógur- lega úr Guardians of the Galaxy. Marvel Studios 27.10. 2019 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29 SÉRBLAÐ NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: Katrín Theódórsdóttir Sími: 569 1105 kata@mbl.is fimmtudaginn 28. nóvember Við komum víða við í ár, heimsækjum fjölda fólks og verðummeð fullt af spennandi efni fyrir alla aldurshópa. Morgunblaðsins kemur út Jólablað BÍÓ „Hve nakinn getur maður ver- ið í Disney-mynd?“ spyr breski leik- arinn Sam Riley í bráðskemmtilegu viðtali í breska blaðinu The Indep- endent. Tilefnið er að í fyrri Mal- eficent-myndinni þá breytir að- alsöguhetjan karakter hans, Diaval, úr hrafni í mann. Snarpar umræður spunnust um það hvort atriðið kallaði ekki á nekt en á end- anum var Riley mynstraður upp með gervi „six-pack“ og leðju sem huldi það allra heilagasta. „Ég hef aldrei litið betur út,“ segir hann. Hve nakinn getur maður verið? Sam Riley fisléttur á rauða dreglinum. AFP BÓKSALA 16.-22. OKTÓBER Listinn er tekinn saman af Eymundsson 1 Um tímann og vatnið Andri Snær Magnason 2 Hvítidauði Ragnar Jónasson 3 Helköld sól Lilja Sigurðardóttir 4 Ströndin endalausa Jenny Colgan 5 Friðbergur forseti Árni Árnason 6 Kjarval – málarinn sem fór sínar eigin leiðir Margrét Tryggvadóttir 7 Jólasysturnar Sara Morgan 8 Vinsælustu uppskriftirnar Gunnar Már Sigfússon 9 Rannsóknin á leyndar- dómum Eyðihússins Snæbjörn Arngrímsson 10 Aisha Jesper Stein 1 Friðbergur forseti Árni Árnason 2 Kjarval – málarinn sem fór sínar eigin leiðir Margrét Tryggvadóttir 3 Rannsóknin á leyndar- dómum Eyðihússins Snæbjörn Arngrímsson 4 Tvistur og Basta Roald Dahl 5 Múmínálfarnir – stórbók 2 Tove Janson 6 Bók um bý Piotr Socha 7 Frozen – sögusafn Walt Disney 8 Slæmur pabbi David Walliams 9 Toy Story – sögusafn Walt Disney 10 Villinorn 3 – hefnd Kímeru Lene Kaaberbøl Allar bækur Barnabækur Ég er alltaf með bunka af bókum á náttborðinu og skipti oft á milli bóka eftir stuði og stemningu. Þar sem ég starfa í bókasafni og er að handleika bækur allan dag- inn ber ég heim með mér alls konar bækur og gauka líka að heimilisfólkinu bókum sem mér finnst þau ættu að lesa. Ég les alltaf áður en ég fer að sofa og finnst það vera mín afslöppun þar sem ég hverf inn í sagnaheim bókmenntanna. Ég hef alltaf lesið mikið og sem barn og unglingur las ég allar bækur sem til voru á heimilinu, hvort sem það voru sjómanna- sögur, ævisögur, dulspeki eða Öldin okkar eins og hún lagði sig. Í dag er ég aðeins farin að fikra mig áfram með Rafbókasafnið og sæki þangað bæk- ur á ensku sem ég hlusta svo á þegar farið er í göngu- túr. Ég myndi segja að smekkur minn á bókum væri frekar fjölbreyttur því ég stekk á milli skáldsagna, ævi- sagna, fræðibóka og jafnvel ljóða- bóka. Þar sem ég er núna í námi í já- kvæðri sálfræði litast skammt- urinn á náttborð- inu svolítið af því. Má þar nefna Positive Psycho- logy eftir Kate Hefferon og Ilonu Boniwell, Í nánd- inni eftir Guð- brand Árna Ís- berg og Enn meiri hamingja eftir Tal Ben-Shahar. Svo var ég að fá í hendurnar nýútkomna bók sem heitir Nútvitund í dagsins önn eftir Bryndísi Jónu Jónsdóttur sem er einmitt einn af kennurum mínum í nám- inu. Gaman að því hvernig nám getur leitt mann inn á nýj- ar lestrar- brautir. Að mínu mati hefðu allir gott af því að lesa Fátækt fólk eftir Tryggva Emilsson og Ver- öld sem var eftir Stefan Zweig. Þetta eru bækur sem ég les alltaf reglulega og minna mann á hvað lífið getur verið hverfult. Ég les mikið af glæpasögum eftir íslenska og erlenda höfunda. Möguleg ástæða fyrir því gæti verið forvitni mín en ef fléttan er góð geta sögurnar stundum verið svo spennandi að það er ekkert staðið upp fyrr en bókin er búin. Fram undan er einn skemmti- legasti tími ársins í bókasafninu þegar nýjar bækur streyma inn á hverjum degi. Þá verður maður mjög spenntur að komast í nýju bæk- urnar og sökkva sér í töfraheiminn. Ég ætla núna að skella mér til Kaupmannahafnar og bækurnar Keðj- an eftir Adrian McKinty og Ströndin endalausa eftir Jenny Colgan fá að fljóta með. STEFANÍA GUNNARSDÓTTIR ER AÐ LESA Alltaf bunki á náttborðinu Stefanía Gunn- arsdóttir er forstöðumað- ur Bókasafns Reykjanes- bæjar.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.